Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 22

Morgunblaðið - 25.09.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 23 Jlttfgt Útgefandi mHiifrife Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Afangasigur í vemdun hafsíns Hafíð er íslendingum mikil- vægara en flest annað og þess vegna er það forgangsverk- efni að vemda það gegn hvers konar mengun, sem skaðað get- ur lífkeðju þess. Sjávarfang er sá grunnur, sem efnahagsleg velferð þjóðarinnar byggist á og verður svo um fyrirsjáanlega framtíð. Sú skylda hvílir því á íslendingum að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að opna augu annarra þjóða fyrir hætt- unum, sem eru því samfara, að lífríkinu verði spillt með losun hvers kyns eiturefna í hafíð - nota það sem ruslakistu og sorp- haug. Mikilvægur áfangásigur í bar- áttunni fyrir vemdun sjávar vannst í byijun vikunnar á ráð- stefnu í París, sem sótt var af umhverfísráðheirum þrettán landa við norðaustanvert Atl- antshaf. Þar var undirritaður sáttmáli, sem m.a. bannar losun geislavirkra efna í sjó næstu fímmtán árin, og tekur hann gildi um næstu áramót. Miklar efasemdir vora um það fyrir ráð- stefnuna, að samkomulag tækist um þetta bann vegna hagsmuna kjamorkuveldanna, Bretlands og Frakklands, en með góðum vilja og næturlangri samninga- lotu, sem virðist sérkenni slíkra funda, tókst að sætta öll sjónar- mið og undirrita sáttmálann. Fyrsti sáttmálinn um losun úrgangsefna í Norðaustur-Atl- antshaf var undirritaður í Osló árið 1972 og var hann endur- skoðaður í París tveimur áram síðar. Talsvert hefur áunnizt á þessum tuttugu árum á okkar hafsvæði, en samt er langur veg- ur frá því að ástandið sé viðun- andi. Ennþá hættir okkur til að líta á hafíð sem heppilegan los- unarstað fyrir hvers konar úr- gang, t.d. höfum við fram á þennan dag sökkt skipum í hafíð til að iosna við þau og ennþá streymir skolp óhreinsað á haf út. Mikið átak er þó hafíð í þeim efnum í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum og þeim miklu peningum, sem til þess verks fara, er vel varið af matvæla- framleiðsluþjóð. Á Parísarráðstefnunni á dög- unum urðu talsverð átök út af viðauka við sáttmálann vegna ákvæðis um bann við losun geislavirkra efna í norðaustan- vert Atlantshaf, þar á meðal úrgangs. Einkum vora það Bret- ar og Frakkar, sem áttu erfítt með að samþykkja slíkt bann, en að lokum var sætzt á mála- miðlun þess efnis, að bannið gildi næstu fímmtán árin, eða til árs- ins 2008, en þá geta Bretar og Frakkar fengið undanþágu frá banninu, en verði þess ekki ósk- að framlengist það í tíu ár í við- bót. Þá er lögð sú kvöð á þessi lönd, að árið 1997 verði þau að gefa skýrslu um, hvaða mögu- leika þau hafa kartnað til að losa sig við geislavirkan úrgang á landi. í Parísarsáttmálanum er einn- ig ákvæði um að dregið verði úr notkun lífrænna klórefnasam- banda þannig að árið 2000 verði húh ekki skaðleg mönnum eða náttúra. Tvær tillögur frá íslend- ingum vora og samþykktar, að stefnt skuli að því að hætta notk- un þessara efna alfarið og að ráðherrafundurinn viðurkenndi nauðsyn þess að minnka magn geislavirkra efna sem berast í sjó frá kjamorkuveram. Af hálfu íslands sat Eiður Guðnason umhverfísráðherra ráðstefnuna í París og að vonum var hann ánægður með niður- stöðuna. Eiður sagði m.a. að fundinum loknum: „íslenzka ríkisstjómin er stað- föst í þeirri stefnu sinni, að haf- svæðin skuli ekki vera notuð sem raslakista fyrir eitraðan og þrá- látan eiturefnaúrgang frá iðnað- inum. Hvað viðvíkur losun og brennslu úrgangs á hafínu viður- kennir texti hins nýja sáttmála þessar forsendur." Og ráðherr- ann sagði ennfremur: „Þetta er mjög merkilegur áfangi. Við höfðum að vísu ekki fullan sigur, en þetta var samt veralegur sigur fyrir okkar sjón- armið.