Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.09.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 Minning Jón A. Jóhannsson fyrrv. skattstjóri Fæddur 16. ágúst 1906 Dáinn 7. september 1992 í dag er til moldar borinn Jón Á. Jóhannsson fyrrverandi skatt- stjóri á ísafírði, en hann andaðist þann 7. september sl. á áttugasta og sjöunda aldursári. Jón fæddist á Auðkúlu í Arnar- firði í Vestur-ísafjarðarsýslu þann 16. ágúst 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Jónsson skip- stjóri og bóndi á Lónseyri og síðar Auðkúlu og Bjarney Jónína Frið- riksdóttir. Jóhann dó tiltöulega ung- ur frá níu börnum svo það kom í hlut Jóns sem elsta sonarins að hjápa til við að sjá heimilinu far- borða, sem hann og gerði af miklum dugnaði og samviskusemi eins og allt annað, sem hann átti eftir að taka að sér á lífsleiðinni. Af þessum ástæðum varð skóla- ganga Jóns ekki löng, aðeins vetur- inn 1928 til 1929 í framhaldsskóla síra Böðvars Bjarnasonar að Hrafnseyri. En Jón var bókhneigður og las mikið og aflaði sér þannig góðrar undirstöðumenntunar, sem dugði honum vel í gegnum lífið. Hann skilaði öllum þeim mörgu og vandasömu störfum, sem honum voru falin í gegnum tíðina með miklum ágætum. Þar naut hann sinnar góðu greindar og afburða samviskusemi. Jón Á. Jóhannsson átti heima að Auðkúlu til ársins 1935 og stund- aði þar sjómennsku og landbúnað- arstörf og kynntist þannig af eigin raun tveim höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. En það ár fluttist hann til ísafjarðar og gerðist lögjeglu- þjónn til ársins 1953 og var yfirlög- regluþjónn frá 1940. Frá 1939 til 1953 gegndi hann einnig störfum heilbrigðisfulltrúa staðarins. Árin 1953 til 1956 gegndi Jón starfi umboðsmanns Skipaútgerðar ríkis- ins á ísafírði þar til hann tók við starfí skattstjóra á ísafírði þann 1. júlí 1956 og gegndi því til 1. október 1962 þegar hann tók við starfí skattstjóra í Vestfjarðaum- dæmi, sem hann gegndi til ársloka 1972. Jón Á. Jóhannsson var mikill fé- lagsmálamaður og eyddi þannig miklu af sínum frítíma. Hann var einn helsti hvatamaður að stofnun Félags opinberra starfsmanna á ísafírði og formaður þess og full- trúi á þingum BSRB frá stofnun 1945 og til 1954. Jón fylgdi ávalt Framsóknar- flokknum að málum og studdi mjög að framgangi hans bæði á ísafírði og síðan í Vestfjarðakjördæmi. Hann var einn af helstu hvatamönn- um að stofnun blaðsins ísfírðings, sem var málgagn Framsóknar- flokksins á ísafírði og síðan í Vest- fjarðakjördæmi. Á árunum 1954 til 1960 var Jón formaður Framsókn- arfélags ísfírðinga og Sambands Framsóknarfélaga í Vestfjarðar- kjördæmi frá 1960 til 1967. Jón átti sæti sem varabæjarfulltrúi í bæjarstjóm ísafjarðar fyrir Fram- sóknarflokkinn á ámnum 1962 til 1971 og ristjóri blaðsins ísfirðings frá 1955 til 1980. Þann 31. ágúst 1940 kvæntist Jón Oktavíu Margréti Gísladóttur, hjúkrunarkonu frá Minna-Ármóti í Ámessýslu. Þau eignuðust þrjár myndarlegar dætur. Heimili þeirra Oktavíu og Jóns var ávallt rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Þar var alltaf gott að koma og spjalla við húsráðendur um alla heima og geyma. Húsfreyj- an lagði þá ekkert síður til málanna en aðrir og það var oft á tíðum ekkert verra að þiggja hennar ráð en húsbóndans, sem þó var einn þessara manna sem ávallt mátti treysta að segði undirhyggjulausa skoðun sína á hveiju máli. Nú þegar ég kveð Jón Á. Jó- hannsson, vin minn, hinstu