Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 27

Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 27 ' Tónlistarhátíð norrænna ungmenna Hádegistónleik- ar í Háskólabíói TÓNLISTARHÁTÍÐ norrænna ungmenna lýkur í dag, laugardag, með hádegistónleikum í Háskólabíói. Á efnisskránni eru fjölbreytt verk og þar er að finna ýmis tilbrigði við notkun tækja í tónsköpun. Árbæjarsafn leitar eftir aldamótamunum UNDIRBÚNINGUR vegna opnun- ar hússins Suðurgötu 7 stendur nú yfir í- Árbæjarsafni. Safnið vantar nokkra hluti frá því um aldamótin til að fullvinna sýning- una sem verður í húsinu. í Suðurgötu 7 verður sýning á heimili heldra fólks um aldamótin. í sama húsi verður einnig sett upp gullsmíðaverkstæði. Safnið vantar gólfmottur, gifsstyttur/Thorvald- sensstyttur, barnavöggu/körfu á trégrind með tréhjólum, vöggusett og rúmföt á barnarúm, píanóbekk, litla myndaramma, lampa og loftljós. Sýningin opnar formlega 20. sept- ember nk. og fara safnverðir þess á leit við þá sem hugsanlega eiga muni sem gætu nýst safninu að hafa samband við starfsmenn þess. Á tónleikunum er eitt verk fyrir segulband, The Turn of a Flute, eftir Svíann Örjan Sandred. Þá verða flutt Himni fyrir harmon- ikku, fiðlu og klarinettu eftir Finnann Jyrki Linjama, Heaven can wait fyrir samverkun fiðlu og raf- hljóða (live electronics) eftir Dan- ann Evu Noer Kondrup, ... kada bih mog’o biti drag... fyrir messó- sópran, bassaklarínettu, kontra- bassa og slagverk eftir hina finnsk- júgóslavnesku Jovönku Trbojevic- Valkonen. Eftir hlé verður skyggnst inn í smiðju þeirra Rík- harðs H. Friðrikssonar og Hans P.S. Teglbjærg sem auk þess að eiga verk á tónleikunum hafa hald- ið fyrirlestra á hátíðinni um algórit- mískar tónsmíðar. Verkið sem flutt verðuru kalla þeir Taleamroch Senzordíum ’92 og er fyrir tvo sellóleikara, tölvu og grafík. í efnis- skrá segir: „Þetta er samvinna á milli tveggja tölvufríka og tveggja „forvitinna” hljóðfæraleikara, sem vilja skapa samvirkt umhverfi hljóðfæraleikara, myndlistar og algóritmískra tónsmíða. Innblástur og reynsla koma víðsvegar að. Meðal mikilvægustu markmiðanna er að hljóðfæraleikarar geti með því að spila, stjórnað tölvum, gra- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bifreið valt á flugvellinum VIÐ SLYSI lá á Norðfjarðarflugvelli fyrir nokkru. Ekki lá þó við flugslysi heldur valt bifreið sem þrír ungir menn voru að reyna í hraðakstri og not- uðu flugvöllinn sem akstursbraut. Bíllinn fór tvær veltur. Piltamir sluppu ómeiddir en bifreiðin er ónýt. Töluvert er um að ekið sé á fiugbrautinni þrátt fyrir merkingar og ítrekaðar auglýsingar um að það sé óheimilt. - Ágúst Suðurgata 7 í Árbæjarsafni. Morgunblaðið/Emilía fískri hreyfilist og umbreytingu hljóðs þeirra eigin hljóðfæra í nýja hljóðheima. Þessari allsheijar- reynslu viljum við deila með ykkur í gegnum sameiginlega ánægju okkar og löngun til þess að elta ímyndunaraflið.“ Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru í sal 2 í Háskólabíói. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um Snorra Sturluson í Tæknigarði HELGI Þorláksson dósent flytur opinberan fyrirlestur um Snorra Sturluson í boði Stofnunar Sigurðar Nordals mánudaginn 14. sept- ember 1992, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, í veitingastof- unni Tæknigarði. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 og nefnist „Snorri goði og Snorri Sturluson“. Helgi Þorláksson lauk kandí- datsprófi í sagnfræði frá Háskóla íslands og stundaði síðan nám og rannsóknir við Björgvinjarháskóla. Um árabil var hann styrkþegi við Stofnun Árna Magnússonar. Eftir hann liggur ritið Gamlar götur og goðavald: Um fornar leiðir og völd Oddaveija í Rangárþingi og fjöldi greina um íslenska miðaldasögu. Helgi hefur lagt ritið Vaðmál í utanríkisviðskiptum og búskap ís- lendinga á 13. og 14. öld fram til doktorsvarnar við heimspekideild Háskóla íslands. (Fréttatilkynning) Kveðjuorð * ___ Arni Böðvarsson Við fráfall Árna Böðvarssonar langar mig til að minnast samfyld- armanns á lífsins vegi um alllanga hríð og tjá þakklæti mitt í garð velviljaðs drengskaparmanns, um leið og fjölskyldu hans eru sendar einlægar samúðarkveðjur. Ég veit að eldri og yngri starfsmenn Bóka- útgáfu Menningarsjóðs munu undir orð mín taka, svo nátengdur sem Árni Böðvarsson var þeirri útgáfu með sínum góðu verkum. Árni Böðvarsson hafði lokið miklu ritverki þegar okkar samstarf hófst að marki um miðjan sjöunda áratuginn. Hann hafði ritstýrt ís- lenzkri orðabók á vegum Bókaút- gáfu Menningarsjóðs á árunum 1957-63, var bæði höfundur sjálfur og hélt utan um hóp manna sem vann að samningu bókarinnar. Þetta var afrek að sínu leyti, enda brautryðjendaverk og bókin fyrir löngu sígilt verk, sem almenningur, nemendur, fræðimenn og höfundar telja nauðsynlegt að hafa innan seilingar. Til þessa verkefnis var Árni Böðvarsson einkar vel í stakk búinn sem virtur málvísindamaður og verðskuldar sannarlega, að hvort tveggja sé í sömu andrá nefnt, bók og ritstjóri. Síðan bætti Árni um betur með endurskoðun ritsins, er út kom 1983, og naut þar einkum aðstoðar annars ágæts málvísinda- manns, Ásgeirs Blöndals Magnús- sonar. Árni taldi, að orðabók af þessu tagi þyrfti að vera í stöðugri endurskoðun og helzt að koma út á tíu ára fresti. Vissi ég, að honum lá það mjög á hjarta síðustu árin, að endurskoðun yrði hraðað og við það vann hann í hjáverkum. Væri slík útgáfa í burðarliðnum, ef fjár- munir hefðu fengizt til Menningar- sjóðs með þeim hætti, sem eðlilegt gat talizt. Nú hvílir á öðrum sú skylda að halda verkinu áfram, bæði þeim, sem taka við hinum góða arfi Árna, svo og nýju útgáfu- fyrirtæki. Svo vel sem tekizt hafði til með íslenzka orðabók, töldu forsvars- menn Menningarsjóðs sjálfsagt að ráða Áma Böðvarsson til forstöðu nýs stórvirkis á vegum útgáfunnar.. Þetta var útgáfa alfræðibókar, sem yrði fyrsta sinnar tegundar á ís- lenzku, en undirbúningur að slíkri bók hafði hafízt af öðrum aðila í stríðslok, en fallið niður. Árni skipu- lagi nú verkið í gömlu „Næpunni", eða Landshöfðingjahúsi við Skál- holtsstíg, þar sem Menningarsjóður og Menntamálaráð voru þá að koma sér fyrir, og safnaði um sig harð- snúnu liði til að semja hina fjöl- mörgu þætti verksins, ýmist þar á staðnum eða úti í bæ. Það var svo vorið 1965, að Árni mæltist til þess við mig að taka íslandssögu til umfjöllunar ásamt Birni Þorsteins- syni, sagnfræðingi, kennara mínum gömlum og kunningja. Ég gat ekki annað en tekið þessu boði, enda þeir góðir drengir og rangæsku fé- lagar traustur bakhjarl við að styðj- ast. Það reyndist svo þau ár, sem ég fékkst við þetta verkefni í það sinn, í „Næpunni” í návist Árna, 1965—66, að ekki var hægt að hugsa sér betri og þægilegri sam- starfsmann en