Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 34

Morgunblaðið - 12.09.1992, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 með okkur bræðrunum í veiðiferð í Héðinsfjörð eitt sumarið. Hann geislaði af gleði allan tímann enda veiðin og veðrið með besta móti. í sumar fékk hann síðan tækifæri til þess að fara með pabba sínum einn túr á togara, nokkuð sem margra unglinga dreymir um að prófa. Það er því óhætt að segja að honum hafí verið margt til lista lagt og að hann hafí komið ýmsu í verk á sínu stutta æviskeiði. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir að hafa fengið að verða samferða þessum góða og blíða dreng. Björgvin Davíð Bjöms- son mun áfram lifa í minningu okk- ar og hans verður sárt saknað af ættingjum og vinum. Elsku Dóra, Óli og Stelia, Bjöm Valur og fjöl- skylda á Ólafsfírði. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð um að styrkja ykkur í þeirri miklu sorg sem þið eigið í. Sigurður Tómas Björgvinsson. „Þá fyrst skiljum við dauðann er hann legg- ur hðnd sína á einhvem sem vér unnum.“ (Madame de Stael) Mig langar til að minnast frænda míns og góðs vinar, Björgvins Dav- íðs Bjömssonar, með fáum orðum. Margar spumingar vakna þegar ungt fólk í blóma lífsins er snögg- lega þrifíð burt frá okkur. Jafnan verður okkur þó fátt um svör. Björgvin Davíð var þeim sem honum kynntust ógleymanlegur. Það geislaði af honum hvar sem hann fór og glettnin skein úr augum hans. Hann var ljúfur 1 umgengni og hjálpsamur. Hann hafði gaman af að koma manni á óvart með alls kyns uppátækjum sem fengu hlát- urtaugamar til að titra. Ég varð þess aðnjótandi að eyða einum degi með Björgvini fyrir stuttu. Ég náði í hann í Varmahlíð og síðan þvældumst við saman á Akureyri áður en við fómm til Ólafsfjarðar, en þar ætlaði hann að eyða nokkram dögum hjá pabba sínum og fjölskyldu. Á þessum þvælingi okkar spjöll- uðum við saman um heima og geima. Honum var ofarlega í huga skólinn og sá spenningur sem fylg- ir því að búa á heimavist. Hann rifjaði upp góðu stundimar úr sumarvinnunni og lét sig dreyma um að komast kannski á sjóinn næsta sumar. í vor fór hann, sem oftar áður, með pabba sínum einn túr á togara og var því reynslunni ríkari. Björgvini var mikið hugsað til framtíðarinnar og þess sem hún myndi bera í skauti sínu. Hann hafði mikinn áhuga á íþróttum, þó átti knattspyrnan hug hans allan. Hann var KS-ingur í húð og hár, trúr sínu félagi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölskyld- unnar á Ólafsfírði um að gera hann að Leiftursmanni, þó meira í gríni en alvöra. Þetta eru þau minningabrot um Björgvin sem koma fram í huga minn nú þegar ég kveð hann í hinsta sinn. Elsku Dóra, Óli, Bjössi, Þurý, systur og fjölskyldur. Söknuður okkar allra er mikill en minningin um góðan dreng með glettni í aug- um lifir í hugskotum okkar allra um aldur og ævi. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Stína. Snemma á sunnudagsmorgni hringir síminn. Harmafregn. Björg- vin Davíð er dáinn. Dó af slysför- um. Tekinn frá okkur svo snögglega að ómögulegt er að átta sig. Hvers vegna hann? Hann sem var svo ungur og átti lífið allt framundan. Jafnaldri okkar. Hann sem var alltaf með okkur frá því við munum eftir okkur á Sigló. Upp í hugann koma allar stundimar sem við átt- um saman. Við höfum farið í heim- sóknir til Sigló á hveiju sumri. Dóra Sallý og Óli hafa komið suður til Grindavíkur, Björgvin Davíð og Stella Dóra eru með. Allar stundirn- ar fyrir norðan, hjá ömmu, hjá Björgvini og Dóra, Dóra Sallý og Óla. Hittast, spjalla, hlæja saman, labba niður í bæ. Alltaf var gaman og sjaldan eða aldrei slettist upp á vinskapinn. Alltaf var Björgvin Davíð með okkur, en það kom þó fyrir að hann væri úti í Ólafsfirði að heimsækja pabba sinn og fjölskyldu og vinina þar. Björgvin Davíð er ljúfur og góður drengur, vinamargur, duglegur í fótbolta og öllu sem hann tók sér fyrir hendur, gat talað við fólk á öllum aldri. Björgvin Davíð átti stóra og góða fjölskyldu, bæði á Siglufirði og Ólafsfírði og öllum þótti mjög vænt um hann. Elsku Dóra Sallý, Óli og Stella Dóra og þið öll á Sigló, Bjöm og fjölskylda Ólafsfírði, við sendum ykkur samúðarkveðjur og biðjum til Guðs að hann styrki ykkur í sorginni. Minningin um góðan dreng veitir huggun á erfíðri stund. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Villi, Nonni, Gígja og Harpa. Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Siglufjarðar Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrenpr brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hupm vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu í pllnu aupabliki. (Tómas Guðmundsson) Fyrir hönd Knattspymufélags Siglufjarðar votta ég foreldrum og öðram aðstandendum dýpstu sam- úð, um leið og við þökkum Björg- vini Davíð fyrir allar ánægjustund- irnar sem við áttum með honum, jafnt á knattspymuvellinum sem utan vallar. Tæp sextán ár er ekki langur tími. Minningamar era margar og ánægjulegar sem við geymum í hjörtum okkar um góðan og lífs- glaðan KS-ing. Megi góður Guð veita aðstand- endum hans huggun og styrk í sorg- inni. Minning um góðan dreng lifír. Oddný H. Jóhannsdóttir, ritari KS. Kveðja frá árgangi 1976 á Siglufirði Björgvin, vinur okkar og skóla- bróðir, er dáinn. Það er sárt að hugsa um það. Hann var vinur okk- ar allra, góður félagi, sem lét sig aldrei vanta þegar bekkurinn ætlaði að gera eitthvað í sambandi við skólaskemmtanir og annað félags- líf. Hann var traustur vinur og fé- lagi. Við eigum eftir að sakna hans mjög mikið. Hann mun alltaf vera í huga okkar allra. Hann var mikil- vægur í félagsskap okkar og lífí. Þannig er fráfall hans mikill missir fyrir okkur öll. Björgvin stóð sig vel í íþróttum eins og öllu öðra sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar eitthvað bjátaði á hjá einhveijum í hópnum gat Björgvin alltaf komið manni til að brosa með léttleika sínum og fýndni. Við vitum að lífíð er ekki alltaf eins og við viljum hafa það. Við söknum hans sárt. En þá hugs- um við til fjölskyldu hans, sem miss- ir svo mikið. Foreldrar hans vora Björn V. Gíslason og Halldóra Björgvinsdóttir. Fósturfaðir hans var Ölafur Þór Ólafsson. Við vottum þeim og systkinum Björgvins og öðram nánum ættingjum hans dýpstu samúð okkar. I Spámanninum segir um vinátt- una: „Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin ... vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins. Því að í dögg lítilla hluta fínnur sálin morgun sinn og endurnærist." Okkur þótti vænt um Björgvin og við söknum hans sárt. Við mun- um aldrei gleyma öllum góðu stund- unum sem við áttum með okkar ástkæra vini. MUHIfl! Minningarkort Styrktarféiags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. Sérfræðingar í blóiiiiislii‘4‘yliiigiini («11 lil-liÍliITÍ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaöastrætis, sími19090 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Skeiðháholti, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, að morgni 10. september. Ólafur Jónsson, Bjarni Jónsson, Gunnlaugur Jónsson, Vilmundur Jónsson, Sigriður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhanna Jónsdóttir, Kristín Skaftadóttir, Bergþóra Jensen, Kristín Hermannsdóttir, t Systir mín, GUÐLAUG MARGRÉT BJARNADÓTTIR frá Hraunkoti í Lóni, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn þann 6. septem- ber sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Helga Bjarnadóttir og aðrir vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN EINARSSON hæstaróttarlögmaður, Ránargötu 17, Reykjavík, sem lést 3. september, verður jarðsunginn mánudaginn 14. sept- ember kl. 15 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Guðrún Leifsdóttir, Hrönn Kristinsdóttir, Behnan Valadbeygi, Einar Kristinsson, Hrund Kristinsdóttir, Eva Egilsdóttir, Þór Egilsson, Sara Nassim Vaiadbeygi, Egill Rúnar Björgvinsson. Margrét Tómasdóttir, Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek- in til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. . Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, LÁRU MAGNÚSDÓTTUR, sem lést á Hrafnistu 24. júlí sl. Oddný Dóra Jónsdóttir, Þórir H. Konráðsson, Helga Jónsdóttir, Hilmar Haraldsson, Sigurður Jónsson, Sigríður Oddsdóttir barnabörn og langömmubörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur aðstoð og sýndu samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, EINARS MAGNÚSSONAR frá Leirubakka, sem lést í Borgarspítalanum þann 20. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þuríður Árnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför AÐALBJARGAR HARALDSDÓTTUR, Laugarvatni, Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Ljósheima á Selfossi Ásrún Magnúsdóttir, Skúli Guðjónsson, Böðvar Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HERMANNS BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR, Hlíð, ísafirði. Elín Kristín Bjarnadóttir, Þorsteinn Guðbjartsson, Hermann Þorsteinsson, Helgi Þorsteinsson, Elín Skarphéðinsdóttir, Sigrún Nilsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS GUÐMUNDSSONAR stórkaupmanns. Dagbjört Sigurðardóttir, Birgir Adolf Kjartansson, Hermann Kjartansson, Jóna Kjartansdóttir, Auður Kjartansdóttir, Guðmundur Kjartansson, Bryndis K. Vane, Kristján Kjartansson, Valgerður B. Eiríksson, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Kr. Finnbogason, Peter Vane, Vernharður Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.