Morgunblaðið - 30.08.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.08.1992, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR iSUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1992 Smiðjan ElliARBÖRKIJR í HINUM sólríka suðurhluta Portúgals á Spáni og í Norður- Afríku vex merkileg og sérkennileg eikartegund Quercus Suber, kork-eik- in. Eikartegund þessi býr yfir þeim sérstaka eiginleika að börkur hennar er verðmætt hráefni sem losnar af trénu með nokkurra ára millibili. Má líkja landeigendum er eiga svæði með slíkum eikartrjám við sauðfjárbændur sem rýja fé sitt árlega. Sá er þó munurinn að börkurinn af kork-eikinni er skorinn af á níu ára fresti. eftir Bjarna Olafsson Þegar eikin hefur náð 25 ára aldri er börkurinn skorinn af í fyrsta sinni og eftir það nokkurn- veginn reglulega á níu ára bili. Kynslóð eftir kyn- slóð bændafólks- ins fláir börkinn af sömu tijánum í um það bil tvö- hundruð ár. Þegar tréð er orðið 80 ára getur það gefið 440 Ibs. af korkberki. Eins og við vitum er korkurinn mjög létt efni. Mesta magn sem vitað er um að fengist hafi af korkberki af einu tré voru 3.870 lbs. Fékkst hann af tré í Portúgal árið 1889 við barkar- skurð af einni korkeik. Notkun korksins Hér á landi þekkja flestirtil kork- flísa sem gólfefnis. Einna kunnast- ur framleiðandi mismunandi vöru- tegunda úr korki er fyrirtækið Wic- anders. Á síðustu öld framleiddi það mest margskonar flöskutappa en smemma á þessari öld var farið að víka út verksviðið. Hér á landi var starfrækt fyrirtækið Korkiðjan sem vann nokkrar vörutegundir úr korki. Einangrunarplötur úr korki voru mikið notaðar um margra ára bil hérlendis. Af því hve efnið er eðlis- létt og ijaðurmagnað var það mikið notað í ýmiskonar flotbúnað. Fræg var setning drengs sem var í sundnámi og sagði er hann kom heim frá sundi: „Mamma, nú er ég flugsyndur með kút og kork“. Flot- hringir á net og veiðafæri voru úr korki, einnig björgunarbúnaður. Sökum þess hve mjúkur og fjaður- magnaður korkurinn er, var hann mikið notaður sem fóðring innaní tappa á öl- og gosdrykkjaflöskur. Hér er fátt eitt upptalið af þeim verutegundum sem korkbörkurinn hefur verið notaður í. Eftir að tekið var að framleiða hið hvíta einangrunarplast var það tekið framyfir korkinn á mörgum sviðum, einkum sem flot- og björg- unartækjaefni og sem einangrun. Ennþá heldur korkurinn þó velli sem náttúrulegt og gott efni til fjöl- margra hluta. Gólfflísar Korkurinn heldur einna best velli sem gólfefni og hefur hann verið notaður þannig frá þvi snemma á þessari öld. Helstu kostir efnisins til þeirra nota eru t.d. mýkt efnisins og fjöðr- unin, einangrunin, þ.e. það leiðir illa hita eða kulda og síðast en ekki síst er það hljóðlátt efni. Hann dreg- ur mjög úr bergmáli í herbergjum eða sölum þar sem hávaði er. Allt eru þetta góðir kostir en einn er þó ótalinn og felst í mýkt og fjöðrun korksins. Það fer vel með fætur og bak fólks sem stendur við vinnu sína eða gengur mikið um gólfið. Hjálpast þar að bæði hlýja efnisins og mýkt. Það leiðir illa hávaða á milli hæða. Nú kunna margir að segja að svona mjúkt