Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 20
20
»<!! jfMMaiW .11 ftfJPMWAUyAJ (ftflÁ tHÍMUHnl/!
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
Teikning af austurhlið fyrirhugaðs fjölbýlishúss aldraðra við
Sigtún.
Samtök aldraðra
Sótt um lóð við Sigtún
SAMTÖK aldraðra og verktakafyrirtækið Ármannsfell hf. hafa
sótt um lóð fyrir íbúðir aldraðra við Sigtún, á milli verzlunarinn-
ar Blómavals'og Ásmundarsafns. Umsóknin var tekin fyrir á
síðasta fundi borgarráðs og henni vísað til skrifstofustjóra
borgarverkfræðings til nánari umfjöllunar.
„Við vonumst til þess að borg- inu,“ segir í bréfi Samtaka aldr-
aryfirvöld geti nú veitt samtökun-
um einhverja úrlausn í lóðamálum
og leyfum okkur að benda á að
þama er um vinalegt umhverfí
fyrir eldra fólk að ræða og bygg-
ingin fellur mjög vel að umhverf-
aðra til borgarráðs.
Á uppdráttum af fjölbýlishúsi
því, sem samtökin hyggjast reisa
á lóðinni, kemur fram að um 2.100
fermetra hús er að ræða, alls fjór-
ar hæðir.
Byggingariðnaður
Kvörtunarnefnd sett á stofn
Póstur og sími fær umboð
fyrir TNT-hraðþjónustu
PÓSTUR og sími hefur tekið við
uinboði fyrir TNT-hraðþjónustu.
Ólafur Tómasson, póst- og síma-
málastjóri, segir að yfirtakan
tengist samstarfssamningi nokk-
urra póststjóraa undir yfirskrift-
inni GDNET og TNT en henni
hafi verið flýtt vegna erfiðleika
hjá Frum-flutningum sem áður
ustu og Póst- og símamálastofnun
hefur boðið upp á undir skammstöf-
uninni EMS-þjónusta (forgangspóst-
ur) og rennur TNT-þjónustan saman
við hana í/ramtíðinni, að sögn Ólafs.
Hann sagði að póststjómimar hefðu
gengið til samstarfs við TNT með
það að markmiði að bæta þjónustu
varðandi flutning forgangspósts.
SAMNINGUR var undirritaður
síðastliðinn miðvikudag milli
Neytendasamtakanna, Meistara-
og verktakasambands bygginga-
manna og Húseigendafélagsins
um sameiginlega kvörtunarnefnd
sem hefur því hlutverki að gegna
að taka til meðferðar og úrskurð-
ar kvartanir frá neytendum vegna
kaupa á vöru eða þjónustu frá
aðilum i byggingaiðnaði.
Þeir sem undirrituðu samninginn
fyrir hönd félagasamtakanna voru
Jóhannes Gunnarsson frá Neytenda-
samtökunum, Sigrún Benediktsdóttir
frá Húseigendafélaginu og Sverrir
Amgrímsson frá Meistara- og verk-
takasambandi byggingamanna.
Kvörtunarnefndina eiga að skipa
5 manns. Einn sem tilnefndur er af
Neytendasamtökunum, einn frá Hús-
eigendafélaginu, tveir frá Meistara-
og verktakasambandi bygginga-
manna og einn skal vera tilnefndur
af viðskiptaráðherra og á sá aðili að
vera löglærður og mun hann jafn-
framt vera formaður nefndarinnar.
Fram kom í máli Jóhannesar
Gunnarssonar hjá Neytendasamtök-
unum að þessi þijú félagasamtök
hafi á síðustu ámm haft samvinnu
um að beina viðskiptaháttum þessara
greinar til betri vegar með samvinnu
um lista sem gefnir hafa verið út
um verktaka sem bæði hafa faglega
menntun og sýnt þau vinnubrögð
sem standast gagnvart neytendum.
Hann sagði að nú væm félagasam-
tökin að bæta um betur með tilkomu
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá undirritun samnings um sameiginlega kvörtunarnefnd. F.v. Elva
Björk Benediktsdóttir, Neytendasamtökunum, Sverrir Arngrímsson,
Meistara- og verktakasambandi byggingamanna, Jóhannes Gunnars-
son, Neytendasamtökunum, Sigrún Benediktsdóttir og Karl Axels-
son, Húseigendafélaginu.
