Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Ottast nýtt maf- íustríð á Sikiley „ÉG ER Carmine Alfieri. Ég hef lengi verið á flótta undan ykkur. Til hamingju herrar mínir.“ Svona heilsaði glæpa- foringi Na- pólísamtak- anna Ca- morra lög- reglumönnum í gær en þeir brutu niður vegg neðan- jarðarbyrgis undir glæsi- húsi syðst á Ítalíu. Lögregla fagnar áfanga- sigrum á mafíunni, handtökum Alfieri og skömmu áður Gius- eppe Madonia frá Sikiley, en óttast jafnframt að nýtt stríð innan glæpasamtakanna sé 4 uppsiglingu. Morð á bræðrun- um Salvatore og Giuseppe Marchese sem stýrðu einni af mafíufjölskyldum Sikileyjar þykir benda til ójafnvægis í valdataflinu. Bræðurnir þekktu greinilega morðingja sína, höfðu hleypt þeim inn áður en yfir lauk á fimmtudaginn. Maastricht stæði tæpt í Bretlandi MJÓTT yrði á munum í þjóðar- atkvæðagreiðslu meðal Breta um Maastricht-samkomulagið, líkt og var í Danmörku og verð- ur að líkindum í Frakklandi. Skoðanakönnun Gallups fyrir The Daily Telegraph leiddi þetta í ljós. Aðeins 37% að- spurðra sögðust vissir um að styðja samkomulagið um póli- tískan og efnahagslegan sam- runa Evrópubandalags-ríkja. 30% sögðust andsnúin Ma- astricht, en 37% skömmu eftir að Danir felldu samninginn í sumar. John Major forsætisráð- herra vill frekar afgreiðslu þings en þjóðaratkvæði þar sem hann telur að skoðanir fólks á öðrum málefnum myndu spila um of inní. Viðhorfið nýtur stuðning Verkamannaflokksins sem er í stjómarandstöðu. Vopnabúr IRA uppgötvað LÖGREGLA á Norður-írlandi sagðist í gær hafa unnið mjög á í baráttu gegn írska lýðveldis- hemum (IRA) við fund á tals- verðu magni vopna. Fimm AK47 rifflar, uppáhaldsvopn IRA-skæruliða, fundust í borg- inni Down auk þúsund skot- hylkja, eldflaugavörpu og sprengjuodda. í Tyrone-sýslu var uppgötvað vopnabúr lýð- veldishersins með rifflum, skammbyssum, haglabyssum, sprengjuvörpu og bílsprengj- um. Tólf voru handteknir í tengslum við þetta. Nabíjev segist hafa verið rændur völdum „ÞETTA var.einfaldlega valda- rán,“ sagði Rakhmon Nabíjev, fyrrum forseti Tadzhíkistan um hvarf sitt úr embætti á mánu- dag. Hann sagðist hafa horft í byssuhlaup meðan hann undir- ritaði afsagnarskjalið. „Ég neyddist til að skrifa undir,“ sagði hann, „annars hefðu tug- ir manna látist". Nabíjev segir að landið sé nú undir áhrifum herskárra múslima en hann vonist til að ná völdum á ný. Fengu símtal fyrir útförina BELGÍSK hjón sem höfðu undirbúið útför sextán ára dóttur sinnar fengu símtal frá henni í tæka tíð. Hún hafði verið hjá vinum sínum. Móðirin hafði borið kennsl á lík unglingstúlku er fannst látin í skurði og byggði helst á hári stúlkunnar, fatnaði og skartgripum. Lögregla segir skýringuna að líkindum þá að tveggja stúlkna hafi verið saknað samtímis og lýsingum þeirra hafi borið nokkuð saman. Nú er í rann- sókn hvort líkið er af hinni stúlkunni. Á myndinni sést Delphine Barbieux sprellifandi með pabba sínum, Jean-Claude, heima í bænum Tamine. Kröfumar um skiptíngu Belgíu gerast háværari Brussel. Reuter. ÞAÐ er ekkert nýtt, að rætt sé um skiptingu Belgíu í tvö ríki en á síðustu misserum hefur aukin alvara verið að færast í umræðuna. Virðast breytingarnar í Austur-Evrópu hafa haft nokkur áhrif og krafan um tvö ríki, hollenskt eða flæmskt annars vegar og franskt hins vegar, verður stöðugt háværari, einkum meðal Flæmingja. „Við