Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Hugsanlegt að stálsmíði Malavískipsins verði keypt af Pólverjum
Eini möguleikinn til að
halda 7 5% af vinnunni
- segir Sigurður Ringsted framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þessa dagana vinna starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri að
lokafrágangi rannsóknarskips Malavímanna.
SLIPPSTOÐIN á Akureyri er að
kanna möguleika á að kaupa í
Póllandi hluta af stálsmíði seinna
skipsins sem fyrirtækið er að
smíða fyrir Malavímenn í Afríku.
Slippstöðin er að ljúka smíði
fyrra skipsins og er tap af því.
Sigurður Ringsted framkvæmda-
stjóri Slippstöðvarinnar segir að
fyrirtækið hafi staðið frammi
fyrir því að taka að sér smíði
skipsins með þessum hætti og
halda þannig að minnsta kosti
75% af vinnunni við skipið eða
að sleppa verkefninu og missa
alla vinnuna.
Norræni þróunarsjóðurinn fjár-
magnar að hluta til fískveiðiverk-
efnið í Malaví sem skipin verða
notuð í, í samvinnu við Þróunarsam-
vinnustofnun íslands og Aiþjóða-
bankann. Slippstöðin átti lægsta
Kemur Baldur í stað Sæfara?
Grímsey.
STARFSMENN Vegagerðar ríksins eru þessar vikumar að
undirbúa yfirtöku á rekstri feija og flóabáta um næstu ára-
mót. Meðal breytinga sem til athugunar era er að flytja Eyja-
fjarðarferjuna Sæfara héðan og setja Breiðafjarðarfeijuna
Baldur í staðinn í flutninga á Eyjafjörð.
Frá því að samgönguráðherra
ákvað að fela Vegagerðinni að
annast yfírstjóm rekstrar flóa-
og ferjubáta frá næstu áramót-
um hefur verið unnið að undir-
búningi þess hjá Vegagerðinni.
Að sögn Jóns Birgis Jónssonar
aðstoðarvegamálastjóra verður
reynt að koma við sem mestri
hagræðingu í þessum rekstri.
Sagði hann í samtali við fréttarit-
ara að stefnt væri að fundi um
miðjan októbermánuð með full-
trúum þeirra sveitarfélaga sem
mestra hagsmuna hefðu að gæta
vegna þessa reksturs.
Feijumar sem hér um ræðir
era Akraborg, Sæfari og Sævar
á Eyjafírði, Breiðaíjarðarferjan
Baldur, Vestmannaeyjafeijan
Heijólfur, Djúpbáturinn Fagra-
nes og Mjóafjarðarbáturinn
Anný.
HSH
tilboð í smíði skipanna, um 110
milljónir kr. samtals. Skipin eru 17
metra löng, 40-50 tonn að stærð.
Þessa dagan er verið að leggja síð-
ustu hönd á smíði fyrra skipsins,
sem er rannsóknarskip.
Tilboð Slippstöðvarinnar miðað-
ist við að skipin yrðu smíðuð að
vetri þegar lítið væri að gera í öðr-
um verkefnum og var því lágmarks-
verð. Reyndar drógst að gengið
yrði frá samningum sem seinkaði
smíðinni fram á sumarið. Sigurður
Ringsted sagði að tap hefði orðið á
smíði skipsins en vildi ekki gefa upp
hve mikið. Hann sagði að fyrirtæk-
ið þyldi ekki að tapa á svona verk-
efnum eins og staða þess væri.
Hann sagði að áður en gengið
hafí verið endanlega frá samning-
um um smíði seinna skipsins, sem
er fískiskip, hefði verið ljóst að tap
yrði á smíði fyrra skipsins. Starfs-
menn Slippstöðvarinnar hefðu því
kannað hvemig hægt væri að ná
kostnaðinum við smíði seinna skips-
ins niður og hefðu komist að þeirri
niðurstöðu að hægt væri að smíða
það hallalaust með því að kaupa
hluta af stálsmíðinni erlendis frá.
Þar væri Pólland efst í huga vegna
þess að það hefði sýnt sig að hægt
væri að fá stálsmíði þar á lægra
verði en víðast annars staðar.
„Við höfðum þá valkosti að taka
að okkur smíði skipsins á þennan
hátt og halda 75% af vinnunni í
landinu eða sleppa verkefninu alveg
og missa alla vinnuna. Að vel at-
huguðu máli ákváðum við að smíða
skipið þrátt fyrir allt og hafa þó
75% af smíðinni á íslandi og jafn-
vel meira ef minna verður gert er-
lendis en mest gæti orðið," sagði
Sigurður.
Tónlistarfélagið
Fyrstu tón-
leikarnii
Tónlistarfélag Akureyrar er
að hefja sitt 49. starfsár, en í
vetur er á vegum félagsins fyrir-
hugað að halda fimm tónleika.
Fyrstu tónleikamir verða haldnir
á laugardag, 26. september, kl. 17
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
þar sem fram koma þau Laufey
Sigurðardóttir fíðluleikari, Richard
Talkowsky sellóleikari og Kristinn
Öm Kristinsson píanóleikari. Þau
flytja verk eftir Mozart, Brahms
ogHaydn.
