Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 9 Spádómar Biblíunnar Daníelsbók Námskeið um hrífandi spádóma Biblíunnar hefst þriðjudag- inn 20. október kl. 20 á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík. Efni spádómsbókar Daníels verður sérstaklega tekið til meðferðar. ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS, einnig öli námsgögnin. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Ótrúlegir atburðir gerast á okkar dögum, og hafa spádóm- ar Biblíunnar mikið að segja um þá. Þessir spádómar boða að stórkostlegir atburðir. eigi enn eftir að gerast, jafnvel á okkar dögum. Nánari upplýsingar og innritun í síma 67 92 70 á skrifstofu- tíma og í síma 68 09 89 utan skrifstofutíma. MaxMara Ný sending afglæsilegum kvenfatnabi frá ítalska tískuhúsinu MaxMara. ____Mari_________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - Sími 91-62 28 62 X JEAN D'AVEZE Kynning í dagfrá kl. 13—18 á nýju Jouvence Actif kremlínunnifrá Jean d’Aveze. Mikligarður við Sund. Verslunin veitir 10% kynningar- afslátt af öllum Jean d’Aveze vörum meðan á kynningu stendur. Færeysk reynslusaga Alþýðublaðið segir í forystugrein: „Það liggnr í augum uppi, að samdráttur i þjóðfélaginu kallar á aukinn niðurskurð í ríkis- útgjöldum. Hugmyndir sljómarandstöðunnar um aukin rikisútgjöld myndu gera það eitt að verkum að halli á ljárlög- um myndi enn aukast, grípa yrði til stórfelldra skattahækkaná, auka er- lend lán, sem nú þegar hafa farið yfir hættu- mörkin, eða fella gengið til að búa til gervilausn fyrir útflutningsgrein- amar; aðgerð sem í raun þýðir verðbólgu og upp- lausn á vinnumarkaði. Velferðin, sem er aðals- merki jafnaðarstefnunn- ar, er pólitík til lang- frama, ekki skyndilausn. Með því að grafa undan efnaiiagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er verið að grafa undan framtíð vel- ferðar. Traustur efna- hagslegur grunnur er forsenda sjálfstæðis og afkomu allrar þjóðarinn- ar. Dæmið frá Færeyjum minnir okkur Islendinga illilega á, hve skammt er milli góðæris og hinna mögm ára hjá smáþjóð sem býr við fábrotið at- vinnulíf. Það er rétt jafn- aðarstefna að beijast fyr- ir minnkandi ríkisút- gjöldum á tímum sam- dráttar og raunar er allt- af brýn ástæða að hafa hemil á ríkisútgjöldum og sjálfvirkni þeirra; dæmið frá Færeyjum sýnir okkur afar vel hvað gerist þegar þjóð glatar fjárhagslegu sjálfstæðu sínu. Fjárhagslega ósjálf- stæð þjóð er ófrjáls þjóð.“ EES - ný og fleiri atvinnu- tækifæri Síðan segir Alþýðu- blaðið: Jafnaðarstefna á tímum samdráttar 5að skeið samdráttar og stöðnunar í hagvexti sem nú stendui yfir á fslandi, hefur orðið mönnum tilefni ýmissa hugleiðinga Meðal annars hefur verið um það spurt hvoit flokkur sem kenn- ir sig við jafnaðarstefnuna, geti tekið þátt í umfangsmiklum nið urskurði á ríkisgjöldum sem rýri velferðarkerfið. Jafnframt ei þeirri spumingu oft velt upp, hvoit jafnaðarmenn verði ekki að stuðla að ríkisaðgerðum sem efla atvinnulífið og minnka at vinnuleysi hérlendis. Spurt er í hnotskum, hvort Alþýðuflokkur ^^ufibmgðistjafhaðarstefnunni átímumsamdráttar. Hefur Alþýðuflokkurinn brugðizt jafnaðarstefn- unni? Alþýðublaðið veltir fyrir sér í forystugrein (16. október sl.) hvort Alþýðuflokkurinn, sem kennir sig við jafnaðarstefnu, hafi brugðizt þeirri stefnu á tímum samdrátt- ar í þjóðarbúskapnum. „Efling atvinnulífsins er nauðsynleg til að auka hagvöxt og fá hjól at- vinnulífsins til að snúast hraðar en nú er. Sú efl- ing er ekki bezt fram- kvæmd með þvi að pumpa ríkisfé í atvinnu- greinarnar. Innspýting ríkisfjár