Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Gefast stjórnvöld upp fyrir áfengi og öðrum vímuefnum? Tómas Helgason eftir Tómas Helgason í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1993 er gert ráð fyrir að meðferð áfengissjúklinga á deild geðdeildar Landspítalans að Vífilsstöðum verði hætt og meðferðarheimilið að Gunn- arsholti verði tekið undan rekstri Ríkisspítalanna. Fjárveiting til SÁÁ er skorin niður um 35 milljónir sem hlýtur að leiða til þess að verulega verður að draga úr meðferð á stofn- unum samtakanna. Samkvæmt frumvarpinu lækkar rekstrarfjár- veiting til meðferðar áfengissjúkl- inga á vejgum geðdeildar Landspítal- ans á SAÁ um rúm 30% frá reikn- ingum ársins 1991. Sennilega hefur enginn hluti heilbrigðiskerfisins fengið aðra eins útreið. Meðferð Hér á landi hafa verið skráð hlut- fallslega fleiri rúm til meðferðar áfengissjúkra en víða annars stað- ar. Þetta hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir vegna tiltölulega lágrar skráðrar meðalneyslu áfengis i landinu. Engu að síður hafa öll rúmin verið fullnýtt. Sem dæmi má nefna að á þessu ári hefur nýtingin á áfengismeðferðardeildinni að Víf- ilsstöðum verið um 140%. Sumir hafa haldið, að mikið meðferðar- framboð fyrir áfengis- og aðra vím- efnamisnotendur leiddi til þess að einhverjir leituðu eftir aðstoð sem strangt til tekið þyrftu ekki á henni að halda, „fengju hressingarinnlög- in, án þess að hugur fylgdi má!i“, eins og heilbrigðismálaráðherra orð- aði það í sjónvarpsviðtali nýlega. Þetta er alrangt, sem sést best á því, að við nýlega hlutlausa rann- sókn á hátt á fjórða hundrað óvöld- um sjúklingum, sem lögðust inn á áfengismeðferðardeildar Landspít- ala og SÁÁ, greindust allir nema sex með fíkn eða misnotkun. Mikill meiri hluti sjúklinganna hafði jafn- framt aðrar geðtruflanir. Hins vegar hefur minni hluti alkóhólista í tilvilj- unarúrtaki fólks á sextugsaldri greinst með aðrar geðtruflanir. Þær truflanir eru og mun vægari en þeirra, sem leituðu meðferðar. Af þessu er Ijóst að þeir sem leita að- stoðar á áfengismeðferðardeildum, hafa brýna þörf fyrir meðferð og verði deildunum lokað, þurfa þeir að leita til annarra aðila í heilbrigð- iskerfinu sem eru mun dýrari. Jafn- fram má gera ráð fyrir að kostnað- ur við félagsmálaaðstoð og löggæslu aukist og þjáningar sjúklinganna og aðstandenda þeirra vaxi. Vegna þess, að meiri hluti sjúkl- inganna er jafnframt haldinn öðrum geðtruflunum og mjög margir hafa ekki nema takmarkað innsæi í sjúk- dóma sína, er út í hött að tala um hvort hugur fylgi máli. Fíknin er yfirþyrmandi hjá flestum, svo að hætta er á, að margir falli fyrir freistninni og veikist á ný, þrátt fyrir góðan ásetning. Svipað er raunar með marga aðra sjúkdóma. Fólk þarf að fara oft í meðferð þeirra vegna, jafnvel á sama ári, stundum vegna þess að sjúklingar fylgja ekki ráðum læknis að því er varðar meðferð og lífemi. Gagnrýnendur hafa kvartað um, að gögn vanti um árangur meðferð- ar. Þessar kvartanir eru að nokkru réttmætar, því að illa hefur gengið að afla fjár til að rannsaka árangur- inn, eins og raunar til ýmissa ann- arra rannsókna á áfengis- og fíkni- efnanotkun. Fjöldi fólks sem náð hefur góðum bata og aðstandendur þess eru sannfærðir um árangurinn og finnst óþarfi að spytja. Hér á landi, eins og víða annars staðar, hefur reynslan sýnt að þriðjungur hættir drykkju eftir meðferð, annar þriðjungur drekkur minna og geng- ur betur í félagslegu tilliti, en þriðj- ungi batnar ekki. Við faraldsfræðilegar rannsóknir hefur komið í ljós, að batahorfur em háðar því hversu alvarleg mis- notkunin er og hvort aðrir sjúkdóm- ar tengjast henni. Eins og áður er vikið að em miklu fleiri alkóhólistar sem leita meðferðar haldnir öðmm geðtmflunum en þeir sem ekki leita meðferðar og tmflanir hinna fyrr- nefndu miklu alvarlegri. Þegar um er að ræða tmflanir sem alkóhólism- inn veldur, benda þær til miklu al- varlegri alkóhólisma. Ekki má held- ur gleyma, að rúmur þriðjungur þeirra sem fara í meðferð vegna áfengismisnotkunar misnota jafn- framt önnur fíkniefni, sem gera batahorfumar vafasamari. