Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 22

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Ásakanir um valdníðslu slæva kosningavopn Bush Bush bjó sig í gær undir aðrar kappræður forsetaframbjóðend- anna sem fram áttu að fara í nótt. Hann gaf sér þó tíma til að heilsa aðdáendum sínum. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. UNDANFARNAR vikur hafa repúblikanar lagt allt kapp á að grafa undan trúverðugleika Bills Clintons, forsetaframbjóðanda demókrata. Þetta náði hámarki á þriðjudag þegar Dan Quayle varaforseti sagði ítrekað að Clinton væri ekki treystandi til að sitja í Hvíta húsinu. Nú virð- ist þetta kosningavopn hafa snú- ist í höndum repúblikana. Þeir eru sakaðir um að hafa beitt óviðurkvæmilegum brögðum til að leita upplýsinga um Clinton í sendiráðum um leið og leyniþjón- ustan CIA og dómsmálaráðu- neytið liggja undir grun um að hafa legið á upplýsingum um vitund yfirvalda um lánsheimild- ir, sem írakar fengu til matvæla- kaupa, en voru notaðar til að kaupa hergögn. Demókratar með A1 Gore, vara- forsetaefni Clintons, í broddi fylk- ingar saka nú repúblikana um að hafa misnotað vald sitt þegar emb- ættismaður í utanríkisráðuneytinu þrýsti á sendiráð Bandaríkjanna í London og Ósló um að hraða af- greiðslu fyrirspuma fjögurra frétt- amiðla um gögn um það hvort Clint- on hafi sótt um að skipta um ríkis- borgararétt um það leyti, sem hann var að leita löglegra leiða til að komast undan því að gegna her- þjónustu í Víetnam. Samkvæmt lögum um upplýs- ingafrelsi er hægt að krefja yfir- völd um ýmsar upplýsingar. Slíkar umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð, sem þær berast, og yfirleitt tekur það sex mánuði. Fyrsta beiðn- in um upplýsingar um Clinton var númer 4082 á þessu ári. Þegar hún barst biðu þijú þúsund aðrar beiðn- ir afgreiðslu og það stríðir gegn starfsvenjum að taka eina beiðni fram yfir aðra. Elizabeth Tamposi, sem er að- stoðarutanríkisráðherra og fjallar um málefni sendimanna erlendis, tók málið í sínar hendur aðeins nokkrum dögum eftir að umsókn- imar bámst og kom þeim boðum til sendiráðanna í Ósló og London að kannað yrði hið fyrsta hvort þar væri að finna upplýsingar um at- hafnir Clntons þegar hann var námsmaður í Oxford á Englandi, ferðaðist um Evrópu og fór til Moskvu um Ósló. George Bush forseti hefur oin- berlega spurt hvað Clinton hafi verið að gera til Moskvu veturinn 1969-’70. Þingmaður að nafni Bob Doman reyndi fyrst að vekja at- hygli á þessu ferðalagi Clintons á þingi og gaf í skyn að frambjóðand- inn hefði lent í klóm sovésku leyni- þjónustunnar KGB. Fyrir rúmri viku var Doman kallaður á fund Bush og ráðgjafa hans til að ræða það hvort hægt væri að nota ásak- anir hans í kosningabaráttunni. Aðstoðarmenn Bush segja að ekki hafí verið ætlunin að nota þetta gegn Clinton. Bush hafi einfaldlega verið spurður spurningar í viðtals- þætti og svarað. Bush hefur einnig gert mikið úr þvi að Clinton skyldi hafa tekið þátt í og skipulagt mót- mæli gegn Víetnam-stríðinu þegar hann var í Englandi. Forsetinn er þeirrar hyggju að sök sér sé að mótmæla heima í héraði en illt sé að gera slíkt erlendis þegar