Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
31
Þorleifur Guð-
mundsson - Minning
Fæddur 28. nóvember 1911
Dáinn 18. september 1992
Að frétta lát góðs og gamals
ferðafélaga vekur óneitanlega með
manni nokkum trega, því það er
eins og verði kaflaskipti á góðu og
eftirminnilegu tímabili. Minningarn-
ar sækja á og manni finnst næstum
að Þorleifur hafi verið einskonar
goðsagnapersóna í lifanda lífi, því
þrátt fyrir háan aldur og erfið veik-
indaáföll hin síðari ár, dreif hann
sig alltaf upp aftur og mætti til leiks,
annaðhvort sem fararstjóri eða þátt-
takandi í ferðum, léttur i spori og
fullur frásagnargleði eins og ævin-
lega.
Kynni mín af Þorleifi hófust fyrir
réttum 17 árum við stofnun Ferða-
félagsins Útivistar, sem við tókum
bæði þátt í frá upphafi og ég vil
sgja af miklum eldlegum áhuga. A
fyrstu árum félagsins, sem er hreint
áhugamannafélag, var mikils um
vert að allir tækju þátt í starfinu
og teldu ekkert eftir sér í þeim efn-
um. Þar lagði Þorleifur dijúga hönd
á plóginn, ávallt boðinn og búinn
að taka að sér hin ýmsu verkefni
og gefa góð ráð, enda vel að sér
um félagsleg málefni. En það var
fyrst og fremst fararstjórn og skipu-
lagning ferða sem á honum mæddu.
Til þessara starfa var hann mjög
hæfur, reyndur ferðamaður sem
gjörþekkti landið og allar þær mis-
munandi aðstæður sem upp geta
komið á ferðalögum. Mér er nær
að halda að vart sé sá blettur á
íslandi að hann hafi ekki stigið þar
fæti. Hvar sem farið var undir hans
fararstjórn jós hann úr brunni þekk-
ingar sinnar á landinu, örnefnum,
sögu og jarðfræði. Og Þorleifur
kunni þá list að ná eyrum hlustenda
sinna, því hann var léttur og
skemmtilegur í frásögn sinni og
talaði fallegt og kjarnyrt mál.
Mér er minnisstæð ferð í Laka-
gíga Um verslunarmannahelgi. Við
ókum Mýrdalssand í svarta myrkri
og hann hélt okkur öllum vel vak-
andi með því að segja okkur frá
séra Jóni Steingrímssyni eldklerki,
móðuharðindunum og öllu því sem
þessu mikla eldgosi fylgdi, en þá
voru einmitt liðin 200 ár frá því að
þessir atburðir gerðust, og það var
auðheyrt að hann var vel heima í
þeim fræðum.
Önnur minning er frá Hvanna-
gili. Þar höfðum við komið um haust
í björtu tunglskini og alstirndum
himni. Hann lét stöðva rútuna uppi
í miðjum óbyggðum og lét okkur
öll fara út til að njóta umhverfisins
í þessari óvenjulegu birtu sem var
svo mikil að sjá mátti öll helstu
kennileiti í órafjarlægð, og þar fór
hann yfir fjallanöfnin með okkur.
Þetta var ógleymanleg stund. Dag-
inn eftir, eftir göngu á Hattafell og
að Markarfljótsgljúfri, skall á okkur
hið versta veður, stófelld slagveð-
ursrigning. Allir komu holdvotir í
tjaldstað þar sem flest tjöldin voru
fallin og allt á floti. Við flýðum inn
í gangnamannahúsið þar sem fólk
var fyrir og því þröngt á þingi. Og
þá held ég að flestir hafí nú blessað
Þorleif. Því þarna stóð hann við
prímusinn sinn og hellti hvað eftir
annað upp á bláu kaffikönnuna sína,
sem var honum ómissandi förunaut-
ur í öllum ferðum, og skenkti okkur
sjóðheitt, nýlagað kaffi til að taka
úr okkur hrollinn. Og um kvöldið
þegar allir voru komnir í pokana
sína, suma raka og hálf blauta, og
við kúrðum þama á loftinu í óskap-
legum þrengslum, sagði hann okkur
sögur undir svefninn, m.a. um
mennina sem urðu úti á Mælifells-
sandi á fyrri öld og fundust ekki
fyrr en 10 ámm síðar. Svona var
Þorleifur. Alltaf lifandi, skemmti-
legur og fræðandi. Og margan sop-
ann hefur maður gegnum árin þeg-
ið úr bláu könnunni hans.
