Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 43

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 43
SÍtHf'tif’fitÉStó&Í - MORGUNBLAÐIÐ ~ * IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 43 BADMINTON / EM FELAGSLIÐA Góð byijun TBR vann svissneskt lið 6-1 í íyrsta leik SVEIT badmintonsfólks úr Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur (TBR) sigraði lið Olympic frá Sviss nokkuð auð- veldlega í gær. Þetta var fyrstu leikur liðsins í Evrópukeppni félagsliða sem nú stendur yfir í Búlgaríu. Sigur TBR í gær var öruggur eins og búist var við fyrirfram. Sex leikir unnust en einn tapaðist. Broddi Kristjánsson þurfti reyndar þrjár lotur til að sigra. Hann vann þá fyrstu 15:11, tapaði síðan 5:15 en sigraði í oddaleik 15:8. Mike Brown, landsliðsþjálfari, sigraði í sínum leik 15:3 og 15:5. Samkvæmt reglum má einn erlend- ur leikmaður vera í hveiju liði og var Mike Brown fenginn ti! að styrkja liðið. Þórdís Edwald átti ekki í vandræðum í fyrri lotunni í einliðaleik kvenna og vann 11:0 en HANDBOLTI Námskeíð h]á dómaranefnd HSÍ Dómaranefnd HSÍ hefur ákveðið að halda námskeið fyrir leikmenn, þjálfara, stjórriar- menn og verðandi héraðsdómara. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið: Laikreglnanámskeið Námskeiðið er ætlað leikmönnum, þjálfurum og sljómarmönnum handknattsdeilda. Farið verður yfir helstu atriði leikregina og tekin daemi um atvik á leikvelli. Auk þess verður farið yfir útfyllingu la'kskýrslna, regiur um leikmannaskírteini og regiugerð aganefiidar. Staðun Hjá félögunum. Ijöldi: Hámark 40 manns. Verð: 5.000 kr. pr. námskeið + 300 kr. fyrir bók með leikregium. Tími: 4 klst Dagur: Samkvæmt samkomulagi við fétögin. Leiðbeinandi: Guðjón L. Sigurðsson. Námskeiöið er æUað verðandi héraðsdómur- um. Farið verður yfir leikregiur og þátttakend- ur verða látnir dæma tvo leiki og taka að sér tfmavarðar-/ritarastarf í tveimur leikjum. Námskeiðinu lýkur með skriflegu og verklegu prófi. Staður: f Iteykjavík eða eftir nánara samkomu- lajgi við þátttakendur. Fjöldi: Hámark 30 manns - lágmark 15 manns. Verð: 3.300 kr. pr. þátttakenda. (Innifalin eru námskeiðsgögn.) Ttmi; Bóklegt 12 klst, verklegt 6 klst Ðagun Bóklegt 2.-4. október 1992, verklegt 16.-18. október 1992. Leiðbeinandi: Guðjón L. Sigurðsson. Þeir sem hafa áhuga á ofangreindum nám- skeiðum eru beðnir að hafa samband við skrif- stofu HSf, s. 91-686522. (Vigfus eða Gunn- ar). Vegna héraðsdómaranámskeiðs þarf að hafa samband eigi síðar en 30. september nk. LEIÐRETTINGAR Rúmenar hafa sigrað tvfvegis Islendingar eru komnir í 16-liða úrslit Evrópukeppni landsliða 18 ára og yngri, eftir sigurinn á Belg- um í fyrradag. Andstæðingar Is- lendinga verða Rúmenar, írar eða Norður írar. Ranglega var greint frá því í blaðinu í gær að Búlgarir væru í riðlinum. Tveimur leikjum er lokið — Rúmenar unnu þá báða á heimavelli, Norður íra 4:2 og íra 1:0. Þá var ranglega sagt að Jó- hann Steinarsson hefði fengið gult spjald í leiknum í fyrradag, það var Sigþór Júlíusson. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Magnús ekki Róbert í blaðinu í gær birtist mynd af Magnúsi Ólafssyni, línumanni ÍR- inga að skjóta að marki Víkings. í myndatexta sagði hins vegar að þama væri Róbert Rafnsson á ferð- inni. Skipt var um mynd á síðustu stundu og rangur myndatexti not- aður. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. í þeirri seinni var mótstaðan meiri og hún vann 12:10. Bima Petersen vann 11:3, 3:11 og 11:2. í tvíliðaleik karla unnu Broddi og Jón Pétur Zimsen 15:10, 8:15 og 15:12 íjöfnum leik en þær Bima og Guðrún Júlíusdóttir töpuðu hins vegar 7:15 og 9:15. Mike og Guð- rún sigmðu síðan auðveldlega 15:1 og 15:1 í tvenndarleik. Ámi Þór Hallgrímsson og Elsa Nielsen léku ekki með í þessum leik en eiga örugglega eftir að koma við sögu næstu daga. í dag leikur lið TBR við lið frá Ungveijalandi og á laugardaginn gegn liði frá írlandi. Samkvæmt bókinni ætti íslenska liðið að sigra í báðum þessum leikum, enda raðað niður sem þriðja sterkasta liðinu. Ef það gengur eftir kemst liðið í undanúrslit og mætir þá Þjóðveijum eða sigurvegaranum úr A-riðli, lík- lega norsku liði. KNATTSPYRNA Pétur braut hnéskel Pétur H. Marteinsson leikmaður Leifturs og U-21s árs lands- liðsins, braut hnéskel á vinstri fæti á landsliðsæfingu á miðvikudags- kvöldið. Hann veður því hvorki með í landsleiknum gegn Grikkjum 6. október hér heima né gegn Rússum í Moskvu 13. otkóber. „Ég lenti í samstuði við Ólaf Gottskálksson markvörð, en þetta var eiginlega bara klaufaskapur í mér. Eg renndi mér í vonlítinn bolta,“ sagði Pétur við Morgunblað- ið í gær. „Þetta lítur betur út en ég átti von á í fyrstu. Hnéskelin brotnaði langsum en ekki þversum, sem hefði verið mun verra. Þá hefði þurft að skera en ég slepp við það. Ég má samt ekki fara að hreyfa mig neitt að ráði fyrr en eftir 6-8 Lið TBR. í fremri röð eru stúlkumar, Elsa Nielsen, Guðrún Júlíusdóttir, Bima Petersen og Þórdís Edwald. Strákamir eru Broddi Kristjánsson, Mike Brown og Jón Pétur Zimsen. Ámi Þór Hallgrímsson var ekki viðstaddur þegar mynd- in var tekin. Sautján þjóðir taka þátt í mótinu að þessu sinni og er þeim skipt í fjóra fjögurra iiða riðla. Þjóðveijar em ekki í neinum riðli þar sem þeir sigmðu síðast. Lið TBR hefur tekið þátt í Evróp- Pétur H. Martelnsson vikur, en það er í sjálfu sér í lagi því það er óskaplega lítið um að vera, nema þessir landsleikir," sagði Pétur. Búið er að ráða föður hans, Mar- tein Geirsson sem þjálfara hjá Leiftri næsta sumar eins og í sum- ar. Pétur sagði óvíst hvort hann yrði annað keppnistímabil hjá Leiftri. Hlynur lék vel Hlynur Stefánsson lék vel með liði sínu Örebro í vikunni þeg- ar það sigraði Gais 1:0 í keppninni t^^mmmmmm um laus sæti í Frá Sveini sænsku úrvalsdeild- Agnarssynií inni Hlynur lék í stöðu vinstri vamar- tengiliðs og vann vel á miðjunni. Örebro er með 12 stig og er í sjötta sæti en á leik inni. Djurgárd- en er efst með 17 stig eftir 2:2 jafn- tefli gegn Frölunda. Hácken sigraði Sundsvall 2:0 og hefur 16 stig og Brage hefur 15, en liðið vann Halm- stadt 6:1 óg er á mikilli siglingu. í ráði er að breyta sænsku deild- arkeppninni fyrir næsta keppnis- tímabil og fjölga liðum í úrvalsdeild- inni í 14, en endanleg, ákvörðun verður tekin á fundi knattspyrnu- sambandsins í næstu viku. Gert er ráð fyrir að fjögur efstu liðin í úrslitakeppninni fái sæti í úrvalsdeildinni næsta ár. Núverandi fyrirkomulag er afar flókið með endalausri úrslita- og botnbaráttu- keppni og „vart fyrir aðra en verk- fræðinga og íþróttakennara að skilja þetta kerfi", eins og einn blaðamaður skrifaði í GP á þriðju- daginn. Oster er efst í úrvalsdeildinni Hlynur Stefánsson með 26 stig eftir að liðið sigraði Norrköping 2:0, en þeir síðamefndu eru með 24 stig. AIK hefur einnig 24 stig en liðið tapaði 0:2 fyrir Gautaborg. Þá vann Felleborg Malmö 1:0 og hafa bæði skánsku liðin 23 stig. umóitnu undanfarin ár og staðið sig vel. Liðið er sterkt um þessar mundir og má sem dæmi nefna að Broddi, Ámi Þór og Elsa eru í mjög góðri æfingu enda nýbúifi að keppa á Ólympíuleikunum á Spáni. Sigurður frá um tíma Sigurður Jónsson frá Akranesi var skorinn upp fyrir skömmu en hann átti við þrálát meiðsli að stríða í sumar. Sigurður verður frá í nokkrar vik- ur vegna þessa. „Ég snéri mig illa á hægri ökla f leik í sumar og svo var þetta alltaf að taka sig upp, bæði á æfingum og í leikjum þannig að það var ekki um neitt annað að ræða en láta laga þetta. Ég held að það hafi tekist vel, en ég er í gipsi þessa dagana og verð næstu tvær vikurnar. Síðan er það líklega göngugipsi í einhvern tíma áður en maður getur farið að hreyfa sig eitthvað," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær. Sigurður sagði líklegt að hann yrði hér heima í vetur en síðan vissi hann ekki hvað hann gerði, hvort hann færi til útlanda á nýjan leik til að leika knattspymu eða hvort hann yrði áfram hér heima. URSLIT Knattspyrna Frakkland Lens - Marseille 2:2 (Hutteau 5., Laigle 75.) - (Boli 52., VöIIer 66.). 