Morgunblaðið - 11.08.1992, Síða 10

Morgunblaðið - 11.08.1992, Síða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ 099 BARCELONA '92 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1992 HANDKNATTLEIKUR Aldrei möguleiki gegn frískum Frökkum ÍSLENDINGAR áttu aldrei möguleika á sigri í leiknum gegn Frökk- um í Barcelona á laugardag, þar sem þjóðirnar áttust við í leik um þriðja sætið og þar með bronsverðlaun í handknattleiks- keppni Olympíuleikanna. Það verður að segjast eins og er að Frakkar voru betri, kraftmeiri og einbeittari, og því fór sem fór. Sigur þeirra, 24:20, var öruggur og Frakkar hömpuðu bronsinu. Varnarleikur íslenska liðsins, sem verið hafði sterkasta vopn þess í keppninni, brást á laugardag, sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður heldur og leikmenn voru daufir í dálkinn á eft- ir. En því má ekki gleyma að liðið var þarna að ná betri árangri en nokkurt íslenskt landslið hefur náð. Fjórða sæti á Ólympíuleik- um verður lengi í minnum haft, þó svo bronsið hafi verið svo náiægt að erfitt sé að sætta sig við að hafa misst af því. Skapti Hallgrímsson skrífar frá Barcelona Það var ljóst strax í byrjun hvert stefndi. Frakkar gerðu þijú fyrstu mörkin og íslendingar skor- uðu ekki fyrr en í fímmtu sókn sinni. Munurinn var þó ekki mikill framan af, en mestur fjögur mörk undir lok hálfleiksins. Valdi- mar minnkaði hann svo í þijú mörk er hann skoraði úr víti rétt fyrir leikhlé. Það var svo í byijun seinni hálf- leiks sem Frakkar gerðu út um leik- inn. Gerðu fjögur fyrstu mörkin, og munurinn þá orðinn sjö mörk. Vömin var sofandi á þessum kafla og lítil ógnun í sókninni. Strákunum gekk erfiðlega að athafna-sig gegn 5-1 vöm Frakka þar sem Jackson Richardsson var mjög hreyfanlegur og kom langt út til að trufla. En heppnin var svo sem ekki með ís- lenska liðinu heldur og ekki græddi það á dómgæslunni. Svo mikið er víst. íslendingar klóruðu aðeins í bakkann um miðjan hálfleikinn en Frakkar tóku þá aftur á sprett og náðu sjö marka forystu á ný. Þá var um hreina yfírburði þeirra að ræða á vellinum. En undir lokin var eins og íslenska liðið hrykki í gang, Konráð Olavson hleypti nýju blóði í leik þess er hann kom inn á, en þessi kafli kom allt of seint. Mögu- leikamir vom roknir út í veður og vind áður. íslenska liðið lék einfaldlega ekki nógu vel að þessu sinni til að ógna Frökkum. Vitað var að Frakkar leika yfirleitt mjög gróft, þannig að taka verður hraustlega á móti þeim. Það var ekki gert og því fór sem fór. Frakkar vom mun grimm- ari en íslensku strákarnir, frekari og virtust trúa betur á sjálfa sig. Frakkar eiga gott lið, en leiki ís- lenska liðið af eðlilegri getu á það að geta sigrað það franska. Guð- mundur Hrafnkelsson stóð sig vel í markinu og Bergsveinn varði fjög- ur erfið skot er hann skrapp inn á. Vörnin var ekki góð sem fyrr segir, og sóknarleikurinn allt of fáimkenndur. Falleg tilþrif sáust þó annað veifið, glæsileg mörk, en liðið missti boltann allt of oft og sóknarnýtingin var ekki nema 43,3%. Vonbrigði! íslensku leikmennimir gátu ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa misst af bronsvt og Patrek Jóhannesson niðurlúta innan um sigrihrósandi Frakka. ísland — Frakkland 20:24 Palau Sant Jordi íþróttahöllin í Barcelona, leikur um 3. sætið