Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 11

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 11 Þrjár sýningar Á hveijum tíma stendur yfir nokk- ur fjöldi lítilla listsýninga vítt og breitt um höfuðborgina, ýmist í við- urkenndum sýningarsölum eða á öðr- um stöðum, svo sem kaffihúsum og veitingastöðum. Það fer nokkuð eftir tíma og aðstæðum hversu vel tekst til við að fylgjast með öllu slíku sýn- ingarhaldi, auk þess sem það er mis- jafnlega vert þess að því sé hampað. Um þessar mundir standa yfir þijár litlar sýningar, sem rétt er að fjalla um, en það eru sýningar Ólafar Sig- urðardóttur í Gallerí Úmbru, Amt- mannsstíg 1, Bengts Adlers í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, og sýning Kristínar Isleifsdóttur í Gall- erí G 15, Skólavörðustíg 15. Ólöf Sigurðardóttir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1989 og hefur síðan starfað að leik- mynda- og búningagerð fyrir leik- hópa, auk þess sem hún hefur tekið þátt í tveimur samsýningum, en þetta mun vera fyrsta einkasýning hennar. Á sýningunni getur að líta sjö lítil málverk, sem öll eru án titils og bera sama svip: Dökkrauðan, sterkan lit, einfalt myndefni (skeljar og kuð- unga) í margföldum ramma (í sama lit); bakgrunnur myndanna er jafnvel með sama lagi, en bregður út í fjólu- blátt. Þessi verk eru nákvæmlega unnin, og yfir þeim hvílir viss dulúð; hér býr eitthvað meira á bak við, sem listakonan hefur því miður ekki lagt fram neinar upplýsingar um. Sýning- argestir geta því aðeins sökkt sér í þessi dökku verk og leitað eigin svara. í framtíðinni væri æskilegt að listakonan gæfi gestum kost á aðgangi að þeirri heildarhugsun, sem hún vill koma á framfæri með verk- um sínum, en ekki aðeins afmörkuð- fram persónulegum og sterkum ljósmyndum, sem virðast nær því að vera sannar ímyndir af við- fangsefninu en uppstilltar, bros- andi glansmyndir gætu nokkurn tíma verið. Með nýjustu tækni, stafrænni vinnslu mynda og samsetningu þeirra í sífellt fullkomnari tölvum, er nefnilega heimildagildi ljós- mynda endanlega orðið úrelt hug- tak; nú er hægt að umbreyta þeim, fegra og bæta á allan hugsanlegan hátt, þannig að ekkert samhengi stendur eftir í myndefninu til að varðveita trúverðugleika þess. Því er frískandi að sjá að hin hefð- bundnu vinnubrögð eru enn í héiðri höfð og geta skilað af sér skínandi góðum ljósmyndum, þar sem myndefni, uppstilling, sjónarhorn og úrvinnsla leggjast á eitt til að skapa heildstæð myndverk. Sýningunni á portrettmyndum Sigurþórs Hallbjömssonar í Gallerí einn einn lauk í gær fimmtudaginn 24. september. Kristín ísleifsdóttir: ílát úr hvít- um steinleir. % um hluta, eins og virðist raunin hér. Bengt Adlers er sænskur listamað- ur, og nefnjr sýningu sína í Gallerí Sævars Karls „Arts & Crafts: A work in Progress. Samkvæmt þessu er hér á ferðinni eitt heildarverk, sem er í stöðugum vexti; raunar sýndi listamaðurinn verkið í Gallerí Gang- inum fyrir ári, en síðan hefur bæst við það, og sennilega á það eftir að vaxa enn þegar það verður sýnt næst. Þungamiðja verksins felst í fjórum hlutum sem komið er fyrir í miðju herberginu, en önnur verk eru sýnd sem drög á pappír, sem enn eiga eftir að verða að veruleika. Þessi fjögur verk eru hversdagslegir hús- búnaðarhlutir, sem hafa verið áletr- aðir með enskum orðaleikjum, sem víkka út gildi þeirra og færa á ný svið. Þótt listamaðurinn sé ekki mjög frumlegur í þessu (Dadaistamir voru byijaðir á svipuðum hlutum fyrir meira en sjötíu árum) er verkið snyrtilega unnið og gæti orðið skemmtilegt í endanlegri útgáfu. Kristín Isleifsdóttir stundaði nám í hönnun og leirkerasmíð í Japan fyrir meira en áratug, og hefur síðan haldið nokkrar einkasýningar og tek- ið þátt í samsýningum. Hún sýnir nú öskjur og skrín í gallerí G 15, og segir í sýningarskrá: „Þemað, sem ég vann sýninguna út frá, er ílát. Ég hef öll ílátin lokuð, af því að lok- uð ílát gera fólk forvitið. Þetta er skemmtilega til fundið, enda freist- ingin mikil að opna öskjumar og kíkja inn í þær. Listakonan sýnir þarna um þijátíu smáa muni úr post- ulíni, steinleir og álmi, hvem öðrum fallegri. Daufgrænir og bláir litir em ríkjandi í mynstrinu, sem oft er unn- ið með silkiþrykki, og em stundum afar lífleg (t.d. nr. 20- 21, „Kassar með bandóðum kerlingum á lok- um“). Sýningin i heild stendur upp úr fyrir gott formskyn listakonunnar og þá vandvirkni, sem kemur fram í öllum hlutum, sem þar getur að líta. Fagurkerar ættu ekki að láta þessa sýningu fara fram hjá sér. Sýning Ölafar Sigurðardóttur í Gallerí Úmbm við Amtmannsstíg stendur til 30. september, en sýningu Bengt Adlers í Gallerí Sævars Karls lýkur 2. október og sýning Kristínar Isleifsdóttur í G 15 við Skólavörð- ustíg stendur til laugardagsins 3. október. Hádegistilbob (alla daga kl. 11.30-14.00) Smáborgari, franskar (1 /2 sk.) og sósa 290,- Hamborgari, franskar og sósa 390,- Klúbbsamloka, franskar og sósa 390,- Stórborgari, franskar og sósa 490,- Mest seldu steikur á íslandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. öllu á690 krónur. M'ttnn GASTOfA Sprengisandi - Kringlunni EES EFLIR ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG • Tollar á íslenskar sjávar- afurðir lækka verulega með tilkomu EES. • Tækifærum til útflutnings sjávarafurða á mikilvægasta markað okkar fjölgar. • íslendingar halda óskoruðum yfir- ráðum yfir fiskveiðilögsögunni. • Reglur EES um samkeppni verja útflytjendur gegn óheiðarlegri samkeppni erlendra stórfyrirtækja. • Erlendir aðilar munu ekki geta eignast íslensk útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki. • EES styrkir samkeppnis- stöðu íslensks sjávarútvegs gagnvart öðrum fiskveiði- þjóðum. ATVINNULIFIÐ STYÐUR EES Vinnuveitendasamband íslands ««Samband veitinga- og gistihúsa • Landssamband idnaðarmanna Verktakasamband íslands • Samtökfiskvinnslustöðva • Apótekarafélag íslands • Útflutningsráð íslands Verslunarráð íslands • Félag blikksmiðjueigenda • Félag íslenskra iðnrekenda • Félag íslenska prentiðnaðarins Landssamband bakarameistara • Landssamband veiðarfæragerða • Hárgreiðslumeistarafélag íslands Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík • Landssamband íslenskra útvegsmanna Meistara- og verktakasamband byggingamanna • Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Málmur (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði) • Kaupmannasamtök íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.