Við eigum Þorleifi mikið að
þakka. Persónulega hefí ég meðtek-
ið mikinn fróðleik frá honum sem
komið hefur sér vel fyrir mig þegar
ég seinna fór að taka að mér farar-
stjórn, og svo mun eflaust farið um
fleiri. Það var alltaf hægt að leita
til hans eftir upplýsingum og að-
stoð. Hann lét sér ekki nægja og
segja okkur ömefni í ferðum svona
rétt einu sinni. Hann þuldi þau yfir
okkur og jafnvel spurði okkur út
úr seinna, svo það var ekki hægt
að gleyma þeim.
Rúmlega 17 ára samfylgd á
þrammi um landið, jafnt í byggð sem
í óbyggðum, til fjalla og stranda,
hlýtur að skilja eftir margar minn-
ingar. Það var alltaf svo glatt yfir
þessum ferðum. Það spurðist út og
fólkið tók að flykkjast að félaginu
og í ferðirnar með okkur og sannar-
lega átti Þorleifur sinn stóra þátt í
því, því hann átti svo gott með að
ná til fólksins.
En nú verða ferðir með honum
ekki fleiri. Hér lýkur góðum kafla.
Hann hefur lagt upp í sína hinstu
ferð, og hana gengur hann einn.
Við hin stöndum eftir, biðjum hon-
um góðrar ferðar og góðrar heim-
komu, þökkum honum samfylgdina,
vinsemdina og allar góðar minning-
ar sem hann lætur okkur eftir.
Börn hans og fjölskyldur þeirra
hafa orðið fyrir miklum missi á
stuttum tíma. Það eru aðeins fáein-
ir mánuðir síðan móðir þeirra lést
og nú faðir þeirra einnig. Ég bið
þeim blessunar í framtíðinni og
votta þeim innilega samúð mína.
Nanna Kaaber.
Sumri hallar hausta fer!
Þetta byijaði sumarið 1987 að
ég hitti kunningjakonu mína sem
ég vissi að hafði ferðast heilmikið
með ferðafélögunum, miklu meira
en ég hafði gert þá.
Ég hafði verið að velta fyrir mér
hvert ég gæti farið um verslunar-
mannahelgina.
Ég bað hana að ráðleggja mér
hvert ég ætti að halda. Hún spurði:
„Hefurðu farið í Lakagíga?" Ég
kvað nei við. „Þú verður að fara í
Lakagíga með honum Þorleifi.“
Hann þekkti ég ekki en hún hafði
farið árið áður og sagði það alveg
ógleymanlegt.
Svo ég sló til. Pantaði firðina
og mætti á tilteknum stað og tíma.
Margar rútur voru að leggja af stað
í ferðir. Ég leitaði uppi mína rútu
sem var merkt Lakagígar. Við hana
stóð fullorðinn maður. Spengilegur
með þykkt hár og toppurinn slútti
niður á ennið vinstra megin. Það
sem vakti athygli mína fyrst voru
hvatlegu augun. Ekkert fór fram
hjá þeim, en um leið hugsaði ég,
hann er nú orðinn þó nokkuð full-
orðinn. Hvernig skyldi þetta nú
ganga.
Svo vár lagt af stað og þá upp-
hófst sú herlegasta veisla, því þess-
um manni var svo einkar lagið að
fræða og segja frá að ekki var
hægt annað en taka eftir. Sumt fór
að vísu inn um annað og út um
hitt. Því svo margt var nýtt og at-
hygli manns var vakin á ýmsu sem
ekki hafði verið hugsað um áður.
En þegar maður heyrði það aftur
síðar þá mundi maður allt.
Fjaðrárgljúfur, Eintúnaháls Laki
og allir hans gígar bæði í norður
og suður. Gönguferðirnar urðu
margir klukkutímar og ekkert dró
þessi fullorðni maður af sér í göngu
né fróðleik. Síðan kom Leiðólfsfell
og ganga niður með Hellisá sem
er ein eftirminnilegasta ganga sem
ég hef farið.