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna Bjama Þjóðleifssonar og fé- laga hans hefur tíðni skorpulifrar vegna áfengismisnotkunar farið lækkandi hér á landi, þrátt fyrir aukna meðalneyslu áfengis. Þetta gæti gefið vísbendingu um að stór- drykkjamönnum hafi fækkað vegna áfengismeðferðarinnar. Þá hefur Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, talið, að önnur fíkniefnanotk- un hafí heldur farið minnkandi og hugsanlega geti aðeins minni heild- arsala áfengis á síðustu 2 ámm tengst því, að stórdrykkjumönnum hafi fækkað vegna meðferðar. í þessu sambandi verður þó að hafa í huga, að verulegur hluti skýring- arinnar á minnkandi heildarsölu áfengis á þessu ári er vafalaust vegna minnkaðrar kaupgetu fólks í landinu. Eftir að möguleikar á meðferð jukust og innlögnum vímuefnasjúkl- ingum fjölgaði, stórfækkaði þeim sem lögregla tók úr umferð vegna ölvunar. Stómmálamönnum og fjölmiðlum hefur orðið tíðrætt um vandann sem leiðir af ólöglegum fíkniefnum. Víst er hann geigvænlegur, en hollt er að minnast þess, að það er aðeins 1% fólks sem hefur notað ólögleg vímuefni án þess að hafa notað áfengi. Af því sem sagt hefur verið hér að framan má vera ljóst að ekki standa nein fagleg rök til að draga úr meðferð alkóhólista og annarra vímuefnamisnotenda á geðdeildum Landspítalans eða hjá SÁÁ. Forvarnir Þegar sala áfengs öls var sam- þykkt á Alþingi 1988, höfðu sumir stjómmálamenn upp stór orð um að veita fé til forvarna og fræðslu um vímuefni, svo og að halda notk- un áfengis niðri með háu verðlagi. Ekki hefur verðlag verið hækkað svo að neinu verulegu muni til að draga úr heildarneyslunni. Enginn dregur í efa nauðsyn for- vama til þess að koma í veg fyrir alkóhólisma og aðra misnotkun. En áfengisvarnir skipta líka máli til þess að draga úr umferðarslysum. Nýlega hefur komið í Ijós að í hópi þeirra sem aka út af era þrisvar sinnum fleiri sem segjast fá sér af- réttara en meðal hinna sem ekki hafa lent í bílslysum. Ætla mætti að nú, þegar skera á niður meðferð áfengissjúklinga, væri gripið tækifærið til að stórauka fé til forvarna. Því miður bólar ekk- ert á forvarnarátakinu enn. Fjár- veiting til Áfengisvarnaráðs er enn jafn rýr og áður, raunar heldur minni en áætlað var í frumvarpi til fjárlaga fyrir 1992, aðeins rúmar 8 milljónir króna. Hætt er að leggja fé í Gæsluvistarsjóð, þó að Jmð skuli gert samkvæmt lögum. Á liðnum „Áfengisvarnir og bindindi" er hins vegar safnliður, sem ráðherra getur ráðstafað til einstaklinga, heimila og samtaka, 27 millj. króna, sem er óbreytt að kalla frá fyrra ári. Þessi upphæð svarar nokkum vegin til þeirrar upphæðar sem 1991 var ætluð átaki gegn áfengi, Gæsluvist- arsjóði, AA-samtökunum og ungl- iðareyfíngu Stórstúkunnar. Hvað um þennan lið verður á þessu og næsta ári er með öllu óljóst. Engum er ljósara en þeim sem meðferðina veita að árangur þyrfti að vera betri, sérstaklega að því er varðar veikustu sjúklingana, sem leggjast inn hvað eftir annað. Dán- arlíkur þeirra án meðferðar, þó ónóg sé, eru veralega auknar. En það er ekki aðeins meðferðin sem ekki er nógu árangursrík eða á skorti að „hugur fylgi máli“, heldur skortir mest á vamaraðgerðir eftir að með- ferð lýkur. Því miður kemur ekkert fram í fjárlagafrumvarpinu, sem bendir til að hugsað sé til úrbóta í þeim efnum. „Hér á landi, eins og víða annars staðar, hef- ur reynslan sýnt að þriðjungur hættir drykkju eftir meðferð, annar þriðjungur drekkur minna og gengur betur í félags- legu tilliti, en þriðjungi batnar ekki.