Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Nokkrar systranna hafa starfað á Landakoti allt fram á þennan dag og nú eru þær tvær. Sinnir önnur næringarmálefnum en hin er sjúkraliði á lyflækningadeild. Hér er systir Theresía með Guðrúnu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi (t.v.) og Jóhönnu Rögnvaldsdótt- ur sjúkraliða sem stendur hægra megin við sjúklinginn, Margréti Viggósdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Landakotsspítali 90 ára Barnadeild Landakotsspítala sinnir bráðavöktum og ýmsum sérhæfðum verkefnum bama- sjúkdóma. Hér liggja tvær stöllur í strekk og bíða eftir að komast heim, Eva Björk Kristinsdóttir hægra megin og Elín Maríusdótt- ir vinstra megin. Með þeim em Sigra Þorgrímsdóttir sjúkraliði (t.v.) og Ama Skúladóttir hjúkr- unarfræðingur. SAGA St. Jósefsspítala á Landakotshæð hófst árið 1902 með byggingu spítalans og var fyrsti sjúklingurinn lagður inn í september það sama ár. Fjórar St. Jósefssystur höfðu komið hingað þegar árið 1896 til að sinna sjúkum og buðust þær fljótlega til að reisa fullkomið sjúkra- hús. Ekki fengu þær lánafyrirgreiðslu yfirvalda en hófu byggfinguna fyrir fé sem safnaðist í Frakklandi að frumkvæði Nonna, Jóns Sveins- sonar. Var spítalinn vígður 16. október 1902 og komu alls 37 sjúkling- ar á spítalann þetta fyrsta starfsár. Hér á eftir verður stiklað á stóm í 90 ára sögu spítalans og m.a. birtir kaflar úr bók dr. Bjarna Jónsson- ar yfirlæknis, Á Landakoti, sem veitti góðfúslegt leyfi sitt en leiðir hans og systranna lágu saman í nærri hálfa öld. Um fyrstu árin segir m.a. í bók inn hafa siglt lygnan sjó og er lítið dr. Bjama Jónssonan um heimildir. „Fyrstu þrjá tugina sýnist spítal- Segir fátt af friðartímum. Hefir það raunar verið svo alla tíð, sem systumar áttu spítalann og ráku, að lítt var haldið til haga sögu- legum gögnum. Það var líðandi stund, sem skipti máli, og frekar horft til framtíðar en fortíðar. Allir voru ánægðir að hafa spítal- ann, og hann varð fljótt svo ómiss- andi hlutur og sjálfsagður í augum bæjarbúa, að ekki þurfti um hann að tala. Ekki var hann fjárhags- baggi ríki eða bæ. Sjúklingar greiddu sjálfir vistina, og þó einhver vanhöld hafi vísast verið á greiðslun- Ólafur Öm Arnarson yfirlæknir Hér verður áfram rekinn spítali af fullum krafti „LANDAKOTSSPÍTALI hefur orðið að ganga í gegnum miklar breytingar á þessu ári vegna niðurskurðar á fjárveitingum hins opinbera. Mestu breytingaraar em þær að bráðavöktum á handlækn- inga- og lyfiækningadeildum hefur verið hætt, rúmum fækkað úr 200 í 148. Jafnframt hefur orðið umtalsverð fækkun á starfsfólki og ýmsar skipulagsbreytingar sem miða að auknum stöðugleika og spítalinn mun hér eftir sem hingað til stefna markvisst að því að veita sjúklingum bestu læknis- og þjúkrunarþjónustu sem völ er á,“ segir Olafur Örn Arnarson yfirlæknir Landakotsspítala í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Starfsemi bamadeildar breytist ekki, hún sinnir áfram bráðavökt- um ásamt Landspítala og þar fer líka fram ýmis sérhæfð starfsemi, til dæmis meðferð bama með syk- ursýki, þroskavandamál og öll böm með augnsjúkdóma leggjast inn á Landakot. Þá verður starfsemi augndeildar óbreytt enda sinnir hún öllu landinu og má segja að deildin hafi verið miðstöð augn- lækninga og rannsókna á íslandi í 90 ár. Aðrar deildir eru síðan röntgendeild þar sem fram fara 23 þúsund rannsóknir á ári, rann- sóknadeild sem sinnir um 500 þús- und rannsóknum árlega fyrir Landakot og fleiri spítala, gjör- gæsludeild, svæfingadeild, hjúkr- unardeild, dagdeild, skurðstofur, sjúkraþjálfun, göngudeildir og apótek.