Hvílíkt fossaskrúð. En það rigndi
svo mikið að það var eins og vegg-
ur og þegar sest var niður til að
fá sér hressingu þá gerði él á okk-
ur. En allir voru léttir í lund og
vonin um þurr föt þegar við kæmum
í bílinn yljaði.
I náttstað í Lambaskarðshólum
um kvöldið var skipt um föt enn
einu sinni. Næsti dagur var góður
en þá var farið í Eldgjá. Heim var
svo komið á mánudeginum og allir
voru ánægðir með túrinn.
Þetta var nú bara byijunin. Þor-
leifur hafði verið í fararstjóm í yfir
50 ár fyrir hin ýmsu ferðafélög og
hópa en endaði með því að vera
einn af þeim sem klauf sig út úr FI
á sínum tíma og stofnaði Útivist
og vann sínu félagi heilshugar síð-
an. í ferðir fór hann stundum á
hveijum sunnudegi árið um kring
og alltaf var hlýja viðmótið hans
hið sama og að fræða okkur hin.
Hann tók svo skemmtilega til
orða stundum. „Landslag milli
hrauns og hlíðar“ var einkar athygl-
isvert og ef hraun var vel gróið „þá
var í því mörg matarholan eða fjöll
svo brött að þau stóðu með manni“.
Það var oft erfítt fyrir Þorleif
að fara að heiman því kona hans
var mikill sjúklingur í mörg ár. En
hún og ættingjar hans skildu þörf
hans til að ganga á vit náttúrunnar
svo allt var gert til þess að hann
kæmist.
Við urðum mjög góðir vinir og
ég naut leiðsagnar hans í ríkum
mæli. Svo kom að því að hann hrinti
mér út í fararstjórn. í fyrstu var
ég eins og barn en ég gat alltaf
hringt í hann og spurt eða hreinlega
Lokað
Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag frá kl. 13.00
vegna útfarar EINARS ÁRNASONAR, lögfræðings.
Vinnuveitendasamband íslands,
Garðastræti 41.
t
Þökkum innilega öllum, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát
og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR,
Skeiðháholti.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Suðurlands,
Selfossi, fyrir umönnun í veikindum hennar.
Ólafur Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir,
Bjarni Jónsson, Kristín Skaftadóttir,
Gunnlaugur Jónsson, Bergþóra Jensen,
Vilmundur Jónsson, Kristín Hermannsdóttir,
Sigriður Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
flett upp í honum og tímasetningar
hans voru nákvæmas. bæði með
akstur og göngu.
Margar göngur fórum við síðustu
tvö árin. Þá var hann hættur að
geta haldið hraða og það þótti hon-
um miður. Honum fannst stundum
að ég væri að fórna mér en ég tel
það algjör forréttindi að hafa mátt
njóta leiðsagnar og samvistar við
hann.
Við vissum bæði að það drægi
að hausti hjá honum. Stundum
hringdi hann og spurði hvort við
ættum ekki að koma eitthvað. Þá
gat ég það kannski ekki. Þá sagði
hann: Þú ert leiðinleg í dag.
I júlí núna í sumar eftir að ég
hafði verið á Hornströndum var ég
fótasár og gat ekki gengið mikið,
ákváðum við þá að aka upp Hreppa
og niður Skeið því hann sagði að
hann væri farinn að ryðga í fjöllun-
um þar. Það var mjög fallegt veður
og skyggni afar gott. Við tókum
með okkur nesti því það er nauðsyn-
legt í allar ferðir. Því ekkert er eins
gott eins og að drekka kaffi eða te
í lautu eða á steini og njóta útsýnis-
ins og samvistar við fólk.
Við ókum sem leið lá og er við
komum þar sem vel sást til jökla
fórum við út úr bílnum og settumst
í grasið og rifjuðum upp nöfnin á
fjöllunum. Ég held að það hafi ekki
verið eitt einasta fjallatyppi (hans
orð) sem hann kunni ekki nafn á.
Síðan ókum við niður að Brúar-
hlöðum og gengum þar nokkuð um.
Hann sagði mér frá steinboga sem
hafði verið brotinn niður svo fólk
færi sér ekki að voða og fl. og fl.
Heim komum við ánægð með dag-
inn.
Þessi síðustu fimm ár hafa verið
eins og eitt allsheijar sumar með
ferðum og fróðleik.
