Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 10

Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 10
ii - st?et M3aó'r>to ,ðt HiroMtJTgfoi QU3AJanuo>ioMi 1 ö MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992' Aðalleikarar kvikmyndarinnár Lúkasar, f.v. Juri Javet sem leikur Albert, Ain Lutsepp sem leikur titilhlutverkið og Ita Ever sem leik- ur Lísbet. LÚKAS ÍSLENSK-eistnesk-danska kvikmyndin Lúkas verður frumsýnd í dag í Stjömubíói. Leikstjóri myndarinnar er Tönu Vivre og höfundur hand- rits er Guðmundur Steinsson, en Lúkas byggist á samnefndu verki Guðmundar sem sýnt Var fyrir allnokkrum ámm í Þjóðleikhúsinu. Myndin fjallar um eldri hjón sem eiga von á Lúkasi til kvöldverðar og togstreituna sem kviknar milli persónanna þegar hann loks kemur. Óðram þræði fjallar verkið um átök undirokaðs fólks og harðstjóra." Leikstjóri, höfundur og þýðandi Lúkasar, f.v. Tönu Vivre, Guðmund- ur Steinsson og Arvo Alas. Nýjar bækur ■ Þriðja og lokabindi bók- arinnar Fólkið í Firðinum. Þar birtast 220 ljósmyndir af eldri Hafnfirðingum, oft tekn- ar á fömum vegi í Hafnarfirði og æviágrip 296 einstak- linga. Þá fylgir nafna- skrá um alla þá sem mynd- ir eru af í þeim þremur bindum sem komin eru út. Höfundur texta og mynda er Ámi Gunnlaugs- son lögfræðingur, sem jafn- framt er útgefandi bókarinn- ar. Fyrirtækið Prisma í Hafnarfírði sá um prent- vinnslu lokabindisins, en Fé- lagsbókbandið Bókfell hf. um bókband. Bókin fæst hjá höf- undi og kostar 3.200 krónur. Öll bindin kosta 6.500 krónur. ■ Húsdýrin og í fjörunni eftir Guðmund Pál Olafsson er heiti á tveimur barnabókum í bókaflokknum Milli himins og jarðar. I kynningu segir að bóka- flokkurinn sé einfaldur að gerð og bygg- ist fyrst og fremst á ljós- myndum sem tala sjálfar sínu máli. Guðmundur Texti er lítill Páll ólafsson. en skýrir frá aðalatriðum er ung böm, sem bækumar eru ætlaðar, vilja vita. Mál og menning gefur bókina út. Prentsmiðjan Oddi sá um litgreiningar og prentun. Verð hvorrar bókar er 990 kr. ■ Skoðum landið, ferða- handbók barnanna eftir Björn Hróarsson, jarðfræð- ing. í kynningu segir að af bókinni eigi börn að geta lært sitthvað um ýmis nátt- úrufyrirbrigði og áttað sig á hvað er há- lendi, lág- lendi, dalur, fjörður, ijara, hólmi, lón, hver, svo fátt sé nefrlt. Útgefandi er Mál og menn- ing. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Bókin kostar 1.190 krónur. Silla sýnir í Nýlista- safninu Sigurlaug Jóhannesdóttir, Silla, opnar sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 17. október kl. 16.00. Á sýningunni eru verk úr hross- hári og gieri. Silla hefur sýnt víða bæði hér á landi og erlendis. Hún var eini íslendingurinn sem tók þátt í baltneskum triennal í Tallin í Eist- landi og var einnig með verk á textr- íltriennal í Lodz í Póllandi, Sýningin er í neðri sölum Nýlista- safnsins og opin frá kl. 14.00-18.00 alla daga, Henni lýkur 1. nóvember. „í bríaríi hafði ég sent verkið til útgefanda að áeggjan Pólverja sem þýddi Stundarfrið og Lúkas yfír á pólsku,“ segir Guðmundur Steinsson í spjalli við Morgunblaðið. „En það kom mér hins vegar á óvart að fregna að Lúkas væri kominn í hendur Eist- lendings sem vildi þýða það og væri raunar langt kominn." Arvo Alas þýddi verkið, en hann er nú sendi- herra Eistlands á íslandi, í Noregi og Danmörku. „Menningartengsl eru mjög mikilvæg fyrir tvær smáþjóðir eins og ísland og Eistland," segir Alas, „því báðar þjóðirnar hafa varð- veitt sérkenni sín og tungumál þjóð- anna hafa verið staðfesting á tilvist þeirra. Við lítum á samstarfið með Lúkas sem tákn til að staðfesta vilj- ann til menningartengsla og vekja þau til lífsins. Fá norræn stórvirki hafa verið þýdd og gefin út í Eist- landi, en íslenskar bókmenntir eru samt frekar þekktar þar. Þannig les- um við bæði yngri og eldri Eddu, töluvert af smásögum eftir ýmsa höfunda og skáldsögur Haildórs