Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 12

Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Engu má sleppa Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar. Lína Langsokkur eftir Astrid Lind- gren. Tónlist: Georg Riedel. Þýðandi: Þórarinn Eldjárn. Leikstjórn: Þráinn Karlsson. Leikmynd: Hallmundur Krist- insson. Búningar og dýr: Anna G. Torfadóttir. Tónlistarsljórn: Michael Jón Clarke. Dansar: Lína Þorkelsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Sagan af Línu Langsokk er þeim kostum búin, að böm þreyt- ast seint á að heyra hana aftur og aftur, jafnvel þótt skammt líði á milli og frásagnarhættir séu með ýmsu móti. Það sem mestu skiptir er að engu sé sleppt. Gild- ir það lögmál og um ýmsar gaml- ar ýkjusögur, sem varðveist hafa og sagðar voru einvörðungu til skemmtunar. í bernsku hafði ég mikið dálæti á sögunni af Búkollu og síðar sagði ég hana börnum mínum og nú bamabömum. Og ég hef komist að því, að það skipt- ir miklu máli ennþá, að engu sé sleppt og aldrei vikið frá fastmót- uðum söguþræði. Fari svo, þá er sögumaður hiklaust spurður hvort hann sé orðinn gleyminn og sí- fellt áminntur, ef hann hyggst stytta sér leið í þeirri von, að svefn sígi ungum hlustendum á brár. Í fyrstu þótti mér það hæpið val, þegar Leikfélag Akureyrar hóf nýtt starfsár með frumsýn- ingu bamaleikritsins um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Lína hefur síður en svo legið í þagnargildi hér á landi allt frá því ritstjóri norður á Akureyri, hagyrðingurinn Jakob Ó. Péturs- son, þýddi skáldsögu Astrid Lind- gren fyrir margt löngu, og senni- lega áður en skáldkonan varð heimsfræg. Það efaðist enginn um það fyrir norðan, að það hlyti að vera smellin bók úr því að Jakob þótti taka því að snúa henni á íslensku, en næmt skopskyn hans var alkunnugt og birtist ósjaldan í bráðsmellnum ferskeytlum. Allt frá því sagan kom fyrst út hér á landi hefur hún margsinnis verið endurútgefin og leikgerð hennar víða sviðsett, kvikmynd sýnd og þá hefur sjónvarpið ekki leitt hana hjá sér. Á fmmsýningu Leikfélags Ak- ureyrar komst ég að raun um, að þar var ekki slegið 'neitt vind- högg. Ungir áhorfendur nutu þess að hitta Línu ennþá, já ljóslif- andi, og þannig var um hnúta búið, að engu var sleppt. Sýningin er vönduð og hæfilega hröð. Traust og myndræn leikmynd Hallmundar Kristinssonar gladdi augu. Húsið að Sjónarhóli er þar meginatriði, nostursamlega unnið og gætt lífi gamalla bygginga. Aðrar sviðsmyndir miðast við, að hægt sé að hraða skiptingum, ein- faldar í sniðum og veltur því á réttri beitingu ljósa, sem ekki bregst fremur en fyrri daginn hjá Ingvari Bjömssyni. Anna G. Torfadóttir myndlistarmaður hef- ur hannað búninga og dýr. Er verk hennar í fyllsta samræmi við sviðsmyndir og persónur og ekki kastað til höndum. Draumsýn Línu af foreldrum hennar, þegar sjóræninginn Langsokkur líður upp úr djúpinu með dansandi grænklæddum öldum, er prýði- lega gerð og veltur ekki síst á búningum og gervum, ásamt dansi, sem Lína Þorkelsdóttir stjórnar. Þó þykir' mér helst til mikils áhersla lögð á austurlenska litadýrð og dulrænan svip engils- ins, sem yfir trónir. Hefði hann mátt vera í hefðbundinni, hvítri og barnslegri mynd þeirra góðu, gömlu glanskorta, sem við þekkj- um, og þá fallið betur að heildar- mynd. Hér er einungis um list- fræðilegt sjónarmið að ræða. Hljóðfæraleikur er fluttur af bandi og er undirleikur við söng óþarf- lega