Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 15 HVER ER ABYRGUR? Aðförin að Háskólanum o g kjör háskólastarfsmanna eftir Hörð Filippusson Eins og kunnugt er hafa fjárveit- ingar til Háskóla Islands verið skorn- ar ótæpilega niður undanfarin miss- eri og horfir af þeim sökum til stór- vandræða í rekstri skólans. í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi eru ætlaðar 1.518,5 milljónir til rekstrar Háskólans og er það 6% minna en skólinn hafði til ráðstöf- unar samkvæmt rekstrarreikningi 1991. Á fjárlögum 1992 voru skól- anum ætlaðar 1.483,4 milljónir, en telja má víst að ekki verður hægt að reka skólann fyrir það fé. í grein- argerð með frumvarpinu er því hald- ið fram að fjárveiting 1992 hafi ver- ið miðuð við tiltekinn nemendafjölda, 5.000-5.100 nemendur. Þetta er ótrúlega ósvífin fullyrðing í ljósi þess að skólinn hefur aldrei fengið fjárveitingar í samræmi við nem- endafjölda þó hann hafi ótakmarkað- ar skyldur við þá sem ljúka stúdents- prófi. Undanfarin ár hefur fjölgun nemenda verið veruleg án þess að fjárveitingar hækkuðu hlutfallslega. Þetta er eitt lítið dæmi um furðu- legan málatilbúnað stjórnvalda gagnvart Háskólanum. Þau eru því miður fleiri. Hér verða einkum gerð að umtalsefni launakjör starfsmanna Háskólans, en laun eru stór hluti útgjalda stofnunarinnar og hlýtur niðurskurður fjárveitinga því að bitna mjög á launagreiðslum. Þegar litið er til þeirra launakjara sem starfsmenn skólans búa við er ljóst að fjárhagsvandinn er miklum mun meiri en fjárlagatölurnar einar gefa til kynna. Fjárveitingar og launakjör Yfirlýsingar menntamálaráðherra um fjárveitingar til Háskólans og launakjör starfsmanna hans gefa tilefni til þess að spurt sé hvort ráð- herra menntamála beri í raun alls enga ábyrgð á málefnum stofnunar- innar þegar til kastanna kemur. Þau launakjör sem í boði eru við Háskóla íslands eru sem kunnugt er miklum mun lakari en gengur og gerist hér á landi. Þessu lýsti menntamálaráðherra í útvarpsviðtali á dögunum með þessum orðum: Kirkjudagur Óháða safnaðarins Á sunnudaginn, 18. október kl. 14, verður hátíðarguðsþjón- usta í kirkju Oháða safnaðar- ins. Kirkjudagurinn er árviss hjá Óháða söfnuðinum og er hann ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í októbermánuði. Guðsþjónustan er þungamiðja hátíðarinnar: Ragnheiður Þor- steinsdóttir leikur á fiðlu og fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Kirkjukór safnaðarins leiðir safnaðarsönginn undir stjóm Ingunnar Guðmunds- dóttur organista. Eftir guðsþjónustuna gefst kirkjugestum og öllum, sem áhuga hafa, kostur á að ræða saman yfir kaffí og góðu með- læti, sem Kvenfélag safnaðar- ins sér um og selur í Kirkjubæ til styrktar safnaðarstarfínu. — Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. „Menn tala hér gjarnan um smánar- leg laun háskólakennara, ekki ætla ég að draga úr þeirri fullyrðingu. Eg veit vel að grunnlaun þeirra eru til vandsæmdar og án þess að ég ætli nokkuð að fara að biðjast vægð- ar þá eru nú kjarasamningar ekki á mínu borði, þeir eru annars staðar, en mig grunar að t.d. þessi þáttur - auðvitað er launakostnaður við háskóla mjög verulegur hluti af rekstrarútgjöldum skólans - mig grunar að þetta sé einn þáttur sem veldur því hversu Háskóli íslands er ódýr ef ég má nota það orð, sam- anborið við ýmsa aðra skóla. “ í við- tali í Morgunblaðinu skömmu síðar sagði sami ráðherra: „ Varðandi sam- anburð á rekstri Háskóla íslands og annarra skóla vil ég taka það fram að slíkur samanburður er afskaplega varhugaverður, eins og samanburð- ur yfirleitt, ef ekki er allt tekið með í reikninginn. Hvað varðar ódýrari rekstur háskólans, vil ég nefna einn þátt, sem ég býst við að allir séu sammála um. Það eru laun til há- skólakennara á íslandi, sem ég hygg að séu langtum lægri en til kennara í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við. Ætli slíkt hafi ekki áhrif á samanburð á kostnaði við rekstur háskóla?" Þetta eru dálítið sérkennilegar yfirlýsingar hjá ráðherranum. Hann er auðvitað að vísa til þeirra talna sem fram hafa komið og sýna að Háskóli Islands er rekinn fyrir svo lítið fé að kostnaður á hvern nem- anda er þriðjungur til fímmtungur af kostnaði við háskóla í grannlönd- um okkar. Þetta staðfestir ráðherr- ann, svo og það að skýringa er fyrst og fremst að leita í launakjörunum - að með því að búa við þau kjör sem tíðkast við skólann eru starfs- menn Háskólans í reynd að halda honum gangandi að talsverðum hluta með sjálfboðavinnu. Ráðherr- ann virðist hins vegar yppta öxlum og segja að þetta sé ekki hans mál. Aðrir sjái um að semja um kjörin. Á sama tíma stendur hann sjálfur í því að skera fjárveitingar til Háskól- ans niður svo mjög að það verður ekki kallað annað en skemmdarverk. í síðari yfírlýsingunni bítur ráð- herrann höfðið af skömminni með því að láta að því liggja ekkert sé að marka samanburð á kostnaðar- tölum vegna þess að við búum við það hagræði á íslandi að geta hald- ið háskólakennurum á svo smánar- legum og vansæmandi kjörum að það geri okkar háskólarekstur svo ódýran að einstætt er í okkar heims- hluta. Það léttúðuga skeytingarleysi um þau mál sem ráðherra menntamála hefur á sinni könnu og það afsal ábyrgðar sem kemur fram í orðum hans hlýtur einnig að vera einstætt í okkar heimshluta og þótt víðar væri leitað. Ráðherra er enn við sama hey- garðshorn ábyrgðarleysis þegar hann hafnar því í blaðaviðtalinu að niðurskurðurinn sé aðför að Háskól- anum og segir að skólinn fái ákveðna upphæð á fjárlögum og hafi „ ... nánast fullt frelsi til að raða verkefn- um sínum í forgangsröð. Ráðuneytið gefur engin fyrirmæli um hvernig eigi að spara.“ Hér virðist það gleymast að það eru stjórnvöld sem ráða því að Háskólinn verður að taka við öllum stúdentum með stúd- entspróf og veita þeim þjónustu fyr- ir þessa föstu fjárveitingu. Það gleymist einnig að launakjör eru ákveðin utan stofnunarinnar í samn- ingum við íjármálaráðuneytið. Þessi fyrirmæli að ofan setja skólanum þau mörk sem mestu ráða um fjárút- lát. Kjarasamningar háskólakennara Undirritaður hefur um allmargra ára skeið tekið þátt í kjarasamning- um fyrir hönd Félags háskólakenn- ara (FH). Hefur það verið allsérstæð reynsla, ekki síst síðustu misserin, að kynnast þeim algera skorti á kja- rastefnu sem fram hefur komið hjá samninganefnd ríkisins (SNR) fyrir hönd fjármálaráðherra og því virð- ingarleysi sem