í nóvember kemur sönghópurinn
Vocis Thulis og félagar úr hljóm-
sveitinni Caput fram á tónleikum.
Þá verður Anna Málfríður Sigurðar-
dóttir með píanótónleika á vegum
félagsins í janúar, en ásamt því
mun hún verða með skólakynningar
í grannskólunum. í mars verða þrír
kennarar úr Tónlistarskólanum á
Akureyri með blandaða dagskrá,
sópran, gítar og píanó, og fímmtu
og síðustu tónleikar starfsársins
verða haldnir í samvinnu við Kirkju-
listaviku í Akureyrarkirkju í maí
en þá kemur Blásarakvintett
Reykjavíkur í heimsókn norður.
i
I
<
i
i
—
Fossvogur
Digranessókn
Kársnessókn
Rétt mörk Hjalla- og Digranes
sókna er við Kópavogslæk
Kaliforníu-
maðurinn
frumsýndur
SAGA-BÍÓ frumsýnir í dag,
föstudag, myndina Kaliforníu-
manninn (California Man). Mynd-
in er framleidd af Robert Les
Mayfíeld og George Zaloom.
Leikstjóri er Les Mayfield. í aðal- Atriði úr Kaliforníumanninum, grínmynd sem sýnd er í Saga-bíói.
hlutverkum eru Pauly Shore og
Sean Astin.
í frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir um söguþráðinn: „Hér er á ferð-
inni grínmynd er segir frá ungum
menntaskólanemum er fínna fros-
inn steinaldarmann í húsgarði ann-
ars þeirra. Þeir ákveða að slá í
gegn og afráða að afþýða fundinn
og taka hann með í skólann.
Tímarnir hafa aðeins breyst síðan
á steinöld og úr verða ýmis skondin
atvik, svo ekki sér meira sagt...“
<
i
i
Landsmót Sam-
fés á Blönduósi
LANDSMÓT Samfés, Samtaka
félagsmiðstöðva á Islandi, verður
haldið á Blönduósi helgina
25.-27. september nk. Þar verða
samankomnir um 200 unglingar
víðsvegar að af landinu við leik
og störf.
Ýmis málefni verða rædd, séð frá
sjónarhóli unglinga í dag, t.d. heim-
urinn og við; framtíðin, aðstöðu-
munur unglinga í dreifbýli og þétt-
býli o.fl. Einnig verður slegið á létt-
ari strengi og verður m.a. karaoke-
keppni milli unglinganna á laugar-
dagskvöldinu,
Digranes- og Hjallasóknir
I FRÉTT á miðsíðu Morgunblaðsins
í gær, þar sem fjallað var um um-
sókn sóknamefndar Digranessóknar
um nýja lóð undir kirkjubyggingu
var birt kort, sem sýnir afstöðu sókn-
anna í Kópavogi. Kortið sýndi röng
mörk milli Digranes- og Hjallasókna
og birtist því kortið hér rétt. I auglýs-
ingu frá 19. maí 1987 um breytingu
á skiptingu Reykjavíkurprófastdæm-
is í sóknir og prestaköll segir um
Hjallasókn: „Sóknin nær yfír Kópa-
vogskaupstað austan eftirtalinnar
markalínu: Frá bæjarmörkum Kópa-
vogs og Reykjavíkur, austan Furu-
gpamdar, yfir Nýbýlaveg (milli húsa
nr. 78 og 80), austan Túnbrekku,
norðan Lundarbrekku, austan Sel-
brekku, og vestan Fögrubrekku, yfir
Álfhólsveg (hús nr. 113 og lægri að
norðanverðu og hús nr. 98 og lægri
að sunnanverðu tileyri áfram Digra-
nessókn), austan Skálaheiðar og það-
an beina stefnu í Kópavogslæk eftir
línu sem hugsast dregin samsíða
Skálaheiði og þaðan eftir Kópavogs-
læk.“
Stórtónleikar á
Akranesi í kvöld
Akranesi.
NÚ er verið að leggja síðustu
hönd á stórtónleika hinnar
heimsfrægu hljómsveitar Jet-
hroe TuU á Akranesi I kvöld.
Miðasala á tónleikana hefur
gengið vel og ekkert því til
fyrirstöðu að mikið fjör verði í
íþróttahúsinu á Akranesi.
Það fylgir slíku tónleikahaldi
mikill undirbúningur, enda dugðu
ekki minna en tveir stórir flutn-
ingagámar undir hljómflutnings-
tæki og annan fylgibúnað. Búið
er að reisa stórt svið í húsinu og
nú er bara beðið eftir því að stóra
stundinn renni upp.
Á laugardagskvöld verða síðan
aðrir hljómlistarmenn á ferðinni á
Akranesi þegar þungarokksveitin
Black Sabbath stígur á sviðið. Þær
breytingar hafa orðið að hljóm-
sveitin Exizt hitar þá upp í stað
hljómsveitarinnar ARTCH. Exizt
hitaði upp fyrir Iron Maiden í
Laugardagshöll síðastliðið sumar.
J.G.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Sviðið undirbúið fyrir tónleikana í kvöld.