Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 10

Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru nýjar íbúð- ir til sölu. Hverri íbúð fylgir sérþvottahús, góðar svalir mót suðri, bílskúr, 2-3 svefnherb. og rúmgóðar stofur. Staðsetning húss er góð, fjarri umferðarnið og meng- un, sem af mikilli bifreiðaumferð hlýst. Upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. ÓÐAL f asteignosala. Skeifunni 11A, 3. haeð, © 679999. Lögmaður Sigurður Sigurjónsson, hrl. Seltjarnarnes - raðhús Erum með í sölu failegt raðhús við Sævargarða á Sel- tjarnarnesi. Húsið er á teimur hæðum ásamt innbyggð- um bílskúr samtals 205 fm. 4 svefnherb., arinn í stofu. Fallegt sjávarútsýni. Stór sólskáli. Ákveðin sala. Opið i dag laugardag ki. 11-15 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0M framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJONSSON. HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Miðsvæðis við Álfhólsveg Glæsilegt parhús, neðri haeð 70 fm, efri hæð 80 fm, bílskúr 25 fm. Tvennar svalir. íbúðarhæft ekki fullgert. Frábært útsýni. Húsnæðislán kr. 4,7 millj. Einkasala. Góð eign á góðu verði 5 herb. aðalhæð 138 fm í tvíbhúsi við Lyngbrekku, Kóp. Allt sér. Sól- verönd. Stór glæsilegur trjágarður. Skammt frá Kennaraháskólanum Mjög góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð rúmir 80 fm. Suðursvalir. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Tilboð óskast. **' Á 1. hæð við Eskihlíð Mikið endurbætt 4ra herb. íbúð 103,3 fm. Rúmgóð herb. Geymslu- og föndurherb. í kj. Verð aðeins kr. 7,3 millj. Skammt frá Landakoti 5 herb. efri hæð 125,1 fm í þríbhúsi. Allt sér. Geymsluris fylgir. Bíl- skúr. Ræktuð lóð. Frábær staður. Á góðu verði í Vesturbænum Efri hæð 5 herb. 116 fm. Nýtt sérsmíðað eldhús. Nýtt bað. Nýl. parket. 3 rúmg. svefnherb., 2 sólríkar saml. stofur. Tilboð óskast. Neðst við Njarðargötu Efri hæð og rishæð í timburhúsi, nýklætt að utan, nýtt þak. Á hæðinni er 3ja herb. íb. Bílskúr með sérbilastæði. Tilboð óskast. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast 2ja herb. íbúð í Vesturborginni, 5-6 herb. hæð í Þingholtum - Vesturbæ, lítið einbýlis- eða raðhús á höfuðborgarsvæð- inu, húseign í nágrenni borgarinnar sem þarfnast endurbóta. Margskon- ar eignaskipti. Margir bjóða miklar greiðslur fyrir rétta eign. • • • Opið í dag frá kl. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGWASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 ÓÐAL fasteignasala Skeifunni 11A ® 679999 Lögmaður: Sigurður Sigurjónsson hri. íbúðir fyrir aldraða Sólvogur n___q D D m d m □ m d m □ m n m □ m d m □ ■WiSiliÍD 3333 MM P P P p; iö|ijj Vorum að fá til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í nýbygg- ingu Sólvogs, Fossvogi. Húsinu verður skilað fullbúnu að utan sem innan þ.m.t. sameign. Mjög gott útsýni ásamt suð-vestursvölum. Á 1. hæð í húsinu verður íbúð fyrir húsvörð, salur sem í veröur ýmis þjónusta, gufu- bað, sturtur, búningsklefar, heitir pottar o.fl. Þá verður sameiginleg setustofa á 5. hæð og samkomu- og spila- salur á 8. hæð. Teikn. og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu. Málræktarsj óður Sparisjóðirnir leggja fram 500 þúsund krónur SPARISJOÐIRNIR hafa lagt fram 500 þúsund krónur í Mál- ræktarsjóð. Þetta er langstærsta framlag til sjóðsins frá stofnun hans 7. mars 1991. Sigurður Hafstein framkvæmdastjóri af- henti framlagið í íslenskri mál- stöð fimmtudaginn 10. septem- ber. Stofnendum Málræktarsjóðs fjölgar jafnt og þétt en samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins teljast þeir stofnendur sem leggja honum til fjármuni í einhverri mynd fyrir árslok 1992. Um þessar mundir eru stofnendur orðnir rúmiega 120. Samtök, fyrirtæki og stofnanir sem gerast stofnendur öðlast rétt til að tilnefna mann í fulltrúaráð Málræktarsjóðs og hafa þannig áhrif á stjóm sjóðsins og stjórnar- kjör. Gefendur sem hafa tekjur af atvinnurekstri geta fengið framlag sitt dregið frá skattskyldum tekjum samkvæmt ákvæðum laga (nr. 75/1981) um tekjuskatt og eignar- skatt og ákvæðum reglugerðar (nr. Kári Kaaber (t.v.) tekur við 500 þúsund króna framlagi Sparisjóð- anna í Málræktarsjóð úr hendi Sigurðar Hafsteins framkvæmda- stjóra. 