Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 19

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 19 Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum Mestu framfarirn- ar eru leysitækni og glerhlaupsaðgerðir „MESTU frarafarirnar á sviði augnlækninga á síðustu tveimur áratugum tel ég vera leysitæknina sem meðal annars hefur gert mögulegt að ná árangri við lækningar á augnsjúkdómum sem tengjast sykursýki og voru áður ólæknandi og glerhlaupsaðgerð- irnar, þ.e. aðgerðir sem hægt er að gera á innri hluta augans, sækja aðskotahluti, soga út blóð eða aðrar aðgerðir vegna áverka á auga. Tækniframfarir hafa verið miklar í augnlækningum og fækkar sífellt þeim tilvikum að nema þurfi auga á brott vegna sjúkdóma eða áverka. Við erum sífellt að bæta við úrræðum til að bæta sjón fólks langt fram eftir aldri,“ segir Einar Stefánsson yfirlæknir augndeildar Landakots og prófessor í augnlækningum. „Ekki má heldur gleyma miklum framförum í skurðaðgerðum vegna skýja á augasteinum." Landakotsspítali hefur alla tíð verið miðstöð augnlækninga og má segja að það hafi verið fyrir tilstilli Björns Ólafssonar augn- læknis sem var meðal fyrstu lækna spítalans. Níu sérfræðingar í augnlækningum hafa nú aðstöðu sína á Landakoti og starfa jöfnum höndum á göngudeild og legudeild og fimm aðrir augnlæknar starfa að hluta á göngudeild augndeild- ar. „Augndeildin er þokkalega tækjum búin en auðvitað er þró- unin ör og okkur vantar alltaf eitthvað. Aðeins 1% af fjárveit- ingu spítalans, sem er einn millj- arður, má fara í tækjakaup sem dugar hvergi nærri fyrir allan spítalann. Allar deiidir hafa hins vegar átt því láni að fagna að ýmis líknarfélög hafa í áraraðir gefíð þeim margs konar tækja- búnað.“ Öll kennsla í augnlækningum hérlendis fer fram á Landakoti og var Guðmundur Björnsson fyrsti háskólakennarinn úr hópi Landakotslækna skipaður dósent árið 1973 og prófessor sex árum síðar. í dag ber Einar ábyrgð á allri kennslu sem prófessor en allir sérfræðingar augndeildar taka þátt í henni: „Við önnumst bóklega sem verklega kennslu læknanema og síðan starfa hér að jafnaði tveir til þrír aðstoðarlæknar í allt að tvö ár og hefja sérfræðinám sitt hér. Að loknum þeim tíma reynum við að koma þeim að við góða spítala erlendis og njótum þá þess að íslenskir læknar hafa stundað nám sitt bæði austan hafs og. vestan. Má telja það eitt af sér- kennum og jafnframt kostum ís- lenskrar læknisfræði hversu víða við förum eftir sérfræðimenntun okkar og fáum þannig fjölbreytta reynslu. Kennslan hér er mjög meiri í daglegu starfi hjúkrunarfræð- inga. Einn hjúkrunarframkvæmda- stjóranna er Aðalbjörg J. Finnboga- dóttir og sinnir hún einkum fræðslu- málum. „Hlutverk mitt er að sjá um sí- menntun starfsmanna á hjúkrunar- sviði, að þeir sæki námskeið innan sem utan spítalans og jafnvel erlend- is. Við höfum síðustu tvö árin lagt aukna áherslu á sérhæfða fræðslu á hverri deild enda eru þarfir þeirra mjög mismunandi og starfíð ólíkt. Nú í haust tók til starfa hér hjúkrun- ardeild fyrir aldraða og því höfum við sérstök námskeið um öldrunar- hjúkrun sem standa munu í allan vetur.“ Af öðru fræðslustarfí hjúkrunar- fræðinga nefna Aðalbjörg og Rakel samantekt og útgáfu á ýmsu efni fyrir sjúklinga. „Eftir því sem legutími styttist og göngudeildarþjónusta eykst er meiri þörf fyrir að sjúklingar fái með sér fræðsluefni heim því oft gefst ekki tækifæri til að veita næga munnlega fræðstu. Við höfum því tekið saman bæklinga um ýmsa sjúkdóma og hagnýtar ráðleggingar og hafa lækn- ar spítalans verið til ráðgjafar um þetta efni.“ Morgunblaðið/Kristinn Rakel Valdimarsdóttir er hjúkr- unarforstjóri Landakotsspítala. að á aukna sérhæfíngu, við setjum okkur hjúkrunarmarkmið og skráum hvemig meðferð miðar til að alltaf sé ljóst hver sé árangur hjúkrunar- innar." Rakel nefnir einnig að hvers kyns fræðsla hafí orðið mun fyrirferðar- Morgunblaðið/Kristinn Einar Stefánsson augnlæknir skoðar hér sjónhimnu í sjúkl- ingi. þýðingarmikill þáttur í starfínu og með því að vanda hana og útvega læknum þjálfun erlendis erum við að leggja grunn að fram- förum og þróun íslenskra lækna.“ Að lokum er Einar Stefánsson spurður um einu líffæraflutning- ana sem stundaðir eru á íslandi: „Það eru hornhimnuflutningar sem hér hafa verið stundaðir frá árinu 1981. Þar er um að ræða nokkuð á annan tug aðgerða á ári og annast þær einkum Frið- bert Jónasson og Óli Björn Hann- esson. Reynt er að safna þessum aðgerðum svolítið saman og aðrir spítalar látnir vita ef ske kynni að möguleiki sé á líffæragjöfum. Einnig höfum við leitað til augn- banka í Danmörku þegar ekki eru möguleikar hérlendis. Þegar horn- himna er orðin mött vegna áverka eða sjúkdóma er eina ráðið að skipta og yfirleitt er árangur þess- ara aðgerða mjög góður.