Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 25

Morgunblaðið - 16.10.1992, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Utgjaldalækkun hjá atvinnuvegum að eru athyglisverð tíðindi að meðal aðila vinnumarkaðar- ins hafa undanfarið farið fram umræður um leiðir, aðrar en geng- isfellingu, til að bæta rekstraraf- komu sjávarútvegsins. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær hefur meðal annars verið rætt um möguleikann á að afnema aðstöðugjald og lækka trygging- argjald um 2,5%. Myndu slíkar aðgerðir þýða um 1,5% rekstrar- bata fyrir sjávarútveginn og aðrar atvinnugreinar. Til að bæta sveitarfélögum upp tekjutap vegna afnáms aðstöðu- gjalds hefur verið rætt um hækk- un útsvarsprósentunnar og til að bæta ríkissjóði tekjutap vegna lækkunar tryggingargjalds til dæmis að leggja á hátekjuskatt, skattleggja vaxtatekjur eða hækka virðisaukaskattsprósent- una. Hugmyndir þessar eru um margt líkar þeirri leið sem sam- komulag náðist um milli stjómar og stjómarandstöðu í Svíþjóð fyrr í þessum mánuði og hlotið hefur nafnið „sænska Ieiðin“ í daglegri umræðu hér á landi. í stað þess að fella gengi sænsku krónunnar var ákveðið að lækka skatta á atvinnureksturinn, til að bæta samkeppnisstöðu hans gagnvart útlöndum, og hækka álögur á al- menning til að vega upp á móti tekjutapinu sem af þeim aðgerð- um hlytist. Hugmyndirnar eru líka að nokkru leyti í samræmi við þá stefnu sem Davíð Oddsson forsæt- isráðherra boðaði í stefnuræðu sinni á Alþingi á mánudag. Þar sagði hann m.a.: „Vegna erfiðrar stöðu atvinnuveganna og í ljósi versnandi atvinnuástands er nauðsynlegt að bæta samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs gagn- vart erlendum keppinautum. Ef varanlegur árangur á að nást í þeim efnum verður það eingöngu gert á þann hátt að draga úr kostnaði hér á landi í samanburði við önnur lönd. Það verður ekki gert með breytingum á gengi krónunnar. Lækkun kostnaðar- skatta á atvinnurekstur er nauð- synleg til þess að treysta stöðugt gengi til framtíðar en það verður að vinnast sameiginlega af ríki, sveitarfélögum, launþegum og vinnuveitendum." Það er fagnaðarefni að aðrar úrlausnir en gengisfelling eru nú til umræðu þrátt fyrir háværar kröfur hagsmunaaðila i sjávarút- vegi um að lækka gengi krónunn- ar. Auðvitað verður aldrei hægt að fastákveða gengi einhvers gjaldmiðils í eitt skipti fyrir öll heldur hlýtur það að ráðast af aðstæðum hverju sinni. Hins veg- ar er margt sem mælir með því að líta til annarra leiða eins og mál standa í dag til að bæta stöðu atvinnuveganna. Gengisfelling og sú aukna verð- bólga, sem henni myndu óhjá- kvæmilega fylgja, yrðu til að stefna því samkomulagi í kjara- málum, sem kennt er við þjóðar- sátt, í hættu og þar með þeim efnahagslega stöðugleika sem hér hefur ríkt undanfarin ár. Til lengri tíma litið gæti gengisfelling líka orðið til að auka á vanda sjávarút- vegsins. Ein og sér leysir hún engin vandamál - heldur skýtur þeim á frest. Þá má loks spyija hvort það sé réttlætanlegt að at- vinnugrein, sem hefur fengið auð- lind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum, afhenta til nýtingar án þess að endurgjald komi fyrir, geti þar að auki farið fram á gengisfellingu um leið og eitthvað bjátar á. Verð- ur ekki að gera sömu kröfur til útgerðarinnar og við gerum til ríkisvaldsins, nefnilega að gripið verði til hagræðingar þegar harðnar á dalnum? Um það hefur margoft verið rætt á þessum vett- vangi og skal það ítrekað. Þótt hagrætt hafi verið á nokkrum stöðum er enn