þessarar kvörtunamefndar og vonast
væri til að hún myndi hraða meðferð
þeirra vandamála sem upp kynnu að
koma milli verkkaupa og verkselj-
enda og sömuleiðis að tryggja rétt-
láta og eðlilega meðferða þessara
mála.
Aðspurð um hvort mál sem þessi
hefðu verið umfangsmikil á síðustu
árum taldi Jóhannes að um töluverða
aukningu á kvörtunum hafí verið hjá
Neytendasamtökunum. Karl Axels-
son, framkvæmdastjóri og lögfræð-
ingur Húseigendafélagsins tók ekki
undir orð Jóhannesar að um aukn-
ingu hafi verið að ræða hjá Húseig-
endafélaginu en sagði að töluvert
væri þó um kvartanir í sambandi við
húsaviðgerðir. Hann sagðist þó
merkja framfor í húsaviðgerðum frá
því sem var en að allt of mörg mál
kæmu til meðferðar á hveiju ári.
Jóhannes sagði fyrsta skrefið í
kvörtunarmálum sem þessum væri
að fara á skrifstofur félagasamtak-
anna og fylla út sérstakt kvörtunar-
eyðublað sem gefíð hefur verið út.
Skilyrði er að þeir hafí reynt að ná
rétti sínum gagnvart seljenda skrif-
lega eða munnlega.
höfðu umboð fyrir TNT-hraðþjón-
usóíafur sagði að nokkrar póst- Hallarekstur Húsatryggingar Reykjavíkurborgar síðustu 5 ára um 160 milljónir
stjómir hefðu fest kaup á helmingi jf
hlutafjár í TNT-hraðþjónustu með ■'■r V "■ M V 0 ^ 1 9 'V *■ V
ssi VIS telur íðgnoldin hækka
stjórnum Norðurlandanna staðið til *
boða að kaupa hlut í fyrirtækinu en £ f 1 1 H J 0
s— við afnam skyldutrvffsSnffHr
ið þess á leit við póstþjónustuna hér
að hún tæki fyrr við rekstrinum til
bráðabirgða.
Um er að ræða mjög svipaða þjón-
HALLAREKSTUR síðustu
fimm ára, eða tímabilið 1986-
Sýslumanns-
embættið
Reykjavík
i
Embættið hefur fengið nýtt símanúmer sem
tekur gildi frá og með 14. september 1992.
692400
Þinglýsingadeild
- Almenn svörun......................692410
- Yeðbókarvottorð....................692420
Aðfarardeild
- Afgreiðsla.......................692440
Firmaskrá
- Afgreiðsla....................... 692460
Skiptadeild
- Afgreiðsla.........................692470
Sifjadeild
- Afgreiðsla....................... 692480
Uppboðsdeild
- Afgreiðsla.........................692490
1991, hjá Húsatryggingum
Reykjavíkurborgar nemur um
160 milljónum króna. Húsa-
tryggingar áttu 119 milljón
króna inneign hjá borgarsjóði
árið 1986 en árið 1991 varð
borgarsjóður að greiða upp 41
milljón króna skuld Húsatrygg-
inga. Ingi R. Helgason stjórnar-
formaður VÍS segir að við af-
nám skyldutryggingar hjá
Húsatryggingum og tilfærslu á
þessum tryggingum út á hinn
almenna markað muni iðgjöld
að öllum líkindum hækka nokk-
uð. Iðgjöld vegna brunatrygg-
inga séu nú aðeins um 10% af
því sem þau eru á hinum Norð-
urlöndunum en hægt hefur ver-
ið að halda þeim svo lágum
hérlendis því þessar tryggingar
voru allar á einni hendi og dreif-
ing áhættu því mikil.
Þegar litið er á þróun á fjár-
hagsstöðu Húsatrygginga frá ár-
inu 1986 (allar tölur eru á verð-
lagi hvers árs) kemur í ljós að
hallinn af reglulegri starfsemi það
ár nam um 31,5 milljónum króna.
Hinsvegar var inneign Húsatrygg-
inga hjá borgarsjóði 119 milljónir
króna. Árið 1987 nam hallinn
tæplega 40 milljónum króna en
inneignin rúmlega 80 milljónum
króna. Árið 1988 nam hallinn
tæplega 27 milljónum króna en
inneignin rúmlega 68 milljónum
króna. Árið 1989 varð hallinn
mestur á þessu tímabili eða rúm-
lega 60 milljónir af reglulegri
starfsemi og inneign hjá borgar-
sjóði nær þurrkaðist út, fór niður
í rúmlega 8 milljónir króna. Og
árið 1990 varð hallinn rúmlega
47 milljónir króna þannig að skuld
myndaðist í borgarsjóði upp á rúm-
lega 41 milljón króna.