“ Vaxandi kröfur era nú gerðar um allan heim um hollustu mat- væla og sjónir manna beinast sérstaklega að hreinum og ómenguðum afurðum náttúr- unnar. Notkun hvers konar eit- urefna og lyfja í landbúnaði spill- ir afurðum, svo og útblástur frá verksmiðjum og iðnaðarúrgang- ur. Ófögnuðurinn berst svo með ám og regni í vötn og höf og veldur stórtjóni á lífríkinu. Mörg dæmi era um tímabundna eða jafnvel varanlega eyðileggingu á lífríki hafsvæða, t.d. í Norðursjó, af völdum áburðamotkunar í landbúnaði en efnin hafa síðan borist til sjávar með ám og lækj- um. Skemmst er að "minnast þörungaplágunnar, sem drap físk á stóram svæðum. Hafíð umhverfis ísland er ennþá tiltölulega ómengað og hreint, en þó hafa borizt hingað þrávirk efni með straumum, m.a. geislavirk. Augljóst er, að lífs- hagsmunir þjóðarinnar era undir því komnir að sjávarafurðir okk- ar verði áfram ómengaðar og erlendir kaupendur geti treyst því. Það tryggir, að sjávarafurð- ir okkar verði eftirsóttar og greiddar hæsta verði. Dómsúrskurði í tyrkneska forræðismálinu frestað Aðallega meidd á sálinni — segir Sophia Hansen eftir aðkast tvöhundruð ofsatrúarmanna við dómshúsið í Istanbúl Við dómshúsið í Istanbúl í Tyrklandi gærmorgun. Um tvöhundruð æstir ofstækis- trúarmenn gerðu aðsúg að Sophiu Hansen, systkini hennar og lögfræðingi þeg- ar dæma átti í forræðismál- inu. Reuter SOPHIA Hansen, systkini henn- ar og lögfræðingar, urðu fyrir aðkasti um 200 ofstækistrúar- manna við dómshúsið í Istanbúl í Tyrklandi þar sem dæma átti í forræðismáli Sophiu í gær. Gengið var í skrokk á Sophiu en aðallega segist hún vera meidd á sálinni. „Það fylgir því mikil sorg að horfa upp á fólk- ið haga sér svona þegar um er að ræða tvær saklausar bams- sálir sem þurfa á líða fyrir þetta fyrst og fremst," sagði hún í samtali við blaðamann í gær- morgun. Hasíp Kaplan, tyrk- neskur lögfræðingur Sophiu, lagði fram kröfur i málinu en dómarinn frestaði dómsúr- skurði til 12. nóvember. Sophia segir það mikið áfall en miðað við aðstæður hafí það sennilega verið það skynsamlegasta sem hægt hefði verið að gera. Hún nýtur ásamt fylgdarliði sínu lögregluverndar meðan dvalið er í Tyrklandi. Þorsteinn Ing- ólfsson, ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu, segir að tekin verði ákvörðun um aðgerðir af hálfu ráðuneytisins eftir að far- ið hafí verið yfír stöðuna í málinu eftir heimkomu Sophiu. Gunnar Guðmundsson, lögmaður Sophiu, sagði að 200 manns hefðu beðið fyrir framan dómshúsið og gert hróp að Sophiu og fylgdar- mönnum hennar þegar komið var að. „Hrópin voru eitthvað á þessa leið^ „Þið eruð þrælar satans. Ef þið gerið íslam eitthvað illt verðið þið drepin." Á kröfuspjöldum sem fólkið var með stóð: „Við viljum ekki láta systumar til íslands og gera þær kristnar." Síðan var dreift þama myndum af stelpunum með tyrkneska fánann. Á þeim stóð: „Við eram feður stelpnanna og lát- um þær ekki af hendi til íslands.