Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 46

Morgunblaðið - 12.09.1992, Side 46
m**+**mm*!tm< .4- >;- «; • 'y, mmm 46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1992 KNATTSPYRNA Hann á afmæli í dag... Luca Kostic, fyrirliði nýbakaðra íslandsmeistara ÍA, heldur upp 34 ára afmæli sitt í dag. Það gerir hann með því að mæta gömlu félögunum í Þór, á Akureyrarvelli. Kostic, sem hér sést í búningi IA, lék með Þór 1989 og 1990 en yfirstandandi keppnistímabil er hans annað með Akurnesing- um. Kostic er lykilmaður í liði íslandsmeistaranna, hefur leikið frábær- lega sem aftasti maður í vörn þess í sumar. Hann hyggst sækja um ís- lenskan ríkisborgararétt, eins og kom fram í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. f SAMSKIPA deiEdin Stórleikur á Hlíöarenda i dag kl. 14.00: VALUR - KR Valsmenn, fjölmennum og styðjum okkar menn til sigurs. AEG Afram Valurí AEG EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Fimmtudaginn 17. september 1992 kl. 1 7.45, 1. umferð: VALUR - BOAVISTA Landsmenn, fjölmennum og tryggjum VAL sæti í 2. umferð. Síðasta umferð Samskipadeildarinnar á dagskrá í dag: Hörkubarátta um Evrópusæti og á botninum ÞRÁTT fyrir að Skagamenn hafi þegar tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn í knattspyrnu — og fengið bikarinn afhentan sem kunnugter — er spennunni í mótinu aldeilis ekki lokið. Átj- ánda og sfðasta umferðin fer fram í dag, og enn eru fjögur lið í fallhættu og tvö berjast um sæti f Evrópukeppni félagsliða. Tvö félög sigla lygnan sjó, FH og Fram, og svo skemmtilega vill að þau mætast í Hafnarf irði. Svo einkennilega vill til að tvö neðstu liðin mætast, og tvö þau næstu þar fyrír ofan einnig. Það eru lið ÍBV og KA sem eigast við í Vest- mannaeyjum og íslandsmeistarar Víkings frá því í fyrra sem taka á móti Breiðabliki í Stjörnugrófinni. Þess má geta að þessir leikir heljast kl. 16, ekki kl. 14 eins og segir í mótabók. Vegna jarðarfarar Friðriks Jessonar, íþróttafrömuðar í Eyjum, var leiknum þar seinkað og ákvað mótanefnd KSÍ að hafa hinn á sama tíma vegna þess hve mikilvægir þeir eru báðir. Fyrri leikirnir ÍBV vann fyrri leikinn gegn KA fyrir norðan, 3:1. Leifur Geir Haf- steinsson gerði þá tvö mörk og Tóm- as Ingi Tómasson eitt úr vítaspyrnu. Gunnar Már Másson skoraði fyrir KA, en hann er illa fjarri góðu gamni í dag — farinn utan til Bandaríkj- anna þar sem hann situr á skóla- bekk. Fyrri viðureign Víkings og Breiðabliks, í Kópavogi, lyktaði með markalausu jafntefli. Staðan á botninum er þannig að nánast allt getur gerst, en Víkingar standa óneitanlega skárst að vígi vegna þokkalegustu markatölunnar. Staðan í deildinni er annars þannig: Fj. leikja U j T Mörk Stig ÍA 17 12 3 2 38: 17 39 KR V17 10 4 3 32: 16 34 ÞÓR 17 10 4 3 28: 12 34 VALUR 17 9 4 4 32: 18 31 FRAM 17 8 1 8 25: 24 25 FH 17 4 6 7 22: 29 18 VÍKINGUR 17 4 4 9 22: 32 16 UBK 17 4 3 10 13: 28 15 KA 17 3 4 10 17: 31 13 ÍBV 17 4 1 12 21: 43 13 Möguleikamir margir Eins og á þessu sést standa Eyja- menn verst að vígi. Möguleiki þeirra til að halda sæti í deildinni felst í því að þeir sigri KA og Víkingar vinni UBK. Fari leikirnir svo falla UBK og KA. KA yrði þá áfram méð 13 stig, UBK með 15, ÍBV 16 og Víkingur 19. KA-menn lifa í sömu von, sem sagt þeirri að þeir nái að sigra í Eyjum og Víkingur vinni UBK. Þá sætu Eyjamenn neðstir með 13 stig, KA færi upp í 16 og Breiðablik hefði 15. En endi leikur- inn í Eyjum með jafntefii falia ÍBV og KA og þá skiptir ekki máli hver úrslitin verða í Reykjavík. Breiðabliki nægir jafntefli í leikn- um gegn Víkingum til að halda sæti sínu, með því skilyrði að ÍBV vinni KA ekki með meira en sjö marka mun. Sigri KA í Eyjum og vinni Breiða- blik Víking félli ÍBV með 13 stig, KA og Víkingur yrðu með 16 og Breiðablik bjargaði sér — lyki keppni með 18 stig. Markatala réði því þá hvort KA eða Víkingur félli. Eins og staðan er í dag er Víkingur með tíu mörk í mínus en KA 14. Fari leikirnir eins og rætt er um í þessu dæmi þarf það því