menn þar á bæ sýna viðsemjendum sínum, auk þess sem andað hefur köldu til Háskólans sér- staklega. Síðastliðin þijú ár hefur SNR staðfastlega neitað að ræða öll kjaraatriði félagsmanna FH önn- ur en þau sem nefndin hefur sjálf sett fram sem úrslitakosti, en taxti þeirra kosta virðist jafnan fenginn frá skrifstofu VSÍ við Garðastræti. (Eins og kunnugt er hafa skrifstofu- menn í Garðastrætinu margföld laun prófessora.) Þvermóðska SNR hefur jafnvel gengið svo langt að eitt sinn gekk nefndin öll af fundi þegar full- trúar FH hófu að kynna þau atriði sem þeir vildu ræða við ríkisnefnd- ina. Álla tíð hafa fulltrúar mennta- málaráðuneytis við samningaborðið þagað þunnu hljóð eða flutt þau skilaboð leynt eða ljóst að það ráðu- neyti hefði engan áhuga á kjaramál- um háskólakennara. Staða háskólakennara í launakerfi ríkisins Einn þáttur sem gerir launakjör starfsmanna Háskólans svo slæm sem raun ber vitni er hve lítið er greitt fyrir yfirvinnu, en allir vita að lífskjör Islendinga byggjast að verulegu leyti á aukagreiðslum ýmiss konar og vinnu umfram venju- lega vinnuskyldu. Launakerfi ríkis- ins, sem notað er við Háskólann, er löngu ónýtt, sem lýsir sér í því að víða í ríkisgeiranum eru aukagreiðsl- ur eða ómæld yfírvinna, öðru nafni yfirborganir, verulegur hluti tekna hvers starfsmanns. Stór hluti embættismanna og ýmissa annarra starfsmanna ríkis- ins, ekki síst þeirra sem eru í svipuð- um launaflokkum og háskólakenn- arar, búa við þá aðstöðu að semja fjálfir við sína nánustu yfírmenn um þorra tekna sinna, eða þá að þeim er úthlutað bitlingum og aukagetu sem auka tekjurnar verulega eða margfalda þær. Fjaðrafokið í kring- um Kjaradóm í sumar leiddi berlega í ljós að ýmsir embættismenn hjá stofnunum hins opinbera bera mán- aðarlega úr býtum margföld mánað- arlaun prófessors, þó svo að nafninu til séu þeir svipað settir í launakerfí ríkisins. Yfírborganir tíðkast hins vegar ekki hjá Háskóla íslands, enda hefur hann vegna lágra fjárveitinga ekkert bolmagn til slíks. Yfírvinna er greidd fyrir kennslu umfram skyldu en fé til greiðslu yfírvinnu við rannsóknir er svo naumt Hörður Filippusson „ Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki ein- ungis taxtalaun starfs- manna Háskólans sem eru smánarleg, svo not- uð séu orð ráðherrans, heldur líka heildarlaun þeirra. Þessari forsmán virðist ráðherrann ekki einungis ætla að við- halda heldur hnykkja á svo um munar.“ skammtað að háskólakennarar fá á þessu ári einungis greitt fyrir fímmtu hveija yfirvinnustund við rannsóknir. Verkefnastyrkir rann- sóknarsjóðanna gera ekki ráð fyrir yfirvinnugreiðslum til rannsókna- manna og annarra þeirra sem fá greidd laun af slíkum fjárveitingum og eru því lausráðnir starfsmenn við rannsóknarverkefni oftast á berum taxta eins og það er kallað. Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki einungis taxtalaun starfsmanna Háskólans sem eru smánarleg, svo notuð séu orð ráð- herrans, heldur líka heildarlaun þeirra. Þessari forsmán virðist ráð- herrann ekki einungis ætla að við- halda heldur hnykkja á svo um munar. Hann virðist að minnsta kosti staðfastur í því að knýja Há- skólann til að herða sultarólina til jafns við þær stofnanir sem sannan- lega hafa verið mun betur haldnar til þessa og hafa meðal annars sýnt það með því að gera mun betur við starfsmenn sína í launum en Háskól- inn hefur getað gert. Stefnuleysi stjórnvalda Þarna er raunar aulaháttur fjár- veitingavaldsins lifandi kominn. Sú aðferð við niðurskurð ríkisútgjalda að það skuli nánast gert að trúaratr- iði að alls staðar sé skorið hlutfalls- lega jafnt lýsir í raun algeru stefnu- leysi, algerri uppgjöf frammi fyrir því vandasama vekefni sem aðhalds- aðgerðir í fjármálum hljóta að vera. Erlendis frá eru þekkt dæmi um að í sparnaðaraðgerðum ríkissjóða hafí mennta- og skólamálum verið hlíft. Hér virðist hins vegar menntamála- ráðherrann hafa verið öðrum ráð- herrum fúsari til að ráðast gegn þeim stofnunum sem undir hann heyra í stað þess að skjóta fyrir þær skildi eftir megni eins og búast mætti við af ráðherra með metnað fyrir hönd síns málaflokks og sinna stofnana. Það sem ráðherrann verð- ur að átta sig á er að smánarblettur- inn situr á honum sjálfum meðan hann gerir ekkert til að bæta úr því hörmungarástandi sem gerðir hans og samráðherra i málefnum Háskól- ans hafa valdið. Viðbrögð ráðherrans við gagnrýni háskólamanna á aðförina að Háskól- anum hljóta að vekja spurningar um ábyrgð. Ef ráðuneyti menntamála stendur á sama og ráðherra mennta- mála vísar frá sér allri ábyrgð er eðlilegt að spurt sé: Hver er ábyrgur? Höfundur er dósent í lífefnafræði og forstöðumaður Lífefnafræðistofu Háskóla íslands. Vélstjórafélag íslands Krefst aðgerða í málefnum sjómanna FUNDUR stjórnar Vélstjórafélags íslands haldinn 10. október 1992 krefur stjórnvöld um aðgerðir í málefnum sjómanna, segir í ályktun frá félaginu. „Á síðustu 10 árum hefur kaup- skipum í eigu eða á vegum Islend- inga fækkað úr 51 í 32 skip eða um 37%. Það gefur augaleið að ís- lenskum farmönnum hefur fækkað verulega á umræddu tímabili þó það sé ekki í sama mæli og kaupskipum hefur fækkað undir íslenska fánan- um. Þessi þróun er ekki bundin við ísland. Hún hefur átt sér stað með sama hætti í nágrenninu. Á Norður- löndum hefur henni verið mætt með alþjóðlegri skráningu og niður: greiðslu á þarlendu vinnuafli. í Danmörku með sem svarar 36% af launakostnaði áhafnar, í Finnlandi 30%, og í Færeyjum með 28%, í Svíþjóð er um verulegar greiðslur að ræða til útgerðanna. Nú er í athugun í Svíþjóð að stofna alþjóð- lega skráningu. Aðgerðir annarra landa til að gera eigið vinnuafl sam- keppnishæfara hafa borið árangur, í Danmörku mun t.d. um 90% kaup- skipanna vera mönnuð Dönum. Nú er Island eina Norðurlandið þar sem stjórnvöld hafa ekkert aðhafst til þess að tryggja samkeppnishæfni íslenskra farmanna. Því er það krafa Vélstjórafélags íslands að stjórnvöld þessa lands geri nú þegar þær ráðstafanir sem tryggi íslensk- um farmönnum hliðstæð starfsskil- yrði og starfsbræður þeirra njóta sem hér hefur verið minnst á. Verði það ekki gert mun fyrr en varir íslenska farmannastéttin heyra sögunni til.“ VILT ÞU BIL MEÐ ■■■öruggum ABS hemlabúnaöi? ■J.OJlUJ.NN TUUkriífý HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMAR 634000/634050 CHEVROLET CORSICA er bíllinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.