margt ógert í þeim efnum. Floti sem er allt of stór og afkastamikill og allt of mörg frystihús skila ekki þeirri hag- kvæmni sem nauðsynleg er. Flug- leiðir eiga nú erfitt uppdráttar en félagið krefst þess ekki að ríkis- valdið greiði úr, heldur lítur það í eigin barm og hyggst veita sjálfu sér aðhald með hagræðingu. Er „sænska leiðin“ réttlætanleg við núverandi ástand í þjóðfélag- inu? Hugmyndir um að fjármagna slíka aðgerð með skattahækkun á almenning, við þær aðstæður sem nú ríkja verða mjög umdeildar. íslenskt launafólk hefur á undan- fömum árum sýnt einstaka fóm- arlund og sætt sig við minni kaup- mátt til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Svo langt hefur verið gengið í þeim efnum að erfítt er að fara fram á frekari fómir af hálfu hins almenna launamanns. Hins vegar er kreppuástandið í atvinnumálum okkar mjög alvar- legt og verður stöðugt erfiðara. Færeyingar hafa misst forræði fjárhagsmálefna sinna og í gær bárust fréttir um vaxandi vanda- mál fínnskra banka. Við slíkar aðstæður er hæpið að útiloka ein- hveijar leiðir. En jafnframt ber að líta á þessar hugmyndir sem einstakt tækifæri til að ná breiðri samstöðu um raunverulegan spamað hjá ríki og sveitarfélög- um. Auðvitað yrði ekki auðvelt að ná slíku samkomulagi. Rétt eins og það er þægilegra að fara fram á gengisfellingu í stað þess að hagræða er auðveldara að hækka skatta heldur en að skera niður ríkisútgjöld. En leiðin til bata er einatt sársaukafull. Þorvaldur Gylfason hagfræðingnr á opnum fundi Raiing-engislækkun er nauðsynleg til að létta á skuldabyrði Viðskiptaráðherra leg-gur meiri áherslu á stöðug- leika og að samkomulag náist um „sænsku-leiðina“ DEILT var um hvort leggja ætti meiri áherslu á raungengislækk- un eða stöðuleika í efnahagslífinu á íslandi á fundi Félags fijáls- lyndra jafnaðarmanna sl. miðvikudagskvöld. Flutt voru erindi um efnahagsástand og aðgerðir í Svíþjóð og Færeyjum að undanförnu og hvaða leiðir væru færar á íslandi. Þorkell Helgason aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra kynnti þær neyðarráðstafanir í efna- hagsmálum sem gerðar hafa verið í Svíþjóð að undanförnu þar sem gengisfellingu er hafnað sem lausn á vandanum. Þess í stað er lögð höfuðáhersla á að lækka kostnað atvinnuveganna með því að færa skattbyrði af fyrirtælgunum til almennings. í erindi sínu lagði Þorvaldur Gylfason hagfræðingur mikla áherslu á lækkun raungengis hér á landi en til að spoma við verðlagshækkunum þyrfti að setja á veiðigjald og auka innflutning á ódýrum landbún- aðarafurðum. Þannig væri hægt að bæta skuldarstöðu ríkissjóðs. Þorkell Helgason gerði grein fyrir því samkomulagi sem sænska ríkis- stjórnin og stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn, sósíaldemókratar eða jafnaðarmenn náðu í september um víðtækar efnahagsaðgerðir sem hafa það markmið að styrkja stöðu sæn- skra atvinnuvega og draga úr halla ríkissjóðs. Með þessum ráðstöfunum er vonast til að komist verði hjá geng- isfellingu sænsku krónunnar, sem var yfirvonandi, en gert hefur verið ráð fyrir að ríkissjóðshallinn í Svíþjóð á þessu fjárlagaári verði 100-180 milljarðar sænskra króna. Á með- fylgjandi töflu sjást hveijar meginað- gerðirnar eru. Þorkell er nýkominn frá Svíþjóð ásamt Þorláki Helgasyni, en þeir skiluðu skýrslu til heilbrigðisráð- herra í gær þar sem nokkur saman- burður er gerður á milli Svíþjóðar og íslands. Þar segir m.a.: „Vanda- mál Svía eru sumpart þau sömu og okkar, en þó er þar nokkur munur á. Samdrátturinn í landsframleiðsl- unni