efni endist illa á gólf- um, það slitni fljótt upp. Það er rétt að nokkru og fer auðvitað eftir því hvaða samanburður er notaður. Misjafnar gerðir Nú er hægt að velja á milli margra mismunandi tegunda af korkflísum á gólf. Það fást kork- plastflísar, flísar með plastundirlagi og plast slitlagi en þunnu korklagi í miðju. Einnig fást flísar sem eru í mismunandi þykktum og eingöngu úr korki. Áferðin getur verið mismunandi og munstruð. Hægt er að kaupa viðaráferð eða flísar með lituðum strikum eða bekkjum. Kaupi maður Iakkaðar korkflísar getur lakkhúðin varað í nokkur ár. Það fer þó auðvit- að eftir hve mikið er gengið um gólfið hve lengi lakkið endist. Eg lýsti því í síðustu smiðjugrein hvernig kunningi minn vann að því að pússa upp og lakka gamalt kork- gólf. Árangurinn varð góður og gólfið fallegt eftir. GÓIf í verslanamiðstöð í Bandaríkjunum. Hollusta á vinnustöðum og heima Með aukinni þekkingu á efnum og umhverfi verður okkur ljósara hve margskonar áhrifum við verð- um fyrir frá þeim efnum sem við veljum. Þetta á við um margt í húsum okkar, hvort heldur er um að ræða á vinnustaðnum eða heima. Við getum deilt um margt í þeim efnum, hvernig hita skuli húsið. Eigum við að nota ofna eða geisla- hitun? Rafofna? Veggfóður eða málningu? Þiljur eða bera stein- steypu? Okkur vantar eignir á skrá. Hafðu samband og við hjálpum þér að flýta fyrir sölu og auka verðmæti þín eftir því sem kostur er. SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI £5 - flAL'FASl IHÍMASÁIAN Einbýlishús/raðhús ENGJASEL V. 12,7 M. Mjög fallegt raðhús á tveimur hæð- um. Garður er hannaður af arki- tekt. Stæði í bílskýli. 4 4 4 GARÐABÆR V. 13,8 M. Ca 250 fm endaraðhús með bíl- skúr. Húsið skiptist í ca 140 fm hæð, ca 80 fm kjállara og ca 30 fm bíiskúr. Skipti möguleg á minni eign í Garðabæ. 4 4 4 HVAMMAR - HF. V.12.5M. Einbýlishús á einni hæð. Stórar stofur, hol, 4 svefnherbergi. Sól- stofa. Ca 30 fm bílskúr með vinnu- aðstöðu. Hitalögn í innkeyrslu. Stór garður. Frágangur til fyrirmyndar. Frábær staðsetn. KÓPAVOGUR V. 11,3 M. 130 fm endaraðhús á tveimur hæð- um við Reynigrund. 4 4 4 MELBÆR 250 fm raðhús á tveimur hæðum og kj. ásamt ca 20 fm bílsk. 4 svefn- herb. og 2 stofur. 4 4 4 SÆVIÐARSUND 160 fm endaraðhús á einni hæð. Góð stofa, 4 svefnherbergi. 20 fm bílskúr. Glæsilegur garður. Gróður- hús. Laus strax. 4ra herb. og stærri ÁSHOLT V. 11,4 M. 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbhúsi ásamt stæði í bílskýli. Verönd. Snyrtil. sameign. 4 4 4 ÁSTÚN V. 7,8 M. 4ra herbergja mjög falleg íbúð á 1. hæð, 3 svefnherbergi. Parket, suðursvalir, góð sameign. Laus 1. sept. 4 4 4 HRAUNBÆR NÝTTÁSKRÁ 4ra herbergja íbúð á 2. hæð. Ný- búið er að taka húsið í gegn að utan. Áhvílandi 3,3 millj. frá veð- deild. 4 4 4 ENGIHJALLI V.7.4M. 4ra-5 herb. vel skipulögð íbúð á 1. hæð. Þvottahús á hæðinni. Laus fljótlega. HRÍSMÓAR ÁHV.5MILU. 200 fm íbúð og bílskúr á frábærum útsýnisstað í Garðabæ. íbúðin er á efstu hæð í 6 íbúða húsi. 3-5 svefn- herbergi, 2-3 stofur, eldhús, bað og þvottahús. Mikil lofthæð. Skipti möguleg. 