Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 28

Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Lionessuklúbburinn Ösp Tæki keypt fyrir ágóð- ann af plastpokasölu SJOUNDA starfsár Lionessuklúbbsins Aspar á Akureyri er nú að hefjast og að venju hefst það með hinni árlegu sölu klúbbsins á heimilisplastpokum. Uonessur munu ganga í hús í bænum vikuna 8. til 14. septem- ber, í byrjun sláturtíðar, og bjóða bæjarbúum plastpoka, en allur ágóði af sölunni rennur til kaupa á ristilspeglunartæki fyrir spegl- unardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Plastpokasalan er aðalfjáröfl- unarverkefni klúbbsins og hefur ágóðinn ævinlega runnið til líkn- armála. Fram til þessa hefur klúb- burinn m.a. styrkt fæðinga- og svæfingadeild FSA, Heilsugæslu- stöð Akureyrar og rannsóknarlög- regluna á Akureyri með tækja- kaupum og í ár mun speglunar- deildin njóta ávaxta starfsemi klúbbsins. Lionessuklúbburinn Ösp var stofnaður á Akureyri 22. apríl árið 1986 og eru félagar nú 40 talsins. (Úr fréttatilkynningu.) Slysavarnafélag íslands Samæfing 120 slysavarna- félaga í Grímsey tókst vel Grímsey. SAMÆFING slysavarnadeilda í umdæmi 6, sem nær frá Hvammstanga til Grenivíkur, var haldin í Grímsey um síðustu helgi og var þetta ein fjölmenn- asta landshlutaæfing sem haldin hefur verið, en um 120 manns tóku þátt í henni. Slysavarnafélagsmenn komu til Grímseyjar um miðnætti á föstu- dagskvöld, flestir með Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna, en liðlega 90 manns komu með skip- inu. Þá komu menn frá Skaga- strönd og Sauðárkróki á harðbotna björgunarbátum til eyjarinnar og voru þeir átta tíma á leiðinni vegna veðurs. Slysavarnafélagsmenn gistu í félagsheimilinu Múla og höfðu þar aðstöðu. Æfingin hófst kl. 8 á laugar- dagsmorgni, en á dagskránni var m.a. bátaæfing, sig- og kletta- björgun, skyndihjálp, fluglínuæfing og eins var aðeins farið út í rústa- björgun, þ.e. björgun úr hrundum húsum vegna náttúruhamfara, sprenginga eða einhverra álíka at- burða. Rústabjörgun er liður í sam- starfi Slysavarnafélags íslands og Álmannavarna ríkisins, en sam- kvæmt samningi á milli þessara aðila sér félagið um þennan lið fyrir Almannavarnir. Aðalæfinga- svæði félagins vegna rústabjörgun- Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Einar Sigurbjörnsson, forseti Slysavarnafélags íslands, Guðmundur Jóhannesson umdæmisstjóri og Henning Jóhannesson, formaður Slysavarnadeildarinnar Sæþórs í Grímsey. ar er í Saltvík á Kjalarnesi, en björgun úr rústum er einnig æfð út um landið eftir því sem tæki- færi gefast til. Þátttakendur voru sammála um að samæfingin hefði tekist vel og vildu sjórnarmenn SVFÍ koma á framfæri þökkum til heimamanna fyrir frábærar móttökur. Henning Jóhannesson, formaður slysavarna- deildarinnar Sæþórs í Grímsey, vildi einnig koma á framfæri þakk- læti til SVFÍ-manna fyrir komuna. „Svona heimsókn verður alltaf til að örva starfsemina á allan hátt,“ sagði Henning. -HSH Rekstur og framkvæmdir bæjarins 1993-1995 Aætlað að verja 1,2 milljörðum til framkvæmda næstu þrjú ár AÆTLAÐ er að verja um 1.250 milljónum króna á næstu þremur árum til framkvæmda á vegum bæjarins vegna ýmissa verkefna. Þá er stefnt að því að lækka skuidir bæjarsjóðs um 5% á ári á næstu þremur árum og að rekstrargjöld fari ekki yfir 71% af rekstrartekjum. Þetta kemur fram í þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir á veg- um Akureyrarbæjar sem af- greidd var á fundi bæjarráðs á fimmtudag, en áætlunin verður Kjarnaskógur Gönguferð í tilefni af 40 ára afmæli AHUGAMONNUM um g;öngu- ferðir og útivist er boðið til eins til tveggja tíma gönguferðar um Kjarnaskóg á morgun, sunnudag kl. 14. Tilefni þessarar gönguferðar um skóginn er, að í ár eru liðin 40 ár frá því byrjað var að gróðursetja tré í Kjarnaskógi, en fyrstu trén voru gróðursett þar 22. maí 1952. Geng- ið verður um svæðið og m.a. farið á þá staði þar sem fyrst var gróður- sett. Þeim sem ætla að taka þátt í gönguferðinni er bent á að mæting er við skógarhúsið fyrir kl. 14 á morgun, 13. september. Að lokinni gönguferð verður boðið upp á ketil- kaffi í húsnæði Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarnaskógi. „Það verður boðið upp á leiðsögn, sagt frá því sem gert hefur verið í skóginum, þetta verður einhvers konar ferð í gegnum tímann. Göngu- ferðin verður ekki