Lax- ness og leitum mestmegnis eftir þjóð- legum einkennum. íslensk leikrit eru ekki sérstaklega kunn í Eistlandi, en þegar ég las Lúkas fann ég hjá mér sterka löngun til að þýða verkið. Leikritið fjallar fremur um mann- eskjuleg efni en þjóðleg og hafði því víða skírskotun. Þegar ég hafði þýtt verkið var ljóst að ekki væri hægt að setja það upp vegna ytri að- stæðna, en í dag er það mjög tíma- bært. Þegar ég benti leikstjóranum Tönu Vivre á Lúkas hreifst hann mjög og vildi kvikmynda verkið." Tönu Vivre hefur lengi verið leik- húslistamaður, leikstýrt árum saman og gert leikmyndir fyrir hundruð mismunandi sýninga. Hann þekkir því möguleika leikhússins ágæt- lega.„Þegar ég las Lúkas gerði ég mér grein fyrir að leikritið býður upp á ýmsa fleti sem ekki er hægt að útfæra í sama mæli í leikhúsi og í kvikmynd. Þess vegna er í kvikmynd- inni að fínna ítarlegri útfærslu og túlkun á einstökum atriðum. Leikar- arnir eru þrír, en herbergið og hús- munir leika með ásamt tónlist, þann- ig að verkið er marghliða. Mikilvæg áhersla er lögð á að manneskjur eru bundnar mjög mismunandi tengslum og vægi þeirra er ólíkt.“ - Stóð þér nærri að túlka komu Lúkasar inn í friðsælan heim hjón- anna sem innrás og tengsl persón- anna sem valdabaráttu, í ljósi ný- fengins frelsis Eistlands undan er- lendu valdi? „Við sýndum kvik- myndagagnrýnendum eistneskra Qölmiðla Lúkas fyrir.ferð okkar til Islands og fengum mjög sérstök við- brögð. Einn sagði að Lúkasi svipaði til nýja forsætisráðherrans okkar, þannig að kannski verður myndin bönnuð í Eistlandi! En gömlu gagn- rýnendurnir sögðu að Lúkas minnti á Lenín vegna föðurlegrar ímyndar sinnar og alltumvefjandi faðms. Ég hef gaman af öllum bollaleggingum, því vegna þess hvað lög myndarinnar eru mörg eru túlkunarleiðirnar óteljandi." Eðlis síns vegna gerist Lúkas í lokuðu rými og framvindan byggist upp á vangaveltum og átökum orðs- ins. Telur Vivre að austur-evrópsk kvikmyndagerð muni taka meira mið af vestræna iðnaðinum í framtíðinni, sem einkennist nú af hröðum klipp- ingum og óstöðvandi keyrslu? „Það er óvíst hvert stefnir,“ segir Vivre, „ en líklega mun gæta til- hneigingar til að flýta frásagnarmát- anum. Sérstaklega þar sem við erum ekki lengur bundnir af hugmynda- fræði kvikmynda sem voru hálfgeð- klofa, né þurfum við að bijóta okkur leið gegnum nefndarfargið. Ágætur eistneskur gagnrýnandi sagði eitt sinn: Auðveldara er fyrir úlfalda að komast gegnum nálarauga en kvik- mynd gegnum bákn ríkisstofnunar, og hafði afskaplega rétt fyrir sér. Vissulega ráðum við ekki ennþá yfír sömu tækni og notuð er á Vestur- iöndum, en þar er kóminn tími til að snúa aftur til manneskjunnar. Við dveljumst enn hjá manneskjunni en þurfum hins vegar að bæta tækja- búnaðinn." - Sú kenning hefur komið fram að verkið íjalli um annað og meira en samskipti persónanna, og þá um valdið. Finnst höfundi verksins að kvikmyndin gera meira úr þessum þætti en leikhúsuppfærslur verksins? „Það er annað er að sjá verk á sviði en á tjaldi þar sem persónurnar eru ekki lengur raunverulegar," seg- ir Guðmundur. „í leikhúsi upplifír áhorfandinn augnablikið með persón- um af holdi og blóði. Sá munur verð- ur alltaf. En kvikmynd getur gert mörgu betri skil en sviðsleikur, þótt það fari eftir uppfærslum. Sem kvik- mynd höfðar Lúkas sterkt til mín, því hún býr yfír þáttum sem ég upp- götvaði ekki fyrr en ég skrifaði verk- ið og eftir að skrifum lauk. Ómeðvit- aðir hlutir komu fram og birtust mér í nýju ljósi. Áhugi Vivre beindist fyrst ,og fremst að persónum verksins og það er meira lagt upp úr tengslum þeirra en valdinu almennt, þótt ekki leyni sér hver ráði. Hvergi er sagt . beinum orðum hver Lúkas er, en eðlilegt er að álikta að um son og foreldra sé að ræða. Og óneitanlega eru tengslin eins djúp og þau geta verið milli sonar og foreldra og sér- staklega sonar og móður. Forsenda verksins eru þessi djúpstæðu tengsl. Ég vissi það samt ekki fyrr en ég var búinn að skrifa leikritið, því ef maður þekkti forsendumar áður væri til lítils að skrifa. Leikstjórinn gerði sömu uppgötvanir og ég gerði á sínum tíma. En list verður aldrei skilgreind, hún er handan hennar eins og lífíð sjálft, þótt gaman þyki að fjalla um hana á heimspekilegu sviði.