“,“ sagði Gunnar. Sophia slegin í andlitið Hann sagði að þegar þau hefði í fylgd lögregluþjóns reynt að kom- ast í gegnum þröngina hefði Tyrki vikið sér að Sophiu og slegið hana í andlitið. „En bróður hennar tókast að ýta honum frá og við mjökuðum okkur áfram í mannþrönginni. Það var sparkað í báða fætuma á Sop- hiu, það var troðið á henni, hrækt á að okkur öll og við áreitt þannig að tvær grímur rannu á okkur þeg- ar við voram að reyna að komast þama áfram. Að lokum tókst okkur að komast inn. -Síðan þurftum við að bíða drykklanga stund eftir að gangamir í dómshúsinu yrðu hreinsaðir af þessum íslömsku öfga- trúarmönnum. Þeir voru þama fyr- ir hvatningu frá dagblaði sínu,“ sagði Gunnar. „Við fóram síðan inn í dómssal- inn sem var fullúr af fólki, blaða- mönnum, Ijósmynduram, sjónvarps- upptökumönnum og stuðnings- mönnum hans [Halims Al, fyrram eiginmanns Sophiu] sem hrópuðu að okkur. Dómarinn stillti til friðar og Hasíp Kaplan, lögmaður Sophiu, byijaði á því að leggja fram vitnale- iðslumar sem fram fóra á ísiandi og búið var að þýða. Síðan lagði hann fram bréf þar sem kvartað var yfír brotum Halim A1 á um- gengnisrétti Sophiu og fór fram á að gerð væri sálfræðirannsókn á stelpunum sem dómarinn hefur dregið. Hann kvartaði yfir því að stelpurnar skyldu ekki vera hér í Istanbúl þar sem að móðirin vissi ekkert um ástand þeirrar sem væri sjúk [Dagbjartar] og sagði að það væri hennar réttur og mannréttindi að fá að sjá þær. Síðan óskaði hann eftir því að dómarinn kannaði sér- staklega hvort ekki ætti að vísa málinu frá þar sem hann [Halim Al] væri ríkisborgari með íslenskt nafn, ísak, og hann gæti ekki bæði verið íslenskur og tyrkneskur ríkis- borgari þar sem að í tyrkneskri lög- gjöf er ákvæði um að menn missa tyrkneskt ríkisfang ef þeir sækja um annað ríkisfang. Dómarinn tók sér frest til 12. nóvember til þess að skoða málið og ég held að það hafí m.a. verið út'af því að ef hann hefði tekið ákvörðuní málinu í dag hefði það sjálfsagt verið mjög hættulegt með tilliti til þess að þessi múgur beið þama fyrir framan og stúlkumar vora fjarri í Tyrklandi. Þess vegna held ég meðal annars að hann hafí tekið þess ákvörðun," sagði Gunnar. Óskað eftir öðrum dómara Hann sagði að lögfræðingarnir væru báðir mjög óánægðir með dómarann í málinu. „Við erum bún- ir að taka þá ákvörðun núna að óska eftir öðram dómara þar sem að við erum alls ekki nógu ánægðir hvernig hann hefur tekið á því. Okkur finnst málið hafa dregist á langinn og hver dagur sem líður er slæmur að því leyti að hann leng- ir einungis biðina fyrir Sophiu." Sophia sagðist hafa reynt að hlifa andlitinu í þrönginni fyrir framan dómshúsið. Engu að síður væri hún bólgin á öðru kinnbeininu og mar væri að koma fram á rist og kálf- um. „Aðallega er ég þá meidd á sálinni. Það fylgir því mikii sorg að horfa upp á fólkið haga sér svona þegar um er að ræða tvær sak- lausar barnssálir sem þurfa að líða fyrir þetta fyrst og fremst." Umgengnisrétturinn breytist ekki Hún sagði að frestur dómarans væri mikið áfall að því leyti að umgengnisréttur hennar breyttist ekkert en miðað við aðstæður hefði sennilega verið skynsamlegast að fresta úrskurðinum eins og gert hefði verið. Sophia segir að Halim A1 hefði komið síðastur allra í rétt- arsalinn í fylgd sex lögfræðinga sinna og stuðningsmanna sem hefðu grátið fyrir hann. Hún sagði að hann hefði látið eins og ekkert væri, brosað og blikkað til hennar í hvert sinn sem hún hafi litið til hann. Ekki