Morgunblaðið - 25.09.1992, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1992
Atvinnulífíð verður að geta
treyst stj órnmálam önnu m
eftirBjörn Rúriksson
Undanfama daga hefur greinar-
höfundur fyllst óhug vegna þess
hvemig stjórnmálamenn hyggjast
stánda að enn einni kúvendingunni
í rekstrarskilyrðum atvinnuveg-
anna. í stað þess að Islenskir
stjómmálamenn taki á þeim sérís-
lenska vanda sem varðar sveiflur
í einhæfu hagkerfi og deyfi virkni
þeirra, gera þeir stundum illt verra
og auka á þær sveiflur sem yfir
okkur dynja eða það sem er sýnu
verst, búa til nýjar sem ekki voru
fyrir.
Slíkar heimatilbúnar sveiflur vil
ég kalla kúvendingar, og ekki að
ástæðulausu. í orðabók Menn-
ingarsjóðs er orðið kúvending skýrt
þannig: 1 skuthverfa, venda skipi
með því að snúa því undan vindi.
2 snúast í hring. 3 skipta gjörsam-
lega um stefnu eða skoðun.
Kúvendingar
Greinarhöfundur fær ekki
gleymt því hve illa honum varð við
fyrir nokkrum árum, þegar opinber
gjöld á bifreiðar vora svo gott sem
helminguð á einu bretti til þess að
halda framfærsluvísitölu innan
svokaliaðra rauðra strika. Þetta
leiddi til gífurlegrar fjölgunar bíla
á næstu misserum. Margt gekk
úr skorðum. Vegakerfið annaði
ekki lengur hlutverki sínu, áætlan-
ir bifreiðaumboða um sölu og lag-
erhald urðu úreltar og þenslan
varð sumum þeirra að fjörtjóni.
Reynsluiitlum bfleigendum fjölgaði
mjög, sem aftur leiddi til svo auk-
inna tjóna að kerfi tryggingaið-
gjalda og bóta riðlaðist. Ofan á
þetta allt saman hrikti í heilbrigð-
iskerfinu vegna þeirrar slysaöldu
sem gekk yfír. Hversu margar fjöl-
skyldur bíða þess aldrei bætur að
bifreiðaeign í landinu fékk ekki að
þróast á eðlilegan hátt á þessu
árabili? Og hvað ætli hafí farið í
súginn vegna „einnar lítillar van-
hugsaðrar stjómvaldsaðgerðar“,
jafnvel þótt hún væri þess líkleg
að verða til vinsælda?
Fyrir þremur áram var lagður
25% söluskattur og síðar virðis-
aukaskattur á allt einkaflug á ís-
landi. Á sama tíma vora opinber
gjöld til flugmálastjórnar marg-
földuð. Þessi snöggu umskipti urðu
á viðkvæmu sviði þar sem engin
gjöld höfðu verið allt fram að þeim
tíma. Innkaupsverð flugvéla, þjón-
usta flugvirkja og eldsneyti hækk-
aði um íjórðung. Nú er svo komið
að einkaflug er ekki nema svipur
hjá sjón. Flugvélar eru seldar úr
landi og grundvöllur til viðhalds
þeirra eða flugnáms nær enginn
orðinn. Hlekkurinn sem tengir upp-
eldi einkaflugmanna við atvinnu-
flugið er að bresta. Líklega láta
stjómmálamenn sér fátt um
fínnast. í þessu máli sem svo mörg-
um öðrum sjá þeir ekki samhengið.
Hér hafa verið nefnd tvö nýleg
dæmi um gífurleg áhrif stjóm-
valdsaðgerða. Því miður væri hægt
að halda áfram og fylla allar síður
þessa dagblaðs með viðlíka dæm-
um á flestum eða öllum sviðum
atvinnu- og þjóðlífs.
Fram á seinustu ár hefur ríkt
góðæri og stjómmálamenn jafnt
sem margir aðrir hafa látið gullin
tækifæri renna sér úr greipum til
nýtingar góðra ára í þágu þeirra
mögru. Þetta á m.a. við um ríkisfj-
ármál, fjárfestingar rikisstofnana
og fjárfestingar í atvinnulífinu.
Fyrir fáum áram hækkuðu sjávar-
afurðir stórlega í verði. Slíkt hefur
gerst æ ofan í æ án þess að því
væri mjög mikill gaumur gefinn í
þjóðhagslegu tilliti. Slík tekju-
hækkun hjá fyrirtækjageira, sem
tekur yfír 75% af útflutningsverð-
mæti er dæmd til þess að hafa
gríðarleg áhrif á allt þjóðlífið og
ekki bara til góðs. E.t.v. hefðu
stjórnmálamenn og forsvarsmenn
atvinnulífsins i sameiningu mátt
leita frekari leiða til að taka á
þeim vanda. Til dæmis með því að
gera útflutningsfyrirtækjum kleift
að veija tekjuaukanum í eigin
gjaldeyrissjóði gegn hárri ávöxtun
eða sérstökum skattaafslætti og
slá þannig á ótímabæra þenslu.