“ Lokaorð Það ætti að vera öllu hugsandi fólki áhyggjuefni, þegar freklega er dregið úr tilraunum til að bæta þann skaða sem áfengisneyslan veldur og að ekki skuli vera varið meiru en raun ber vitni til forvarn- arstarfs og fræðslu af um 12 millj- arða króna veltu Áfengis- og tób- akseinkasölu ríkisins. Vonandi bera þingmenn gæfu til að Ieiðrétta þau mistök höfunda íjárlagafrumvarpsins, sem hér hefur verið rætt um, koma í veg fyrir nið- urskurð á fjárveitingum til meðferð- . ar vímuefnasjúklinga og hækka framlög til áfengisvarna. Höfundur er prófessor í geðlæknisfræði við Háskóla Islands ogforstöðulæknir gcðdcildar Landspítalans. Þeir bæti tjón sem valda Afmœlismatseöill Abalstöbvamnnar 90.9 509 AÐALBORGARI með tómötum, lauk, súrum gúrkum, grænkáli, sósu, frðnskum kartöflum og kokteilsósu.......kr. 429 609 SAUMAKLÚBBSSAMLOKA með bræddum osti, skinku, baconi, sveppum, tómötum, káli, sósu, frönskum kartöflum og kokteilsósu.kr. 429 709 BARNABORGARI með frönskum kartöflum og kokteilsósu.........kr. 295 809 FISKUR OG FRANSKAR með frönskum kartöflum, hrásalati og kokteilsósu kr. 495 909 STÖÐVARSTEIK (180 g) með kryddsmjöri, bakaðri eða frönskum kartöflum, grænu káli og 1000 eyja sósu.......kr. 685 Efþú kaupir 1 líters Coca Cola glas á kr. 160 færðu glerglas merkt Coca Cola frítt með. Ll j eftirPál V. Daníelsson Það er nauðsynlegt að beita að- haldi og skera niður kostnað. Um það era allir sammála, líka þeir sem ekki vilja láta skera niður kostnað á sínu starfssviði. Heilbrigðismálin hafa mjög verið í umræðunni í þessu efni og einnig löggæslan. Minna fé sama sem minni þjónusta segir fólk. Enginn tekur þannig á málum að stofna ekki til útgjaldanna en þar er einmitt hægt að gera stórt átak í báðum þessum málaflokkum og fleiri mundu fylgja. Tíu til fimmtán á móti einum Ég vorkenni þeim ráðherrum sem fara með þessa málaflokka. Annar er gerður að hálfgerðu illmenni vegna þess að hann veitist að sjúku fólki og hinn fyrir það að lögreglan sé ekki nógu fjáð til þess að takast á við fíkniefnavandann og er þá áfengið, það fíkniefni sem mestu tjóni veldur, gjaman undanskilið. Sannleikurinn er sá að uppsprettu- lind gífurlegs kostnaðar í heilbrigð- ismálum og löggæslu- og fangelsis- málum er sú stefna sem við rekum í áfengismálum. Tilkoma áfenga ölsins var gífurlegt álag á bæði heilbrigðiskerfið og löggæslukerfíð. Auk þess ryður neysla áfengis brautina fyrir önnur fíkniefni. Það er einfaldlega auðveldara að tala fólk til og fá það til að prófa ólög- legu efnin ef það er í vímu vegna vínneyslu. Og ef við viðurkennum vímuna og höfum hana löglega þá ráðum við ekki þeim efnum sem vímu valda. Páll V. Daníelsson „Er ekki raunhæft að gera ráðstafanir sem mundu gera þrennt: Draga úr kostnaði, fækka sjúklingum og dauðsföllum og fækka afbrotum.“ Þá er ekki úr vegi að minna á að á meðan einn fer sér að voða vegna neyslu ólöglegra vímuefna fara 10-15 sér að voða vegna neyslu áfengis. Þeir beri kostnaðinn sem valda Sjálfsskaparvítin eru verst. Flest- ir tapa broti af glóru sinni við neyslu áfengis þótt meirihlutinn verði ekki til beinna vandræða. Afleiddur kostnaður neyslunnar er mikill og hann ættu viðskiptin með áfengi að greiða að fullu. Þess vegna eiga allir neytendur, dreifendur og fram- leiðendur áfengis að bera kostnað- inn. Það vantar mikið á að þeir geri það eins og nú er háttað. Trú- lega er engin atvinnugrein eins nið- urgreidd í þjóðfélaginu á einn eða annan hátt og viðskiptin með áfengi. Þetta verða menn að skilja. Og það er eðlilegt að þeir borgi kostnaðinn sem honum vanda það hljóta allir að geta samþykkt. Fækkum ótímabærum dauðsföllum í fyrsta lagi þarf að hækka áfengið um t.d. tvo milljarða kr. í öðru lagi að láta dreifendur áfengis standa undir öllum meðferðarkostn- aði vegna áfengisneyslu. Og í þriðja lagi að láta greiða fyrir öll útköll lögreglu sem á einhvern hátt tengj- ast áfengi. E.t.v. þykir þetta nokkuð harkalegt en er ekki raunhæft að gera ráðstafanir sem mundu gera þrennt: Draga úr kostnaði, fækka sjúklingum og dauðsföllum og fækka afbrotum, og að þeir sem kostnaðinum valda greiða hann, þótt langt í frá að það verði að fullu með framangreindum tillög- um. Verðhækkun á áfengi má ekki fara inn í vísitölu og það ætti laun- þegahreyfingin að geta samþykkt auðveldlega þar sem samdráttur í áfengisneyslu mundi auka hagsæld í þjóðfélaginu og ekki síst mundu þeir sem minna mega sín njóta þess. Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.