að vera saman- lagt með fimm marka mun KA í hag. KA t.d. að vinna ÍBV 2:0 og UBK að vinna Víking 3:0 svo dæmi séu tekin. Staðan er því vissulega flókin eins og á þessari upptalningu sést, en hún skýrist þó — klukkan kortér fyrir sex síðdegis ætti að liggja fýrir hvaða lið hljóta það leið- inlega hlutskipti í ár að falla niður í 2. deild. Því ber þó að bæta við að verði ekki leikið í Eyjum í dag vegna ófærðar, eins og stundum kemur fyrir, hefur verið ákveðið að leikur Víkings og Breiðabliks fari ekki heldur fram í dag, heldur verða báðir settir á kl. 14 á morgun. Evrópuslagurinn Og þá er það Evrópuslagurinn. Skagamenn hafa auðvitað tryggt sér rétt til þátttöku í keppni meistaraliða næsta keppnistímabil og Valsmenn í keppni bikarhafa. Og svo skemmti- lega vill til að það eru andstæðingar þessara iiða í dag, sem eru að beij- ast um eina Evrópusætið sem enn er á lausu, sæti í UEFA-keppninni. KR-ingar heimsækja Valsmenn að Hlíðarenda og Þórsarar taka á móti Islandsmeisturum ÍA á Akureyrar- velli. KR og Þór eru bæði með 34 stig, bæði með 16 mörk í plús en KR telst ofar á töflunni vegna þess að liðið hefur skorað fleiri mörk. Geri bæði lið jafntefli eða tapi bæði fer KR í Evrópukeppni og sigri bæði með sama mun tryggja KR-ingar sér einnig Evrópusæti. Til þess að Þórsarar komist í Evrópukeppni — sem yrði þá í fyrsta skipti sem þeim tækist það — verða þeir að ná einu marki hagstæðari úrslitum en KR- ingar. Til dæmis að tapa með einu marki minna en KR, ef bæði tapa, eða vinna með eins marks meiri mun en Vesturbæjarliðið. Fyrri leikirnir í sumar fóru þannig að ÍA vann Þór 1:0 á Skaganum en KR og Valur gerðu markalaust jafn- tefli á KR-velli. EVRÓPUKEPPNIN Fram - Kaiserslautem kl. 13.30 FYRSTA umferð Evrópukeppni félagsliða ferfram í næstu viku, og leika íslensku félögin þrjú þá öll hér heima. Spilað verður á Laugardalsvelli á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Framarar ríða á vaðið á þriðjudaginn, er þeir taka á móti þýska félag- inu Kaiserslautern í UEFA-keppninni og athygli skal ’vakin á óvenju- legum leiktíma: viðureign liðanna hefst kl. 13.30, klukkan hálf tvö, og er ástæðan bein sjónvarpsútsending til Þýskalands. Á miðvikudag mæt- ast svo Víkingar og rússnesku meistaramir í CSKA Moskvu og á fimmtu- dag taka Valsmenn á móti portúgölsku bikarmeisturunum í Boavista. Hafnfirðingar Haukaféiagar Leikja- og íþróttanámskeið fyrir börn fædd 1987 og 1988 hefst í Haukahúsinu v/Flatahraun, 20. september nk. Skráning og upplýsingar í síma 53712 núna um helgina. Takmarkaður fjöldi - ókeypis þátttaka - menntaðir kennarar. Aóalstjórn. Innritun hjá borðtennisdeild Víkings Vetrarstarf borðtennisdeildar Víkings er hafið. Æfingar verða í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1. Þjólfarar eru kínverski þjálfarinn Ho Dao Ben og Krist- ján Haraldsson. Innritun í símum 36862, 36717, 35935 (Pétur), 51775 (Sigurður) og 25268 (Hilmar). Allir unglingar eru velkomnir á æfingar. FOLK nn ÁRNI Þór Árnason, sem var með í 13 leikja Þórs í 1. deildinni þar til hann fór til náms í Kanada í síðasta mánuði, er kominn til lands- ins og verður til taks í leiknum gegn ÍA í dag. Hann fer svo aftur út á morgun. ■ SVEINN Pálsson, sem einnig leikur með Þór, er í námi í Banda- ríkjunum. Hann kom heim til að mæta KR um síðustu helgi, hefur verið nyrðra síðan og verður með gegn IA í dag. Sveinn fer utan á ný. ■ STUÐNINGSMENN KR ætla að leggja sitt af mörkum til að liðið nái settu marki að Hlíðarenda — Evrópusæti. Þeir sameinuðust á heimaleiknum gegn Þór og ákváðu að stilla enn betur saman strengina fyrir viðureignina gegn Val. Því ætla þeir að taka daginn snemma, hittast á hádegi á Rauða ljóninu og fara þaðan saman í rútum á Valsvöllinn skömmu fyrir leik. ■ NÓI Björnsson hefur verið end- urráðinn 3. deildarliðs Magna frá Grenivík í knattspyrnu. Nói lék einn- ig með liðinu, og hyggst gera það áfram ef hann kemst í liðið. Frá þessu er greint í Degi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.