Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 207. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utlendingahatur breiðist enn út Ráðist gegn búðum a-evrópslo*a flótta- manna nálægt Vín Fjórði hver Þjóðverji vill að útlend- ingum verði vísað burt frá landinu Vín, Bonn. Reuter. OÞEKKTIR árásarmenn fleygðu bensínsprengjum að búðum er- lendra flóttamanna í borginni Gutenstein, skammt sunnan við Vín, í gær og kveiktu í tómum barnavagni við aðaldyr búðanna. íbúunum tókst fljótlega að slökkva eldinn í húsinu og enginn slasaðist, að sögn lögreglu. Nokkur hundruð liðsmenn hægrisamtaka réðust á hóp stjórnleysingja fyrir utan búðir flóttafólks í þýsku borginni Quedlinburg í austurhluta Þýskalands og beittu bensínsprengjum, flugeldum og brotnum ölflöskum en lögregla kom í veg fyrir átök. í janúar gerðu nokkrir félagar í austurrískum nýnasistasamtökum árás með bensínsprengjum á búðir 200 flóttamanna í borginni Gmund en síðan hefur ekki borið á aðgerð- um af .þessu tagi í landinu. Quedlinburg er í þýska sam- bandsríkinu Sachsen-Anhalt og höfðu öfgamenn gert árásir á búð- irnar í fjögur kvöld í röð. Flestir flóttamennirnir eru frá Búlgaríu og Rúmeníu. Stjórnleysingjarnir, um 200 manns, komu frá ýmsum hlut- um landsins til að taka þátt í mót- mælastöðu gegn andúð á flóttafólki en hægriöfgamenn og nýnasistar hafa undanfamar vikur efnt til óspekta við flóttamannabúðir víða í Þýskalandi. Tveir tugir borgarbúa studdu stjórnleysingjana. Lögregla skýrði einnig frá því að unglingar hefðu kastað grjóti að flóttamanna- búðum í Guestrow í ríkinu Mecklen- burg-Vorpommern sem einnig er í austurhlutanum er áður var Þýska alþýðulýðveldið svonefnda. Belmut Kohl kanslari segir að of mörgum flóttamönnum hafí verið veitt landvistarleyfi í Þýskalandi og breyta þurfí lögum um rétt innflytj- enda til að draga úr straumnum frá kommúnistaríkjunum fyrrverandi. Stjórnvöld óttast að allt að hálf milljón flóttamanna komi til lands- ins á þessu ári en 1991 voru þeir um 260.000. Könnun sjónvarps- stöðvar, sem birt var í gær og 2.000 manns úr öllum hlutum landsins tóku þátt í, gaf til kynna að fjórð- ungur Þjóðvetja væri sammála einu helsta slagorði hægriöfgamanna, „Burt með útlendingana“. Um helm- ingur studdi annað slagorð, „Þýska- land tilheyrir Þjóðveijum". Jff/FA-útvarpsstöðin í Bonn sagði í gær að dagblaðið Bild hefði að skipun eiganda, Springer-samsteyp- unnar, hætt við að birta niðurstöður könnunar sem sýndi að Franz Schönhuber, leiðtogi Repúblikana- flokksins, er þykir hallur undir ný- nasisma, nyti mests fylgis einstakra stjórnmálamanna í Þýskalandi. Bild vísaði þessum fregnum á bug. 10.000 fallnir í Bosníu-Herzegóvínu Reuter Talsmenn heilbrigðisyfírvalda í Sarajevo segja að staðfest sé að rúmlega 10.000 manns hafi týnt lífi og um 45.000 særst í átökunum í Bosníu-Herzegóvínu síðstliðna mánuði. Meira en 50.000 eru týndir og líklegt að margir þeirra séu ekki lengur á lífi. Smitsjúkdómar breiðast hratt út og mikill skortur er á sótthreins- andi efnum, lyfjum og öðrum hjálpargögnum. Cyrus Vance, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, og Owen lávarð- ur (lengst t.h.), fulltrúi Evrópubandalagsins, ræddu í gær við Slobodan Milosevic (lengst t.v.), forseta Serba, eftir könnunarferð sendimannanna til Sarajevo og sjást þeir hér á myndinni. Nelson Mandela fellst á að eiga fund með de Klerk Suður-Afríkuforseta Harðlínuöfl ínnan AN C urðu að láta undan síga .Tnhnnnncnrbmvr Rontar Tlm IIqÍIv Tnlniri-Q•»!» Jóhannesarborg. Reuter, The Daily Telegraph, F.W. DE Klerk, forseti Suður-Afríku, fagnaði því í gær að Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins (ANC), hefði fallist að eiga með honum fund og hvatti til að hann yrði haldinn sem fyrst. Talið er að ákvörðun ANC um viðræður sýni að harðlínuöfl innan samtak- anna, með kommúnista í broddi fylkingar, hafi látið í minni pokann en þau vilja knýja hvíta til uppgjafar með verkföllum, sumir einnig með skæruhernaði. Heimildarmenn segja að Mandcla hafi að lokum ákveðið að taka af skarið og greiða atkvæði með tilboði um viðræður. Það skyggði þó á þær sættir, sem i stjórnarinnar, að George Meiring, virtust vera að nást milli ANC og I yfirmaður suður-afríska hersins, gaf út yfirlýsingu þar ,sem því er haldið fram að ANC ráðgeri að drepa Oupa Gqoso, leiðtoga Ciskei, eins af heimalöndunum svonefndu er stjórn hvítra setti á laggirnar handa svert- ingjum. ANC vísaði ásökununum gjörsamlega á bug. Oupa Gqoso bar ábyrgð á því að landamæraverðir í Ciskei hófu skothríð á stuðnings- menn ANC er þeir fjölmenntu í Bobby Fischer fær læknaráð í þrengingum sínum Mælt með göngum og gjörbreyttu mataræði Sveti Stefan. Reuter. LÆKNAR fyrirskipuðu Bobby Fischer að taka upp sérstakt matar- æði í gær og sögðu að lifnaðarhættir hans í 20 ára einsemd kæmu niður á taflmennsku hans. Sögðu læknarnir það fyrirslátt fækka kaloríuinnihaldi þess matar Bobby Fischer. hjá Fischer að ónæði í salnum í Svartfjallalandi þar sem einvígi hans og Borís Spasskís fer fram hefði komið niður á taflmennsk- unni. Það sem háði honum væri hreyfingarleysi og ofát. Læknarnir hafa skipað Fischer að ganga í klukkustund dag hvern, synda í 45 mínútur að auki og sem hann neytir á hveijum degi úr 5.000 i 2.500. „í einsemdinni borðaði hann bara einu sinni á dag, var grannur og árvökull. Nú borðar hann reglu- lega og bætir ört á sig kílóum. Það gerir hann syfjaðan og sljóan við taflborðið," sagði einn af nánustu samstarfsmönnum Fischers en vildi ekki að nafn síns yrði getið. Mönnum sem fylgdust með sjöttu skákinni í einvígi Fischers og Spasskís í fyrradag sögðu að svo hefði virst sem Fischer dottaði um tíma en honum tókst naumlega að ná jafntefli í sjö stunda viður- eign. Fregnir hermdu að Fischer hefði bytjað íþrótta- og megrunarkúr sinn þegar í gær. Sjöunda einvígis- skákin verður tefld í dag, laugar- dag. göngu inn í heimalandið á mánudag. 28 létu þar lífið og tugir til viðbótar særðust. í kjölfar þessa fjöldamorðs biðlaði de Klerk til Mandela um að þeir hæfu á ný viðræður sínar um framtíð Suður-Afríku, sem legið hafa niðri síðan í maímánuði. Cyril Ramaphosa, framkvæmda- stjóri Afríska þjóðarráðsins, sem til- kynnti um ákvörðun Mandelas, sagði að bæta yrði andrúmsloftið áður en leiðtogarnir hittust og fór fram á að fjögur hundruð pólitískum föng- um, sem enn eru í haldi, yrði sleppt og að öryggisgæsla við gistiheimili farandverkamanna yrði bætt. Gisti- heimilin eru meðal sterkustu vígja Inkatha-hreyfingar Zúlúmanna og heldur ANC því fram að þær séu bækistöðvar fyrir árásir stuðnings- manna hreyfingarinnar á liðsmenn ANC. Alls hafa sex þúsund manns látið lífið í innbyrðis átökum blökku- manna á síðustu þremur árum. Suð- ur-afrísk stjórnvöld hafa lengi verið andvíg því að erlendir aðilar yrðu fengnir til að k^nna rætur ofbeldis- ins en ANC segir hvíta róa undir, því. Nýlega skipti stjórn de Klerks um skoðun, fyrstu fulltrúar Samein- uðu þjóðanna komu til landsins í gær og hófu þegar störf. Pik Botha utan- ríkisráðherra sagði vaxandi hættu á að þjóðir heims kæmust að þeirri niðurstöðu að S-Afríku væri ekki við bjargandi og best væri að skipta sér ekkert af því sem þar væri að gerast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.