erfíð þannig að flestir ættu að geta tekið þátt í Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjörutíu ár eru liðin frá því fyrst var byijað að gróðursetja í Kjarnaskógi. henni," sagði Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga. lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að þetta væri í annað sinn sem þriggja ára áætlun um rekstur og framkvæmdir á veg- um bæjarins væri samþykkt og endurspeglaði hún þær hugmyndir sem menn gerðu sér um þá fjár- muni er bærinn hefði til ráðstöfun- ar til rekstrar og verklegra fram- kvæmda á árunum 1993 til 1995. í áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrargjöld bæjarins fari ekki yfir 71% af rekstrartekjum bæjarsjóðs og einnig er reiknað með óbreyttu skatthlutfalli, en Sigurður sagði að hið eina er gæti raskað þeim fqr- sendum væri ef farið yrði út í átak til eflingar atvinnulífinu á umræddu tímabili. Þá er samkvæmt áætlun- inni stefnt að því að lækka skuldir bæjarsjóðs árlega um 5%, en þar er um að ræða skuldir aðrar en þær sem til eru komnar vegna lána við félagslegt íbúðarhúsnæði. Sigurður sagði að í áætluninni væri gert ráð fyrir að atvinnutekjur vaxi á tímabilinu og fasteignum fjölgi. Reiknað væri með að bæj- arbúum fjölgaði um 1% árlega á tímabilinu. „Við erum þenkjandi á þeim nótum, að þrátt fyrir erfiðleika í atvinnulífi sé ekki ástæða til ann- ars en að bjartsýni eigi að ríkja um framtíð bæjarfélagins við gerð áætlunar af þessu tagi og það eru engin þau teikn á lofti sem benda til annars en full ástæða sé til að búa sig undir áframhaldandi stækk- un bæjarins og ný atvinnutæki- færi, þó þau láti á sér standa í augnablikinu,“ sagði Sigurður. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að veija um 150 milljónum króna á ári næstu þrjú ár í gjald- færðan stofnkostnað, s.s. eins og gatnagerð og fleira. Þá er einnig ráðgert að vetja 265 milljónum ár- lega á tímabilinu til eignabreytinga, eins og nýbygginga. Samtals er því áætlað að veija röskum 1,2 millj- arði til framkvæmda ýmiskonar í bæjarfélaginu á næstu þremur árum. Litlar líkur á heysölu til Svíþjóðar MINNKANDI líkur eru á að ey- firskir bændur muni selja hey til Svíþjóðar í haust, en fyrirspurn þess efnis barst til Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar í sumar. Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði að Svíar hefðu ætlað að hafa samband fyrri hluta september mánaðar er þeir ætluðu sér að kaupa hey héðan, en þar sem ekk- ert hefði heyrst frá mönnum þar ytra teldu menn litlar líkur á að nokkuð yrði af heysölunni. Um tíma í sumar leit illa út með heyskap í ákveðnum landshlutum í Svíþjóð og kom fyrirspurnin í kjöl- far þess, en Ólafur sagði að aðstæð- ur hefðu lagast og taldi að menn hefðu bjargað sér með því að miðla heyi á milli landshluta. Amtsbókasafnið Um 25 tonn prentmáls flutt í Víðilund 24 UM 25 TONN af bókum, tímaritum og skjölum ýmis konar verða á næstunni flutt frá Amtsbókasafninu og í eignarhluta Akureyrar- bæjar í kjallara hússins nr. 24 við Víðilund, þar sem eru íbúðir aldraðra. Bæjarráð hefur samþykkt að lagfæringar fari fram á húsnæðinu í Víðilundi svo af flutningnum geti orðið, en Vinnueftir- litið hafði gert athugasemdir við burðarþol gólfs í safninu, sem ekki þolir þann þunga sem því er ætlað að bera. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur bæjarráðs sagði að í framhaldi af samþykkt bæjarráðs yrði leitað tilboð í lagfæringar á húsnæðinu, en m.a. ætti eftir að múra það og mála. Um er að ræða 140 fer- metra húsnæði sem vonast er til að verði komið í gagnið fyrir ára- mót. Hólmkell Hreinsson bókavörður á Amtsbókasafninu sagði að um 25 tonn af prentuðu efni, bæði í eigu safnsins sem og Héraðs- skjalasafns Eyjaíjarðar, yrðu flutt í kjallarann í Víðilundi. „Við reyndum að velja til flutnings það efni sem minnst er beðið um,“ sagði Hólmkell, en það verða eldri erlendar bækur, aukaeintök af íslenskum bókum og varaeintök af akureyrskum blöðum auk eldri árganga erlendra tímarita. Starfsfólk safnsins er þegar byijað að flokka og skrá bækur og blöð ofan í kassa og eru eitt- hvað á annað hundrað kassar til- búnir til flutnings. Þá sagði Hólm- kell að beðið hefði verið um að- stoð við flokkun og skráning þess efnis sem flutt verður frá fólki er fær vinnu í atvinnuátaki er stendur yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.