Sjóðunum hefði mátt veija til
lækkunar erlendra lána. Með því
næðist margþættur ávinningur.
Betri lánastaða og lægri vaxta-
greiðslur til útlanda. Ávinningur
af fyrmefndum gjaldeyrissjóðum
væri yfirvegaðri fjárfestingar og
framkvæmdir. Þannig myndi eftir-
spurn eftir umframvinnuafli á
þenslutímum minnka, spenna á
vinnumarkaði sömuleiðis og minna
yrði um launaskrið.
í hverju felst stöðugleiki?
Hér hefur lengi verið lenska og
færst í vöxt á síðasta áratug að
slengja einhveijum lausnum fram,
oft hugsunarlítið og án tillits til
afleiðinga. Hvers vegna er þetta
svona? Eru launakjör þingmanna
á þann veg að í raðir frambjóðenda
veljist síðra fólk en skildi? Er lausn-
in sú að fækka þingmönnum og
hækka laun þeirra til muna svo
að til Alþingis veljist hæfari menn?
Sígandi lukka er best fallin til
framfara. Það þýðir m.a. að
ákvarðanir eru teknar þannig að
horft er á líklegar afleiðingar fyrir-
fram en ekki eftir á, svo hægt sé
að láta kúvendingar daga uppi á
teikniborðinu eða leyfa atvinnulíf-
inu að laga sig að breyttum að-
stæðum á hæfilega löngum tíma,
ef breytingar era á annað borð
óumflýjanlegar.
Það er óþolandi að einstaklingar
og allt atvinnulífið geti sjaldnast
reitt sig á að það standi deginum
lengur sem stjórnmálamenn
ákvarða. Stjómmálamönnum verð-
ur að lærast að þeirra er að skapa
traustan þjóðfélagsramma.
Og nú á að kúvenda eitt skiptið
enn. Vegna tímabundins vanda
fjárlaga á að hnika til í virðisauka-
kerfínu á þann hátt að langtíma-
hagsmunum margra atvinnugreina
skal íhugunarlítið stefnt í voða.
Halda stjómmálamenn að stöðug-
leiki felist í því einu að hér ríki lág
verðbólga og festa í gengismálum?
Bjöhi Rúriksson
„Aðgerðir stjórnmála-
manna ættu að byggjast
á yfirvegun og háttvísi.
Þær ættu að byggjast á
gagnkvæmri virðingu
stjórnmálamanna og
þegna landsins. Þegar
öllu er á botninn hvolft
eru allir þessir aðilar á
sama báti. Stjórnvalds-
aðgerðir sem gripið er
til í fljótræði og taka
gildi með litlum sem
engum fyrirvara eru
tilræði við alla viðleitni
atvinnulífsins til stöð-
ugleika.“
Með þessu tvennu er einungis lagð-
ur sá grannur sem þarf að vera
til staðar svo atvinnulífið geti tek-
ið ígrundaðar ákvarðanir í málum
þróunar og íjárfestinga. Hvemig
má það vera að postulum stöðug-
leika þyki ekki tiltökumál að breyta
ytri skattaskilyrðum atvinnulífsins
sem nemur tugum prósenta! Og
svo dettur mönnum í hug í ræðu
og riti að hér á íslandi geti með
tíð og tíma vaxið upp alþjóðleg
fjármálamiðstöð á borð við Lúxem-
borg!!