kveðju þá minnist ég einnig hans ágætu konu, sem er látin fýrir nokkrum ámm. Minningin um þau mun lifa með öllum þeim sem áttu því láni að fagna að kynnast þeim. Dætrun- um og öllum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur okkar hjonanna. Guttormur Sigurbjörnsson. Slátt klukku tímans nemur mað- ur helst er spurð eru mannslát og barnsfæðingar. Tíminn nemur af og bætir við; allt fram streymir. Ekki get ég sagt að andlát Jóns Á. Jóhannssonar hafi komið mér á óvart og víst var honum hvíldin ekki óvelkomin. Dagarnir höfðu næsta mjög lit sínum glatað og langt síðan reyndar að hann fór að kynna sig sem „gamla Jón“. En samt er svo sem kveði við á ein- hvem streng sem liggur djúpt í sálinni er maður spyr lát góðs vin- ar, jafnvel þótt orðið sé harla fram- orðið viðbúins ævidags. Þegar ég kom á Isafjörð 1977 var Jón farin að rifa seglin verulega frá því hann var skattstjóri okkar Vestfirðinga. Því starfí hafði hann gegnt um árabil (1955-1972) af sanngirni og trúmennsku sem var orðlögð. Skattlagning hefur aldrei verið vinsæl atvinnugrein en okkur skattborgumm næsta mikilvægt að þau sem til hennar veljast séu traust fólk og sanngjarnt. Þau hafa það verkefni að nema það sem á að fara til sameiginlegra þarfa af arði handa okkur og um hann er okkur sárt. Jón hafði fullan skilning á þessu og umgekkst störf sín í sam- ræmi við það. Áður en Jón varð skattstjóri gegndi hann lengst löggæslu og hleypti reyndar heimdraganum frá Auðkúlu í Amarfírði nær þrítugur að aldri til að gerast lögregluþjónn á Isafírði. Margt bar við á þeim árum og vildi hann í elli sinni helst muna það sem skoplegt gat talist eða að farsællega réðst með alvöru- mál. Til löggæslu er þörf á mann- kostamönnum og var Jón vel til starfans fallinn og farsæll. Um mörg ár eftirlaunaaldursins hafði Jón um ritstjórn ísfirðings að sýsla og bar það til að hann var framsóknarmaður og það mikill framsóknarmaður og var flokkur sá ekki illa kynntur af Jóni. Hann hafði stofnað blaðið 1949 með flokkssystkinum sínum og haft rit- stjórnina á hendi um fjölda ára (1955-1980) og hnútum vel kunn- ugur. Jón var sérlega viðræðugóður maður. Hann var fyrir það fyrsta margfróður, þekkti lýð og landshagi að fomu og nýju þar vestra flestum betur. í öðru lagi hafði hann vel stillta dómgreind og var algjörlega öfgalaus og í þriðja lagi lét honum flestum betur að segja frá og brá þá gjaman málum yfír á svið skops og hló þá mikið og allir með, því gaman hans var jafnan græsku- laust. Þó er ekki fyrir það að synja að stundum hafí sviðið undan en þá hefur það verið tilætlunin svo sem í typtunarskyni. Það varð hlutskipti Jóns að sjá maka sínum á bak og búa við ekk- ilsdóm síðasta áratug ævi sinnar eða svo. Oktavía Gísladóttir var honum verðugur og traustur Iífs- förunautur. Hún var hjúkmnar- fræðingur og hafði lengi unnið á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði og vissi á mörgum hlutum skil, bæði af starfí sínu og góðri eftirtekt með greind. Það var gaman að heim- sækja þau og heyra nið liðinna daga Isafjarðar í minningum þeirra en ekki síður taka út málefni líðandi stundar sem þau voru jafnan vel upplýst um. Eftir að Okatavía kvaddi þennan heim og þrekið fór að bila þá átti Jóna dætur sínar, Margréti, Jó- hönnu og Katrínu og tengdasynina að treysta og fannst auðheyrilega mikill styrkur í þeim. Afkomendur Jóns og Oktavíu hafa ávaxtað and- legan arf sinn vel og eru nýtir borg- arar og efnilegt æskufólk. Af öllu þessu má sjá að Jón var hamingjumaður. Hann naut far- sældar í störfum, hafði virðingu samferðamanna sinna og blessaðist með góðri konu og gæfulegum af- komendum. Hann er kvaddur í þökk og minning þeirra hjóna beggja. Oktavíu og hans, blessuð. Við Auð- ur þökkum hve vel Jón rækti frænd- semina, viðmót hans allt og minni- legar samverustundir. Hann sé Guði falinn og fjölskyldu hans beð- ið allrar Guðs blessunar. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Haustið kom snemma á Vest- fjörðum í ár. I þann mund er haust- aði andaðist Jón Ásbjörn Jóhanns- son fyrrverandi skattstjóri á ísafírði eftir langa og gifturíka ævi. Jón kom víða við á langri starfsævi og markaði spor í sögu ísafjarðar og reyndar kjördæmisins alls. Lengst af gegndi Jón opinberum störfum og starfsvettvangur hans var á ísafirði. Jón var fyrir all nokkru hættur störfum og seztur í helgan stein. Með honum er horfinn enn einn fulltrúi þeirrar. kynslóðar sem ekki átti kost á langskólagöngu, en stóð sína vakt engu að síður með miklum sóma. Fólkið sem fæddist skömmu eftir síðustu aldamót og hefur lifað lungann úr öldinni varð vitni að stórkostlegri breytingum en nokkurn tíma hafa orðið fyrr í íslandssögunni. Reyndar er vafa- samt að aðrar eins verði á jafn skömmum tíma. Þessi reynsla mót- aði þá kynslóð sem óðum er að hverfa. Jón var góður fulltrúi hennar. Það verður ljóst í hvert skipti sem hún missir liðsmann að allt of lítið hefur verið gert af því að færa í letur reynslu þessa fólks svo marg- vísleg og misjöfn sem hún var. Okkur yngra fólki er hollt að líta til þessa fólks eftir fyrirmynd, ekki sízt þegar erfiðleikar steðja að þjóð- félaginu eins og nú er raunin. Jón Ásbjöm Jóhannsson var fæddur _að Auðkúlu í Amarfírði í Vestur-ísafjarðarsýslu 16. ágúst 1906, elstur níu systkina. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson, f. 14. júlí 1877, d. 8. júlí 1921 og kona hans Bjarney Friðriksdóttir, f. 8. júní 1876, dáin 16. febrúar 1952. Systkini Jóns vora Jensína Sigur- veig, f. 5. ágúst 1907, Bjamey Margrét, f. 21. september 1909, dáin 9. október 1962, Bjarni Jó- hann, f. 10. október 1910, dáinn 28. júní 1970, Guðmunda Kristjana Þorbjörg, f. 28. september 1912, dáin 31. júlí 1931, Friðrik Jón Ás- geir, f. 28. nóvember 1913, Guðný, f. 15. júní 1916, Jónína Guðmunda, f. 27. nóvember 1917, og Sigurleif- ur Friðrik Guðmundur, f. 26. maí 1920, dáin 2. apríl 1986. Jóhann faðir Jóns hafði lokið meira fiskimannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík og var stýrimaður á ýmsum þilfarsskipum frá Patreksfirði og Bíldudal. Hann var mikill aflamaður og álitinn ágætur sjómaður. Auk þess stund- aði hann búskap á Auðkúlu frá 1912 til dánardægurs og reri á haustvertíðum við Arnarfjörð á eig- in báti. Jón ólst því upp við störf til sjós og lands. Faðir hans lézt þegar Jón var á 15. ári og yngsta systkinið aðeins rúmlega ársgam- alt. Má nærri geta hversu erfitt það hlýtur að hafa verið móður þeirra að standa uppi ein með þennan stóra barnahóp. Skyndjlega varð Jón fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Engu að síður nam hann í framhaldsskóla séra Böðvars Bjarnasonar að Hrafnseyri 1928 og 1929. Hann stundaði sveitastörf á Auðkúlu og jafnframt sjómennsku til ársins 1935. Það ár fluttist hann til ísafjarðar og gerðsit þar lög- regluþjónn 17. marz sama ár og varð yfírlögregluþjónn frá 1940 og