Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992 41 1 I I I 8 I 1 I J P Út með köttínn Frá Krístínu Lillendahl: Við fjölskyldan hendum ekki því sem gamalt er. Nema e.t.v. göml- um mat. Þetta viðhorf hefur hing- að til ekki verið okkur til vandræða en nú ber nýtt við. Við eigum nefni- lega gamlan kött. Vandræðin eru þau að eitt okkar er veilt í lungum og samkvæmt læknisráði skal kött- urinn nú út. Það er nú satt að segja hægara sagt en gert að losa sig við kött skal ég segja ykkur. Nema ef maður vill senda hann yfír í eilífðina alla leið. Ég hef verið á tali við vini mína og ætt- ingja um þennan vanda og flestum þeirra ber saman um að það „besta“ sem ég geti gert sé að leyfa kisu „bara að fara“. Þið vitið nú öll hvað það þýðir. Ég er ekki sammála. Það er nefnilega svo að ég á kisu ýmislegt að þakka. Ekki minnst fyrir bömin mín. Og ekki vil ég launa henni með gabbferð til dýralæknisins. Fyrir utan það að eiga hús, bíl, mann og kött á ég tvær litlar telp- ur fjögurra og fímm ára. Alla þeirra stuttu ævi hefur kisa verið til staðar og haft fyrir þær æ meiri þýðingu. Fyrstu orðin þeirra beggja.voru ávörp til kisu þó mín vegna hefðu þau mátt vera til okk- ar foreldranna. Svo var líka með fyrstu sporin sem vora tekin með það að marki að höndla rófuna á kettinum. Þegar þreyttir foreldrar gáfust upp á að tjónka við bömin á stundum tók kisa við, lagðist hjá þeim og skældi samúðarfull með. Bömin mín hafa mér oft þótt ótrúlega næm á þarfir málleysingj- ans og hafa trúi ég lært í um- gengni við kisu um marga þá þætti mannlegrar tilvera sem bæði foreldram og öðram uppalendum hefur gengið misvel að kenna. Meðal annars það að taka ábyrgð á því sem maður tekur að sér. Kisa hefur reyndar þurft margt að þola í umhyggjusemi telpnanna. Það hefur verið reynt að koma á hana bleiu, piástram, hárskrauti og þvíumlíku. Auk þess kom ég einhverju sinni að þeim þar sem þær vora að púðra köttinn í fram- an — enda jólin og allir búnir upp á sitt besta. í eyra kisu hefur líka verið hvíslað ótal leyndarmálum og ekki segir kisa frá. Telpunum hefur þótt einna erfíðast að skilja að kisa sé orðin gömul og því þurfi að fara gætilega með hana. Ég hef því tekið á það ráð að segja þeim að það sé líkt á komið með kisu og „langa“ en svo kalla þær langafa sinn. Til dæmis hef ég spurt þær, þegar þær hafa tekið kisu svo óvarlega upp að hausinn veit niður en rófan upp og snúa sér svo í hringi með hana, hvemig þær héldu nú að langi liti út eftir aðra eins meðferð! Það dugar venjulega og kisa fær tækifæri til að forða sér. En aldrei setur hún klærnar í ungviðið. Ég gæti trúað að nágrannar mínir hefðu sumir hverjir eitthvað við þessa lofræðu um köttinn að athuga. Kisa hefur nefnilega gert sig heimakomna sumstaðar, ekki alltaf öllum til ánægju. Hún hefði til dæmis getað látið það ógert að gera þarfír sínar í pússninga- sandinn hjá manninum úti í enda sem komst að því keyptu þegar hann hugðist hræra lögun sem átti að hylja hjá honum stofuvegg- ina. Kisa hefði líka mátt láta það eiga sig að gæða sér óboðin á jóla- VELVAKANDI ÞÁTTUR VERKALÝÐSH- REYFINGAR- INNAR MIKILVÆGUR Konráð Friðfínnsson: Ég fylgdist með umræðu- þættinum þar sem forsætisráð- herra sat fyrir svörum á þriðju- dagskvöld. Ég er sammála Dav- íð um það að tekist hefur að halda kaupmætti lægstu launa óskertum. Auðvitað á ríkis- stjórnin sinn þátt í því að það hefur tekist en við megum held- ur ekki gleyma þætti verkalýðs- hreyfíngarinnar, hann er gífur- lega stór í þessu dæmi. Og hefði henni ekki tekist að fá sína umbjóðendur til að samþykkja á sínum tíma þá væri staðan í dag dálítið öðravísi. MIKILL VERÐMUNUR Bergrún Antonsdóttir: Ég hef rekist á mikinn verð- mun á barnagleraugum hjá gler- augnaversluninni Auganu í Kringlunni og Sjón á Lauga- vegi. Gleraugu fyrir 11 ára bam kostuðu um 20 þúsund krónur hjá Auganu en verðið á sams- konar gleraugum hjá Sjón var 10 þúsund krónur. Þama er um mikinn verðmun að ræða. LYKLAR Húslyklar fundust við Bjarg- arstíg fyrir skömmu. Upplýs- ingar í síma 14669. HÁLSFESTI Gullhálsfesti tapaðist við Lei- rubakka fyrir löngu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 78405. LÆÐA Svört þriggja mánaða læða fannst við Fögrubrekku í Kópa- vogi. Upplýsingar í síma 641285. GLERAUGU Kvengleraugu töpuðust á laugardag, á leiðinni frá BSÍ, Miklubraut, að Kringlumýrar- braut. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 52965. gæsinni hennar Helgu í næsta húsi eða læða sér inn í hús hjá fólkinu úti á homi og velgja hús- móðurinni þar undir uggum um miðja nótt. Ég hef heyrt það sagt að konunni þeirri sé ekki sérlega vel við ketti. En nú er mesta fjörið úr kisu. Þó hefur hún sýnt að hún er enn liðtæk við að fækka músum ef svo ber undir og er heldur ekki sérlega gestrisin ef ókunna ketti ber að garði. Maðurinn minn hefur oft haft það að orði að kisa sé hinn besti varðköttur. Hún er annars róleg og stillt, vill fá sinn mat og láta stijúka sérsendrum og eins. Önnur fyrirhöfn er ekki af kisu. Á hveiju hausti þegar kólna fer í veðri verður hún sérlega mannelsk og heldur sig þá upp við fætur okkar eða hringar sig í sófanum hjá okkur á kvöldin. Af þessu höf- um við alltaf haft hið mesta yndi fram að þessu. Nú er þessi hegðun kisu orðin ógnun við heilsu eins okkar. Það er auðvitað ekki einungis til skemmtunar að ég skrifa þetta bréf. Það er einlæg von mín og trú að í hópi ykkar lesenda leynist ein- hver sem er tilbúinn að létta tveim litlum telpum erfíðan skilnað við kisuna sína. Einhver sem á nógu stórt pláss í hjarta sínu og gott heimili handa kisu á meðan hún er hraust og ekkert ber út af. Þessi skrif era okkar síðasta úrræði. Að öðram kosti verður kisa „bara að fara“. KRISTÍN LILLENDAHL Sími: 666670 Bjargtanga 14, Mosfellsbæ Pennavinir s, Rússneskur frímerkjasafnari sem hvorki getur um aldur né kyn: E. Buret, Pariskaya komuna, 13, KB.21, Ivano - 153003, Russia. LEIÐRÉTTINGAR Rangt heimilisfang í blaðinu í gær birtist mynd af systrabrúðkaupi Sigrúnar Guðjóns- dóttur og Jóns Kristjánssonar og Kolbrúnar Guðjónsdóttur og Finns Ingimarssonar. Fyrmefndu hjónin búa í Hnífsdal en heimilisfang Kol- brúnar og Finns var sagt að Mos- felli í Mosfellsbæ en átti að vera Hamrafelli, Mosfellsbæ. Brúðhjón- in og lesendur blaðsins era beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Gæsalappir á röngum stað í myndlistarumsögn Eiríks Þor- lákssonar í Morgunblaðinu í gær, „Straumar-ljósbrot", urðu þau mis- tök, að tilvitnun í ávarp bæjarstjór- ans í Hafnarfirði varð lengri en efni standa til, þar sem síðari gæsa- lappir náðu einnig yfir ummæli Ei- ríks. Rétt tilvitnun í orð bæjarstjór- ans er þessi: „Sannleikurinn er sá, að Hafnar- fjörður er miklu mun auðugra bæj- arfélag, ríkara samfélag, vegna þess gróanda, sem er og farið hefur vaxandi á síðustu áram í menning- ar- og listalífi hér í bænum.“ Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. AlúÖarþakkir til allra, sem sýndu mér vinarhug d 90 dra afmœli mínu 22. september sl. Börnum mínum þakka ég sérstdklega ógleym- anlega dagstund. Guð blessi ykkur öll. Guðný Jónsdóttir frá Skammbeinsstöðum. SIEMENS Siemens frystitækin eru eins og aðrar vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki: traust, endingargóð og falleg. Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið. SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SfMI 28300 f Dæmi um lánakjör: Útb. kr. 32.659,- eftirst. á 30 mán. kr. 3.962,- á mán. eða Visa og Euro rað- greiðslur. Dæmi án útborgunar: skipt á 12 greiðslur, ca kr. 11.620,- á mán. Grensásvegi 3 • sími 681144 TILBOÐ Cosmos (nýtt) Vegna hagstæðra innkaupa bjóðum við 40.000,- kr. verðlækkun. Áður kr. 159.897,- stgr. Nú kr. 119.897,- m/náttb. og springdýnum. Fjármagn tíl framtíðar \X‘'" s / hagstœð kjör9 langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar fg|| IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: <91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.