Kúvent með bækur
í tuttugu og fimm ár var barist
fyrir því að söluskattur á bækur
yrði felldur niður. Langþráður sig-
ur náðist á fyrsta ári í nýju virðis-
aukaskattkerfi og fallist var á þá
grannröksemd að í rituðu máli
fælist kjölfesta menningar í land-
inu. í ólgusjó þjóðfélagsbreytinga
og erlendra áhrifa eru menningar-
leg rök enn brýnni nú en nokkra
sinni fyrr til þess að stutt sé við
ritað íslenskt mál svo það megni
að halda velli. í tvö ár í lítilli verð-
bólgu og æ stöðugra rekstrarum-
hverfi hafa útgefendur gert sínar
áætlanir og undirgengist skuld-
bindingar, gjörðir sem þeir geta
ekki með góðu móti breytt. Svipað
má segja um rithöfunda, prent-
smiðjur og öll önnur fyrirtæki í
greininni. Allt í einu skellur á póli-
tískt stormviðri. Innskattsfrádrátt-
ur skal felldur niður. Allar fyrri
ákvarðanir greinarinnar sem unnar
voru í traustu rekstrarumhverfi eru
þar með að engu orðnar og upp-
lausn fyrirsjáanleg. Þeirri öfugþró-
un er allt í einu hraðað að prent-
verk flytjist úr landi. Hafa stjórn-
málamenn hugmynd um hvers
vegna það er? Staðreyndin er sú
að við niðurfellingu innskatts verða
útgefendur að bera sjálfir kostnað-
araúka sem nemur e.t.v. allt að
18%. Þetta geta þeir með engu
móti gert og því verður að velta
honum út í verðlagið eins og mál-
um er háttað, en með ófyrirséðum
afleiðingum. Útgáfu á bókum öðr-
um en áformuðum metsölubókum
verður ýmist frestað eða hætt.
Metnaðarfyllri verk sem talið er
að seljist hægt en örugglega, verða
flutt úr landi, vegna þess að lager
þeirra má geyma í tollvörageymsl-
um og „flytja inn eftir því sem
þurfa þykir“. Með þessu er þekk-
ingu og metnaði í prentverki og
bókagerð á íslandi stefnt í voða,
og atvinnunni þar með. Óskandi
væri að stjórnmálamenn hugleiddu
þennan þátt.
Pólitísk tilraunastarfsemi
Auk útgáfustarfsemi er ljóst að
með niðurfellingu á innskattsfrá-
drætti er mjög vegið að ýmsum
öðram atvinnugreinum, m.a. sam-
göngum og ferðaþjónustu. Óskandi
er að stjórnmálamenn átti sig á
að þessar greinar era vaxtarbrodd-
ar í íslensku atvinnulífi og að klók-
ara sé að hlúa að þeim greinum
en tefla þeim í tvísýnu. Fyrir eigi
alllöngu voru sænskir stjórnmála-
menn seinheppnir í virðisaukamál-
um ferðaþjónustunnar þar í landi.
Með því að hækka álögur á þessar
greinar hefur erlendum ferða-
mönnum til Svíþjóðar stórlega
fækkað. Tekjuáform hafa snúist
upp í andhverfu sína fyrir samfé-
lagið og orðið að miklum tekju-
missi, jafnt fyrir atvinnugreinamar
sem hlut eiga að máli og ríkissjóð.
Vonandi beita íslenskir stjómmála-
menn sér ekki fyrir slíkri tilrauna-
starfsemi hér.
Fyrir nokkru hrundi hlutabréfa-
verð í Tókýó. Ein ástæðan var að
vextir á fjárfestingalánum voru
hækkaðir úr rúmum tveim í rúm
þijú prósentustig - segi og skrifa
um eitt prósent. Við þessa aðgerð
hrikti í japönsku fjármálalífi. Og
svo er ekkert tiltökumál þótt ís-
lenskt atvinnulíf búi við tífalda
raunvexti á við Japani, hvað þá
að dembt sé á það skattahækkun-
um sem nemi 10 til 20% í formi
niðurfellingar á innskatti!
Með auknu fijálsræði í peninga-
og fjármálum hefur þeim aðilum
íjölgað sem fjárfest hafa í ýmsum
hlutafélögum og með því ákveðið
að gerast virkir þátttakendur í at-
vinnulífinu í stað þess að geyma
sparifé sitt í fasteignum eða öðrum
peningaeignum. Hafa stjórnmála-
menn hugleitt að með lítt
ígrunduðum aðgerðum eru þeir að
eyðileggja ákvarðanir þessara
manna og letja þá til nauðsynlegr-
ar þátttöku í atvinnulífinu?
Stöðugleiki verður ekki til af
sjálfu sér. Bestu vopnin í baráttu
við að halda stöðugleika er að láta
breytingar ganga yfir á hæfilega
löngum tíma, og aðeins þær sem
að vel athuguðu máli eru til bóta.
Rétt er að láta hagkerfið um að
þróast af sjálfsdáðum, leyfa frum-
kvæði að njóta sín, vel að merkja
þar sem aðilar taka ábyrgð á eigin
gerðum. Umtalsverð röskun á ríkj-
andi ástandi, af Tivaða toga sem
er, er ávallt til vandræða. Aðgerð-
ir stjórnmálamanna ættu að byggj-
ast á yfirvegun og háttvísi. Þær
ættu að byggjast á gagnkvæmri
virðingu stjómmálamanna og
þegna landsins. Þegar öllu er á
botninn hvolft era allir þessir aðil-
ar á sama báti. Stjórnvaldsaðgerð-
ir sem gripið er til í fljótræði og
taka gildi með litlum sem engum
fyrirvara eru tilræði við alla við-
leitni atvinnulífsins til stöðugleika.