þjóðin á í stríði. Dagblaðið The Washington Post fletti ofan af þessu máli á miðviku- dag og sagði að afskipti Tamposi væm afar óvenjuleg. Richard Bouc- her, talsmaður utanríkisráðuneytis- ins, sagði að tekið hefði verið á umsókninni með þessum hætti vegna þess að svo hefði virst sem átt hefði verið við skjöl, sem vörð- uðu Clinton og vom geymd í ráðu- neytinu. í ljós kom að svo var ekki, en vissara hefði þótt að „tryggja að leitin færi rétt fram“. Gagnrýnendur segja að með því að flýta afgreiðslu umsóknarinnar hafí repúblikanar verið að tryggja að fyndist eitthvað vafasamt kæmi það í ljós fyrir kosningar, hvort sem það yrði fjölmiðlamatur eða vatn á myllu kosningasveitar forsetans. Einnig saka þeir Bush um að mis- beita forsetavaldi sínu. „Þetta er ekki lögregluríki, George Bush,“ sagði Gore á miðvikudag. „Það vekur ugg og er jafnvel hróplegt að George Bush skuli nota utan- ríkisráðuneytið til að róta í skjölum bandarísks ríkisborgara í pólitísk- um tilgangi." Boucher kvað engin boð hafa borist frá Hvíta húsinu um af- greiðslu þessa máls. Að hans sögn fannst heldur ekkert við leitina. Ofan á þetta mál hafa undan- fama daga bæst ýmis önnur, sem valdið hafa óróa í herbúðum Bush, einkum og sér í lagi vegna þess að þar hefur spumingin um traust verið sett á oddinn. Matvælalán til vopnakaupa David Boren, formaður þing- nefndar öldungadeildarinnar um leyniþjónustumál, krafðist þess á miðvikudag að óháður aðili yrði fenginn til þess að rannsaka hvers vegna bandaríska alríkislögreglan, FBI, leyniþjónustan CIA og dóms- málaráðuneytið hefðu legið á gögn- um, sem saksóknari hafði farið fram á er hann rannsakaði ásakan- ir um að bandarískt útibú ítalsks banka, Banca Nazionale del La- voro, hefði veitt írökum fímm og hálfan milljarð dollara í ólögleg lán. Bandarísk yfirvöld tryggðu hluta lánanna, sem voru að hluta til not- uð til vopnakaupa. Aðeins einn maður hefur verið sóttur til saka í málinu, Christopher Dragoul, fyrmrn útibústjóri bank- ans. Kenning saksóknara er sú að hann hafi verið einn að verki. Dragoul hélt því fram að ítalskir stjómmálamenn hefðu vitað hvað var á seyði og CIA hefði heldur ekki verið nein launung á því, en ákveðið að aðhafast ekkert. Hefðu öll gögn legið fyrir hefði niðurstaða saksóknara sennilega orðið önnur. Á sínum tíma kröfðust demó- kratar í fulltrúadeildinni þess að William Barr dómsmálaráðherra skipaði óháðan rannsóknaraðilja. Barr gaf í skyn að krafa demó- kratanna væri sprottin af pólitísk- um hvötum og hélt því fram að dómsmálaráðuneytinu væri treyst- andi til að annast málið. Eftir að hafa komist að því að meira var vitað í umræddum stofn- unum en látið var í ljósi hefur Bor- en komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Sem dæmi tekur hann að lekið skuli hafa í fjölmiðla að nú standi yfir rannsókn á því hvort William Sessions, yfirmaður FBI, hafí misnotað fríðindi sín til ferða- laga og langlínusamtala og van- goldið skatt í Washington-borg þótt hann sé undanþeginn skatti þar. Boren heldur því fram að þessar ásakanir hafi verið gerðar heyrin- kunnar til þess eins að letja Sessi- ons í rannsókn á athöfnum dóms- málaráðuneytisins