Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992
SPECTRal recoRDING .
DQLBY STEREO '
í A- OG B- SAL
BUGSY STORMYND
BARRYS LEYINSON
WARREN REATTY, ANNETTE
BENING, HARVEY KEITEL, BEN
KINGSLEY, ELLIOTT GOULD OG
IOE MANTEGNA.
MYNDIN, SEM VAR TILNEFND
TIL 10 ÓSKARSVERÐLAUNA.
★ ★ *DV.
★ ★ ★ ★ AI. MBL.
★ ★ ★BÍÓLÍNAN
Sýnd kl. 5, 9 og 11.30.
Bönnuð börnum i. 16 ára.
KRÓKUR
Sýnd kl. 7.05.
Sýnd kl. 4.45.
STRÁKARNIR í HVERFINU
Sýnd kl. 11.20.
Bönnuð i. 16ára.
BÖRN NÁTTÚRUNNAR
Sýnd kl. 7.30 í
A-sal. 12. sýn.mán.
Gistíheimili opnað á Suðureyri
FYRIR skemmstu var opn-
að gistiheimili að Hlíðar-
vegi 5 á Suðureyri sem
rekið er af Sigurlínu Sig-
urðardóttur.
Þar er nú boðið upp á gist-
ingu í eins og tveggja manna
herbergjum auk svefnpoka-
gistingar. Vel er búið að
gestum og er boðið upp á
morgunverð auk þess sem
gestir geta eldað sér sjálfir
ef áhugi er fyrir hendi. Þá er
í húsinu sameiginleg stofa
með sjónvarpi auk þess sem
gestir hafa aðgang að sauna-
baði í húsinu.
Að sögn Sigurlínu er hún
bjartsýn á reksturinn en hún
mun hafa opið í sumar til
reynslu. Hún vonast til að
ferðafólk leggi nú leið sína
í Súgandafjörð og njóti þar
hinnar miklu náttúrufegurð-
ar og kyrrðar sem þar er að
finna auk þess sem nú er
búið að taka í notkun nýja
útisundlaug með pottum og
tilheyrandi, sagði Sigurlína
að lokum.
- Sturla Páil.
STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM
ALLIR SALIR ERU FYRSTA
FLOKKS
HASKOLABlÓ SÍMI22140
JKdi Iliulim
bluin NjijJií Ri<lu«f.tvoii
...J Muliol IHant
■ Rómantísk
jgamanmynd
utan.
venjulegrar
S| reynslu.
xm&W'M m<rc\
.{RCíUajW 'm‘AK$XKti
Greiðasemi borgar sig ekki alltaf, og
sennilega hvað síst í þeim málum er
tengjast hinu Ijúfa lífi. Louis kynnist
Sybil, Sybil kynnist ástinni, ástsjúkur
píanisti tryllist.
ýnd kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð i. 12 ára
★ ★ ★ ★TVIMÆLALAUST
GAMANMYIMD SUMARSINS
F.l. Bíólínan.
Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05
'1L FAVOU R. .MÍGold
iIhWATC'H.I &tlu-vcrvl BIC i Hsh
1 ■! M11
ffl! H
Morgunblaðið/Kristinn
Krístín G. Magnús afhendir Sigurði Thomson Rauðu rósina.
Ferðaleikhúsid:
Rauð rós tíl Edinborgar
RAUÐA rósin er viðurkenning
sem Ferðaleikhúsið hefur nú
veitt þrisvar sinnum til þeirra
sem hafa veitt leikhúsinu sér-
stakan stuðning og jafnframt
Helgarnám-
skeið í yoga
NÁMSKEIÐ í yoga og sjálfsvit-
und fer fram helgina 17.—19.
júlí í Ámagarði, Háskóla Is-
lands. Námskeiðið byggir á
kenningum yogameistarans Sri
Chinmoy sem m.a. er upphafs-
maður friðarhlaupa sem haldin
hafa verið um heim allan síðan
1987.
Námskeiðið fer fram á íslensku
og hefst föstudagskvöldið 17. júlí
kl. 20 og verður fram haldið laug-
ardag og sunnudag kl. 10-18 með
hléum. Óllum er heimill ókeypis
aðgangur. Nánari upplýsingar gef-
ur Leó Torfason, prentmyndasmið-
ur á kvöldin.
eru góðir fulltrúar íslands á
erlendri grund.
