Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 1
80 SIÐUR B/C 236. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vonarsnauð framtíð Reuter Cedric Thornberry, háttsettur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að líklega væri orðið of seint að koma í veg fyrir að tugþúsundir Bosníumanna létu lífið úr hungri og kulda í vetur. Sagði hann að framundan væru meiri hörmungar en orðið hefðu í Evrópu frá því á dögum síðari heimsstyijaldar. Myndin var tekin í flóttamannabúðum í Norður- Bosníu en til stendur að loka þeim á næstunni. Fólkið vill þó vera um kyrrt þrátt fyrir ömurlegar aðstæður enda á það í engin hús að venda. Enginn árangur í GATT-viðræðum Aukin kreppa tak- ist ekki samningar Hong Kong. Reuter. VERÐI ekki gengið frá nýjum GATT-samningi fljótlega mun samdrátt- urinn í efnahagslífi flestra ríkja stóraukast. Kom þetta fram hjá Arth- ur Dunkel, framkvæmdasljóra GATT, í Hong Kong í gær. George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir í bréfi, sem hann hefur sent leiðtog- um Evrópubandalagsins, EB, að sljórn sín geti ekki teygt sig iengra í samkomulagsátt en EB og Bandaríkin deila um hve mikið skuli skor- ið niður í útflutningsuppbótum á landbúnaðarvörur. „Ástandið í efnahagslífi heimsins er nú þannig, að beri viðræðurnar engan árangur fljótlega blasa við okkur alvarleg vandamál. Ég trúi ekki, að nokkur ríkisstjóm vilji axla þá ábyrgð og kannski, að nýr samn- ingur verði jólagjöfín til heimsbyggð- arinnar í ár,“ sagði Dunkel á árlegri efnahagsmálaráðstefnu ríkja í Evr- ópu og Austur-Asíu. Það sem kemur í veg fyrir samn- ing er ágreiningur Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins, EB, um út- flutningsuppbætur á landbúnað- arvörur og raunar vilja Frakkar ein- ir EB-þjóða ekki fallast á neina umtalsverða lækkun. „Ef við nýtum ekki þetta tækifæri til að hleypa nýju lífi í heimsviðskipt- in og efla þar með hagvöxt er hætt við, að afleiðingin verði viðskipta- stríð þjóða í millum," segir Bush í Afstaða EB-nefndar danska þingsins tíl Maastricht-sáttmálans Krefjast sérsamninga við Evrópubandalagið bréfínu til EB-leiðtoganna. Lorenz Schomerus, aðstoðarefna- hagsmálaráðherra Þýskalands, deildi hart á afstöðu Frakka á ráðstefn- unni í Hong Kong en sagði þó, að þýska ríkisstjómin væri ekki úrkula vonar um einhvem árangur á leið- togafundi EB-ríkjanna, sem hefst í Birmingham á Englandi í dag. --------------------------- Finnland Stóráföll hjá bönkum Helsinki. Reuter. GÍFURLEGT tap var á rekstri þriggja stærstu bankanna í Finn- landi á fyrstu átta mánuðum þessa árs samkvæmt uppgjöri, sem birt var í gær, á „Svarta fimmtudeginum" eins og Finnar kalla hann. Tapið á rekstri tveggja helstu viðskiptabankanna, KOP og Unitas Oy, var samtals um 50 milljarðar ÍSK. og SKOPBank, eins konar seðlabanki sparisjóðanna fínnsku, tapaði um 20 milljörðum. Væru bankarnir um það bil gjaldþrota ef ekki kæmu til greiðslur úr sérstök- um tryggingarsjóði en auðsýnt þyk- ir, að ríkið verði að leggja banka- kerfinu til enn meira fé á næsta ári. Kaupmanaahðfn. Heuter. D ANIR kynntu í gær tillögur sínar um hvernig höggva beri á þann hnút sem þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku um Maastricht-sáttmálann olli og sögðust vilja vera undanskildir ákvæðum sáttmálans um sameig- inlega varnarstefnu Evrópu- bandalagsins (EB), sameiginlega Treuhand-stofnunin, sem sér um að selja og endurskipuleggja fyrir- tæki í austurhlutanum með einka- væðingu í huga, hefur farið ofan í saumana á þúsundum þeirra og met- ur þau nú í mesta lagi á 81 milljarð marka en upphaflegt mat var 625 milljarðar marka. Var það byggt á upplýsingum frá fyrrverandi stjórn- völdum í austurhlutanum en komið hefur í ljós þær voru að miklum hluta út í hött eða beinlínis falsaðar. mynt og þegnréttindi. „Okkur verður að takast að tryggja okkur sérstakan samning ef Danmörk á að vera aðiU að Evrópubandalag- inu áfrarn," sagði Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur. Schlúter lét þessi orð falla eftir fund EB-nefndar danska þingsins, þar sem samkomulag náðist um til- Einkavæðingunni í austurhluta Þýskalands á að vera lokið árið 1994 og er búist við, að hún kosti Treu- hand-stofnunina að minnsta kosti 250 milljarða marka en kostnaðurinn felst að mestu í endurskipulagningu fyrirtækjanna og í bótum vegna eigna, sem kommúnistar þjóðnýttu. „Þennan arf verðum við öll að axla, alríkisstjómin og fylkin," sagði Wa- igel. lögumar, sem verða kynntar á leið- togafundi EB í Birmingham í dag. Hann sagði ennfremur að Danir þyrftu líka hugsanlega að vera und- anskildir áformum EB um samvinnu á sviði löggæslu og myndu áskilja sér rétt til að hafa eigin félagsmála- stefnu. Danir vildu aukið lýðræði innan bandalagsins og að íhlutun framkvæmdastjómarinnar yrði sem minnst við ákvarðanatöku. Forsætisráðherrann tjáði sig ekki um hvemig stjórnin hygðist bregðast við ef önnur EB-ríki héldu þeirri af- stöðu til streitu að ekki væri hægt að hefja samningaviðræður um breytingar á Maastricht-sáttmál- anum. Dönsku flokkarnir, sem studdu sáttmálann í þjóðaratkvæða- greiðslunni, vilja viðamiklar breyt- ingar á honum eða viðauka, sem hafi lagagildi, til að ömggt verði að Danir samþykki hann í næstu þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem ráðgerð er á næsta ári. Danska stjómarandstaðan hefur krafíst þess að Danir fái sér- stakan samning sem hafí lagagildi. Schluter sagði þetta æskilegt og kvað slíka lausn mögulega án þess að hefja samningaviðræður að nýju. Stjómarerindrekar í Brussel sögð- ust efins um að önnur EB-ríki léðu máls á því að Danir yrðu undanskild- ir því sem næst öllum helstu ákvæð- unum í sáttmálanum, óháð því hvort sá samningur hefði lagagildi eða ekki. A-þýskur iðnaður stórlega ofmetinn Berlín. Reuter. IÐN- og atvinnufyrirtæki í Austur-þýska alþýðulýðveldinu voru miklu minna virði en áætiað var þegar þýsku ríkin sameinuðust. Skýrði Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, frá þessu í gær og þykir þetta skýra gífurlegan kostnað þýska ríkisins við uppbygginguna í austur- hlutanum. Reuter Clinton á kosningaskokki Forseta- og þingkosningarnar í Bandaríkjunum nálgast óðum og það er hart barist á síðasta sprettinum. Hér er Bill Clinton, frambjóðandi demókrata, að skokka í Williamsburg í Virginíu en bærinn er eitt þjóð- minjasafn þar sem flest er með sama sniði og á nýlendutímanum, þar á meðal klæðaburður íbúanna. í gærkvöld eða nótt að okkar tíma reyndu frambjóðendumir, Clinton, George Bush forseti og Ross Perot, með sér öðm sinni en þriðja og síðasta viðureignin verður næstkom- andi mánudagskvöld. Sjá „Ásakanir um_“ á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.