höfum búið saman í rúm 160 ár og aldrei verið fyllilega ánægð- ir,“ sagði flæmski þjóðemissinninn Lionel Vandenberghe nýlega. „Nú er kominn tími til að fara að dæmi Tékka og Slóvaka." Flæmskum þjóðernissinnum og flokki þeirra, Vlaams Blok, hefur verið að vaxa mjög ásmegin að undanförnu og nýlegar skattahækk- anir og lítill árangur af viðræðum um aukna sjálfstjóm þjóðarbrot- anna hafa orðið vatn á myllu hans. Belgía, sem nú er, laut Frökkum seint á 18. öld en lenti undir Hol- lendingum eftir ósigur Napóleons 1815 og varð sjálfstætt ríki 1830. Sambúð þjóðarbrotanna, Flæmingja og Frakka, hefur þó alltaf verið stirð og deilur milli þeirra hafa orðið banabiti flestra þeirra 34 ríkis- stjórna, sem setið hafa í Belgíu frá lokum síðari heimsstyijaldar. Það, sem einkum veldur óánægju Flæmingjanna, er gífurlegt fjár- magnsflæði frá þeim til Vallónanna í suðurhlutanum eða sem svarar til 365 milljarða ísl. kr. árlega. Félags- lega tryggingakerfið í Belgíu er ákaflega örlátt og það em fyrst og fremst Vallónar, sem njóta þess. Með það em Flæmingjar óánægðir og vilja skera niður þessi miklu framlög. Ráðamenn í Belgíu hafa lítið sagt um kröfurnar um skiptingu landsins en Willy Claes utanríkisráðherra varð fyrstur til að rjúfa þögnina fyrir skömmu þegar hann réðst -harkalega á þessar hugmyndir. Vitnaði hann til harmleiksins í Júgó- slavíu í því sambandi og sagði, að það væri hörmulegt ef Belgíumenn ætluðu að taka sér upplausn Tékkó- slóvakíu til fyrirmyndar. Aðgerðir til bjargar sænsku krónunni segja til sín Vextir á húsnæðislánum í Svíþjóð hækka upp í 24% Stokkhólmi, Helsinki. Reuter. AFLEIÐINGAR aðgerða sænska seðlabankans til bjargar sænsku krónunni fyrr í vikunni eru farnar að segja til sín og sænskir laun- þegar kynntust þeim í gær er lífeyrissjóðir og bankar tilkynntu hækkanir á húsnæðislánum. Bankar og lífeyrissjóðir sögðust ekki eiga annarra úrkosta völ en hækka vexti á langtímalánum með breytilegum vöxtum, sem veitt hefðu verið til húsnæðiskaupa, um 6,75 prósentustig í 24%. Þessi hækkun þýðir að mánaðar- legar afborganir fjölskyldu sem er að borga af 500.000 króna hús- næðisláni, jafnvirði 5,1 milljónar ÍSK, hækka um 2.500 SKR á mán- uði. Sérfræðingar í bankamálum sögðu þessa vaxtahækkun eiga eft- ir að koma sér illa og málgagn stjómarandstöðunnar, Aftonbladet spurði ríkisstjórn Carls Bildt í for- ystugrein í gær hvort ætlunin væri að gera sænsku þjóðina að tjaldbú- um. í Finnlandi hækkaði gengi fínnska marksins gagnvart Banda- ríkjadollar, evrópsku mynteining- unni ECU og þýska markinu, eink- Mitterrand skorinn upp París. Reutcr. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti gekkst í gær óvænt undir aðgerð á blöðruhálskirtli á Cochin-sjúkrahúsinu I París. Læknar sögðu að lokinni aðgerð- inni að Mitterrand væri við góða heilsu. Heppilegt var talið að láta til skarar skríða núna þar sem forset- inn hefði ekki haft í hyggju að taka frekari þátt í undirbúningi þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um Maastricht- samkomulagið sem fram fer eftir rúma viku. Búist er við að forsetinn muni útskrifast af spítalanum eftir örfáa daga en hann áformar að vera í kjördæmi sínu í Chateau-Chinon í Búrgundarhéraði á kjördag. „For- setanum líður vel,“ sagði Bernard Debre yfirmaður þvagfærafræði- deildar sjúkrahússins við blaða- menn en ákveðinn kaldhæðni er talin