sagðist hún hafa komið auga á aðra í fjölskyldunni í réttar- salnum. Hún segir að aðkast múgsins hafi verið í líkingu við að upplifa gijótkast fyrr á öldum. Karlar hefðu verið með sítt skegg og konur með blæjur. Ennfremur kom fram í sam- tali við hana að ung kona í fylgd túlks hennar hafi órðið viðskila við hópinn fyrir framan dómshúsið og hafí verið illa barin. Hún sagði að haft hefði verið samband við tyrk- neskan vin hennar í framhaldi af uppákomunni við dómshúsið og honum sagt að Sophiu hefði verið gert lítilræði miðað við það sem koma skyldi. Þá hefði hann verið varaður við að halda áfram að hafa samband við hana vildi hann ekki hafa verra af. Ráðuneytið reynir að tryggja eðlilega málsmeðferð Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytis- ' stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að ráðuneytið hefði verið í sam- bandi við Sophiu og lögfræðinga hennar í gærmorgun. „Okkur kom saman um að fara yfir stöðuna í málinu þegar þau koma heim. Og fyrr en það er orðið get ég lítið fullyrt um hvað gert verður annað en að það mun snúa að því að tryggja að málsmeðferðin fari fram með eðlilegum hætti," sagði Þor- steinn. Hann bætti við að ráðuneyt- ið hefði verið í sambandi við tyrk- nesk stjórnvöld vegna málsins og hefði ekki ástæðu til að ætla annað en fullur vilji væri fyrir því að búa svo um hnútana að með málið yrði farið eftir eðlilegum réttarfarsregl- um og án utanaðkomandi traflunar. Sterlingspundið hefur lækkað um hátt í tíu prósent á einni viku Vinsæll varningxir lækk- ar en ferðir standa í stað GENGISLÆKKUN sterlíngspunds kemur yfirleitt fram í nærri 10% lægra verði breskrar vöru sem nú er leyst út úr tolli en áhrifa lækkunarinnar virðist hins vegar lítið gæta í ferðum til Bretlands- eyja. Hörður Gunnarsson hjá Úrval-Útsýn segist ekki merkja kipp í verslunarferðum þangað, fólk hafi líklega ekki áttað sig á hag- stæðu gengi núna. Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Aflamiðlun segir að lækkunin dragi enn úr áhuga á útflutningi ísfisks þangað. Pundið hefur lækkað um næstum 10% frá því í síðustu viku, það var í 105 krónum en nú fæst eitt pund fyrir 96 krónur. Þetta ætti að skila sér í lækkuðu verði á breskum varn- ingi sem kemur í verslanir, en marg- ar vörur eru fluttar inn á nokkurra vikna fresti og því dregur ekki til verðlækkunar nema gengið haldist lágt um nokkurn tíma. . Heildsölum matvöru sem rætt var við bar saman um að misjafnt væri hvort verð út úr búð breyttist þótt þeir lækkuðu það. Stærri verslanir lækkuðu yfirleitt verð, nema þær sem gætu það ekki vegna undirboða sem þegar væra í gangi, en smærri kaupmenn legðu stundum meira á þannig að verð héldist óbreytt til neytenda. Jón Björnsson markaðsstjóri hjá heildverslun H. Benediktsson segir að varningur eins og kornflex sem kemur frá Englandi vikulega ætti víða að lækka, en breskt sælgæti sem hann flytji inn komi sjaldnar og óvíst: sé hvort fólk fái nú ódýrara súkkul- aði. Sigríður Þorvarðardóttir sem flyt- ur inn frá Englandi vörur sem hún selur í versluninni Pipar og salt seg- ist miða við tollgengi þegar varan kemur inn og ef pund haldist lágt hafí það áreiðanlega áhrif. Ólafur Johnson hjá heildversluninni Ó. Johnson og Kaaber tekur í sama streng og segir að bakaðar baunir lækki til dæmis í verði ef pundið helst niðri um einhvern tíma, en þó ísé misjafnt hvort kaupmenn lækki smásöluverðið. Oddur Pétursson segist fá nýja sendingu af breskum snyrtivöram í Body Shop eftir 3 vikur og því sé óljóst hvort verð lækki þar. En geng- islækkunin skili sér hins vegar við verðlagningu á skóm sem hann tekur inn í Kjallarann í þessari viku. Það verði að miða við það gengi sem skráð er þegar varan er tekin úr tolli. „Það er óvenjulegt fyrir íslensk- an kaupmann að gjaldmiðill hrynji gagnvart krónunni og maður á frek- ar von á að pundið hækki aftur.