Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 35 imr-T.vzn FRUMSÝNIR MIDAVERÐ KR. 300 Á50G7 SÝNINGAR ALLA DAGA SYLVESTER STALLONE • ESTELLE GETTY Mamma er komin í heimsókn Hún þvoði þvottinn, gluggana og gólfin og nú ætlar hún að hreinsa óþjóðalýðinn af strætum borgarinnar. /yAjf. UNI L*JgaSS.,*ciwiiwvai«ionsi«»oi.wc Joe (Sylvester Stallone) er harðsnúin lögga í stórborg og lifir þægilegu piparsveinalífi. Mamma (Estelle Getty í KLASSAPÍUM) kemur í heimsókn. Hún tekur ærlega til hendinni. ÓBORGANLEGT GRÍN OG SPENNA Sýnd í A-sal kl. 5,7,9 og 11. TÖFRALÆKNIRINN + *** Pressan. Stórbrotin mynd um mann, sem finnur lyf við krabba- meini. Leikur Sean Conn- ery gerir þessa mynd ógleymanlega. Sýnd kl.5,7,9og11. NÆSTUMÓLÉTT Eldfjörug gamanmynd um hjón sem eru barnlaus því eiginmaðurinn skýtur „púðurskotum". Sýnd kl. 5,7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. MITT EIGIÐIDAHO Frábær verðlaunamynd með úrvalsleikurum. ★ *•+ Mbl. Sýnd kl. 11. Bönnuð innan 16 ára. Veitingahúsið Sólvík. Hofsós: Veitingastofa opnuð Hofsósi. NY veitingastofa var opnuð laugardaginn 4. júlí á Hofsósi. Þegar á fyrsta degi komu á annað hundrað manns í veitingahúsið Sól- vík, en það nafn ber hin nýja veitingstofa og mun hún verða opin milli kl. 14 og 22 alla daga fyrst um sinn. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að gera upp gamla hótelið á Hofsósi. Síðastliðinn vet- ur stóð til að rífa þetta hús þar sem það var orðið mjög illa farið, en það var þá í eigu Hofshrepps. En þá ákvað Sigmundur Frans Kristjánsson að kaupa húsið og gera það upp, fékk hann í lið með Orgelleikur í Dómkirkjunni MARTEINN H. Friðriksson leik- ur á orgel Dómkirkjunnar í dag, miðvikudag. A efnisskrá eru verk eftir Buxte- hude, Bach, Mendelssohn og Reger. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. sér Valgeir Þorvaldsson til að sjá um það verk. Byrjað var á því í janúar sl. í veitingastofunni Sólvík er selt kaffi og heimabakað brauð, einnig er hægt að fá þar öl og gos- drykki. í kjallara hússins er snyrt- iaðstaða fyrir ferðamenn sem koma og skoða gamla pakkhúsið og fl. sem markvert er í nágrenni veitingastaðarins. í Sólvík verða leiðbeinendur sem munu fara með fólki sem vill skoða pakkhúsið og Drangeyjarsafn sem hefur verið komið fyrir í húsinu. Mikill áhugi er nú hér á Hofs- ósi að halda við gömlum húsum og verður byrjað mjög fljótlega að gera upp gamla kaupfélagið, en nokkur hópur fólks hefur sam- einast um kaup á því húsi í því augnamiði. - Einar. Fjölsýn forlag: Smásagan Maður skógarins kemur út 10% af söluandvirði til landgræðslu ÚT er komin á vegum Fjölsýnar forlags smásagan Maður skógarins eftir franska rithöf- undinn Jean Giono í þýðingu Þorsteins Siglaugssonar. Af söluandvirði bókarinnar munu 10% renna til skógræktar og landgræðslu. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir: „Maður skógarins seg- ir frá gömlum manni, Elzéard Bo- uffier, sem lifir í samræmi við náttúruna og sjálfan sig. Sögu- maður hittir hann á ferð yfir há- sléttur Provence-héraðsins þar sem hann situr yfir fé sínu. Hann hefur tekið sér fyrir hendur að rækta skóg í þessu eyðilega einskis- mannslandi og smátt og smátt breytir landið um mynd. A hrífandi og sérstæðan hátt lýsir Jean Giono starfi og persónu- leika þessa gamla manns, óbilandi trú hans á sjálfan sig og landið. Á nokkrum áratugum tekst gamla manninum að breyta landinu í gróðursælt svæði. Nefndir koma frá bæjunum í kring til að rann- saka þennan „sjálfsprottna“ skóg og fær gamli maðurinn þá viðvörun þess efnis að hann skuli fara var- lega með eldfæri í skóginum. Gamli maðurinn lætur engan vita af því að hann hafi grætt upp þetta land, hans hamingja er fyrst og fremst sprottin í skóginum sjálfum — náttúrunni, en ekki í viðurkenn- ingu mannanna.“ Jean Giono sagði sjálfur um til- urð þessarar sögu: „Ég skrifaði þessa sögu til þess að kenna fólki að elska tré; eða réttara sagt, til að kenna því að elska að gróður- setja tré.“ Giono er einn af helztu skáldsagnahöfundum Frakka á þessari öld. Maður skógarins er skreytt tré- ristum eftir Michael McCurdy. Bókin kostar 890 kr. og er henni dreift af íslenzkri bókadreifingu hf. Ný verslun í Borgarkringlunni VERSLUNIN UNO Dan- mark var opnuð 10. júlí sl. á annarri hæð í Borg- arkringlunni, en þetta er sérverslun ineð fatnað úr 100% bómull. Þetta er í fyrsta sinn sem UNO-vörurnar eru fáan- legar á íslandi, en þær eru framleiddar í Danmörku og fást í sérverslunum á öllum Norðurlöndunum og víðar. Helstu vörurnar eru afabol- ir, gammosíur, pils, kjólar, peysur, sokkabuxur og sokkar. Hægt er að fá allan fatnað í 24 litum. Eigendur eru Birgir Ó. Einarsson og Guðlaug E. Gunnarsdóttir. Birgir og Guðlaug í verslun sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.