Að þessu sinni var það Snjólaug
Thomson í Edinborg sem fékk
rauðu rósina, en gripurinn er úr
kopar og messing og hannaður af
bandaríska listamanninum Dennis
Dengal. Snjólaug opnaði hús sitt
fyrir leikhópi Ferðaleikhússins
þegar leikhúsið sýndi þrjá einþátt-
unga eftir Odd Bjömsson á Edin-
borgarhátíðinni 1978. Það var í
fyrsta sinn sem íslenskur leikhópur
tók þátt í hátíðinni. Snjólaug var
síðar um árabil íslenskur konsúll
i Edinborg.
Sigurður Thomson veitti rósinni
viðtöku fyrir hönd móður sinnar
að lokinni sýningu Ferðaleikhúss-
ins á Light Nights á fimmtudags-
kvöldið var.
Light Nights sýningar Ferða-
leikhússins eru ætlaðar erlendum
ferðamönnum og fara fram á
ensku, en útdráttur úr sýningunni
er fáanlegur á frönsku og þýsku.
Sýningamar eru í Tjarnarbíói og
sýnt verður fjórum sinnum í viku
út ágústmánuð.
Stykkishólmur:
Hólmakjör hf. orðin
verslunarmiðstöð
Stykkishólmi.
HÓLMAKJÖR HF. hefur um
áratugi verið stærsta verslunar-
fyrirtækið hér í bæ og hafa eig-
endur mikið lagt á sig til að
verslunin geti verið sem fjöl-
breyttust og þjónustan einnig.
Fyrirtækið hefur nú leigt út
fyrir fjögur önnur fyrirtæki svo
nú má heita að hér sé risin versl-
unarmiðstöð.
Seinustu ár hefur verið erfiðara
að halda rekstri verslana í horfí úti
á landi og kemur þar margt til
ekki síst nálægðin við Reykjavík
með greiðfæru vegakerfí. Fyrir
nokkru var viðhorfíð þannig að fyr-
irtækið sótti um greiðslustöðvun
bæði til að geta hagrætt verslun-
inni betur og eins að semja við
skuldunauta sína. Þetta áform eig-
enda er nú að skila árangri. Versl-
unin er í stórum húsakynnum og
hefur þetta húsnæði verið skipt nið-
ur í fleiri verslanir þannig að
Hólmakjör hf. sér nú um allan
mat, hreinlætisvörur og annað þess
háttar.
Þær Sesselja Pálsdóttir og Þór-
hildur Pálsdóttir hafa sett upp
þama á mjög skemmtilegum og
góðum stað nauðsynlega þjónustu
sem felst í gjafavörum og ýmsum
öðrum heimilisvörum. Er þetta allt
mjög vandað og úrvalið fjölbreytt.
Ekki er vafi á að Hólmarar og þeir
sem eiga leið um Stykkishólm kunni
vel að meta þessa góðu þjónustu.
Þegar fréttaritara bar að garði var
Morgunblaðið/Árni Helgason
Sesselja Pálsdóttir í verslun
sinni.
Sesselja þar við afgreiðslu og lét
vel bæði af umsvifum og góðum
viðtökum þeirra sem þar komu að
líta í verslunina og kaupa hinar
ýmsu gjafavörur og ekki spillti það
hve margir ferðamenn litu við í
búðinni.
— Árni.
Kópavogur:
Zsa Zsa - Ný hárgreiðslustofa
ZSA ZSA heitir ný hárgreiðslu-
stofa sem hóf starfsemi sína í
Hamraborg 7 í Kópavogi,
Hamrabrekkumegin, hinn 1. júlí
sl. Zsa Zsa eiga og reka hár-
greiðslumeistararnir Dagmar
Ágnarsdóttir og Linda Aðal-
geirsdóttir, sem eiga langa
reynslu í faginu að baki, bæði
hérlendis og erlendis.
Zsa Zsa er opin alla virka daga
kl. 9-18 og á laugardögum kl.
9-12. Næg bílastæði eru framan
við hárgreiðslustofuna Hamra-
brekkumegin og einnig eru bíla-
stæði við verslunarhúsin við
Hamraborg en hægt er að ganga
niður að Zsa Zsa austan við Blóma-
höllina og sömuleiðis austan við
nýja Búnaðarbankann í Hamra-
borg.
Hárgreiðslumeistararnir á Zsa Zsa, Dagmar Agnarsdóttir (t.h.) og
Linda Aðalgeirsdóttir ásamt Rósu Einarsdóttur hárgreiðslunema.