hefur staðið yfír í lengri tíma hér en þjá Svíum eða í 5-6 ár. Þá erum við að því leyti ver stödd að ein meginástæða samdráttarins eru ytri ástæður sem við getum ekki ráðið bót á til skamms tíma. Er þar um að ræða slæmt ástand fiskistofn- anna og þar af leiðandi lítill fiskafli. Hallinn á utanríkisviðskiptum er meiri hjá okkur og erlend skuldasöfn- un því hærri en hjá Svíum. Á hinn bóginn er ríkissjóðshallinn verulega minna en þeirra og atvinnuleysi er enn helmingi minna. En stefnir það ekki í hæðir verði ekki frekar að gert?“ Kjósendur meta ábyrgðarvilja sljórnarandstöðu í erindi sínu ræddi Þorkell nokkuð hvers vegna jafnaðarmenn hafi ákveðið að komast að samkomulagi með stjómarflokkunum í Svíþjóð. Niðurstaðan er sú að flokkurinn lítur á sig sem homstein í sænsku lýð- ræði, ríkisflokk sem ekki geti hlaup- ist undan merkjum þótt hann sé utan stjómar. Flokkurinn muni fljótlega halda um stjómvölinn og þá sé ekki vænlegt að koma að „ijúkandi rústum." Í skýrslunni segir að kjós- endur virðist meta ábyrgðarvilja jafnaðarmanna. Samkvæmt skoð- anakönnunum hafí fylgi þeirra vaxið eftir aðgerðimar en stjórnarinnar dalað að sama skapi. Á hinn bóginn hafí álit fólks á stjórnvöldum og ein- stökum stjómmálamönnum vaxið. Niðurstaða skýrslunnar er sú að halli ríkissjóðs í Svíþjóð lækkar með þessum aðgerðum um 31,6 milljarð eða um 7,5% af tekjum ríkisins. Þor- kell lagði þó áherslu á að menn þyrftu að hafa í huga að af þessum aðgerðum væri dijúgur hluti tilkom- inn með því að horfíð væri frá skatta- lækkununum eða tilfærslum. Ekki sé verið að kollvarpa sænska velferð- arkerfinu. Lækkun ríkissjóðshallans hjá Svíum sé af svipaðri stærð og að er stefht með fjárlögum þessa árs á íslandi. Mikilvægasta atriðið hjá Svíum, þ.e. lækkun atvinnurekenda- gjalda (Al) sé hér þó aðeins á um- ræðustigi. Talað er um að árangur og afleið- ingar þessara aðgerða séu m.a. 70.000 ný störf, lægri vextir, minni einkaneysla, hærra verðlag og minni rástöfunartekjur. Raungengislækkun með nýjum stuðningsaðgerðum eða „innri-gengisfellingu“? í erindi sínu sagði Þorvaldur Gylfa- son að íslendingar stæðu frammi fyrir því að raungengið yrði að falla til að hægt væri að efla útflutninginn og létta skuldabyrðina. Hann sagði jafnframt að ef fella ætti gengið yrðu menn að gæta þess að gera það ekki með sömu aðferðum og áður heldur með alveg nýjum hætti. „Fylgja verður gengisfellingunni eft- ir með nýjum tegundum af stuðn- ingsaðgerðum. Ef fella á gengið þarf að leggja á veiðigjald og auka frelsi á viðskipta- og búvörumarkaði. Þannig duga veiðigjaldið og aukið innflutningsfrelsi til þess að eyða verðlagsáhrifum gengisfellingar. Með þessum hætti er hægt að fella gengið án þess að hækka verðlagið, án þess að hækka framfærslukostn- að heimilanna og kalla yfir sig kaup- hækkunarkröfur. Þannig lít ég á veiðigjald og auk- inn innflutning á ódýrum landbúnað- arafurðum sem stuðningsaðgerðir við gengisfellingu, líkt og sumir hafa litið á gengisfellingu sem nauðsyn- lega stuðningsaðgerð við sjávarút- veginn. Aðalatriðið er að hvort styð- ur annað og ég spái því að frammi fyrir þessum mögleika munum við standa á næstu misserum." Þorvald- ur hvatti stjómvöld jafnframt til að nýta þann möguleika. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra sagði að mikilvægast væri að taka til athugunar hvernig sljóm og stjómarandstaða í Svíþjóð hefði orðið sammála um „innri-geng- isfellingu." Til að íslendingar gætu farið svipaðar leiðir skorti samstöðu um harðar stjómmálaaðgerðir til að veija gengið og grundvallaratriði í samstarfí við aðrar þjóðir í viðskipt- um og efnahagsmálum. „Nú ættum við að reyna „innri-gengisfellingu“ með því að lækka launatengd gjöld og kostnaðarskatta atvinnulífsins til þess að gefa okkar útflutningsat- vinnuvegum og samkeppnisgreinum möguleika til þess að vaxa án þess að við séum að setja verðlagsmark- mið í hættu," sagði Jón Sigurðsson. Fundurinn var vel sóttur og miklar umræður sköpuðust að loknum er- indum frummælenda. Neyðarrádstafanir Svía Sænsku stjómarflokkamir og jafnaðarmenn hafa komist að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr fjárlagahallanum. Þann 20. september var skýrt frá I. „neyðarpakka“ og 30. september frá II. „neyðarpakka“ en markmið neyðaraðgerðanna í efnahagslífmu er að halda gengi krónunnar stöðugu, stuðla að lækkun vaxta og bæta samkeppnisstöðu sænsks efnahagslífs. Þorkell Helgason og Þorlákur Helgason hafa tekið saman skýrslu, sem afhent var Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra f gær, fimmtudag, þar sem helstu atriði sænsku neyðarráðstafananna koma fram. Upplýsingamar á listanum em úr skýrslunni þar sem aðgerðunum er lýst og tilgreindur er tekjuauki eða spamaður (+) ríkissjóðs auk útgjalda (-) í milljörðum sænskra króna á ári. Upphæðimar miðast við að aðgerðimar haft komið að fullu leyti til framkvæmda en þær teygja sig yfir 5 ára tímabil. Atvinnumál Al. Launatengd gjöld atvinnurekenda til rfkisins verða lækkuð. Þau lækka úr 34,8% í 30,5%. Þau voru fyrst hækkuð í 1. syrpu um 0,7% en aftur lækkuð í 2. syrpu um 5%. Ætlunin mun vera að sveitarfélögin njóti ekki góðs af þessari lækkun gjalda heldur renni sá ábati einhvem veginn í ríkissjóð. A2. Fyrsti veikindadagur verður ekki greiddur, en nú eru greidd 75% launa fyrir fyrstu 3 dagana og síðan að mestu 90% launa. Eftir 90 daga veikindi og allt til loka fyrsta veikindaárs verður hlutfallið framvegis 10% lægra. Þessi aðgerð er talin samsvara lækkun atvinnurekendagjalda um 0,7%. A3. Sumarleyfi verður stytt um 2 daga úr 27 í 25 daga, en jafnaðarmenn höfðu áður hafið lengingu þess í sex vikur. Þetta er álitið samsvara 0,7% lækkun launakostnaðar. Ákvæðið nær ekki til þeirra sem hafa samningsbundinn rétt. Þannig em opinberir starfsmenn varðir fyrir þessu ákvæði og hefur það valdið óánægju sænska alþýðusambandsins. Því er nú rætt um afnám 2 helgidaga í staðinn. A4. Skapa skal um 112 þús. manns vinnu, starfsþjálfun eða námssamninga. Hér virðist um einskiptis aðgerð að ræða. Auka á framkvæmdir í vegamálum fyrir 1,5 mjr. kr. og flýta öðmm opinberum framkvæmdum og taka lán í því skyni sem kosta um 1 mjr. kr. í vöxtum á næsta ári. Annað em margvíslegar ráðstafanir varðandi aukningu náms- og starfsþjálfunar. A5. E.k. vinnuvemdarsjóður verður í svipinn tæmdur til að standa að hluta undir fyrrgreindum atvinnubótum. Samtals atvinnumál Lækkun ríkisútgjalda Ll. Hækkun ellilífeyrisaldurs úr 65 árum í 66 ár. Þetta á að gera í jöfnum áföngum og hefst sá fyrsti 1994. Jafnframt á fólk ekki að komast á lífeyri nema í upphafi hvers ársíjórðungs. Þetta þýðir í raun 1 mánaðar meðalhækkun lífeyrisaldurs til viðbótar. Bent hefur verið á að hækkun lífeyrisaldurs leiði til aukningar á svokölluðum hlutalífeyri, sem taka má áður en lífeyrisaldri er náð. Borgaraflokkamir hafa áhuga á að afnema þessa heimild, en jafnaðarmenn og Alþýðusambandið em því andvíg. L2. Lífeyrir verður lækkaður um næstu áramót um 2%. Hér er þó ekki um nafnlækkun að ræða þar sem á móti kemur álíka há lögbundin verðbótahækkun á lífeyri. Jafnframt mun ætlunin að þeir tekjulægstu verði ekki fyrir skerðingunni. Ríkisstjórnin hefur skipað nefnd til að endurskoða allt lífeyriskerfið sem að tryggi að þessar greiðslur fari eftir almennum efnahag eins og laun en hækki ekki sjálfkrafa. Spamaður m.v. það sem til stóð: L3. Dregið verður úr vaxtabótum um 3 mjr. kr. sem er u.