“ Hörður Gunnarsson í Úrval-Útsýn segir að þrátt fyrir gengislækkun breytist ferðir til Bretlandseyja ekki í verði. „í Edinborgarferðum kemur hækkun dollara á móti lækkun pundsins, við greiðum allt leiguflug í dollurum og verðum því á sléttu." Hörður kveðst ekki enn verða var við aukna ásókn fólks í verslunar- ferðir til London eða Glasgow þótt nú sé yfir 8% ódýrara að versla þar en í byijun mánaðarins. Kristján Gunnarsson hjá Sam- vinnuferðum segir að Flugleiðir hafí ekki breytt verði pakkaferða sem hann selji til London og Glasgow og verð á Dublinarferðum lækki ekki, þar sé greitt í dollurum og írskum pundum. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að kostnaður við flug sé greiddur í krónum og dollurum, gengisfall punds hafi því lítil áhrif þar og í pakkaferðum sé flugið Iang- dýrast. En væntanlega breytist hót- elverð og hugsanlegt að þannig náist nokkur verðlækkun. Nokkuð' hefur verið flutt af ísfiski á Bretlandsmarkað en Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá Aflamiðlun segir að lækki verð ekki á íslenskum mörk- uðum taki þeir meira en áður. Lítið hafí veiðst af þorski og ýsu sem helst fari til Breta og gengisbreyt- ingin dragi enn úr áhuga manna að selja þeim ísfísk. Til dæmis um áhrif hennar nefnir Vilhjálmur útgerðar- mann sem seldi ísfísk fyrir viku á 40.000 pund og hefði þannig fengið 4,15 milljónir króna ef náðst hefði að leysa þær út samdægurs. Það varð hins vegar ekki fyrr en í fyrra- dag og maðurinn fékk 320.000 krón- um minna í kassann. Tillögnr stjómamefndar ríkisspítalaiina Kópavogshælið verður sameinað Landspítalanum STJÓRNARNEFND ríkisspítal- I Ekki náðist tal af Sighvati Björg- anna hefur lagt til við heilbrigð- vinssyni heilbrigðisráðherra til að isráðherra að sameina Kópa- | fá álit hans á þessum tillögum. vogshæli og endurhæfíngardeild Landspítala og búa til nýja ein- ingu sem nefnist Endurhæfing- ardeild Landspítalans í Kópa- vogi. Undir hana heyri sú starf- semi sem nú fer fram á Kópa- vogshæli og endurhæfingar- starfsemi á Landspítalalóðinni og er gert ráð fyrir að komið verði upp legudeild á Kópavogs- hæli fyrir sjúklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda. Þetta fyrirkomulag á, samkvæmt til- lögunum, að taka gildi í upphafí næsta árs. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna sagði við Morgun- blaðið að aðalmarkmið þessara til- lagna væri að reyna að auka þjálf- un og endurhæfíngu vistmanna á Kópavogshæli. Stjómvöld hefðu markað þá stefnu, að útskrifa ætti a.m.k. helming vistmanna þar. Stjórnamefnd ríkisspítalanna vildi leggja sitt af mörkum til að sjá til þess að þeir vistmenn yrðu hæfari til að takast á við lífið út í sambýl- um og tryggja að þeir sem eftir yrðu fengju fyrsta flokks endurhæf- ingarþjónustu. Davíð sagði að sú endurhæfing- arstarfsemi, sem nú væri á Land- spítalalóðinni myndi breytast minna. „Við erum aðallega að velta því fyrir okkur að ná