Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
Landkynning
eftir Úlfar
Bragason
Um aldir hafa íslendingar reynt á
ýmsan hátt að auka skilning grann-
þjóða á menningu sinni, sögu og
samfélagi. Þegar í miðaldaritum
gætir þess að höfundarnir vilja leið-
rétta misskilning útlendinga um ís-
land og íbúa þess. Þannig segir í
eftirmála Þórðarbókar Landnámu
sem mun hafa verið skrifaður
snemma á 13. öld:
Það er margra manna mál að það
sé óskyidur fróðleikur að rita
landnám. En vér þykjumst heldur
svara kunna útlendum mönnum,
þá er þeir bregða oss því að vér
séum komnir af þrælum eða ill-
mennum, ef vér vitum víst várar
kynferðir sannar, svo og þeim
mönnum er vita vilja forn fræði
eða rekja ættartölur, að taka
heldur að upphafi til en höggvast
í mitt mál, enda eru svo allar
vitrar þjóðir að vita vilja upphaf
sinna landsbyggða eða hversu
hvergi til hefjast eða kynslóðir.
Um aldamótin 1600 skrifaði Arn-
grímur Jónsson lærði nokkur
fræðslu- og varnarrit um ísland og
íslendinga á Iatínu, alþjóðamáli
þeirra tíma. Fyrst þessara rita hans
var Brevis commentarius de Islandia
(Stutt ritgerð um ísland) sem gefið
var út í Kaupmannahöfn 1593.
Á okkar öld, um leið og samskipti
milli landa hafa hraðaukist fyrir til-
stilli tækninýjunga í samgöngum og
fjarskiptum, hafa a.m.k. ríki hins
vestræna heims kappkostað að
kynna tungu sína, sögu og menningu
í útlöndum til að efla gagnkvæman
skilning þjóða og afla sér viðurkenn-
ingar. Um árabil hafa íslensk stjóm-
völd lagt nokkuð af mörkum til
menningarkynningar í öðrum lönd-
um. Má þar nefna stuðning við ís-
lenskukennslu, námsstyrki handa
útlendingum til að læra íslensku,
fjárframlög til íslenskra bókasafna,
styrki til þýðinga og útgáfu á íslensk-
um bókmenntum á öðrum tungum,
framlög til listkynningar og þátttöku
íþróttamanna í mótum erlendis. í
þessum efnum hefur þó skort frum-
kvæði af íslenskri hálfu og mótaða
stefnu, sérstaklega varðandi bók-
mennta- og listkynningar.
Þótt eðlilegt sé að hafa samstarf
við aðrar norrænar þjóðir um menn-
ingarmiðlun og nýta sér framtaks-
semi og góðvilja ýmissa áhugamanna
erlendis um íslensk málefni ættu
stjórnvöld hér á landi að taka frek-
ari forystu í að kynna íslenskt mál
og menningu öðrum þjóðum en núna
er raunin. Til þess að svo megi verða
þarf fyrst að skoða hverju eigi að
miðla til annarra landa, á hvern hátt
og hvernig það fjármagn sem varið
er til þessara máia nú er notað. Þá
ætti að athuga hvernig aðrar þjóðir
fara að og læra af þeim. Einnig þarf
að leita nýrra leiða til að fjármagna
menningarkynningu erlendis. í Nor-
egi er t.d. hluti af Lottópeningunum
notaður í þessum tilgangi. Ef unnið
er eftir markaðri stefnu skilar menn-
ingarmiðlunin frekar árangri og fé
fer síður í súginn. Gott dæmi um
þetta er kynning sú sem gerð hefur
verið á síðustu árum á norskum og
finnskum bókmenntum af hálfu þar-
lendra aðila og orðið hefur til þess
að auka útbreiðslu þeirra verulega.