25.000. Auxerre - Lille 2:0 (Vahirua 1., Verlaat 32.). 10.000. Staða efstu liða PSG...............7 5 2 0 12:1 12 Auxerre...........8 6 0 2 15:5 12 Nantes............7 5 2 0 16:7 12 Marseille.........8 4 4 0 15:9 12 Bordeaux..........7 3 3 1 6:4 9 faóm FOLK ■ MIKE Walker, stjóri Norwich, sem sagði fyrir skömmu að hann tryði ekki að lið sitt gæti orðið ensk- ur meistari í knattspyrnu, segir nú að tími sé kominn til að taka Norwich alvarlega sem og Co- ventry, en toppliðin mætast um helgina. ■ COVENTRY, sem á heimaleik, hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum, en bátðir tapleikir tímabils- ins voru á heimavelli. ■ ROBERT Rosario, miðheiji Coventry, hóf ferilinn hjá Norwich. „Það er ánægjulegt að þessi tvö lið skulu vera á toppnum. Fólk þreytist á að sjá ávallt sömu andlitin í efsta þrepi, en við höfum sýnt að við eig- um skilið að vera þar sem við erum.“ ■ MANCHESTER United hefur sigrað f fimm og gert eitt jafntefli f sfðustu sex leikjum. Liðið tekur á móti QPR, sem hefur gert þijú jafn- tefli í síðustu Qórum leikjum. ■ MEISTARAR Leeds hafa ekki náð að sigra f síðustu fimm leikjumr en gera sér vonir um helgina. Þá fá þeir Everton í heimsókn, en Ever- ton hefur tapað tveimur leikjum í röð, fyrst fyrir Crystal Palace í deildinni og síðan gegn Rotherham í bikarnum í fyrrakvöld. ■ LIVERPOOL hefur aðeins sigr- að í einum af síðustu sjö leikjum og varð að sætta sig við 4:4 jafntefli við 3. deildarlið Chesterfield á heimavelli I bikamum. Liðið fær Wimbledon í heimsókn um helgina og verður án átta fastamanna, sem allir eru meiddir. ■ BRUCE Grobbelaar, sem hefur ekki leikið með Liverpool í deildinni síðan í apríl, verður í markinu gegn Wimbledon. ■ RUUD GuIIit verður sennilega í byijunarliði AC Milan um helgina í fyrsta sinn á tímabilinu. ■ PAUL Gascoigne er ekki tilbú- inn í deildarleik með Lazio, þó hann hafi leikið æfingaleik gegn Totten- ham í fyrrakvöld. Dino Zoff, þjálf- ari, ætlar samt að biða eins lengi og hann getur með að taka ákvörðun vegna leiksins gegn Genóa á sunnu- dag. ■ NORÐMENN eru í skýjunum eftir 2:1 sigurinn gegn Hollending- um í HM. „Þetta er í fyrsta sinn, sem við sigrum stórþjóð, sem tekur okkur alvarlega," sagði Egil Olsen, þjálfari. ■ NORSKU dagblöðin eru sann- færð um að Noregur verði í loka- keppninni, en Norðmenn hafa að- eins einu sinni náð því takmarki - 1938. ■ LAURENT Blanc, miðvörður franska landsliðsins, hefur verið lánaður frá Napólí til Nimes í Frakklandi í eitt ár. Greiðslan er sögð vera um 45 millj. ÍSK. ■ ÁTTA þjóðir í Afríku hafa dreg- ið sig út úr undankeppni HM. Úg- anda, Mauritania og Súdan hættu við þátttöku í gær vegna fjárskorts, en áður höfðu Sierra Leone, Burk- ina Faso, Sao .Tome og Principe, Malawi og Gamia hætt við. Aðrar þjóðir taka ekki sæti þeirra. GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS 39. 1 X 2 vika AIK - Trelleborgs FF 1 IFK Gautaborg - Norrkðping 1 Malmö FF - Öster 1 GAIS - Djurgárden 1 X 2 Halmstad - Hácken 1 2 IFK Sundsvall -Örebro X 2 V. Frölunda - Brage 1 Coventry City - Norwich City 1 X 2 Crystal Palace - Southampton 1 Ipswich Town • Sheff. United 1 X Leeds United - Everton 1 Manch. United - Q.P.R. 1 2 Middlesbro - Aston Villa 2 Leikirnir eru sem fyrr úr sænsku og ensku deildinni. Fyrstu þrfr úr úrslitakeppninni um sænska meistaratitilinn, næstu flórir úr keppninni um laust sæti í sænsku úrvaisdeildinni næsta tímabil og síðustu sex úr ensku 1. deildinni. Tippaðerá 144 raða opin seðil, þar sem sjö leikir eru fastir, fjórir tvítryggðir og tveir þrítryggðir. Seðillinn kostar 1.440 krónur. v

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.