þ.b. tíundi hluti þeirra. Þetta verður gert með samræmingu ákvæða um bæturnar. Hafa ber í huga að fyrr á árinu höfðu stjómarflokkamir staðið að lækkun bótanna um 3,4 mjr. kr. á ári. Búist er við umtalsverðri hækkun húsaleigu en í samkomulaginu segir að reynt verði að jafna þá byrði. Þá er íhugandi að ýmsir húsnæðislánavextir munu hækka vemlega á næstunni, samkvæmt gildandi ákvæðum. Fasteignamarkaðurinn er í kreppu. Búist er við að 30 þús. manns missi hús sín á næstu misserum. L4. Bamabætur verða lækkaðar um 85 kr. á mánuði á hvert bam en þær nema nú 750 kr. á mánuði. Hér er þó ekki allt sem sýnist því áður hafði verið lögfest hækkun þessara bóta um sömu upphæð. Sú hækkun kemur þvf ekki til framkvæmda. L5. Lagt verður sérstakt iðgjald á launþega vegna sjúkradagpeninga og mun það nema um 0,5% launa eða að meðaltali 70 kr. á mánuði. L6. Bætur slysatrygginga verða lækkaðar úr 100% í 95% af launum. L7. Þróunaraðstoð verður lækkuð um einn tíunda eða úr 1 % í 0,9% þjóðartekna. Jafnframt verður dregið úr kostnaðí vegna flóttamanna sem koma til Svíþjóðar. Þó mun aðstoð vegna Austur-Evrópu haldið utan við þessa aðgerð. Talsmenn flóttamannahjálpar benda á að sjálfvirk útgjöld vegna flóttamanna frá Júgóslavíu fari 5 mjr. kr. fram úr áætlun. L8. Útgjöld til vamarmála verða dregin saman yfir árabil, en þau hafa verið aukin í tíð núverandi stjómar. Flokkarnir deila nú um túlkun þessa atriði í samningnum. L9. Gripið verður til aðhalds á ýmsum sviðum: Hætt að greiða laun í lögregluskólum og sameina lögregluumdæmi (0,5 mjr. kr.), námskröfur verða hertar samhliða því sem fallið verður frá hækkun styrkja til framhaldsskólanemenda (8,3), stjómunarkostnaður í landbúnaði og samgöngumálum lækkaður (0,5). Samtals lækkun ríkisútgjalda Skatthækkanir Hl. Bensíngjald verður hækkað um 1 kr./ltr. á blýbensíni en 0,50 kr./ltr. á blýlausu bensíni. Þetta verður að vísu kallað umhverfisgjald og ætti að leggjast á fleira eldsneyti. H2. Tóbak verður hækkað sem nemur 15 aumm á vindling. H3. Almennur skattfrádráttur verður lækkaður um 2.500 kr. úr 10.000 kr. sem þýðir skattahækkun um 780-1.280 kr. á mann á ári. Jafnframt verður fallið frá hækkun efra skattþreps (en það hafði ekki fylgt verðbólgu um hríð). Þetta hækkar aftur skatta þeirra tekjuhæstu (með tekjur yfir 200 þús. kr. á ári) um 75 kr. á ári. Fella skal niður fastan frádrátt að upphæð 4.000 kr. í stað sundurliðunar á frádrætti. H4. Fallið verður frá fyrirhugaðri lækkun hins almenna skattþreps virðisaukaskatts úr 25% í 22% sem borgaraflokkamir höfðu lofað. H5. Neðra skattþrep virðisaukaskatts sem leggst á matvæli og ferðaþjónustu hækkar úr 18% í 21%. Þetta er talið hækka útgjöld meðalfjölskyldu um 110-150 kr. á mánuði. H6. Fallið er í svipinn frá þeirri lækkun eignarskatts sem borgaraflokkamir höfðu áformað. Skatturinn nemur nú 1,5% yfir 800 þús. kr. eign. Deilt er um framhaldið. H7. Dregið verður úr skattaívilnunum vegna vaxta af sérstökum spamaðarreikningum og vegna hlutabréfakaupa. H8. Fallið verður frá lækkun skatts á vaxtatekjur úr 30% í 25% en samtímis helst skattfrádráttur vegna vaxtaútgjalda húsbyggjenda áfram í 30%. H9. Hætt verður við sérstakar