Arna Böðvarsson. Komu þar ekki sízt til hans góðu eðlislægu eiginleikar, auk greindar og þekkingar á viðfangsefni, ljúft skap og vinsamlegt viðmót, sem gerði návist hans einkar þægilegt og samstarf því auðvelt í alla staði. Fyrir samstarfið og það traust, sem Árni sýndi mér með því að gefa mér kost á að fást við áhugavert verkefni, er ég honum ævinlega þakklátur. Hann varð að vissu leyti örlagavaldur á mínum ferli, ef svo má segja, með því að beina mér inn á þá braut, sem ég hef síðan ekki snúið frá. Því miður fékk Árni ekki tækifæri til að fylgja þessu ritverki til loka á sínum tíma. Þótt honum hefði tekizt að safna miklu efni í sarpinn og hann héldi utan um það af fremsta megni, átti það alllangt í land er fjárskorturinn leiddi til þess, að ákveðið var að fresta verk- inu um sinn og bíða betri tíma. En góður grundvöllur var lagður að alfræðibók, þegar Árni skildi þar við. Sjálfur hvarf hann til kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð haustið 1967." Því má hér við bæta, að alfræði- þráðurinn var upp tekinn nokkrum árum slðar með því að gefa út efnis- þætti í sérstökum bókum, undir umsjón starfsmanns Menningar- sjóðs, Hannesar Péturssonar, sem einnig var höfundur bókmennta- þáttar. Þar með fékk ég tækifæri til þess að halda því verki áfram sem Árni Böðvarsson hafði falið mér, og leiða íslandssögu til lykta, eftir því sem hægt var, með útgáfu tveggja binda 1974—77. Mér þótti vænt um að geta þannig endurgold- ið Árna það traust, sem hann sýndi mér í öndverðu. Alls komu út þrett- án bindi í þessum flokki með tíu efnisþáttum og fleiri voru á döf- inni. Eru þessar bækur góður vitnis- burður um það starf, sem Árni Böðvarsson hafði lagt grundvöll að með ritstjórn sinni, og úr hefði vafa- laust orðið hin fyrsta íslenzka al- fræðibók, ef nauðsynlegt fjármagn hefði fengizt. Starf Árna að þessum viðamiklu verkefnum á vegum Menningarsjóðs, sem hér hefur ver- ið fjallað um, ber þess líka glöggt vitni hvert hlutverk útgáfunnar hefur verið í íslenzku menningarlífí. Árni Böðvarsson starfaði um langt skeið í Menntaskólanum við Hamrahlíð og þar vorum við lengi samkennarar og tókum þátt í því með ágætu starfsliði, undir stjórn Guðmundar Arnlaugssonar, að ýta úr vör nýjum menntaskóla, — skóla með nýju sniði á ýmsan hátt í nýjum glæsilegum húsakynnum. Þar var Iengi hæfilega fjölmennt kennara- lið, sem átti margt saman að sælda í starfí og skemmtan. Og í þeim hópi naut Árni sín vel og eðliskost- ir hans öllum ljósir. Þar var líka fyrstu árin vinur okkar ógleyman- legur, Björn Þorsteinsson. Nú við tímamót hugsa ég til þess, að þess- ir góðu samferðamenn, Árni og Björn, hafa báðir kvatt á sama aldri — raunar langt um aldur fram — aðeins 68 ára gamlir. Þeir voru báðir í aðra röndina merkilegir full- trúar gamla tímans, sem var að hverfa, í þjóðlífi íslendinga, rang- æskir sveitadrengir, sem höfðu numið í heimaskóla að Fellsmúla á Landi, þar sem þeir hlutu klassíska menntun til stúdentsprófs hjá sr. Ófeigi Vigfússyni og sr. Ragnari syni hans. Síðan fluttust þeir á mölina, tóku stúdentspróf með láði frá Reykjavíkurskóla, stúderuðu ís- lenzk fræði í Háskólanum, og gerðu garðinn frægan sem forverksmenn á sviði fræða og mennta, en gleymdu aldrei uppruna sínum og voru bundir honum trúnaði til hinztu stundar. Þessara góðu drengja mun ég einlægt minnast og telja gæfu að hafa átt með