4 4 4 LAUFÁSl \STEIGNASAU SÍÐUMÚLA 17 812744 KLEPPSVEGUR V.7.4M. 4ra herb. fslleg 101 fm íb. á 1. hæð. Þó nokkuð endurnýj- uð. 3 svefnherb. Suðursvalir. 3ja herb. ÁSGARÐUR NÝTTÁSKRÁ 72 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í tvíbýlishúsi. Sérhiti. Bílskúr fylgir, ekki fullkláraður. 4 4 4 SEILUGRANDI V.8.8M. 3ja herb. góð 100 fm íb. á 2. hæð ásamt bílskýli. Laus fljótlega. 2ja herb. MEISTARAVELLIR NÝTTÁSKRÁ Ágæt 2ja herbergja ca 60 fm íbúð á efstu hæð. Nýlegt parket á gólf- um. Útsýni - m.a. yfir KR-völlinn. Húsið er viðgert og ný málað. Lóð nýlega endurgerð og hiti settur í plön og stéttar og falleg útilýsing. Eign í toppstandi. Fax: 814419 NÆFURÁS NÝTTÁSKRÁ Mjög falleg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Parket á gólf- um. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Gengt út í garð af svölum. Ahvílandi 2,4 millj. frá veðdeild. Byggingarlóðir SELÁSHVERFI Byggingarlóð til sölu fyrir raðhús eða einbýlishús. I smíðum SKULAGATA V. 8,3 M. 3ja herbergja íbúð með frábæru útsýni yfir Flóann. Ibúðin afhendist strax tilbúin undir tréverk. Atvinnuhúsnæði HVERFISGATA Um það bil 400 fm skrifsthúsn. á 3. hæð í nýl. lyftuhúsi í Austurbæn- um í Reykjavík. Nánari uppl. gefnar á skrifst. 4 4 4 KAPLAHRAUN HF. 130 fm iðnaðarhúsnæöi á einni hæð. Innkeyrsludyr. Laust í sept- ember. FÓIK að störfum á kork-eikarsvæði við að skera börk. Eitt sinn þekktist varla annað á gólfinu en línóleumdúkur eða gúmmídúkur. Síðan komu teppin í öll herbergi og út í veggi og horn. Svona má halda lengi áfram. Við viljum umfram allt hafa gólf- in falleg og þannig gerð að þau hafi góð áhrif á okkur svo að okkur líði vel. Margir hafa horfið frá tepp- um og kosið trégólf, fjalagólf eða parket. Náttúruvænt Þegar þekkingin á lífríki jarðar og því hve mjög við göngum á byrgðir þeirra efna sem jörðin býð- ur okkur, hafa menn tekið sér fyrir hendur að spara efnin og vinna gegn þeirri hömlulausu sóun sem á sér stað í „velferðarríkjum nútím- ans“. Orðið að eitthvað sé „náttúru- vænt“ er nýtt í auglýsingaflóði nú- tímans. En það er sífellt verið að telja okkur trú um að við verðum að kaupa þetta eða hitt. Ný föt, ný húsgögn, nýjan bfl, nýja eldhús- innréttingu, nýtt skip, nýtt og nýtt. En er ekki tími kominn til að stinga við fótum? Það er ekki þörf á að skipta um alla þessa hluti. Það getur gefið betri árangur að mála eldhúsið og laga dálítið fremur en að henda út og kaupa nýtt. Margir hafa glaðst við það á síð- ustu árum að sjá gamla gólfíð verða hin mesta og besta prýði i húsinu. Það var hreinsað upp og pússað. Fallegt og gott Við ættum að kappkosta að gera heimili okkar þægileg og góð til íveru. Velja okkur góð efni ef við þurfum eitthvað að laga. Það hefur komið fram við rannsóknir að lofts- lag innanhúss hefur mikil áhrif á heilsu fólks. Talað hefur verið um húsveiki og um öndunarerfiðleika hjá börnum og fullorðnum. Við mundum varla sofa róleg ef við vissum að einhver á heimili okkar væri að veikjast af ofnæmi, öndunarsjúkdómi eða einhveiju sem rekja má til óhollustu heima hjá okkur. Ódýrir dúúar I HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.