615/1987) um frádrátt vegna gjafa til menningarmála o.fl. Meginmarkmið Málræktarsjóðs er að beita sér fyrir og styðja hvers konar starfsemi til eflingar ís- lenskri tungu og menningu hennar, en töluvert vantar enn á að hægt verði að veita fé ur sjóðnum. Mál- ræktarsjóði er því kærkomið þetta ríflega framlag Sambands ís- lenskra sparisjóða. (Fréttatilkynning) HteOsö ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Prófessor Halldór, meistari minn, sagði í háskólafyrirlestri 1979: „Eg vil að lokum ekki láta hjá líða að minnast á hið svokall- aða stofnanamál - kansellístíl nútímans. Þetta böksulega og samanbarða mál, sem tröllríður ekki aðeins íslenzku þjóðinni, heldur mörgum öðrum og kailað er á ensku officialese, verður að taka til alvarlegrar meðferðar. Vitanlega er það fyrst og fremst hlutverk stjórnmálamanna og embættismanna að glíma við þennan draug, en þeir þurfa vafalaust aðstoðar við. Sumar þjóðir hafa gefíð út leiðbeiningar til þess að hamla á móti þessu fári. Þessi samanrekni stíll gerir hugsun óskýra, stuðlar að þoku- legu málfari og þokulegri hugs- un. En aðalmarkmið málvöndun- ar er skýrleiki í framsetningu. Þetta boðorð bið ég menn að muna.“ Þetta boðorð hefur fjöldi manna auðvitað reynt að upp- fylla og með góðum árangri, en stundum eru boðorðin þó brotin. Lög nr. 40 um breytingu á al- mennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, voru stað- fest í Reykjavík 26. maí sl. Sjö- unda grein þessara iaga er svo orðuð, að ég efast um að allir þeir alþingismenn sem um fjöll- uðu (og kannski samþykktu) hafi skilið, en sjöunda greinin er þannig: „199. gr. orðist svo: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða' hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fang- elsi allt að 6 árum . ..“ Kannski er ég aðeins svona skilningssljór, að þarna þykir mér boðorðið um skýrleika í framsetningu ekki vel haldið. ★ Líklega hef ég fyrst kynnst orðinu kramakriki í bókum Halldórs Laxness. A.m.k. man ég eftir því oftar en einu sinni í Sjömeistarasögunni. En Lax- ness hefur þetta orð um heilsu- laust fólk. Það kemur ekki fyrir í fomum prósa, eftir Fritzner að dæma. I Blöndal er það kom- ið og þýtt þar „svageligt Barn“ og vitnað um það til sr. Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal. í OM stendur að það sé sama og kramaraumingi (sbr. lagtextann Stjáni er sonur Stinna) og merki í nútímamáli „farlama, lasburða maður...“ og í eldra máli „lasburða krakki". Kriki hefur breytilega merk- ingu, svo sem skot(krókur), fá- tækur og vesall strákur, en lík- lega er það kunnást í sainsetn- . ingunni hand(ar)kriki. Gamlir menn voru bjartsýnir um bata- horfur vesalla strákpjakka, og varð til spakmælið: Allir krikar dafna, þó ekki færi alltaf svo vel. Kröm, segir í OM, er „lang- vinnur, þjakandi sjúkdómur; eymd; langvinnt andstreymi“. ★ Vilfríður vestan stældi úr ensku: Ekki líkaði Dómhildi dólið, og dóttirin fékk lítið hólið: „Daglangt með strák við kossa og kák og ekki komin með gæjann í bólið!“ ★ Góður embættismaður, sem vill ekki auglýsa nafn sitt, er mjög mæddur á ýmsum kækjum í máli fréttamanna, og orðfá- tækt. Hann nefndi sem dæmi „síðan þá“, sem nú sé mjög áber- andi og telur beina þýðingu úr ensku (since then). Hann er líka, eins og fleiri, orðinn lang- mæddur á „valkostunum“. Að sjálfsögðu er nóg að tala um mismunandi kosti. Við vorum að velta því fyrir okkur-, hvort „valkosningar" yrðu til næsta alþingis. Af hveiju ekki að Ijúga að heiminum? Setja upp grímu og þykjast 657. þáttur að allt sé í lagi, fela tárin bak við hana, frysta hjartað svo ástin kólni, gera allt í myrkrinu og segja engum frá? (Birgitta Bjamadóttir, 11 ára.) ★ Eitt sinn hittust hrafn og valur, hvor varð öðrum feginn. Þá var setinn Svarfaðardalur, sinn fló hvoru megin. Dalurinn var setinn í þeim skilningi, að margir sátu þar að búum sínum, enda þéttbýlt. Set- inn er þolmynd. En sætinn er iýsingarorð, myndað af sátum, með germyndarmerkingu. Ung stúlka lét hafa eftir sér hér í blaðihu, að engum stjórnmála- samtökum væri hollt að hafa „þaulsetinn formann“. Hér sjáum við fyrir okkur skakka mynd, þar sem margir sitja á formanninum. Hún hefur vænt- anlega meint þaulsætinn. Sá maður situr í þaula = sem lengst og fastast. ★ „í fyrravetur óskaði Morgun- blaðið eftir að fá að ljósrita handa blaðamönnum þá kafla Tungutaks sem ég teldi helst gagna þeim. Við nánari athugun taldi blaðið betra að prenta en ljósrita sundurlausa fjölfaldaða kafla, og leitaði heimildar til þess. Niðurstaðan varð sú að þessir tveir fjölmiðlar, hinir stærstu á íslandi hvor á sínu sviði, Morgunblaðið og Ríkisút- varpið, ættu að gefa út saman litla handbók um málnotkun handa starfsmönnum sínum. Að fengnu samþykki Markúsar Arnar Antonssonar útvarps- stjóra gekk ég frá handriti til prentunar og jók þá verulega við efnið úr Tungutaki. Ákveðið var að handritið skyldi vera framlag Ríkisútvarpsins, en Morgunblaðið tók að sér að koma því í bók. Slíku samstarfi ber að fagna.“ (Árni Böðvarsson (1924—’92) í íslensku málfari 1992.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.