Við skoðun á rekstrarreikningi
Húsatrygginga fyrir síðasta ár
kemur í ljós að þessi þróun hefur
snúist við og þá varð hagnaður
af reglulegri starfsemi upp á rúm-
lega 28 milljómir króna en þá ber
á að líta að kostnaðurinn við
brunavamir hafði minnkað um
helming eins og kemur fram hér
að framan. Iðgjöld urðu þá nokkru
hærri en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir, sem nam rúmlega 12 milljón-
um króna, þ.e. áætlun gerði ráð
fyrir 155,6 milljónum króna en í
raun urðu þau 167,9 milljónir.
Áætlanir um tjónagreiðslur stóð-
ust nokkuð vel, gert var ráð fyrir
tjónagreiðslum upp á 70 milljónir
króna en þær urðu 72 milljónir.
Hlutdeild í brunavörnum 1991
nam samtals 54,6 milljónum króna
en árið 1990 hafði þessi upphæð
numið tæplega 88 milljónum
króna.
Iðgjöld munu hækka
Ingi R. Helgason stjórnarfor-
maður Vátryggingafélags íslands
segir að hann telji að iðgjöld af
brunatryggingum muni hækka
verði skyldutrygging hjá Húsa-
tryggingum felld niður. „Það sem
hefur ráðið því að iðgjöldin hafa
verið mjög lág er hinn mikli fjöldi
sem tryggt hefur hjá sama aðila
en þessi dreifing gerir lág iðgjöld
möguleg,“ segir Ingi R. „Þegar
skyldan verður felld niður og þess-
ar tryggingar dreifast á 7-8 aðila
munu þeir þurfa hver um sig á
hærri iðgjöldum að halda þar sem
dreifingin verður mun minni hjá
hveijum um sig. Og í þessu sam-
bandi má geta þess að brunaið-
gjöld hér á landi eru ekki nema
um 10% af því sem þau eru á hin-
um Norðurlöndunum og ýmsum
Evrópulöndum þar sem svipuð
skyldutrygging og hérlendis hefur
ekki verið til staðar.“
Ingi R. Helgason segir að svo
geti farið að hörð samkeppni verði
um þennan markað í byijun meðan
félög eru að reyna að ná markaðs-
hlutdeild og þá kannski um að
ræða að boðin verða lág iðgjöld
sem augljóslega standa ekki undir
kostnaði. Og menn verði að átta
sig á því að þótt skyldan á að
brunatryggja verði afnumin munu
bankar og lánastofnanir eftir sem
áður krefjast trygginga til að
vernda veð sín.
Tjónareynslan stýrir
iðgjöldum
Olafur B. Thors framkvæmda-
stjóri Sjóvár-AImennra segir að
það gildi það sama um húsatrygg-
ingar og aðrar tryggingar að
tjónareynslan segi til um hve ið-
gjöldin séu há. Aðspurður um
hvort afnám skyldutryggingarinn-
ar muni hafa í för með sér hækk-
anir á þessum iðgjöldum segir
Ólafur að ef þau iðgjöld sem Húsa-
tryggingar hafa tekið dugi fyrir
rekstrinum ætti ekki að þurfa að
koma til þess.
Ólafur taldi að ekki þyrfti endi-
lega að koma til harðrar
keppni milli tryggingafélaga
húsatryggingar einstaklinga.
„Höfuðatriðið er að mér finnst að
tiyggingatakar eigi að fá að ráða
því sjálfir hvar þeir tryggja eigur
sínar. Þessar tryggingar eiga að
vera fijálsar eins og aðrar. Því er
til bóta að afnema skylduna í þessu
tilviki,“ segir Ólafur. „Það sem hér
þarf að gerast hinsvegar er að
finna leið til að ganga frá málum
þannig að fólk tryggi eftir sem
áður hús sín svo til dæmis veðhaf-
ar geti verið öruggir um sinn hlut.
Og það má gera með svipuðu fyrir-
komulagi og er á bifreiðatrygging-
um.“
sam-
um
'O
INNLENT