Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 13

Morgunblaðið - 16.10.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 <'13 Lækning hugarfarsins eftirÁrna Sigfússon Ásmundur Brekkan yfirlæknir á Ríkisspítölum ritaði grein í Morgun- blaðið sl. miðvikudag, þar sem býsnast er yfir málefnum Borgar- spítalans. Greinilegt er að það sem vakir fyrir lækninum er að gera lít- ið úr árangri þeirra heilbrigðis- starfsmanna sem vinna á Borgar- spítalanum. Hann segist efast um árangur sparnaðaraðgerða og heimildir Borgarspítalans til þess að umbuna starfsfólki sínu góða frammistöðu með 20 milljón króna framlagi. Okkur þykir miður að umræðan þurfi að vera á þessum nótum á milli Borgarspítala og Landspítala. Líklega hef ég ekki verið nógu lengi við formennsku f Stjórn Sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar, sem fer með rekstur Borgarspítala, til þess að skilja hvers vegna þessi tortryggni gagnvart annarri heil- brigðisstofnun birtist á þann hátt sem hún gerir í grein Ásmundar Brekkan. Hann líkir spamaðarátakinu við baunabyssufaraldur og rottuveiðar. - Hann er sá eini sem hefur tekið upp slíka byssu en í stað saklausra reynibeija skýtur hann að okkur tortryggni og lítilsvirðingu. Starfs- fólk Borgarspítala hefur annað að gera við sloppa sína en að hengja í þá slíkar baunabyssur. Hann mun ekki fá mig til þess að svara í sömu mynt og ég hvet starfsmenn Borg- arspítala til að halda stillingu sinni. Verkefni okkar er að sinna sjúkum og færa þá til heilsu. Okkur ber að gera það á eins skilvirkan hátt og unnt er. Lækning hugarfarsins á þar ekkert síður við. Skilningur á því að hver og einn beri ábyrgð á eigin gerðum er þar mikilvægur þáttur. Borgarspítalinn og starfs- menn hans ætla áfram að axla sína ábyrgð. Hér skal í stuttu máli skýrt hvernig staðið hefur verið að sparn- aðaraðgerðum á Borgarspítalanum og hver árangurinn er. Við gerð fjárlaga fyrir árið 1992 var ljóst að ríkisstjórnin krafðist niðurskurðar í rekstri Borgarspítal- ans er nam 150 milljónum króna. Um svipað leyti stóðu yfir viðræður á milli Borgarspítala, Landakots og ríkis um aukið samstarf eða sam- einingu spítalanna tveggja. Rökin fyrir sameiningu voru ótvíræð hag- ræðing og spamaður í rekstri. Sér- staklega vom nefndir möguleikar á spamaði ef bráða- og slysavaktir yrðu fluttar á Borgarspítalann, en sem kunnugt er býður hann full- komna slysadeild í Fossvogi. Hing- að til hefur slysa- og bráðavöktum verið skipt á milli spítalanna þriggja, Borgarspítala, Landspítala og Landakots. Nú skyldu vaktir Landakots færast til Borgarspítala og þannig yrði áhersla á betri nýt- ingu búnaðar og starfsfólks. For- svarsmenn Borgarspítala og Landa- kots vom sammála um að árlegur sparnaður yrði yfir 200 milljónir króna með slíkum aðgerðum. Svo sem kunnugt er varð ekkert úr sam- einingaráformunum, þar sem St. Jósefsreglan taldi að ríkið bryti á sér samninga ef af yrði. Engu að síður gerðu forsvars- menn Landakots og Borgarspítala með sér samkomulag um að Borg- arspítalinn tæki að _sér umræddar vaktir Landakots. Á þetta féllust heilbrigðisráðuneyti og fjármála- ráðuneyti. Þjónusta sem metin var á fjárlög- um 1991 að hefði kostað 530 millj- ónir króna á Landakoti skyldi nú kosta 200 milljónir króna á Borgar- spítala. Þetta va urm 30 milljónum króna lægra en útreikningar okkar bentu til að unnt væri að vinna verkið fyrir. Ríkinu varð ekki þokað og því tók Borgarspítalinn að sér um- rædda þjónustu fyrir 200 milljón króna aukaíjárveitingu. í beinum tengslum við flatan nið- urskurð í ríkisrekstri, var einnig krafist annarra aðgerða af hálfu ríkisins: Borgarspítalinn skyldi að auki skera niður 150 milljónir króna á þessu ári. Því var ekki aðeins ætlast til þess að Borgarspítalinn tæki þátt í að spara þjóðarbúinu