“ & Morgunblaðið/Kristinn Þau halda líka upp á 90 ár - sameiginlega i starfsaldri. Frá vinstri: Tómas Á. Jónasson, sem í dag er aldursforseti læknanna, Hermína Lilliendahl sjúkraliði, Hildur Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Björnsson yfirlæknir lyflækningadeildar. Sigurður Björnsson yfirlæknir lyflækningadeildar Þurfum sífellt að aðlaga okkur breyttum aðstæðum „RÓTTÆKAR breytingar hafa orðið á lyflækningadeild við það að bráðavaktirnar fluttust frá okkur þar sem 80% sjúklinganna komu inn á vöktunum. Deildin verður áfram með 69 rúm en 47 þeirra verða nú notuð fyrir hjúkrunarsjúklinga sem starfsfólk lyflækninga- deildar sinnir. Við munum áfram reka hér fullkomna lyflækninga- deild með alhliða þjónustu þótt áherslur breytist við það að bráðainn- lagnir hverfa héðan,“ segir Sigurður Björnsson yfirlæknir lyflækn- ingadeildar Landakotsspítala. Sigurður Björnsson segir að burt- séð frá þeim breytingum sem spítal- inn hafi orðið að ganga í gegnum vegna niðurskurðar fjárveitinga hafi á síðustu árum orðið miklar breytingar á rannsóknum og með- ferð ýmissa sjúkdóma og slíkar breytingar séu í raun alltaf að eiga sér stað: „Legutími er alltaf að styttast, ýmsar rannsóknir eru nú orðnar tiltölulega auðveldar með tilkomu hátækni og nú er unnt að með- höndla fleiri sjúkdóma en áður án þess að til spítalavistar komi. Þörf fyrir sjúkrarúm er því sífellt breyti- leg. Fyrir daga sýklalyfja voru berklar útbreiddir og meðferð berklasjúklinga krafðist margra mánaða sjúkrahússvistar. Sár í maga og skeifugörn voru ýmist læknuð með skurðaðgerð eða margra vikna hvíld og matarkúrum sem hvort tveggja krafðist spítala- vistar. Nú eru slík sár oftast lækn- uð með lyfjum utan spítala. Hins vegar hafa komið til nýjar lækningaaðferðir svo sem á sviði hjartaskurðlækninga, bæklunar- lækninga og aðgerðir gegnum kvið- sjá sem sumar hveijar stytta veru- lega legutíma. Loks má nefna að aukinn fjöldi aldraðra og breyting á fjölskyldumynstri kallar á fteiri sjúkrarúm. Læknisfræðin tekur þannig sífelldum breytingum og sjúkrahúsin verða að aðlaga sig þeim. Vinnutilhögun og launakerfi sér- fræðinga á Landakoti eru nokkuð frábrugðin því sem er á öðrum sjúkrahúsum. Launin tengjast læknisverkum fremur en tímanum sem vinnan tekur eða hvenær sólar- hringsins hún er innt af hendi. Þannig eru engin föst laun eða greiðslur fyrir yfirvinnu. Einn sér- fræðingur annast sjúklinginn frá upphafí til loka meðferðar en kallar til ráðuneytis starfsbræður úr öðr- um sérgreinum eftir því sem nauð- syn krefur. Ég kann vel við þetta fyrirkomu- lag,“ segir Sigurður, „og það hent- ar vel í umönnun minni við sjúkl- inga með krabbamein þótt binding- in verði á stundum nokkuð mikil. Ég þekki sögu þeirra og vanda og þeir eiga að geta komist hjá því að rekja sögu sína í hvert skipti sem þeir koma á spítalann eða á göngu- deild. Þetta á að geta leitt til skjót- ari og markvissari lausnar á vanda- málum sjúklinganna." Sigurður segir að fjárveitingar til tækjakaupa, nýbygginga og við- halds á húsnæði spítalans hafi allt- af verið mjög rýrar. Því hafi læknar stofnað Styrktarsjóð Landakots- spítala. Hlutverk hans er að kaupa tæki til rannsókna og lækninga og að bæta aðstöðu á spítalanum til þess að hann geti betur sinnt hlut- verki sínu. Auk þess styrkir sjóður- inn vísindastarfsemi á spítalanum. Læknar greiða 4% af heildarlaunum sínum í sjóðinn og nema tekjur hans þannig nokkrum milljónum árlega. Sjóðurinn hefur fjármagnað kaup á tækjum og húsnæði sem hafa verið afhent spítalanum og þar með ríkinu til eignar. mm pony .stóri stndbtllinn, sem hcefír öllunt • 3 og 5 dyra hlaðbakur. • 4 dyra stallbakur. • 84 ncstafla vél. • rvaiumiuu iuuui samlæsing á hurðum á GLS og GS. • Hvarfakútur. HYUnDRI ...til framtíðar Verð frá 719.000, kr •<s.i mm'1 BIFREIÐAR & IANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 SACHS _ _ KÚPLINGAR í VOLVO Framleiðendur VOLVO og aðrir framleiðendur vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota SACHS kúplingar og höggdeyfa sem uppruna- lega hluta í bifreiðar sínar. Pekking Reynsla Þjónusta ÞAÐ BORGAR SIG f m. ■ U£ ■ AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! P/|LIVI Hl N SUÐURLANDSBRALTT 8 • SlMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.