meiri samhæf- ingu á milli og sami aðili stjómi á báðum stöðum þannig að hægt sé að nýta þá aðstöðu sem til er eins vel og hægt er, þannig að við erum auðvitað einnig að ná fram ákveð- inni hagræðingu með þessu,“ sagði Davíð. Hann sagði að ekki hefði verið metið hvað þessi breyting gæti sparað ríkissjóði. Búast má við að stjómunarstöð- um á Kópavogshæli fækki frá því sem nú er þar sem gert er ráð fyr- ir að sami yfirlæknir verði yfír báð- um einingunum. Einnig er gert ráð fyrir að núverandi stöður fram- kvæmdastjóra og hjúkrunarfor- stjóra Kópavogshælis leggist af. Áramótaskaup Sjónvarpsins Borgarráð Aformum um niðurfellingu endurgreiðslu vsk mótmælt BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða mótmæli gegn áformum ríkisstj órnarinnar um að fella niður endurgreiðsl- ur virðisaukaskatts af vinnu og þjónustu sveitarfélaga. í tillögunni kemur fram að þessi breyting, ef af verður, muni hækka útgjöld borgarsjóðs um 250 milljónir en það er svipuð upphæð og löggæsluskatturinn verður á þessu ári. „Með þessu bregst ríkisvaldið einnig því trausti, sem byggt var á þegar samkomulag var gert um breytta tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem öðlaðist laga- gildi 1. janúar 1990, auk þess sem framkoma ríkisvaldsins gagnvart sveitarfélögum hvað varðar fjárhagsleg samskipti er algjörlega óviðunandi. Þessi íþynging dregur úr möguleikum sveitarfélaga til að hafa áhrif á atvinnustigið á sama tíma og auknar kröfur era gerðar til þeirra um úrbætur í atvinnumál- um,“ segir í tillögunni. Borgarráð skorar á ríkisstjóm- ina að falla frá þessum áformum og koma í veg fyrir veraleg átök milli ríkis og sveitarfélaga. Borg- arráð mótmælir ennfremur áformum um að afnema endur- greiðslu virðisaukaskatts af að- föngum hitaveitna, sem mun leiða til 12% til 14% hækkunar á húshitunarkostnaði á orkuveitu- svæði Hitaveitu Reykjavíkur. Góð viðbrögð við aug*lýsingu um efni TÖKUR á áramótaskaupi Sjónvarpsins 1992 hefjast um miðjan nóvember. Að sögn Sigmundar Arnar Arngrímssonar eru við- brögð fólks við auglýsingu um efni í skaupið mjög góð. Innlend dagskrárdeild Sjón- varpsins auglýsti fyrir skömmu eft- ir leikþáttum og gamanvísum í ára- mótaskaup 1992. Aðspurður um ástæðuna fyrir þessari nýjung sagði Sigmundur Örn Arngrímsson, að- stoðardeildarstjóri innlendrar dag- skrárdeildar, að vitað væri til þess að út um allt land leyndust góðir hagyrðingar og háðfuglar sem væru að semja skemmtiefni fyrir bæjárfélög sín sem notað væri á þorrablótum eða á annars konar skemmtunum. Hann sagði að oft væri erfítt að nálgast þessa höfunda og því hefði verið ákveðið að nota þessa leið og þar með væri öll þjóð- in að sameinast um áramótaskaup- ið. Sigmundur sagði um úrvinnsluna á aðsenda efninu að innlenda dag- skrárdeildin, leikstjóri áramóta- skaupsins og dagskrárstjóri sæju alfarið um það. Hann sagði við- brögð almennings við auglýsing- unni hafa verið mjög góð og að mikið væri hringt með fyrirspumir þannig að hann byggist við að tölu- vert fleira efni ætti eftir að berast, Sigmundur sagði skilafrestinn á aðsendu efni vera í kringum 20. október. Ekki er frágengið með ráðningu á leikurum til að taka þátt í ára- mótaskaupinu en Sigmundur sagði að þar yrðu valinkunnir leikarar á ferð eins og undanfarin ár. Leik- stjóri hefur verið ráðinn og er það Þórhildur Þorleifsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.