Rætt hefur verið um að opna nor-
rænt menningarhús í Berlín. Það
væri ákjósanlegt vegna fornra og
nýrra samskipta Norðurlanda og
Þýskalands. Slík norræn hús eða
stofnanir mætti hugsa sér í fleiri
borgum. En íslendingar gætu einnig
sjálfir komið á fót menningarstofn-
unum erlendis eins og forsetinn hef-
ur oft bent á.
Frá stríðslokum hefur Sænska
stofnunin unnið markvisst að því að
kynna sænska tungu og menningu
erlendis og efla mennta- og menning-
arsamskipti við útlönd, m.a. með því
að reka menningarmiðstöð í París.
Annað dæmi er Goethe-stofnunin
þýska sem unnið hefur í svipuðum
tilgangi í þágu þýskrar menningar
frá 1951. Höfuðstöðvar stofnunar-
innar eru í Munchep en hún hefur
útibú í 73 löndum. Árið 1986 ákvað
Sverrir Herannsson, þáverandi
menntamálaráðherra, að koma hlið-
stæðri stofnun á fót við Háskóla ís-
lands og bæri hún nafn dr. Sigurðar
Nordals, sem um langt árabil vann
að eflingu íslenskra fræða við háskól-
ann og var þekktur víða um lönd
fyrir rannsóknir sínar og ritstörf.
Hlutverk Stofnunar Sigurðar Nor-
dals er samkvæmt reglugerð að efla
kynningu og rannsóknir á íslenskri
menningu og tengsl íslenskra og er-
lendra fræðimanna á því sviði. Stofn-
unin hefur nú starfað í tæp fimm
ár. Litlar fjárveitingar hafa þó skor-
ið starfsemi hennar ákaflega þröng-
an stakk. Á þessu íjáriagaári er var-
ið til hennar rúmum átta milljónum
króna.
Stofnunin annast málefni sendi-
kennslu í íslensku erlendis. Nú starfa
sendikennarar í íslensku við sex há-
skóla á Norðurlöndum, tvo í Þýska-
landi, einn á Bretlandseyjum og þijá
í Frakklandi. Sendikennararnir eru
eins konar menningarfulltrúar hver
á sínum stað og veita margháttaðar
upplýsingar um ísland og íslenska
menningu auk þess að kenna ís-
lensku. Samráðsnefnd menntamála-
ráðuneytisins, heimspekideildar Há-
skóla Islands og stofnunarinnar er
stjórn hennar til ráðuneytis við að
marka stuðningi við íslenskukennslu
erlendis stefnu. Er nú leitast við að
auka íslenskukennslu á þýsku mál-
svæði. Vonast er til að unnt verði
að styrkja kennslu í íslensku við Vín-
arháskóla frá næstu áramótum og
ráða íslending til starfa þar.
Þá er forstöðumaður stofnunar-
innar fulltrúi íslands í samstarfs-
nefnd um kennslu í Norðurlanda-
fræðum erlendis. Skrifstofa nefndar-
innar er í Osló. Hlutverk hennar er
að styðja kennslu í tungumálum,
sögu og bókmenntum Norðurland-
anna í öðrum löndum með kennara-
þingum og fjárframlögum til mál-
þinga, umræðufunda, sýninga o.fl.
til að kynna menningu þjóðanna.
Skortur á hentugu kennsluefni
háir mjög íslenskukennslu erlendis.
Er nú verið að leita leiða til að bæta
úr því. Þá vantar enn orðabækur í
íslensku þótt mikið hafi verið unnið
í þeim efnum á síðustu árum, nú
síðast með útkomu nýrrar dansk-
íslenskrar orðabókar. Einnig er
nauðsynlegt að á hveijum tíma sé
til gott úrval handbóka á erlendum
tungum og myndefnis svo að bæði
menntamenn og almenningur geti
leitað sér staðgóðrar þekkingar og
fróðleiks um Island, Islendinga og
íslenska menningu. Handbók Seðla-
bankans um Island er gott framlag
í þessa veru.
Heimspekideild Háskóla íslands
og Stofnun Sigurðar Nordals gang-
ast árlega fyrir alþjóðlegu sumar-
námskeiði í íslensku. í sumar sóttu
námskeiðið 37 nemar frá 14 löndum.