þeim samfylgd. Að leiðarlokum vil ég senda eftir- lifandi konu Árna Böðvarssonar, Ágústu Ámadóttur, og bömum þeirra, innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum. Blessuð sé minn- ing Árna Böðvarssonar. Einar Laxness. Það er mikil og góð lífsreynsla að geta unnið að áhugamálum sín- um í félagasamtökum, og að njóta góðra kynna við merka einstakl- inga eykur þar enn við. Vafasamt er að leiðir Árna Böðvarssonar og undirritaðs hefðu nokkurn tíma legið saman ef ekki hefði komið til sameiginlegur áhugi á alþjóðamál- inu esperanto og esperanto-hreyf- ingunni. Árni kynntist málinu þegar á barnaskólaaldri, þá í heimavistar- skóla hjá Frímanni Jónassyni á Strönd á Rangárvöllum. Hann var orðinn félagi í alþjóðlegum samtök- um esperantista árið 1942 og einn af stofnendum Esperantistafélags- ins Auroro í Reykjavík 1944 og í stjórn þess árum saman, lengst sem ritari. í stjórn íslenska esperanto- sambandsins var hann til dauða- dags og gegndi þar einnig starfi ritara. Hann var í undirbúnings- nefnd Alþjóðaþings esperantista í Reykjavík 1977, veitti forstöðu sumarháskóla þingsins og fluttí þar erindi. Auk þess kynnti hann áhugahópi á þinginu íslensku og skrifaði kver um íslenska málfræði með litlu orðasafni af þessu tilefni. Þá starfaði hann sem fararstjóri og túlkur á meðan á þinginu stóð og í framhaldi af því. Mikið starf er í því fólgið að undirbúa slík þing með á annað þúsund þátttakendum og sjá til þess að allt gangi vel. Átti Árni dijúgan þátt í að svo fór. Árni sinnti um tíma kennslu í esperanto, bæði á námskeiðum og í tímaritinu Vinnunni. Síðasta sameiginlegt verk Árna og undirritaðs var móttaka er- lendra esperantista frá tíu þjóð- löndum sumarið 1991, og deildum við með okkur undirbúningi og far- arstjórn. Árni kom vitanlega við sögu ritaðs máls á og um esper- anto og flutti erindi í útvarp um málið og sögu alþjóðamálshreyf- ingarinnar. Hann ritstýrði íslensk- esperanto orðabók Baldvins B. Skaftfells og aðstoðaði við endurút- gáfu Orðasafns Ólafs Þ. Kristjáns- sonar. Þá vann hann, ásamt öðrum, að undirbúningi Esperanto- íslenskrar orðabókar eftir Hugh Martin sem nú er verið að setja. Af ritgerðum Árna skulu hér nefndar: Evrópumál og esperanto 0 íslenskt mál og almenn málfræði 1979) og Aldarminning Zamen- hofs, höfundar alþjóðamálsins esperanto (Skírnir 1960). Árið 1977 kom út bæklingur sem hann þýddi og nefnist Tungumálin og lokasamþykktin. Á esperanto er áðurnefnt mál- fræðiágrip hans: Islandia Lingvo- enkonduko en la gramatikon (Reykjavík 1977), Lingva akiro de infanoj (Reykjavík 1979), Vortf- arado en Esperanto (Varna, 1988), Latina influo en la islanda (La Laguna 1985). Þýðingar eftir hann birtust í blaðinu Voco de Islando sem hann á sínum tíma ritstýrði ásamt Ólafí Þ. Kristjánssyni. Árni hafði samband við erlenda esperantista víða um heim og sótti esperantoþing 1977—1980. Hann var í dómnefnd í árlegri ritgerða- samkeppni Alþjóðlega esperanto- sambandsins frá 1981. Árni Böðvarsson er nú horfinn ytri sjónum okkar, en minningin er skýr. Ljúfmenni sem gott var að leita til, bjartsýnn og jákvæður, tók til við verkefni af færni og öryggi og skipti þá engu hvort hann eða aðrir áttu frumkvæðið. íslenskir esperantistar senda eft- irlifandi eiginkonu og öðrum að- standendum hugheilar samúðar- kveðjur. Hallgrímur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.