sterkur í vönduðum hljóm- flutningstækjum leikhússins. Saknaði ég þess að hafa ekki hljóðfæraleikara með í sýning- unni. Leikstjóm Þráins Karlssonar er örugg og val leikara hefur tek- ist með ágætum. Bryndís Petra Bragadóttir er þóttmikil Lina og leikur hennar ber vott um einlæga leikgleði og jafnframt ögun þess, sem kann vel til verka og ber virðingu fyrir listinni. Anna og Tomnu eru leik- in af Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdótt- ur og Ingvari Má Gíslasyni, sem bæði em sviðsvön og nálgast óð- um þau aldursmörk að verða segja skilið við bamahlutverk. Þau eru bæði eðlileg og óþvinguð og sam- leikur þeirra og Bryndísar Petru er góður. Sigurveig Jónsdóttir er frábær Prússólín, fulltrúi bama- verndarnefndar og vekur að von- um mikla kæti með ýktu látæði. Það gerir og Aðalsteinn Bergdal, sem er eins og klipptur út úr teiknimyndasögu í hlutverki Klængs lögregluþjóiis og hefur lag á að túlka þá góðlegu skrípa- mynd með útliti, látbragði og réttri framsögn. Er allt við hæfí og getur ekki í ævintýralegum afkáraskap ruglað mat ungra áhorfenda á löggæslumönnum veruleikans. Sigurþór Albert Hei- misson í hlutverki Hængs fylgir fast á hæla Aðalsteini eins og galtómur sprellikarl og heldur sig við þau mörk, sem eiga hér við. Sunna Borg er virðuleg og örugg í hlutverki kennslukonu og Krist- jana N. Jónsdóttir skondin frú Grenjstað. Gestur Einar Jónasson er tilkomumikill í hlutverki Lang- sokks skipstjóra og Eggert Kaab- er og Jón Bjarni Guðmundsson gerðu, fákænum rænihgjum lipur- leg skil. Hjörleifur Hjál.marsson er mikilfenglegur aflraunamaður og síðar glaðlegur háseti með þeim Jóni Bjarna og Eggert. Þrá- inn Karlsson leikur umboðsmann í sirkus, Þórey Aðalsteinsdóttir móður Tomma og Önnu. Ekki má gleyma prúðum og snyrtileg- um skólabörnum, sem leikin eru af Dís Pálsdóttur, Jóni Sturlu Jónssyni, Tómasi Jónassyni og Þórdísi Steinarsdóttur. í hlutverki engils er Þórey Árnadóttir, en bæjarbúa leika Bergljót Borg, Hreinn Skagfjörð, Laufey Árna- dóttir og Tinna Ingvarsdóttir. Undirtektir frumsýningargesta bentu til þess, að þessi vandaða sýning hefði fallið í góðan jarðveg og er þess að vænta, að hún gangi vel og lengi ungum og öldnum til andlegrar hressingar, þegar skammdegi fer að. Grafík frá Mexíkó og Suður-Ameríku Louise Heite sýnir á Egilsstöðum Lousie Heite er með sýningu á verkum sínum í pastelkrít, vatnslitun og akrýl á skrifstofu Byggðastofnunnar í Miðvangi, Egilsstöðum. Þetta er fyrsta einkasýning Louise á Islandi, en hún hefur verið með einkasýningar í Bandaríkjunum. Laugardaginn 17. október kl. 16.00 verður opnuð sýning í Geysishúsinu sem ber yfirskrift- ina „Grafík frá Mexíkó og Suð- ur-Ameríku“. Sýningin er á veg- um Listasafns Reykjavíkur og sýnir úrval verka af marg- breytilegri samtimalist sem tjá- ir mannlegar tilfinningar, kviða og draumsýnir; varpar Jjósi á ríkjandi þátt úr menningu Mex- íkó og Suður-Ameríku. Þetta er úrval verka, um 40 grafíkmyndir eftir mexíkanska og suður-ameríska listamenn sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenn- ingu. Verkin eru öll í eigu lista- safns Banco de Mexico og hluti af safni 350 frummynda sem fyrir- tækið Smurfit Carton y Papel de Mexico gaf bankanum. Þetta er farandsýning sem hef- ur verið í fjölmörgum Evrópulönd- um og kemur hingað fyrir tilstuðl- an Alþjóðasamskiptaráðs Mexíkó, sendiráðs Mexíkó í Noregi og ræð- ismannsskrifstofu Mexíkó á Is- landi. Tilgangurinn