Námskeiðið nýtur sívaxandi vin-
sælda og er ekki unnt að verða við
öllum umsóknum, einkum vegna fjár-
skorts. Á því þarf að finna lausn
enda eru námskeiðin ein besta leiðin
til að efla þekkingu útlendinga á ís-
lenskri menningu. Árlega veitir
menntamálaráðuneytið um tuttugu
erlendum nemum styrk til að stunda
vetrarnám í íslensku við háskólann.
í sumar veitti ráðuneytið einnig nem-
endum á sumarnámskeiðinu styrki
og vonandi verður svo áfram. Næsta
námskeið verður haldið dagana 5.
til 30. júlí 1993. Þá ráðgerir stofnun-
in að gangast fyrir kennaranám-
skeiði í íslensku í tengslum við tvær
alþjóðaráðstefnur um norrænar bók-
menntir sem halda á hér á landi
1994.
Stofnunin hefur haldið þijár al-
þjóðlegar ráðstefnur um íslensk
fræði, nú síðasta svonefnda Halldórs-
stefnu um ritstörf Halldórs Laxness
vegna níræðisafmælis hans. Til þess-
Úlfar Bragason
„Með því að styðja
kennslu í íslensku, ís-
lenskum bókmenntum og
sögu, stuðla að því að
fræðimenn á sviðum ís-
lenskra fræða og þýðend-
ur íslenskra bókmennta
hittist og skiptist á skoð-
unum og veita upplýs-
ingar um land og þjóð
hefur Stofnun Sigurðar
Nordals lagt mikið af
mörkum til þess að kynna
ísland erlendis.“
ara þinga hefur stofnunin boðið
fræðimönnum víðs vegar að úr heim-
inum og þannig eflt samskipti ís-
lenskra og erlendra fræðimanna.
Jafnframt hefur stofnunin kostað
erlenda fræðimenn til að koma til
landsins til að taka þátt í þingum
sem aðrir hafa haldið og stutt ís-
lenska fræðimenn og rithöfunda til
utanfarar til að halda fyrirlestra um
fræði sín og ritstörf. í september á
næsta ári gengst stofnunin fyrir ráð-
stefnu um miðlun íslenskrar sögu og
menningar í tilefni af því að 400 ár
verða þá liðin frá útkomu Brevis
commentarius de Islandia.
Bókmenntakynningarsjóði er ætl-
að að kynna íslenskar bókmenntir
erlendis í þeim tilgangi að íslensk
skáldverk verði gefm út eða flutt á
erlendum málum. Sjóðurinn er því
miður vanmegnugur. Stofnun Sig-
urðar Nordals hefur því séð ástæðu
til að hlaupa undir bagga með hon-
um. Sameiginlega stóðu hún og sjóð-
urinn að þýðendaþingi sem haldið
var hér á landi á síðasta hausti. Þá
hefur stofnunin veitt nokkrum þýð-
endum dvalarstyrki og fyrir tilstilli
hennar er nú unnið að skrá yfir þýð-
ingar á fornbókmenntum. Þessi skrá
verður líklega tilbúin í tölvutæku
Gunnar Birgisson
borga allt, bæði skattana og erlendu
skuldirnar.
Á sama tíma og þessu fer fram,
þá leggur ríkissjóður miklar álögur
á sveitarfélögin með svokölluðum
bandormi, allt án þess að ráðfæra
sig hið minnsta við sveitarfélögin.
Ég velti því fyrir mér, hvort það
sé stefna ríkisstjórnarinnar, að ríkis-
sjóður sé notaður til þess að verð-
launa þau sveitarfélög, sem hæsta
skatta leggja á þegnana?
Og láta það þá bitna á smáu sveit-
arfélögunum, sem mesta þörfina
formi á næsta ári.