í þessu máli. Ofan á þetta bætast nú fréttir um að James Baker, skrifstofu- stjóri Hvíta hússins, hafi notað stöðu sína þegar hann var utanrík- isráðherra til að vernda sína einka- hagsmuni er hann lagði Bush lið til að þrýsta á þingið um að tak- marka ábyrgð olíufélaga við olíu- leka. Baker hefur fjárfest mikið í olíufyrirtækjum og hét því í skjali frá síðasta ári að aðhafast ekkert það í krafti embættis síns, sem áhrif hefði á olíuverð í Bandaríkjun- um. „George Bush er flæktur í fleiri smáhneyksli, sem almenningur heldur að hann ljúgi um, en nokkur forseti hin seinni ár,“ hafði dag- blaðið The Boston Globe eftir Ke- vin Phillips, ráðgjafa repúblikana, í gær. Hann taldi að demókratar ættu að geta haldið þessum hlutum gangandi og vakið spumingar nema „hormónastarfsemi þeirra dytti niður á plan“ Michaels Dukak- is forsetaframbjóðanda demókrata 1988. Talið er að þessu mál getið einnig tekið broddinn úr þeirri áherslu sem repúblikanar hafa lagt á traust það sem forseti þarf að geta vakið. Gorbatsjov neitar að hafa hylmt yiir Katyn-morðin Lá við kjarn- orkuslysi í Búigaríu KOZLODUY-kjamorkuverið í Búlgaríu var nærri spmngið í loft upp í síðasta mánuði, þegar aðal- rofi í 1000 megavatta kjamakljúf í verinu brást, að því er embættis- menn sögðu í gær. „Það var mikið lán, að ekki varð sprenging fyrir þremur vikum, þegar verið gekk á fullum afköstum," sagði Georgi Stoilov, stjórnarformaður félagsins, sem rekur verið. „Þegar reynt var að aftengja kjamakljúfinn, brann rofinn yfir og vararofí brást einn- ig.“ Sem betur fer tókst að kæla kjarnakljúfínn með sérstökum neyðarbúnaði. Rostov-morð- inginn hlaut dauðadóm DÓMSTÓLL í Rússlandi dæmdi hinn 57 ára gamla Andrej Tsjí- katílo, Rostov-morðingjann svokall- aða, til dauða í gær. Nái dómurinn fram að ganga, verður hann leiddur fyrir aftökusveit og skotinn. Tsjí- katflo var fundinn sekur um morð og kynferðislegar misþyrmingar á 52 manneskjum í suðurhluta Rúss- lands, Úkraínu og Úzbekistan á síð- astliðnum 12 ámm. Yfir 50 rann- sóknarlögreglumenn tóku þátt í leitinni að morðingjanum og rætt var við hálfa milijón vitna. Tsjí- katíló, sem viðurkenndi morðin og lýsti sjálfum sér sem „óðu villi- dýri“, réðst með barsmíðum á riml- ana í búrinu, sem hýsti hann í rétt- arsalnum, þegar dómurinn var les- inn. Lögfræðingur Tsjíkatflós hafn- aði þeirri skoðun dómsins, að skjól- stæðingur hans væri sakhæfur, og sagðist mundu áfrýja. Tamílar myrða 180 óbreytta borgara TAMÍLSKIR skæruliðar á Sri Lanka, sem beijast fyrir eigin ríki Tamíla á norður- og austurhluta eyríkisins, myrtu um 180 manns í þrem þorpum í gær, að sögn tals- manna hersins. Þeir sögðu þetta blóðugustu árás skæruliða undan- farin tvö ár og meðal fómarlamb- anna væru mörg börn en einnig nokkrir hermenn. Tvær herþyrlur og tvær orrustuþotur stjómarinnar í Colombo skutu á skæmliðana er þeir hörfuðu eftir árásina og tókst að bana 10 manns. íbúamir í þorp- unum vom flestir múslimar sem eru lítill minnihluti í landinu; Tamílar eru flestir hindúar. Hinir síðar- nefndu saka oft múslima um að gegna hlutverki uppljóstrara fyrir stjómvöld þar sem sinhalesar hafa töglin og hagldirnar enda þorri íbú- anna. Hætta er talin á að múslimar svari með árásum á þorp Tamfla. Að minnsta kosti 25.000 manns hafa fallið í átökum skæruliða og hersins sem staðið hafa í níu ár. I hemum em nú um 80.000 menn og hafa um 800 fallið það sem af er þessu ári, aðallega í fyrirsátum og af völdum jarðsprengna. Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, vísaði í gær á bug ásökunum um að hann hefði hylmt yfir fjöldamorð á pólskum liðsforingjum í síðari heirnsstyrjöldinni og sagði þær lið í ófrægingar- herferð Borís Jeltsíns Rússlandsforseta á hendur sér. Sendimaður Jeltsíns afhenti í fyrradag pólskum stjórnvöldum leyniskjöl um dráp sovésku öryggis- lögreglunnar á 15.000 pólskum liðs- foringjum í Katyn-skógi og víðar árið 1940. Talsmaður Jeltsfns sagði að allir fyrrverandi leiðtogar Sovét- ríkjanna, þeirra á meðal Gorbatsjov, hefðu vitað um glæpinn en kosið að þegja um hann. Gorbatsjov sagði á blaðamanna- fundi í Moskvu að hann hefði ekki séð leyniskjölin fyrr en hann hefði verið að undirbúa afsagnarræðu sína 23. desember síðastliðinn. Þann sama dag hefði hann og aðstoðar- maður hans, Alexander Jakovlev, afhent Jeltsín skjölin og hvatt hann til að gera þau opinber sem fyrst. „Við vorum allir sammála um að málið væri nú í höndum Borís Ní- kolajevítsj [Jeltsíns],“ sagði Gorb- atsjov, sem sagði af sér 25. desem- ber. Hann bætti við að Jeltsín hefði haldið skjölunum leyndum mánuðum saman og ekki viljað skýra frá þeim fyrr en nú þegar hann stæði í ofsókn- arherferð gegn sér. Valeríj Zorkín, forseti æðsta dóm- stóls Rússlands, stjómlagaréttarins, kvaðst í gær vera fullviss um að rétturinn gæti neytt Gorbatsjov til að bera vitni í réttarhöldunum um starfsemi kommúnistaflokksins. Hann kvaðst þó telja að Gorbatsjov væri „gagnslaust" vitni, sem myndi „reyna að blekkja réttinn", og gaf til kynna að hugsanlega yrði hætt við að reyna að fá hann til að bera vitni af þessum sökum. Zorkín sagði að Gorbatsjov hefði engan rétt til að neita að koma fyrir réttinn og gagnrýndi frönsk og þýsk stjómvöld fyrir að styðja kommún- istaleiðtogann fyrrverandi j þessu máli. Gorbatsjov sagði á blaðamanna- fundinum að hann myndi ekki taka þátt í „þessum skítugu réttarhöld- um“. „Enginn getur neytt mig til að breyta þessari afstöðu." Þotuslysið i Amsterdam Seinni hreyfUlinn fundinn Amsterdam. Reuter. ANNAR hreyflanna sem rifnaði af ísraelsku þotunni sem fórst í Amsterdam á dögunum fannst í gærmorgun á botni Gooimeer-vatns- ins, skammt frá þeim stað sem viku. Hreyfillinn sem fannst í gær var innri stjórnborðshreyfill Boeing- 747 vöruflutningaflugvélar ísra- elska flugfélagsins E1 Al. Báðir hreyflar á hægri væng rifnuðu af skömmu áður en þotan brotlenti stjómlaust í úthverfi Amsterdam með þeim afleiðingum að um 70 manns á jörðu niðri biðu bana. hinn hreyfillmn fannst á í síðustu Hreyfillinn fannst með hjálp hljóðbylgjutækja á sjö metra dýpi í 100 metra fjarlægð frá smábáta- höfn. Fundarstaðurinn er í 15 km fjarlægð frá blokkarhverfinu sem þotan hrapaði niður í. Til stóð að ná hreyflinum upp í gær og flytja hann til rannsóknar á Schiphol- flugvellinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.