felast í því að hann er einn af helstu leiðtogum baráttunnar gegn Maastricht. um eftir óvænta yfírlýsingu Mauno Koivistos forseta sem studdi geng- isákvörðun stjórnar Esko Aho og sagði nauðsynlegt að láta gengi marksins fljóta enn um sinn eða þar til jafnvægi hefði fundist og útflutningsatvinnuvegirnir hefðu tekið rækilega við sér. Sýnilegt inn- streymi gjaldeyris var til Finnlands í gær og sögðu bankamenn að ræða Koivisto forseta hefði haft áhrif þar á til hins betra. Tíðindasamri viku á evrópskum gjaldeyrismarkaði lauk í gær og dró ekki úr spennu innan evrópska myntkerfisins ERM. Útlitið er því óljóst að sögn fjármálafræðinga. Seðlabankar Italíu, Þýskalands og Belgíu reyndu að styrkja stöðu ít- ölsku lírunnar innan ERM með miklum lírukaupum í gær en það dugði skammt því hún var enn við neðri viðmiðunarmörk ERM við lok viðskipta. Breska pundið hefur staðið höll- um fæti í vikunni en styrktist í gær eftir að John Major forsætisráð- herra sagði að ekki kæmi til greina að velja auðveldustu skammtíma- lausnina út úr vandræðunum, geng- isfellingu. Sérfræðingum í peninga- málum bar saman um það í gær að bæði pundið og líran myndu aldr- ei lifa af neikvæða útkomu út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Ma- astricht-samkomulagið í Frakklandi annan sunnudag. Eftirhreytur Víetnam-stríðsins í Kambódíu Stuðninffsmenn Banda- ríkjahers vilja hjálp SÞ Hermaður úr liði stjórnvalda í Saigon miðar byssu sinni á ungan mann sem grunaður var um að berjast með skæruliðum Viet Kong. LIÐSMENN skæruliðahóps, sem barðist gegn kommúnistum við hlið Bandaríkjamanna á dögum Víetnamstríðsins og nú hefst við í Kambódíu, hafa farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að litið verði á þá sem pólitískt flóttafólk, að sögn tælenska dag- blaðsins Thailand Post. Blaðið segir að bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, sem annaðist sam- skiptin við mennina, hafi slitið sambandi við þá í lok striðsins og síðan hafi ekkert spurst til þeirra í mörg ár þar til nú. Mennirnir og skyldulið þeirra eru af ættbálki svonefndra Montagnard-manna er einkum búa í Laos. Alls er um 407 manns að ræða, þar af 200 vopnaða menn, og fannst fólkið á svæði rétt við landamæri Kambódíu og Víet- nams. Hópurinn er þátttakandi í stærri samtökum er nefna sig Einingarhreyfinguna til baráttu fyrir kúgaðar þjóðir, FULRO, er berst gegn stjórn víetnamskra kommúnista í Hanoi. Flestir félag- ar í samtökunum eru Montagn- ard-menn. „Þeir hafa komið á framfæri við okkur beiðni um að fá landvist sem flóttamenn, ef til vill í Frakklandi en þó helst í Bandaríkjunum þar sem margir aðrir félagar í FULRO búa nú,“ sagði talsmaður bráðabirgða- stjómar SÞ í Kambódíu (UNTAC). Hann sagði að meirihlutinn af fólkinu þjáðist af ýmsum hitabelt- issjúkdómum, þar á meðal malar- íu. UNTAC hefði fengið vitneskju um fólkið fyrir nokkrum mánuð- um og nýlega hefðu friðargæslu- hermenn frá Uruguay náð tali af því. CIA réð málaliða úr röðum FULRO allt frá upphafi sjöunda áratugarins þar til stríðinu lauk 1975. Mennirnir voru notaðir til aðstoðar sérsveitum Bandaríkja- hers. Þeir stunduðu njósnir og gerðu andstæðingunum marga skráveifuna að baki víglínunnar, einkum við Ho Chi Minh-leiðina vestast í landinu er var helsta birgðaflutningaleið kommúnista suður á bóginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.