Þriðjudaginn 15. steptember
sendi hann mér skilaboð um að
hann væri kominn á Borgarspítal-
ann. Ég heimsótti hann þegar ég
fór heim úr vinnu. Hann var bara
borubrattur en hann hafði fengið
hjartaáfall um nóttina. Reyndar
hafði hann fengið slík áföll um
ævina áður en alltaf náð sér.
Um hádegi 17. september fékk
ég hugboð um að ég yrði að fara
til hans. Ég náði sambandi við hann
en hann var langt leiddur. Það sem
hann hafði áhyggjur af var, að það
var svo margt sem hann átti eftir
að segja mér um landið okkar.
Ég bað hann að hugsa ekki um
það. Morguninn eftir, 18. septem-
ber, lést hann á 81. aldursári. Hafi
hann þökk fyrir allt og allt. Hann
sem kenndi mér svo margt.
Hvíli Þorleifur Guðmundsson í
friði.
Helga í Útivist.
Kveðja frá Útivist.
Enn má ferðafélagið Útivist sjá
á eftir einum sinna bestu manna.
Þorleifur Guðmundsson er látinn.
Þorleifur var einn 53 sem komu
saman til stofnfundar Útivistar
þann 23. mars 1975 og var á þeim
fundi kosinn í kjarna félagsins og
átti þar sæti æ síðan.
Þorleifur tók virkan þátt í félags-
starfínu og margar góðar tillögur
og hugmyndir eru frá honum komn-
ar. Hann tók að_ sér fjölmörg trún-
aðarstörf fyrir Útivist hvenær sem
eftir því var falast. Á 10 ára afmæl-
isfundi félagsins var Þorleifur kjör-
inn heiðursfélagi í Útivist í þakklæt-
is- og virðingarskyni fyrir hin
mörgu störf sín í þágu Útivistar.
Flestum okkar er hann minnis-
stæðastur vegna frábærrar farar-
stjómar jafnt í stuttum eftirmið-
dagsgöngum í nágrenni borgarinn-
ar sem og í lengri ferðum hvar sem
var á landinu, jafnt í byggð sem á
hálendi. Þorleifur hafði alltaf eitt-
hvað til málanna að leggja, um
landið, um söguna, um fólkið og
um lífsbaráttu þess. Hann átti þess
einnig kost að ferðast víða um heim-
inn og það var unun að heyra hann
segja frá ótal fjarlægum stöðum
sem hann hafði heimsótt. Það var
skemmtilegt að fara í ferð með
Þorleifi. Hann var hugsunarsamur
og ^óður ferðafélagi.
Ogerningur er að telja upp allt
það sem Þorleifur gerði fyrir Úti-
vist, en óhætt að segja að aldrei
fóru félagsmenn bónleiðir til búðar
af hans fundi. Örlætis hans í garð
Útivistar mun sjá merki um ókomin
ár. Veri hann Guði falinn.
Við Útivistarfélagar kveðjum sól-
skinsfararstjóra okkar og heiðurs-
félaga með þökk og virðingu.
t
Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur og
systur okkar,
RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR,
Ægisgötu 3,
Akureyri.
Bestu þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki krabbameins-
deildar Landspítalans og starfsfólki FSA.
Geir Garðarsson,
Sólveig Jóna Geirsdóttir,
Jón A. Jónsson,
Elfn Guðmundsdóttir,
systkini og fjölskyldur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
PÉTURS J. GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkirtil starfsfólks sjúkradeildar Hrafnistu í Hafnafirði.
Magnús V. Pétursson, Eyþóra Valdimarsdóttir,
Gunnar C. Pétursson, Þórey Hannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
föður míns, sonar, bróður og mágs,
BJARNA JÚLÍUSAR GUÐMUNDSSONAR,
Fífumóa 1D,
Ytri-Njarðvík.
Elsa Guðmundsdóttir,
Helga Guðmundsdóttir,
Vilhelm Guðmundsson,
Freyja Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Pálmi Guðmundsson.
Bjarni Þór Bjarnason,
Marfa Júliusdóttir,
Rafn Hjartarson,
Ólafur Jónsson,
Rannveig Alfreðsdóttir,
Tryggvi Harðarson,
Sumarrós Guðjónsdóttir,