“ - í hveiju em breytingamar á handlækningadeild fólgnar? „Á handlækningadeild koma flestir sjúklingar nú af biðlistum en áður var hlutfall bráðasjúklinga allt upp í 80%. Þegar deild sinnir bráðamóttöku er aðeins að litlu leyti hægt að sinna biðlistasjúkl- ingum eða valaðgerðum því vakt- imar hafa forgang. Nú getum við hins vegar skipulagt starfið betur. Við getum látið sjúklinga vita með góðum fyrirvara hvenær þeir eiga pláss, við getum undirbúið þá og okkur betur með því að fram- kvæma allar rannsóknir fyrirfram og hafa allar upplýsingar við hönd- ina þegar til sjálfrar aðgerðarinnar kemur. Legutíminn styttist og við náum meiri afköstum. Sem dæmi má nefna að fyrstu 9 mánuði þessa árs kom 1.121 sjúklingur á hand- lækningadeildina en á sama tíma í fyrra og árið 1990 voru þeir rúm- lega 900. Hlutfall bráðasjúklinga hefur einnig snúist við, fyrri árin voru þeir hátt í 800 en í ár 322 og valsjúklingar í ár eru 799 á móti 202 í fyrra og 166 árið 1990. Deildin ræður yfir 30 til 35 rúmum og tekur einnig við sjúklingum af augndeild og bamadeild eftir því sem á þarf að halda.“ - Hafa þessar breytingar mikil fagleg áhrif? „Þær hafa vissulega þau áhrif að fjölbreytnin minnkar og gildir það um báðar deildir. Beinaskurð- læknar fá ekki lengur beinbrot og skurðlæknarnir ekki vandamál vegna kviðverkja, hjartasjúkling- um fækkar mjög enda komu þeir flestir inn á vöktunum svo dæmi séu tekin. Það er auðvitað viss galli að missa þessa fjölbreytni en ég held þó að kostimir séu fleiri. Hér verður áfram rekinn spítali Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Öm Arnarson yfirlækn- ir Landakotsspítala. af fullum krafti og er heildarfjöldi sjúklinga síst minni. Landakot er því alls ekki steindauður spítali eins og margir virðast halda. Það er hins vegar búið að fara illa með okkur og það er auðvitað ekki auðvelt að skera niður rekstur um 450 milljónir króna. Það hefur kostað átök og sviptingar og ekk- ert gamanmál að standa frammi fyrir því að fækka starfsmönnum um hátt í 200. En stefnumörkun okkar er skýr: Við ætlum að vera í fremstu röð sjúkrahúsa hvað varðar starfsfólk, tæknivæðingu og húsakost og veita sjúklingum bestu læknis- og hjúkrunarþjónustu og aðra aðstoð sem kostur er á hverjum tírna," segir Ólafur Örn Amarson að lok- um og vitnar þar til stefnumörkun- ar St. Jósefsspítala, Landakoti. um hefir það ekki riðið fjárhag spít- alans á slig. Systurnar unnu sjálfar mest að því, sem vinna þurfti, og til búdrýginda höfðu þær matjurða- garða norðan spítalans." Kennsluspítali í 90 ár „Frá 1902 til 1930 fengu læknis- efni alla fræðslu sína í Landakoti, en 1930 voru kennarastólar fluttir í Landspítala. Þá vom tveir kennar- ar, sem kenndu læknisfræði, annar handlæknisfræði, hinn lyflæknis- fræði, og aðrir tveir, sem bám hit- ann og þungann af undirstöðugrein- um þessara fræða, líkamsfræði, líf- eðlisfræði og meinafræði. Það var þá þegar fráleitt, að einn maður réði við alla handlæknisfræði og annar gæti vitað allt um lyflækning- ar. Þá var efniviður til kennslunnar of lftill í spítala, sem hafði 100 rúm eins og framan af var í Landspítala. Það liðu langar