Og það sem verra er, við núver-
andi ástand eru þær tilræði við lífs-
afkomu fyrirtækja og starfsmanna
þeirra. Þær geta því skipt sköpum
um það hvort launþegar haldi
vinnu sinni eða ekki.
Höfundur er hagfræðimenntaður,
hann er bókaútgefandi og
fiugrekandi. Auk þessa erhann
landsþekktur ljósmyndari.
Norræn listahátíð í Bretlandi
Ég er meistarinn sýnt í London
LEIKRITIÐ „Ég er meistarinn“ eftir Hrafnhildi Hagalín verður
sýnt á norrænni listahátíð í Bretlandi sem fram fer seinnipartinn
í nóvember og er ísland eina Norðurlandaþjóðin sem setur upp
leiksýningu á hátíðinni. Gert er ráð fyrir 3 sýningum 16., 17. og
19. nóvember. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Sigurðardóttir.
Leikritið var sýnt 82 sinnum í engan hátt tengd uppfærslunni í
Borgarleikhúsinu á leikárinu
1990-1991 og hlaut Hrafnhildur
Hagalín m.a. Norrænu leikskálda-
verðlaunin fyrir leikritið. Verkið
fjallar um innbyrðist átök þriggja
tónlistarmanna sem allir eru gít-
arleikarar.
í samtali við Þóranni kom fram
að Norræna listahátíðin yrði ein
sú stærsta sinnar tegundar sem
haldin hefði verið á Bretlandi til
þessa. Hún sagði að undirbúning-
ur að uppfærslunni hefði staðið í
allt sumar og að ákveðið hefði
verið að senda út íslenska leikara
sem myndu túlka leikverkið á
ensku í þýðingu Önnu Yates. Þór-
unn sagði að uppfærslan væri á
Borgarleikhúsinu og að leitast
hefði verið við að fá Ieikarar sem
lært hefðu í Bretlandi en þeir eru
Gunnar Eyjólfsson og Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir. Baltasar
Kormákur sem einnig tekur þátt
í sýningunni lagði aftur á móti
stund _á leiklist hérlendis. Elín
Edda Árnadóttir sér um leikmynd
og Pétur Jónasson sér um tónlist-
ina en hann tók einnig þátt í upp-
færslunni í Borgarleikhúsinu.
Æfíngar eru nú þegar hafnar.
Þórunn sagði að Jakob Magn-
ússon, menningarfulltrúi íslands
í London, hefði verið aðalhvata-
maðurinn að uppfærslunni en
hann hefur yfiramsjón með fram-
kvæmd listahátíðiarinnar í Lond-
on fyrir Íslands hönd. Hún sagð-
ist hafa hitt Jakob í London þar
sem hann hefði verið með lista
yfír þau leikhús sem til greina
kæmu fyrir sýninguna. Þórann
sagðist hafa skoðað 8—10 leikhús
og hefur nú verið valið leikhúsið
Lyric Hammersmith sem hún
sagði að væri virt leikhús í Lond-
on. Þess má geta i þessu sama
leikhúsi þreytti Gunnar Eyjólfsson
frumraun sýna, eftir að hann lauk
námi í leiklistaskólanum Rada,
undir leikstjórn hins þekkta leik-
stjóra Peter Brooks.
Þórunn sagði að leikverkið „Ég
er meistarinn" hefði fengið mikla
auglýsingu erlendis og að mikil
eftirspum væri eftir íslenskum
leikhópum. Hún sagði að einstök
tækifæri mynduðust til ferðalaga
með leikverkið þar sem það væri
fámennt og þá sérstaklega þar
Þórunn Sigurð-
ardóttir
Hrafnhildur
Hagalín
sem það hefði fengið viðurkenn-
ingu erlendis. Þórunn sagði að
fulltrúar fleiri landa hefðu óskað
eftir því að verkið yrði sett upp í
sínum heimalöndum en engar
ákvarðanir hefðu verið teknar þar
að lútandi.
Þórann sagði að lokum að að-
standendur leikverksins væru
mjög bjartsýnir og spenntir fyrir
því að takast á við þessa upp-
færslu í London.
Þess má geta að leikritið „Ég
er meistarinn" hefur verið keypt
af Nye Theater í Osló og er fyrir-
hugað að sýna það um haustið
1993.