er að kynna hinn mikla myndauð þessa menningar- svæðis með ósk og von um að sýningin stuðli að vaxandi áhuga á list Mexíkó og Suður-Ameríku um allan heim. Sýningin er í nýjum sýningarsal í Geysishúsinu (á horni Aðalstræt- is og Vesturgötu) en þar er áætlað að setja upp sýningar í framtíðinni á vegum Listasafns Reykjavíkur, sem vegna eðlis eða stærðar fara betur þar en á Kjarvalsstöðum. Sýningin stendur til 15. nóvem- ber og er opin alla virka daga kl. 9.00-17.00 og um helgar kl. 13.00-16.00. Louise fæddist og ólst upp í Bandaríkjunum, en er nú búsett á Seyðisfirði. Hún lauk BA prófí í myndlistasögu, með hönnun sem undirgrein, hjá Virginia Comm- onwealth University í Bandaríkj- unum. Hún er einnig með MA og PhD próf í sagnfræði. Louise hefur lært jurtalitun og tóvinnu hjá The Mannings Handweaving School í Pennsylvan- ía fylki í Bandaríkjunum. Og hefur einnig sótt námskeið í sýningahönn- un hjá bandaríska þjóðminjasafn- inu, The Smithsonian Institution. Louise hefur starfað sem aðal- sýningahönnuður hjá fylkissafna- deild í Delaware fylki í Bandaríkj- unum. Og var lengi myndlistar- gagnrýnandi og menntamálaráðu- nautur í Delaware. Hún hefur feng- ið viðurkenningu fyrir flugdreka- LAUGARDAGINN 17. október kl. 14.00 verður síðasta sýning á Bandamannasögu í Norræna húsinu. Nokkrar sýningar hafa verið í vikunni fyrir almenning og skólafólk, en nú er síðasta tækifærið að sjá gamanleikinn. Leikhópurinn Bandamenn er á förum til Vasa í Finnlandi, þar sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu. Bandamannasaga var frumsýnd í Listahátíð í júní. Sveinn Einarsson samdi verkið sem byggt er á sam- hönnun. Louise fluttist til íslands fyrir rúmlega þremur árum. Sumarið 1989 vann hún sem fornleifafræð- ingur í Viðey. En síðan í september sama ár hefur hún kennt ensku, samfélagsfræði og myndmennt í Seyðisfjarðarskóla. Frá 1985 hefur Louise rekið fyr- irtæki í Bandaríkjunum sem sér- hæfir sig í íslenskum vörum og annast bæði inn- og útflutning á þeim. Hún er nýráðin framkvæmda- stjóri FRÚ LÁRU HF á Seyðisfirði og er að endurnýja hundrað ára gamalt hús þar sem hún festi kaup á. Sýning Louise er opin alla virka daga frá kl. 8.30-16.00. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningin stendur til áramóta. nefndri fornsögu sem talin er rituð á 13. öld. í leikhópnum eru sex leikarar: Borgar Garðarsson, Jakob Þór Ein- arsson, Stefán Sturla Siguijónsson, Felix Bergsson, Ragnheiður E. Arn- ardóttir og Guðni Franzson sem sér um tónlist í verkinu. Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Meðleikstjóri og sýningarstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- gang. Kristján Kristjánsson Kristján Krist- jánsson í Nýlistasafni SÝNING á verkum Kristjáns Kristjánssonar verður opnuð í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Iaugardaginn 17. október kl. 16.00. Verkunum á sýningunni er skipt í þijú þemu: Líf og dauði, Raf- mögnuð sambönd og Úr heimi dulvitundar. Kristján Kristjánsson er fæddur á Patreksfirði í febrúar 1950. Hann lauk fjögurra ára myndlist- arnámj frá Myndlista- og handíða- skóla íslands árið 1973 og þriggja ára námi frá Listaakademíunni í Stokkhólmi 1981. Þetta er níunda einkasýning Kristjáns. Að auki hefur hann tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur til 1. nóvem- ber og er opin daglega frá kl. 14.00-18.00. Bandamannasaga í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.