yfir 300 milljónir króna með hagræðingar- verkefni í samstarfi við Landakot, heldur skyldu 150 milljónir króna einnig skornar af rekstri spítalans. Við eyddum ekki dýrmætum tíma í að fjasa um „fáránleika" slíkra tillagna eða sannfæra hvert annað um að þetta væri ekki hægt. Slík vinnubrögð hafa neikvæð áhrif á starfsfólk og yfirmenn - gera allar tilraunir til hagræðingar ótrúverð- ugar og enda, eins og allt of oft hefur gerst, með því að engin raun- veruleg hagræðing á sér stað. Við höfnuðum leið barlóms og neikvæðrar umræðu. Við töldum okkur skylt að verða við slíkum kröfum, tókum þær strax alvarlega. Fundað var með yfirmönnum deilda og leitað ítrustu leiða til sparnaðar. Leiðarljós okkar var að leita leiða sem kæmu sem minnst niður á sjúklingum. Ljóst var að Sögnstund á síð- degi í Viðejjarstofu SÖGUSTUND verður í Viðeyjarstofu sunnudaginn 18. október og hefst kl. 14. Fluttir verða stuttir fyrirlestrar um fomleifafræði og sögu ásamt ljóðalestri, fornum söngvum, fiðluleik og tíðagerð. Frum- flutt verður Bæn, trúarljóð eftir Matthías Johannessen. I fréttatilkynningu frá Viðeyjar- stofu segir: „Borgaryfirvöldum og forráðamönnum Viðeyjar er það mikið áhugamál að í Viðeyjarstofu verði eftir því sem unnt er hlynnt að íslenskri sagnfræði og menn- ingu, ekki síst á þeim sviðum sem tengjast sögu Viðeyjar í aldanna rás. Af því tilefni verður efnt til síðdegissamkomu á lofti Viðeyjar- stofu nk. sunnudag og hefst hún kl. 14 en bátsferðir verða úr Kletts- vör í Sundahöfn kl. 13.30 og 13.45. Þema dagskrárinnar er: Hvað segja skjölin og jörðin um lífið í Viðeyjarklaustri? Markús Örn Ant- onsson, borgarstjóri, setur sam- komuna en þau Margrét Hallgríms- dóttir, borgarminjavörður, og sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari, munu gera efninu skil í stuttum erindum. Einnig mun Skia, forn- leifafræðingur á Árbæjarsafni, segja frá nýjustu aðferðum við ald- taka þyrfti margar erfiðar ákvarð- anir, og að svo mikil væri spamað- arupphæðin að um ákveðna þætti næðist aldrei sterk samstaða. For- svarsmenn Borgarspítalans lögðu fram hugmyndir sínar í framhaldi af þessu, hlustuðu á viðbrögð starfsfólks, tóku til umfjöllunar breytingartillögur starfsfólks og lögðu áherslu á að ná þannig saman um þær aðgerðir sem vinna þyrfti. Markmiðin voru því skýr í upp- hafi. Aðgerðarlistinn var einng skýr. Þessi tvö atriði em undirstaða raunverulegs árangurs í spamaði. Þriðja undirstaðan var sú að í tengslum við skýr markmið og leið- ir sem unnar voru í samstarfí fjöl- margra starfsmanna á Borgar- spítalanum, lýsti yfirstjórn spítal- ans því yfir að ef markmiðum yrði náð, hlytu starfsmenn umbun fyrir á miðju ári. Þegar kom fram á mitt ár, reynd- ist ljóst að markmið okkar stóðust - því skyldi staðið við umbun til starfsmanna. Starfsmannaráði var falið að leggja fram tillögur um hvemig 20 milljónum króna skyldi varið í þágu starfsmanna í þakklæt- isskyni fyrir að ná umræddum markmiðum. Starfsmannaráð lagði til að hverjum starfsmanni yrði greitt út í hönd, jöfn upphæð sem samsvaraði kr. 18.000 fyrir fullt starf. Það var gert. Þessar aðferðir okkar eru að skila árangri. Með samningi Borgarspít- ala og Landakots og beinum sparn- aði tekst að spara yfir 450 milljón- ir króna fyrir þjóðarbúið. Það er staðreynd sem vert er að hafa í huga. Þessar upplýsingar koma afar skýrt fram í fmmvarpi að fjárlögum ársins 1993. Þar sést svart á hvítu að Reykjavíkursjúkrahúsin hafa sparað 756 milljónir króna á þessu ári, þegar borinn er saman ríkis- reikningur 1991 við íjárveitingar fyrir árið 1992. Flest bendir til að ekki verði halli á rekstri sjúkrahús- anna miðað við þau framlög. Þessar tölur tala skýrustu máli um árang- ur. Þar hafa sjúkrahúsin þijú lagt sig fram. Samanburður sem vitnað er til í grein Ásmundar Brekkan byggist á Árni Sigfússon „Ef starfsfólki heil- brigðisstof nana sem standa að slíkum að- gerðum leyfist ekki að vera stolt af verkum sínum og njóta umbun- ar fyrir þau, þótt í litl- um mæli sé, er íslenskt hugarfar alvarlega sýkt.