í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna, laug- ardaginn 8. ágúst 1992. Gangur leiksins: 0:3, 2:3, 2:4, 3:4, 3:5, 4:5, 4:7, 5:7, 5:8, 6:8, 6:9, 7:9, 7:10, 8:10, 8:12, 9:12, 9:16, 10:16, 10:17, 13:17, 13:18, 14:18, 14:19, 15:19, 15:22, 16:22, 16:23, 20:23, 20:24. ísland: Valdimar Grímsson 5/3, Gunnar Gunnarsson 4, Héðinn Gilsson 3, Konráð Olavson 3/1, Júlíus Jónas- son 3, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson 1. Geir Sveinsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Patrekur Jó- hannesson skoruðu ekki en léku allir með. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9 (þar af 2 er knötturinn fór aftur til mótheija), Bergsveinn Berg- sveinsson 4/2 (þar 1/1 er knötturinn fór aftur til mót- heija). Brottvísanir: 14 minútur. (Reyndar var Einari Gunn- ari vísað út af er 1,08 mín. var eftir og Birgi sex sek. fyrir leikslok, þanhig að íslendingar voru ekki utan vallar nema í rúmar ellefu mínútur) Frakkland: Laurent Munier (nr. 15) 6, Frederic Volle (nr. 5) 4, Erie Quintin (nr. 11) 4, P. Gardent (nr. 13) 3, Pascal Mahe (nr. 3) 2 og 1 mark gerðu: Denis Latho- ud (nr. 6), Gael Monthurel (nr. 9), Thierry Perreux (nr. 14), Jackson Richardsson (nr. 17) og S. Stoecklin (nr. 19). Varin skot: Thiebaut 8. Brottvísanir: Átta mínútur. Dómarar: Grigorij Guterman, Litháen og Júrí Tarano- ukhine, Rússlandi. Vantaði kraft ísókn- arleikinn „ÞEIR komust á undan okkur strax i byrjun, gerðu fyrstu þrjú mörkin og það var vitað mál að erfitt yrði við þá að eiga ef þeir kæmust svona yfir strax,“ sagði Júlíus Jónasson, sem hafði einmitt varað við þessum hlut í Morgunblaðinu á laugar- dag. Að ef Frakkarnir næðu forystu væri leikgleðin mikil hjá þeim og mikill kraftur færi í að reyna að elta þá uppi. Við lékum illa í vöm í fyrri hálf- leik. Samt var ekkert hjá þeim sem kom okkur á óvart, þeir léku eins og við reiknuðum með. Þetta var sennilega ekki góður handbolti, hjá hvorugu liðinu, aðallega vegna spennu og þreytu, og ég er pottþétt- ur á því að ef við myndum spila við þá aftur eftir svona þijár vikur, þegar menn hafa jafnað sig af þreytunni, yrði leikurinn ekki svona. Ég er til dæmis orðinn mjög þreytt- ur eftir þetta mót og fann fyrir því í leiknum." Júlíus sagðist á því að trú ís- lensku leikmannanna á sjálfa sig hefði verið næg, því þeir hefðu ver- ið að gera góða hluti í keppninni. „En í dag vantaði kraft í sóknarleik- inn. Menn héldu sig of mikið frá snertingu og þetta varð ekki eins mikill hasar og ég hafði átt von á. Þeir sóttu langt út á móti okkur í vörninni og við höfum kannski bakkað enn utar á völlinn vegna þess.“ Júlíus sagðist „geysilega svekkt- ur yfir úrslitunum. En þetta hefði þó getað verið verra. Við vorum þó að spila um bronsið. En svona er lífið, og íþróttirnar..." Mestu vonbrigdin Jakob Sigurðsson var fámáll eftir Frakkaleikinn. „Hvað er hægt að segja eftir svona Ieik? Þetta eru einfaldlega mestu vonbrigði sem maður hefur orðið fyrir. Ef mig hefur einhvern tíma langað til að gráta þá er það núna,“ sagði hann. Morgunblaðið/F Gunnar Gunnarsson fékk oft óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Frakka. Hér sýnir hann mikið áræði og skorar eitt af fj mörkum sínum þrátt fyrir erifða skotstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.