gegndi því starfi til 1953. Þá gerð- ist hann afgreiðslumaður Skipaút- gerðar ríkisins til ársins 1956. Enn var komið að kaflaskiptum. Hinn 1. júlí 1956 varð Jón skattstjóri á ísafirði, en þá náði umdæmið ein- ungis til kaupstaðarins. Árið 1962 urðu miklar breytingar á skattkerfí íslendinga. Hinn 1. október það ár tók sú nýskipan gildi að ísland var skipt í níu skattumdæmi, sem fylgdu kjördæmum, með því fráviki að Vestmannaeyjar urðu sérstakt umdæmi. Þar með varð Jón einn þeirra manna sem hrintu þessari merku breytingu úr vör. Enn heldur þessi umdæmaskipan sér og hefur gefist vel. Þessu starfi gegndi Jón til ársloka 1972. Er Jón lét af starfi skattstjóra hafði hann sinnt því í sextán og hálft ár. Liðin eru tæp- lega tuttugu ár og nú situr þriðji skattstjóri frá Jóni talið. Auk sinna mikilvægu aðalstarfa voru Jóni falin mörg trúnaðarstörf. Hann var heilbrigðisfulltrúi á ísafirði 1939-1953 og slökkviliðs- stjóri. Jón var einn hvatamanna að stofnun Félags opinberra starfs- manna á ísafirði, var formaður frá stofnun 1945-1954 og oft fulltrúi á þingum BSRB. Einnig sinnti hann ýmsum störfum samhliða árin 1935-1953 svo sem umboðs- mennsku fyrir Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs, verzlunarstörfum og fleira. í stjórnmálum skipaði Jón sér í raðir framsóknarmanna og var mik- ill framsóknarmaður til hinztu stundar. Hann var einn hvata- manna að stofnun blaðs þeirra á Vestfjörðum, ísfirðings, 1949, og varð síðar ritstjóri þess í aldarfjórð- ung, frá 1955 til 1980. Einnig var hann formaður Framsóknarfélags ísfírðinga 1954 til 1960 og formað- ur Sambands Framsóknarfélaga í Vestfjarðakjördæmi frá stofnun 1960 til 1967. Þá var hann varabæj- arfulltrúi og varabæjarráðsmaður og loks bæjarfulltrúi og 1. varafor- seti bæjarstjórnar 1954 til 1971, er hann varð forseti bæjarstjórnar til haustkosninga sama ár, eftir sameiningu Hnífsdals og ísafjarðar. í haustkosningunum til bæjar- stjórnar hins sameinaða sveitarfé- lags skipaði hann heiðurssæti á framboðslista Framsóknarflokks- ins. Einnig starfaði hann í Oddfellow reglunni frá 1952. I einkalífi var Jón hamingjumað- ur. Hann kvæntist hinn 31. ágúst 1940 Oktavíu Margréti Gísladóttur hjúkranarkonu, f. 10. október 1904. Foreldrar hennar vora Gísli Þórðar- son bóndi að Minna-Ármóti í Hraungerðishreppi, Ámessýslu, og kona hans Oddný Sigurlín Odds- dóttir. Þau eignuðust þijár dætur. Elst er Katrín Bjarney f. 23. aprí| 1941, gift Grétari Þórðarsyni á ísafírði og eiga þau tvo syni. Jóhanna, f. 20. apríl 1944, gift Guðjóni Jóns- syni og eiga þau þijú börn og yngst er Margrét, f. 4. júlí 1945, gift Edward Hoblyn á Isafírði og eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru orð- in tvö. Oktavía lézt 31. júlí 1987 og saknaði Jón hennar mjög. Undirritaður kynntist Jóni nokkru eftir að starfsævi hans var á enda, þá fluttur til ísafjarðar og orðinn arftaki hans í skattstjóra- embætti, að vísu annar maður frá honum. Þau hjón voru þá flutt á Hlíf, íbúðir aldraðra á ísafirði, sem teknar voru í notkun 1982. Þeir fluttu það sama ár á Hlíf með eigin- konum sínum Jón og Skúli Þórðar- son, afí þess er hér ritar. Oft átti undirritaður leið í Hlíf og bar þá fundum okkar Jóns gjarnan saman, enda ekki óalgengt að hitta íbúa Hlífar að spjalla frammi á göngum. Smám saman tókst með okkur ágætur kunningsskapur þó nærri hálf öld skildi okkur að í aldri og hyldýpi reynslu Jóns. Oft bar skattamál á