“ greiðsluáætlun íjármálaráðuneytis- ins sem segir ekkert til um hvernig raunveruleg rekstrarstaða er á hveijum tíma. Ef starfsfólki heilbrigðisstofnana sem standa að slíkum aðgerðum leyfíst ekki að vera stolt af verkum sínum og njóta umbunar fyrir þau, þótt í litlum mæli sé, er íslenskt hugarfar alvarlega sýkt. Stöndum samam um aðferðir sem ná árangri! Við höfum einfald- lega ekki efni á öðru. Ríkisspítalar eru mikil stofnun sem á framundan áhugaverða möguleika til hagræðingar. Okkur væri sönn ánægja að geta orðið að liði. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn ogformaður Stjómar Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar. ursgreiningu fornleifa. Þá flytur borgarstjóri ljóð eftir Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, og frumflytur einnig Bæn, trúarljóð eftir Matthías Johannessen, rit- stjóra. Þeir Njáll Sigurðsson námsstjóri og Sigurður Rúnar Jónsson hljóm- listarmaður flytja söngva við ís- lenska miðaldatexta og leikið verð- ur á gömlu íslensku tveggja strengja fíðluna. í samkomuhléi verður boðið upp á kaffíveitingar en samverunni lýkur með því að gengið verður til kirkju og hlýtt á tíðagerð að hætti fyrri alda. Það er sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur sem flytur kvöld- tíð, þar sem tónlistin verður að hluta sótt í Þorlákstíðir. Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgelið og Dómkór- inn syngur. Reiknað er með að samvera þessi taki ekki lengri tíma en svo að all- ir verði komnir í land um kl. 17.“ NY SENDING Umbúbapappír og jólapappír Stórkostlega fallegt og fjölbreytt úrval í mörgum breiddum og lengdum á frábæru verði. ^Eqill Guttormsson - Fjöl val hf. Mörkin 1 • Pósthólf 8895 • 128 Reykjavík • Símar: 81 27 88 og 68 86 50 • Fax: 3 58 21 ÖRklN 2010-96 IEGUR Nachi legurer japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. UZlésúdfuj HÓFÐABAKKA9 112REYKJAVÍK SÍMI91-670000 Ofl 685656 Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími Q71800 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 2-6. Toyota Hilux (Sonax jeppinn) ’80, jeppinn er útbúinn öllum hugsanlegum aukahl. Til sýnis á staðnum. V. 1900 þús., sk. á ód. Honda Civic DX ’90, rauður, 5 g., ek. 50 þ. Fallegur bíll. V. 730 þús., sk. á ód. Honda Prelude EX '87, hvitur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V. 790 þús. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v ’90, grásans, 5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. i öllu o.fl. Sportbíll í sérflokki. V. 1690 þús., sk. á góðum jeppa (ód). Mazda 323 1.5 GLX Sedan '88, hvítur, sjálfsk., ek. 47 þ. V. 490 þús. stgr. Chevrolet Silverado 1500 EFi ’90, rauð- ur, 8 cy!., sjálfsk., ek. 29 þ., rafm. rúður, ABS o.fl. Bíll fyrir vandláta. V. 1900 þús., sk. á ód. Toyota Corolla DX '86, 3ja dyra, ek. 76 þ. V. 360 þús. Lada Samara 1500 '89, 5 dyra, 5 g., ek. 31 þ. V. 290 þús. Ford Bronco XL II '88, 5 g., ek. 44 þ. Toppeintak. V. 1390 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi 4x4 ’90, 5 g., ek. 21 þ. V. 1030 þús., sk. á ód. Mazda 323 GLX fastb. '92, 5 dyra, 5 g., ek. 30 þ. V. 1090 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, 5 g., ek. 8 þ. V. 920 þús. Ford Sierra 1800 CL Sedan ’88, brún- sans, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bfll. V. 570 þús. stgr. Chevrolet Suburban 20 Silverado 6.2 diesel '85, ek. 94 þ., sjálfsk., mikið af aukahl. Gott eintak. V. 1980 þús., sk. á ód. VANTAR A STAÐINN ÁRG. '88 - '92.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.