Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 23 Á slysstaðnum, um 12 km frá Ndola í norðurhluta Ródesíu, 18. september 1961. Málaliðar skutu niður flugvél Hammarskjölds - segja tveir fyrrverandi starfsmenn SÞ London. Rcuter. FLUGVÉLIN, sem Svíinn Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fórst með í norðanverðri Ródesíu árið 17. september 1961, hrapaði ekki fyrir slysni, heldur fyrir tilverknað málaliða á vegum belgiskra námafélaga i Kongó, að sögn tveggja fyrrverandi starfsmanna Sameinuðu þjóðanna. Starfsmennirnir, George Ivan Smith og Conor Cruise O’Brien, segja í bréfi, sem birtist í breska dagblaðinu Guardian í gær, að þeir hafi ákveðið að segja frá þessu, eftir að ítalska flugvélin, sem var að flytja hjálpargögn fyr- ir SÞ til Sarajevo 3. september síðastliðinn, var skotin niður. „Þar sem áhöfn ítölsku-vélar- innar var skotin niður í hjálpar- flugi, finnst okkur tími trl kominn að gréina frá því, að við erum sannfærðir um, að Hammarskjöld var drepinn á sama hátt,“ segja Smith og O’Brien í bréfi sínu. Um það leyti sem dauða fram- kvæmdastjórans bar að, voru mennirnir tveir fulltrúar SÞ í Katanga-héraði í Kongó (síðar Zaire), sem þá hafði nýlega feng- ið sjálfstæði. Hammarskjöld var á leið frá höfuðborg Kongó, Leopoldville (nú Kinhasa), til bæjarins Ndola í norðanverðri Ródesíu, þegar flugvél hans hrapaði, en erindi hans var að fá forseta Katanga, Moise Tshombe, til að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Opinberlega var því haldið fram, að engar vísbendingar hefðu fundist um, að skotið hefði verið á vélina eða að sprengja hefði grandað henni. En Smith og O’Brian staðhæfa, að tveir málaliðar hafi viðurkennt í við- tölum, sem voru hljóðrituð, að þeir hafi skotið á vélina frá tveim- ur orustuvélum í því skyni að hrekja hana af leið og koma í veg fyrir að fundurinn færi fram. „Þeir voru útsendarar belgískra námafélaga, sem vildu ráða yfir kopar-, úraníum- og demanta- námi í Katanga og lutu forystu samsteypunnar Union Miniere du Haut Katanga,” segir í bréfinu. Smith ög O’Brian segjast þó telja, að ekki hafi verið ætlunin að granda flugvél - Hammar- skjölds, heldur einungis að þvinga hana til að breyta um stefnu. Viðvörunarskot hafi hins vegar lent á viðkvæmum stað og valdið slysinu. Talsmenn Union Miniere vísuðu þessum ásökunum á bug í í gær. Frá sólarströnd. Nú er talið að sólböð geti komið í veg fyrir hjarta- sjúkdóma. Hjartasjúkdómar Líklegt að sólarleysið sé mun válegra en fita MARGIR hafa Iátið sannfærast um að sólböð séu varasöm, én nú stað- hæfir breskur læknir að sólskinið vera heilsusamlegt, segir í breska „Sólarleysi kann að valda þó- nokkru um, að fleiri látast af völdum hjartaáfalla í Norður-Englandi en í suðurhluta landsins," segir dr. David Grimes, ráðgjafarlæknir við Kon- unglega sjúkrahúsið í Blackburn. „Við vitum, að kólesterólmagn í blóði. er minna við miðbaug en ti! dæmis í Skotlandi og Finnlandi," sagði dr. Grimes, „og kólesterólið er mikilvægur áhættuþáttur hjarta- sjúkdóma.” Sólskin er nauðsynlegt til að breyta kólesteróli í D-vítamín og beinkröm og berklar tengjast D-vít- amín-skorti. Grimes bendir á, að þessir sjúkdómar séu algengastir meðal fátæks fólks og fólks af Asíu- stofni eins og hjartasjúkdómarnir. Hann segist efast um, að rétta leiðin til að draga úr hjartasjúkdóm- um felist í að lækka kólesterólstigið með ne'yslu fitulítils fæðis. Meira máli skiptir, segir hann, að fólk njóti sólar, hafi aðgang að garði og geti kunni þegar allt kemur til alls að dagblaðinu Observer nýlega. tekið sér sumarfrí. En sérfræðingar taka þessum kenningum dr. Grimes fálega. „Þetta fær engan veginn staðist," segir Gerry Shaper, prófessor í hjartasjúk- dómafræði, sem rannsakað hefur fólk úr 253 borgum og bæjum í Bretlandi undanfarinn áratug. „Við höfum kannað fjölda atriða í þessu sambandi, þar á meðal sólskin, úr- komu, hita, hnattstöðu og gæði drykkjarvatns. MÖrg þessara atriða virðast tengjast' hjartasjúkdómum, t.d. sólskinið, en það sama má segja um úrkomuna. Því fleiri dánartilfelli sem úrkoman er meiri. Dr. Grimes trúir því samt, að sól- arljósið veiti vörn gegn þessum vá- legu sjúkdómum og ætlar að halda áfram að rýna í veðurfarsskýrslur. ,Ég mæli alls ekki með, að fólk liggi lon og don í sólböðum,“ segir hann, „aðalatriðið er, að það njóti sólar eftir þörfum.” Bush blæs til efna- hagssóknar GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti kynnti á fimmtudag hug- myndir sínar um nýja sókn til efnahagsbata og segja stuðn- ingsmenn hans að þær séu mik- ilvægasti liður kosningabarátt- unnar. Keppinauturinn Bill Clinton sagði að Bush vildi veita efnuðum enn eina skattalækk- unina og láta aldraða sjúklinga og háskólanema borga. Flestar hugmyndirnar hefur Bush viðr- að áður en hann tók að láni til- lögu auðkýfingsins Ross Perots um að fækka starfsliði forsetans um þriðjung gegn því að þingið gerði hið sama. Tokes hættir í hungnrverk- falli PRESTURINN Laszlo Tokes í Rúmeníu hætti í gær að svelta sig eftir tíu daga föstu og kvaðst ekki vilja stofna til ólgu fyrir kosningamar sem fram fara í landinu í Iok mánaðarins. Tokes var upphafsmaður rúmensku byltingarinnar fyrir_ þremur árum og fór í hungurverkfall til að krefjast þess að morðingj- ar þúsund fórnarlamba hennar yrðu dregnir til ábyrgðar. Tokes sagðist ætla að svelta sig aftur í desember hefðu stjórnvöld ekkert aðhafst til að ná morð- ingjunum. J ---------V ^ Abyrgö v (11 aldamóta Chester field 3+1+1 Staðgrverö 283.670,- Annars 298.600,- Windsor 3ja s. sófi og 2 stólar Sama verð og Chesterfield. Hár stóll stgr. 64.125,- afb. 67.500,- Lágur stóll stgr. 58.235,- afb. 61.300,- Sófi stgr. 82.080,- afb. 86.400,- Skrifboróstóll m/snúningi og ruggu stgr. 54.720,- Ruggustóll stgr. 55.670,- Ábyrgó til aldamóta tryggir vandaóa vöru húsgögn ÁRMÚLA44.SÍM 132035. Kaupirðu góðan hlut - þá mundu hvar þú fékkst hann. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.