Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 17 „Unz skógur þinna blekkinga er brunninn“ eftir Gísla Jónsson i. Flestum mun eðlilegt að eiga hugsjónir og trúa á þær, hvað sem líður veruleika líðandi stundar. Ekki er heldur minni ástæða til að spyrja: Hvað er veruleiki? heldur en þegar Pílatus spurði Krist: „Hvað er sannleikur?" Höfuðskáld okkar íslendinga nú á dögum, alger yfirburðamaður á sviði sínu, orti í Moskvu 1938 um „Kremlbóndann" [Jósef Stalín]: En nú er annar uppi, ðld nýtur snildarmanns, það er líbblegur litur í túni og laukur í garði hans. Þetta var það sem skáldið vildi hafa séð, en seinna lýsti hann þeim „litbrigðum jarðarinnar" sem blas- að höfðu við honum um það bil sex árum fyrr, þótt hann kynni af ýmsum skiljanlegum ástæðum að geyma þær játningar um hríð. Mönnum þykir vænt um æskuhug- sjónir sínar. En í Skáldatíma (1961) segir af því, að þegar árið 1932 var austur í Rússlandi „kenningin ... svo sterk að ekki óx gras handa kú, og fyrir bragðið heyrði smjör undir furðuverk í þessu skipulagi...“. Við þessu er svo sem ekkert að segja annað en það sem við lærðum í menntaskóla af „hinum fomu Rómvetjum": „Mundus vult decipi, decipiatur! En það er svo að skilja: Heimurinn vill láta blekkjast. Blekkist hann þá! Mörg eru þau firinverk sem framin hafa verið í nafni og vegna blekkingar fagurra hugsjóna. Um veruleikann fór Tómas Guð- mundsson m.a. þessum orðum í einhveiju máttugasta kvæði aldar okkar, Heimsókn: Og þú munt seinna skynja skáldskap hans. Þér skilst hann fyrst, erþjáning sérhvers manns er þér í innstu æðar hjartans runnin. Þvi lát hans ógn og angist næða um þig. Lát elda harms og kvala flæða um þig unz skógur þinna blekkinga er brunninn. II. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur skrifað hér í blaðið greinar um ýmiss konar blekkingar sem margir og víða voru haldnir í sam- bandi við Sovétríkin sálugu og fylgiríki þeirra. Þeim sem létu blekkjast, getum við vorkennt og kannski fyrirgefið. Við gætum líka reynt að draga af þessu lærdóma, einkum þá, að láta ekki blekkjast sjálf, nema við viljum það endilega, eins og heimurinn að dómi Róm- verja. Eg heyri stundum talað um það í alvöru að heimskommúnisminn sé hruninn. Fyrir mér er þetta blekking, þótt Berlínarmúrinn sé fallinn og Sovétríkin gliðnuð. Ég veit reyndar afar lítið um það sem er að gerast þar eystra. Þó er aug- ljóst að víða eru þar kommúnistar við völd, og þá ekki á neinum smás- kikum, t.d. í Úkraínu sem er stærri en Frakkland og fjölmennari en Laugardaginn 17. október verður haldin ráðstefna: Að velja sér starfsvettvang. Þar verða sjónar- hom nemenda, foreldra, atvinnu- rekenda, lauþega, kennara og fleiri Gísli Jónsson „Þetta er einhver ógeðslegasti fíflagang- ur sem ég hef orðið vitni að upp á síðkastið. Og á þetta glápa ís- lenskir fréttamenn og skákskýrendur eins og kálfur upp á kú. Eg vona það eitt að báðum skákmönnunum veiti miður.“ Bretland. Þá er eins og sumum gleymist að fjölmennasta ríki heims, með um það bil 1,2 miljj- arða íbúa, er kommúnistaríki. Ég held að við yrðum fljót að komast í tvo milljarða, ef við héldum áfram að leggja saman: Georgía, Hvíta- Rússland, Kasakstan, Mongólía, Norður-Kórea, Kúba, Angóla, My- anmar, Zimbabwe, Rúmenía, af- gangurinn af Júgóslavíu og vænt- anlega Slóvakía, þegar hún hefur verið skilin frá Tékkíu. Og mun nú ýmislegt vantalið. Svo koma menn eins og nokkrir sólargapar og segja að kommún- isminn sé liðinn undir lok. Að vísu hafa orðið ánægjuleg þáttaskil, með eyðingu drápstækja af fá- tæktarsökum, í Kalda stríðinu, en auðvitað er því ekki lokið. III. Nýlega brunnu tveir skógar blekkinga í Svíþjóð. Kratar skrif- uðu undir dánarvottorð vöggu- stofusósíalismans, og Carl Bildt (sem íslenskir varpamenn kunna ekki að nefna) slátraði sinni heilögu ftjálshyggjukú á móti. Ei að síður halda Svíar áfram að sjá ófinnan- lega kafbáta í sænskri landhelgi, svo að þar er þó ofurlítill runni óbrunninn. Þá virðist heimurinn trúa því að kristnir(l) Serbar og múhameðsmenn eigist við í Bosníu. Ég er hræddur um að ekki dugi einn Umbi með segulband til að kanna kristnihald undir jökli sett fram. Ráðstefnan verður haldin laugar- daginn 17. október kl. 10-15 í Borgartúni 6. Hún er opin öllum. Aðgangur er ókeypis. kommúnistanna í Belgrad. En „sú líkn“ er okkur léð að tveir menn tefla skák í borg þessari um þvílík- ar upphæðir að nægja mættu til að bjarga ófáum mannslífum í