í atvinnulífið skapar oft meiri vand- ræði en hún leysir. Dæm- in úr fiskeldinu og loð- dýraræktinni segja sína sögu. Þvert á móti er það hlutverk ríkisvaldsins að skapa réttar aðstæður til að atvinnulífið megi dafna. Það er í anda jafn- aðarstefnunnar að standa vörð um atvinnu almennings. Það gerir jafnaðarflokkur ekki með því að blása til and- stöðu við vinnuveitendur sem nú eiga i rniklum erfiðleikum. Þjóðarsátt er nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Jafn- aðarflokkur í ríkisstjórn á að beijast fyrir minnk- andi álögum á atvinnulíf- ið til að skapa því betri rekstrarskilyrði. Það hefur Alþýðuflokkurinn gert. EES-samningurinn veitir einnig ný og fleiri tækifæri fyrir atvinnulíf- ið. Samþykkt samnings- ins getur haft úrslitaþýð- ingu, hvort við náum að byggja upp fiskvinnsluna heima fyrir og höslum okkur völl erlendis með unnar sjávarafurðir. Þetta hefur Alþýðuflokk- urinn lengi skilið og bar- ist fyrir EES-samningun- um, tilurð hans og sam- þykkt. Sterkt atvinnulíf er forsendan fyrir at- vinnu og velferð á Is- landi. Þess vegna beijast ábyrgir jafnaðarmenn fyrir fijálsu og sterku atvinnulifi. Samdráttur og kreppuástand í þjóð- lífinu á ekki að vera merki inn afturhvarf til jafnaðarstefnu kreppu- áranna, heldur þvert á móti; samdrátturinn í þjóðfélaginu á að vera hvatning til að fram- kvæma nútímalega jafn- aðarstefnu svo þjóðfélag- ið vinni sig út úr vandan- um án þess að missa sjón- ar á samhjálpinni og leggja drögin að varan- legri framtíð." Sænska for- dæmið Forystugrein Alþýðu- blaðsins, sem hér er vitn- að til, kemur heim og saman við stefnu og starfsáætlun rikissljórn- ar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins: VeJ- ferð á varanlegum grunni. Þar er tekið und- ir þá eðlilegu kröfu skatt- greiðenda, sem eru þorri þjóðarinnar, að ráðdeild ráði ferð í ríkisbúskapn- um, ekki sizt á samdrátt- artímum þegar fólk og fyrirtæki verða að rifa seglin. Það ber að fagna þvi að Alþýðublaðið tekur nú orðið undir þau sjónar- mið, að atvinnulifið — fyrirtækin — eigi að hafa skilyrði til arðs og vaxt- ar, en á það skortir í þrengingum líðandi stundar. Þetta viðhorf til atvinnuveganna er rök- rétt. Atvinnulífið, verð- mætasköpunin í þjóðar- búskapnum, hefur verið, er og verður kostnaðar- leg undirstaða lifskjara og velferðar, þar á meðal félagslegrar þjónustu hvers konar á vegum rík- is og sveitarfélaga. Ríkisstjórnin má gjaman ganga betur fram í þeirri viðleitni að búa atvinnulífinu betri starfsskilyrði. Stjómar- andstaðan ætti einnig að láta af neikvæðu nöldri, sem fólk er orðið lang- þreytt á, og fara að for- dæmi sænsku stjómar- andstöðunnar um sam- átak stjómmálaflokka gegn vandanum í ríkis- og þjóðarbúskapnum. Það væri í anda þjóðar- sáttarinnar frá 1990, sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu að veruleika. Það er meginmál að skapa atvinnulíflnu betri skil- yrði til vaxtar; til að fjölga störfum á tímum atvinnuleysins og til að stækka skiptahlutinn á þjóðarskútunni, sem skroppið hefur saman síðustu fimm, sex árin. Hirschmann Rétt loftnet tryggir góða móttöku! HIRSCHMANN loftnetin eru viðurkennd gæðavara og hefur áratuga reynsla hérlendis sannað gæði þeirra og endingu. Enginn býður meira úrval af öllum gerðum loftneta, gervihnattadiskum, fylgihlutum, mögnurum og lagnaefni en HIRSCHMANN! Borgartúni 22 ® 61 04 50 SlMINN ER 689400 BYGGT & BUIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR T1L FJÁR STRAUJÁRN «1 I DAG Á KOSTNAÐARVERÐI byggtÖbÖiö I KRINGLU.NNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.