Morgunblaðið - 12.09.1992, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992
fclk f
fréttum
WÖNUSTA y*
GRAG&SU.
■
Morgunblaðið/Frímann ólafsson
Hljómsveitin Hált í sleipu frá Grindavík lék vid góðar undirtektir á rokktónleikum í Grindavík.
h fj1 WjXmf f KBKBPII11 p| \ wmm Á wm
TONLIST
KÆRLEIKAR
Vísigreifi á leið
upp að altarinu?
Ekki eru allar fregnir af breska
kóngafólkinu vafasamt slúður
þótt slíkt hafí verið fyrirferðarmest
í nærfellt allt sumar. Nú ber ekki
á öðru heldur en að einn af eftirsótt-
ustu piparsveinunum í hópnum,
Linley vísigreifi, sonur Margrétar
prinsessu, sé á leið í hnapphelduna.
Hann hefur verið við urmul kvenna
kenndur, en allt þar til nú hafa það
verið sambönd sem vöruðu skamma
hríð. Hin heittelskaða heitir Serena
Stanhope.
Vísigreifínn stendur nú á þrít-
ugu, en ungfrú Stanhope er aftur
á móti aðeins 22 ára. Hún hefur
fengist við fyrirsætustörf og sitt-
hvað annað. Hún þykir bæði falleg,
aðlaðandi og prýðilega greind og
ku vart hægt að fara fram á frek-
ara atgervi. Samband þeirra hefur
varað í allt sumar og þykir hafa
færst í aukana fremur en hitt. Hvor-
ugt hefur viljað staðfesta trúlofun
eða þaðan af meiri tíðindi, en
kóngaspekúlantar telja sig heyra í
kirkjubjöllunum klingjandi.
Linley vísigreifi ásamt unnustunni.
Rokktónleikar á M-hátíð
M-hátíð á Suðumesjum er nú
að nálgast lokapunkt sinn.
Fyrir nokkru var unglingum á
Suðumesjum boðið upp á rokktón-
leika þar sem helstu bflskúrshljóm-
sveitir þar léku í íþróttahúsinu í
Grindavík.
Ætlunin var að hafa útitónleika
við Gmnnskóla Grindavíkur en
vegna kalsaveðurs var horfíð frá
því og þeir fluttir í íþróttahúsið í
Grindavík. 5 hljómsveitir léku fyr-
ir rúmlega 500 gesti sem komu
til að hlýða á og mátti sjá fólk á
öllum aldri skemmta sér við hljóð-
færaslátt.
Hljómsveitirnar Steypa frá
Sandgerði, Bölmóður frá Keflavík,
Nerður frá Njarðvík, Hált í sleipu
frá Grindavík og Hugsjón frá
Keflavík léku og sýndu svo ekki
verður um villst að unglingar í dag
em að gera eitthvað skapandi í
frítíma sínum. FÓ
KVIKMYNDIN HUS ANDANNA
Meryl Streep og Glenn Close
í aðalhlutverkum
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
Kvikmyndaleikstjórinn Bille
August hefur ákveðið hveijir
verða aðalleikarar í væntanlegri
mynd hans sem byggð er á bók
Isabellu Allende, Húsi andanna.
Tvær víðfrægar bandarískar leik-
konur, þær Meryl Streep og Glenn
Close, fara með aðalhlutverkin en
þær hafa ekki leikið saman í mynd
áður. Pernilla August, eiginkona
Bille August, leikur einnig í mynd-
inni og fjórði leikarinn af þeim sem
fara með aðalhlutverkin er Jeremy
Irons.
Undirbúningur myndarinnar
hófst fyrir þremur ámm og August
hefur líkt honum við maraþon-
hlaup. Sá kvittur komst fljótt á að
leikararnir ættu að vera í stór-
stjömuflokknum og það hefur
gengið eftir. August skrifar sjálfur
handritið og fékk strax augastað á
Meryl Streep í hlutverk Klöm.
August var boðið að gera myndina
eftir að hann gat sér gott orð fyrir
Óskarsverðlaunamyndina um Pelle
sigurvegara. I millitiðinni hefur
hann gert Hinn góða vilja sem hef-
ur enn aukið orðstír hans. August
segir að reynslan frá gerð hennar
komi sér nú vel og þekktir leikarar
eins og Close og Streep auðveldi
mjög dreifingu myndarinnar, ekki
síst í Bandaríkjunum.
Kvikmyndatökur á Húsi and-
anna hefjast í Portúgal um miðjan
janúar en innitökur fara fram í
upptökusal i Lyngby, rétt við Kaup-
mannahöfn. A næstunni fer Bille
August til Ítalíu að vinna að gerð
enn einnar myndar um hetjuna
Indiana Jones en hann hefur ekki
fengist áður við has-
armyndir. Myndin
gerist í seinni heims-
styijöldinni og segir
frá fundum Jones og
bandaríska rithöf-
undarins Ernest
Hemingway og ást-
um þeirra á sömu
konunni.
Isabella Allende
var í fyrstu hikandi
við kvikmyndaá-
formin en sannfærð-
ist um að Bille Aug-
ust væri rétti mað-
urinn eftir að hún
sá mynd hans um
Pelle. Eins og kunn-
ugt er varð Hús and-
anna metsölubók
um allan heim. Hún
hefur einnig verið
þýdd á íslensku.
skolasSf
Reykhólaskóli settur
Reykhólaskóli var settur í Reyk-
hólakirkju þriðjudaginn 1.
september. í skólanum verða um
50 nemendur í vetur og verður skól-
asel á Kiðjabergi í Gufudalssveit.
Skólaselið verður lagt niður í Króks-
fjarðamesi til reynslu og börnum
ekið í Reykhólaskóla. Skólastjóri er
Skarphéðinn Ólafsson.
Sú nýbreytni verður í vetur að
tvö böm úr Flatey á Breiðafirði
verða í skólanum og verður komið
með þau á hraðbát að Stað á
Reykjanesi á mánudagsmorgnum
og þau sótt a föstudögum þegar
skólinn er búinn.
Ein langamma, Unnur Stefáns-
dóttir, mætti í skólasetningu með
afkomanda sinn, Hilmar Amar Arn-
órsson. Hún var aðeins 52 ára þeg-
ar hún varð langamma en hún varð
sextug 11. september nk. Amma
Hilmars er Ingibjörg Marta Páls-
dóttir í Búðardal og móðir hans
Auður Jónsdóttir í Búðardal.
Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Unnur Stefánsdóttir, sem lengi var matráðskona við Reykhólaskóla,
mætir með barnabarnabarn sitt, Hilmar Arnar Arnórsson, til skóla-
setningar í Reykhólaskóla.
COSPER