Á 750. ártíð Snorra Sturlusonar
ákvað ríkisstjórnin að efna til bók-
menntastyrkja sem kenndir eru við
nafn hans. Nú hafa styrkir Snorra
Sturlusonar verið auglýstir lausir til
umsóknar í fyrsta sinn. Þeir verða
veittir erlendum rithöfundum, þýð-
endum og fræðimönnum til að dvelj-
ast á íslandi í þijá mánuði hið
minnsta í því skyni að kynnast sem
best íslenskri tungu, menningu og
mannlífi. í úthlutunarnefndinni eiga
sæti fulltrúi Stofnunar Sigurðar Nor-
dals, Bókmenntafræðistofnunar Há-
skóla íslands og Rithöfundasam-
bandsins. Annast stofnunin fyrir-
greiðslu við styrkþegana meðan þeir
dveljast hér á landi.
Stofnunin hefur safnað upplýsing-
um um kennslu og rannsóknir í ís-
lenskum fræðum erlendis á undan-
fömum árum og aflað gagna vegna
skrár yfir fræðimenn á þessu sviði í
heiminum. Þá hefur stofnunin miðlað
upplýsingum um þessi efni, m.a. með
því að gefa út fréttabréf tvisvar á
ári þar sem getið er um ráðstefnur
og fundi, bækur og tímarit um ís-
lensk efni. Fréttabréfið er sent til
um eitt þúsund stofnana og einstakl-
inga um víða veröld. Einnig hefur
stofnunin í undirbúningi að gefa út
útdrætti úr fræðigreinum um ís-
lenskt mál, bókmenntir og sögu á
ensku og dreifa til sömu aðila til að
kynna þeim hvað nýjast er í íslensk-
um fræðum hér á landi.
Með tilstyrk margra opinberra
aðila og einkafyrirtækja hefur stofn-
unin látið gera við húsið Þingholts-
stræti 29 sem menntamálaráðuneyt-
ið fékk henni sem aðsetur 1987. Auk
skrifstofu er í húsinu íbúð sem er-
lendir fræðimenn sem heimsækja
ísland og dveljast hér í skamman
tíma vegna rannsókna sinna geta
fengið afnot af. íbúðin var tekin í
notkun í febrúar 1990 og skipta þeir
fræðimenn og þýðendur tugum sem
hafa gist þar og notið fyrirgreiðslu
stofnunarinnar.
Með því að styðja kennslu í ís-
lensku, íslenskum bókmenntum og
sögu, stuðla að því að fræðimenn á
sviðum íslenskra fræða og þýðendur
íslenskra bókmennta hittist og skipt-
ist á skoðunum og veita upplýsingar
um land og þjóð hefur Stofnun Sig-
urðar Nordals lagt mikið af mörkum
til þess að kynna ísland erlendis.
Jafnframt hefur hún stuðlað að við-
gangi Háskóla íslands og veitt al-
menningi hér á landi tækifæri til að
hitta og hlýða á erlenda og innlenda
fræðimenn sem fást við rannsóknir
á íslensku máli og menningu. Það
er þrotlaust verkefni að kynna ís-
lenska menningu erlendis og auka
skilning á högum okkar Islendinga.
Mestu skiptir að skipulega sé að
verki staðið svo að einhveijum
árangri verði náð.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals.
hafa. En sjóðurinn er takmörkuð
auðlind eins og fiskimiðin.
Mín skoðun er sú, að þessi stjórn-
artækni þessarra fjölmennu sveitar-
félaga sé algert rugl. Ríkisstjórnin
þyrfti að hafa kjark til þess að flauta
þessa vitleysu út af og það á stund-
inni.
En ríkisstjórnin aðhefst
ekkert!
Margt er skrítið í þessu máli öllu.
I minnisblaði frá Félagsmálaráðu-
neytinu til Efnahags- og viðskipta-
nefndar þingsins, er gert ráð fyrir
að greiða framangreindum sveitarfé-
lögum úr Jöfnunarsjóðnum.