“ Frá upphafi tónleikanna í Langholtskirkju. Safnað fyrir orgeli - tón- leikar í Langholtskirkju Tónlist Ragnar Björnsson Saga er sögð frá Bæjaralandi þýskra, að kaupa skyldi nýtt orgel í kirkju eina, en gamla pípuorgelið var byijað að gefa sig að ráði. Sóknarnefndin var ekki samhuga um hvers konar orgel skyldi keypt. Til greina kom pípuorgel eða, og of margir voru því fylgjandi, að keypt yrði rafmagnshljóðfæri með mögnurum og hátölumm, sem yrði ólíkt ódýrara fyrir söfnuðinn. Nú var úr vöndu að ráða fyrir fylgjendur pípuorgelsins, en lengra náðu sættir ekki en að söfn- uðurinn skyldi sjálfur ákveða hvort hljóðfærið keypt yrði, og átti það val að fara fram að lok- inni messu ákveðinn sunnudag. Þá skyldi og hljóðfærið með mögn- urunum og hátölurunum komið upp á orgelloft við hlið gamla org- elsins og fengnir orgelleikarar frá báðum aðilum til þess að leika á orgelin. Sunnudagurinn rann upp, messunni var lokið, kirkjan þétt- setin og orgelleikari rafmagns- hljóðfærisins mættur. Organisti kirkjunnar, sem í þessu tilfelli var kirkjutónlistarstjóri Bæjaralands, var ekki mættur til leiks, en sá hét Friedrich Högner og var hann jafnframt prófessor við tónlistar- háskólann í Múnkaþverá. Þegar söfnuðurinn hafði beðið í 20 mín- útur án þess að Högner birtist var hann farinn að ókyrrast og sókn- amefnd bað því organista raf- magnshljóðfærisins að byija sitt spil, hvað hann og gerði. Að þeim leik loknum var Högner mættur og lék í 20 mínútur á gamla pípu- orgelið. Þegar dómur safnaðarins um orgelvalið lá fyrir, kom í ljós að allir höfðu valið pípuorgelið. Ég spurði Högner síðar að því hvort saga þessi væri sönn og hvers vegna hann hefði látið bíða eftir sér. Sagan er sönn, sagði hann, og ástæðan fyrir því að ég lét bíða eftir mér var, að ég treysti því að þegar söfnuðurinn hefði hlustað á tón rafmagnsorgelsins í 20 mínútur, mundi' eyrað örugg- lega greina muninn á tóngæðum rafmagnshljóðfærisins og gamla pípuorgelsins. Kannske segi ég þessa sögu vegna þess að að mörgu er að hyggja þegar valið er orgel, þótt hér sé ekki um að ræða að velja milli orgels með hljóðmagnara og klassísks pípu- orgels. Sannarlega er kominn tími til að Langholtskirkja eignist gott orgel og þótt miklu fyrr hefði ver- ið. Rétt er það sem Jón Stefánsson sagði, að hljómmagn og gæði org- els færi ekki eftir raddafjölda. Þó segir það kannske ekki alveg alla söguna. Til hverrar þjónustu er orgelið ætlað? Er því ætlað að þjónusta guðsþjónustur, eða á það jafnframt eða kannske fyrst og fremst að vera konsert-orgel, og þá fyrir hvaða orgelbókmenntir aðallega, og hvar í kirkjunni á að staðsetja hljóðfærið? Á það að vera á bak við altarið, tæplega fyrir framan, á það að vera til hliðar, eða á að staðsetja það uppi á lofti? Þetta eru allt spurningar sem meta verður eftir raddafjölda orgelsins, og raunar mörg fleiri atriði. Vonandi verður öllum ráð- um hér rétt ráðið, því hér er um mikla peningaupphæð að ræða og endanlega skiptir kannske ekki mestu máli hvort hljóðfærið verður 5—10 milljónum krónum dýrara, en í upphafí var áætlað ef vel tekst til. Með „kammerhljómsveit", Langholtskómum, mörgum af okkar bestu söngvurum, bæði á sígildu og dægurlaga sviði, Jón Múla sem kynni og Jón Stefánsson á stjórnendapalli var spjallað og sungin í tvo klukkutíma mörg okkar vinsælustu dægurlög við mikla hrifningu áheyrenda. Með „bravúr“ er af stað farið og von- andi helst það þar til orgelið er komið á sinn stað. Ámi Gunnlaugsson Bjöm Hróarsson SF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.