stundir þar til þessu var breytt, og varð sú breyting fyrir þrýsting frá stúdentum en ekki að frumkvæði Háskólans." Auk kennslu læknanema hafa aðrar heilbrigðisstéttir sótt fræðslu sína á Landakotsspítala. Var spítal- inn frumkvöðull að námi sjúkraliða. Verkleg þjálfun hefur þó haldið áfram á spítalanum og svo er einnig um hjúkrunarfræðinema. Þá hafa fóstm-, þroskaþjálfa-, röntgen- tækni- og meinatæknanemar sótt verklega þjálfun á Landakot og stunduðu á þriðja hundrað nemar í heilbrigðisfræðum verklegt nám við spítalann á síðasta ári. Læknaráð og laugar- dagsfundir Læknaráð við íslenskan spítala var fyrst stofnað á Landakoti árið 1968. Svokallaðir laugardagsfundir hafa verið haldnir á Landakotsspít- ala í yfír tvo áratugi. Undanfari þeirra vom fundir á handlæknis-, lyflæknis- og barnadeildum þar sem aðstoðarlæknar fengu verkefni til úrlausnar með leiðbeiningu sérfræð- inga. Síðan vom teknir upp fundir allra lækna spítalans þar sem feng- ist var við vandamál í sjúkdóms- greiningu og meðferð einstakra til- fella. Urðu þeir síðan almennir fræðslufundir lækna og hafa verið haldnir á laugardagsmorgnum. Nú hafa laugardagsfundirnir hins vegar verið fluttir á föstudaga. Lokaþáttur St. Jósefssystra stóð árið 1975-76 er þær horfðust í augu við þá staðreynd að geta ekki lengur rekið spítalann á eigin ábyrgð og hófust þá viðræður við ríkið um kaup á spítalanum. Voru þau frá- gengin með samningi 26. nóvember 1976 og var fallist á tillögur þeirra um að spítalann skyldi reka með sama sniði og að sama læknaskipan héldist og verið hafði frá upphafi. Þær starfa þó áfram við spítalann eftir því sem heilsa og kraftar leyfa. Hinar fylgjast með úr Garðabænum eða af Bárugötunni og bera starfið áfram á bænarörmum. jt Breytt skipulag á stjórn hjúkrunar „Á SÍÐASTA ári var tekið upp breytt stjórnskipulag hjúkrunar og var meginmarkmið með því að auka hagkvæmni í rekstri, auka gæði þjón- ustunnar og auka ánægju hjúkrunarfræðinga í starfi. Ábyrgðin dreif- ist nú meira en áður og öll ákvörðunartaka hefur færst nær sjúklingun- um og hafa hjúkmnarfræðingar hér lýst ánægju með að fá aukna ábyrgð í starfi sínu,“ segir Rakel Valdimarsdóttir hjúkrunarforstjóri Landakotsspítala. Alls starfa þar 107 hjúkrunarfræðingar, nokkrir í hlutastarfi en undir hjúkrunarforstjóra falla einnig sjúkraliðar, ófag- lært aðstoðarfólk og hjúkrunarritarar, alls um 200 manns. Hjúkrunarstjóm hefur breyst þannig að hjúkrunarframkvæmda- stjórar sem vom áður yfirmenn deilda hafa nú sérstök verkefni með höndum og eru hjúkrunarstjórum og hjúkmnarfræðingum á deildum til stuðnings og ráðgjafar. Mynda hjúkrunarframkvæmdastjórar sem fyrr hjúkmnarstjóm ásamt hjúkmn- arforstjóra. Helstu verkefni þeirra eru fræðsla, starfsmannamál, áætl- anagerð og þróun og rannsóknir í hjúkrun. Á hverri deild starfar síðan hjúkmnarstjóri sem skipuleggur hjúkmn á deildinni og ber ábyrgð á henni í samráði við hjúkmnarfor- stjóra svo og deildarstjóri sem er staðgengill hjúkrunarstjóra. Hjúkr- unarfræðingar sem gegna þessum stjómunarstöðum þurfa að vera að minnsta kosti í 80% starfi. - Hefur hjúkrunarstarfið breyst mjög á síðustu árum? „Það hefur þróast úr því að vera beint verklegt starf yfir í fræðigrein og stjómun á umönnun sjúklinganna. Það er litið á hjúkmn á annan hátt en áður var. Aukin tækni hefur kall-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.