góma, því þrátt fyrir miklar kerfísbreytingar er kjarninn ávallt hinn sami, að afla ríkissjóði og sveitarsjóðum tekna eftir gild- andi forskrift á hveijum tíma, að ógleymdum þjónustuþætti starfs- ins. Við upptöku staðgreiðslu fyrir tæpum fimm árum hafði Jón reynd- ar á orði að hann ætlaði ekki að setja sig sérstaklega inn í þær breytingar. En umræðuefnin skorti ekki því oft bar stjórnmál á góma, þótt ekki fylgdum við sama stjórn- málaflokki, vildi Jón meiná að und- irritaður væri arftaki hans á fleiri sviðum en einu með setu í bæjar- stjórn. Fyrst og fremst bar Jón mikla umhyggju fyrir velferð Isa- fjarðar, heila og óskipta ekki síður en þeir sem voru enn á vettvangi. En þessu til viðbótar voru þeir miklir mátar Jón og Skúli og sátu oft lengi saman frammi á gangi eftir að báðir voru komir á fyrstu hæð Hlífar, orðnir ekklar. Var oft hin mesta skemmtun að hlýða á samræður þeirra. Þótt ekki væru þeir alltaf sammála skiptu samvist- irnar mestu. Eftir að Jón lagðist á Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði fyr- ir skömmu fækkaði ferðum Skúla fram á gang. Allt er í heiminum hverfult og árið 1992 er merkilegt fyrir margra hluta sakir ef skoðað er í samhengi við ævi Jóns Á. Jóhannssonar. Skipaútgerð ríkisins var lögð af og eftir rúman hálfan mánuð verður núverandi skattkerfi 30 ára. Hvort tveggja naut starfskrafta hans. Að leiðarlokum er sannur mann- vinur kvaddur og sú hugsun verður áleitin að mannleg samskipti verði ekki ofmetin og sjaldnast nægilega ræktuð. Ekki síður hvarflar hugur- inn að því að þegar gifturíkri starfs- ævi er lokið, virðist sem ekki sé áhugi fyrir því að nýta þá miklu reynslu sem eftirlaunaþegar hafa aflað sér. Stundum er eins og þeir gleymist að loknum starfsdegi. Undirritaður þakkar fyrir góð kynni og veit að Skúli Þórðarson saknar vinar í stað. Við hjónin færum dætrum Jóns og öðrum aðstandend- um samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu hans. Olafur Helgi Kjartansson. Gamall maður deyr á ísafirði og mér fínnst eins og það hafi kvarn- ast úr sólkerfinu. I þeim heimi sem var mér alheimurinn sem barni og unglingi var Jón mikilvæg pláneta. Miðpunktur alheimsins var auðvit- að, að mínu mati, heima hjá mér í Aðalstræti 22, miðhæð, og Jón og hans fjölskylda bjó á efstu hæð. I eldhúsinu á efstu hæðinni var sér- kennilegt sporöskjulaga eldhúsborð á hjólum úr kopar. Við þetta borð var oft gaman að sitja því það var hlýtt og skemmtilegt fólk sem kom þar saman. Oktavía stjórnaði oftast umræðunum og þó’ldi engum fýlu- púkahátt og við okkur krakkana var talað eins og víð værum fullorð- in og sjálfráða. Kannski af því að bæði Oktavía og Jón urðu svo snemma fullorðin. Jón var elstur níu systkina og pabbi minn yngst- ur. Þegar afi dó var Jón 14 ára og pabbi eins árs. Jón og Jensína §yst- ir hans voru ömmu hennar helsta hald og traust við að ala upp systk- inin. Minni kynslóð hættir til að halda að það fólk sem, eins og Jón, fékk ekki nema eins vetrar skólagöngu um ævina, hafi þá bara verið ómenntað ætíð. En margt af þessu fólki menntaði sig sjálft eins og Jón, upp á sitt eindæmdi án náms- lána þegar stopular stundir gáfust frá brauðstriti. Jón brauðstritaði mikið eins og allir á ísafírði og var þar að auki á kafi í alls konar félagsmálum. Númer eitt þeirra var Framsóknar- flokkurinn. Jón var í bæjarmálum, gaf út bæjarblaðið ísfirðing fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.