Bos- níu-Herzegóvínu. Þetta er einhver ógeðslegasti fíflagangur sem ég hef orðið vitni að upp á síðkastið. Og á þetta glápa íslenskir frétta- menn og skákskýrendur eins og kálfur upp á kú. Ég vona það eitt að báðum skákmönnunum veiti miður. Þar fyrir utan sé ég ekki betur en aumingjaskapur Vesturlanda sé svo fullkominn, að einhver leiðtogi múhameðsmanna hljóti að koma þurfandi Bosníumönnum til hjálp- ar. Það skyldi þó aldrei verða Gaddavír úr Líbýu eða sjálfur Sadd- am Hussein! IV. Og ekki má nú gleyma okkur sjálfum, veslustum þjóða hér úti í hafinu. Við þorðum þó alltjent að viðurkenna Eystrasaltsríkin, þó stórveldið Bandaríki Norður-Amer- íku þyrði það ekki af tillitssemi við Mikael Gorbatsjov sem tekið hefur titilinn „skemaður aldarinnar" af Stalín. Mikael þessi var um hríð þvílíkur höfuðengill vestrænna kapítalista, að þeim þótti honum fátt ofgott til geðs gert, og í fátinu veittu þeir honum friðarverðlaun Nóbels í staðinn fyrir Óskarsverð- launin, og verður víst ekki aftur tekið. Við hér, íslendingar, eigum ofur- lítinn óbrunninn skógarlund. Fyrir nokkru fundu menn upp fyrirbærið þjóðarsátt. Gríðarleg bákn samfé- lagsins lögðu saman í þá nafngift: stjómmálaforingjar, atvinnurek- endur, verkalýðsrekendur, opinber- ir starfsmenn að hluta (þ.m.t. sá hópur þeirra sem enn gengur undir sæmdarheitinu bændur). Sviðsetn- ingin í sjónvarpinu var svo fullkom- in, að formaður Stéttarsambands- ins var settur á milli forseta ASÍ og formanns VSI, svo að helst minnti á Krist á sínum tíma. Og allir voru sáttir nema þjóðin sem sáttin var kennd við í ögrunar- skyni. Hún situr eftir með sárt ennið og þau launakjör sem ekki þarf að tíunda. En hafa ekki allir grætt á þjóðar- sáttinni? Brillíeraði ekki fyrrver- andi ríkisstjórn í síðustu kosning- um? Gengur ekki núverandi stjóm vel að afla sér lýðhylli? Græða ekki atvinnurekendur á tá og fingri, og bankarnir? Æða ekki erlendir auð- menn með stresstösku sína hingað að stofna stóriðju í þessu þjóðsátta landi? Er ekki atvinna næg hverri vinnufúsri hönd? Er ekki Ólafur Ragnar uppgefinn á því að vera í stjómarandstöðu? Kannski heldur hann að hann sé orðinn sænskur krati. Gleymdi ég einhvetju? Já, verð- bólgan hefur ekki grætt. Hún er farin að nálgast útrýmingarmörk. En hvetjum af þeim, sem áður getur, hefur það orðið til góðs? Undirritaður ólst upp við enga verðbólgu, og vom margir fátækir, margir atvinnulausir og tímamir vondir. Þegar dýrtíðin kom, eins og verð- bólgan hét fyrr á ámm, tóku lands- menn að brosa. Brátt höfðu flestir nóg að gera og svona nokkurn veginn í sig og á. Og þá var gam- an að lifa (og bændur ekki orðnir ríkisstarfsmenn). En svona mikið, eins og þið sjá- ið, er ég blekkingunni ofurseldur, að ég sé ekki þjóðarsáttina í svip- fari þjóðarinnar né heyri hana í tungutaki hennar. Og svo er ég forhertur í blekkingunni að ég er á móti hagræðingu eins og Skúli á Hellissandi. Höfundur var menntaskólakennari. Ráðstefna um val á starfsvettvangi UM ÞRIÐJUNGUR unglinga sem hefur nám í framhaldsskóla lýkur því ekki. Þetta er niðurstaða námsferilsskýrslu sem unnin var fyrir Menntamálaráðuneytið og kynnt nýlega. Hefur nokkur þjóð efni á slíku? Hvað er til ráða? er spurt í fréttatilkynningu frá Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og Samfoki. Málfreyjur á Islandi Konur! - Kynniðykkur þetta skemmtilega þjálfun- arkerfi! Kostnaður um það bil 5.000 kr. yfir veturinn! Velkomnar á Hótel Holt laugardaginn 17. októ- ber kl. 15-17. Veitingasala. Freyjurnar í Keflavík. Skoskur vax-jakki síður, fóðraður, með hettu Verð aðeins kr. 4.790,- ‘Tn -M r A' ÚTILÍFw GLASSIBM . SáMf 812922 AÐSTOÐ ÍSLENDINGA VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR: HVAR - HVERNIG? Málþing í samvinnu Rauða kross íslands og Alþjóðamálastofnunar HáskóJa íslands verður haldið laugardaginn 17. október kl. 14:00 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskólans, stofu 101. Fundarstjóri verður Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri RKÍ. DAGSKRÁ Framsöguerindi: Jón Ormur Halldórsson, lektor Guðjón Magnússon, formaður RKÍ Pallborðsumræður undir stjórn Gunnars G. Schram, prófessors. Þátttakendur auk frummælenda: Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar íslands, Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar og Stefán Þórarinsson, formaður BRÚAR. Allt áhugafólk velkomið. Rauði kross íslands Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.