Maður spyr sig hvort félagsmála-
ráðherrann hafi verið í sambandi við
bæjarstjórann í Hafnarfirði þegar
hann var að gera fjárhagsáætlunina?
Undirritaður skrifaði bréf til ríkis-
stjórnarinnar snemma í vor og spurði
hvort öll sveitarfélögin fengju tekju-
jöfnunarframlög úr Jöfnunarsjóðn-
um eða aðeins þau sem nýta tekju-
stofna sína „eðlilega". Þá spurði
hann að því hvort það væri stefna
ríkisstjómarinnar að verðlauna sér-
staklega háa skattlagningu sveitar-
stjórna.
Það er skemmst frá að segja að
ríkisstjórn íslands hefur ekki svarað
bréfi undirritaðs, sem sent var fyrir
meira en 4 mánuðum.
Höfundur er formaður bæjarráðs
Kópavogs.
Er verið að misnota Jöfn-
unarsióð sveitarfélaga?
eftir Gunnar
Birgisson
Tilgangurinn með stofnun Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga var að greiða
tekjujöfnunarframlög til sveitarfé-
laga, sérstaklega til þeirra sem hafa
fáa íbúa og hafa þessvegna ekki fjár-
hagslegt bolmagn til þess að halda
uppi nauðsynlegri félagslegri þjón-
ustu við íbúana.
Til þess að vera gjaldgengur í
Jöfnunarsjóði þurfa sveitarfélögin að
fullnýta tekjustofna sína og er þá
sérstaklega átt við útsvarsprósent-
una. En leyfilegt hámark hennar er
nú 7,5%.
í tíð núverandi félagsmálaráð-
herra hefur lögum um Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga verið breytt nokkuð.
Nú heitir það „eðlileg nýting tekju-
stofna", hvað sem það nú annars
þýðir.
Það hefur verið heiðursmanna-
samkomuTag, að stóru sveitarfélögin
myndu ekki nýta sér þessa heimild
til þess að sækja fé í Jöfnunarsjóð-
„Sem sagt, því meir sem
sveitarfélögin skattpína
þegna sína, þá ætlast
þau til aö fá verðlaun
frá ríkinu til viðbótar!
En ríkið aflar síns fjár
að langmestu leyti með
skattheimtu, einokun og
innlendum og erlendum
lántökum.“
inn, enda mörg smærri sveitarfélögin
illa stödd.
Skattpínarar sjá sér leik á
borði
Tvö stór sveitarfélög á Suðvestur-
landi fullnýttu'tekjustofna sína nú í
ár. Eftir þá aðgerð verma þessi sveit-
arfélög einmitt efstu sæti landslist-
ans yfir skattálögur á íbúa. Þessi
sveitarfélög eru Hafnarfjörður og
Mosfellsbær.
Kópavogur fullnýtti ekki heimild
til hámarksálagningar útsvars frem-
ur en Reykjavík og er útsvarspró-
sentan jöfn í þessum stærstu sveitar-
félögum landsins. Vissulega hefðum
við getað notað meiri tekjur hér í
Kópavogi. En það er pólitísk ákvörð-
un meirihlutans að hafa þetta hóf á
skattlagningunni á erfiðum tímum
heimilanna.
En meira þjó undir hjá þessum
skattakóngum í Mosfellsbæ og í
Hafnarfirði. Við gerð fjárhagsáætl-
ana fyrir 1992 gerðu bæði þessi
sveitarfélög ráð fyrir tekjum úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga. En framlög
í sjóðinn koma frá ríkissjóði sem
kunnugt er.
Sem sagt, því meir sem sveitarfé-
lögin skattpína þegna sína, þá ætlast
þau til að fá verðlaun frá ríkinu til
viðbótar!
En ríkið aflar síns fjár að lang-
mestu leyti með skattheimtu, einok-
un og inniendum og erlendum lántök-
um.
Þetta kerfi er alveg fáránlegt þeg-
ar það er athugað að ríkissjóður á í
rauninni enga aðra peninga en okkar
skattborgaranna. Við verðum að