skattívilnanir til sjálfstætt starfandi manna. Samtals hækkanir skatta eða fráhvarf frá skkattlækkunum -17,9 -9,9 ] 3,0 -24,8 8,7 1,8 3,0 2,2 ] ” 3 0,8 1,7 ] 1’2 1,3 24,4 5,5 1,7 7,1 J 9,3 ] 3,5 ] 2,0 ] 0,4 ] 0,0 J 2,5 32,0 Umfangsmesta könnun á viðhorfum unglinga Nær 12% nema 18-20 ára neyta áfengis reglulegá 3% nemenda í 8. bekk hafa prófað hass oftar en 10 sinnum RANN SÓKN ARSTOFNUN í upp- eldis og menntamálum er nú að vinna niðurstöður úr umfangs- mestu könnun sem gerð hefur verið á viðhorfum unglinga hér- lendis. Könnun þessi náði til allra nemenda landsins á aldrinum 13-20 ára og voru alls 26.000 spurningalistar sendir út. Meðal þess sem var kannað var áfengis- og vímuefnaneysla nemendanna og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur fram að 11,9% nemenda á aldrinum 18-20 ára neyta áfengis reglulega, það er oftar en 3 sinnum í mánuði. Þá hafa 3% nemenda í 8. bekk prófað hass oftar en 10 sinnum kvæmt þcssari könnun. í könnuninni kemur fram að áfengisneysla nemenda breytist hratt með aldri þeirra. í 8. bekk svöruðu um 4000 nemendur spurn- ingum og 78,7% þeirra segja að þeir hafi aldrei neytt áfengis, 12,5% neyta þess einu sinni í mánuði eða sjaldnar, 7,2% neyta þess 1-3 í mán- uði og 1,6% nota það reglulega eða oftar en 3 sinnum í mánuði. í 9-10 bekk svöruðu um 8000 nemendur spumingum og þar kemur fram að 42,1% hafa aldrei neytt áfengis, 27,1% hafa neytt þess einu sinni í mánuði eða sjaldnar, 24,2% hafa neytt þess 1-3 í mánuði og 5,4% nota það regiulega eða oftar en 3 í mánuði. Af framhaldsskólanemendum á aldrinum 16-18 ára en rúmlega 8000 þeirra svöruðu spumingunum segja 17,8% að þeir hafí aldrei neytt áfeng- is, 28,6% segjast hafa notað það einu sinni í mánuði eða sjaldnar, 44,3% nota það 1-3 í mánuði og 9,2% neyta þess reglulega. Aðeins 13% af elstu framhalds- skólanemendunum 18-20 ára, en rúmlega 5000 þeirra svöruðu, sögð- ust aldrei hafa bragðað áfengi en 28,9% neytt þess einu sinni í mánuði eða sjaldnar, 46,2% neytt áfengis 1-3 í mánuði og 11,9% neyttu þess reglulega. Fram kemur í könnuninni að almennt muni neysla nemenda vera tvöfalt meiri á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni. Þegar athuguð er þróun á neyslu annara vímuefna en áfengis kemur svipað fram hvað varðar aukna neyslu eftir aldri nemenda. Þannig sögðu 95,5% nemenda 8. bekkjar að þeir hefðu aldrei reykt hass, 1,1% sögðust hafa prófað það einu sinni eða tvisvar en 3,4% oftar en tvisvar og þar af um 3% oftar en 10 sinnum. Nemendur 9-10 bekkjar sögðust ekki hafa prófað hass í 93% tilvika en 7% höfðu prófað það þar af 1,7% oftar en 10 sinnum. Framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 16-18 ára höfðu prófað hass í 12,9% tilvika en á aldrinum 18-20 ára höfðu 17,9% prófað hass. Einnig var spurt út ú neyslu á örvandi vímuefnum eins og amfeta- míni en mjög iágt hlutfall nemenda hafði prófað slík efni. Mesta hlutfall þeirra sem höfðu neytt amfetamíns var hjá 18-20 ára nemendum en um 5% þeirra höfðu prófað það. Sem fyrr segir er hér um að ræða umfangsmestu könnun sem gerð hefur verið á viðhorfum unglinga hérlendis og var áfengis-og vímu- efnaneyslan aðeins hluti hennar. Meðal þess sem spurt var um má nefna gengi og líðan í skóla, afstöðu til náms, vinnu með námi, tómstund- ir, íþróttaiðkun, félagsleg samskipti, trúariðkun og hvar nemendurnir vildu helst búa á landinu. Könnunin var framkvæmd af Rannsóknar- stofnun í uppeldis og menntamálum í samvinnu við menntamála-og dómsmálaráðuneytið, Reykjavíkur- borg og Byggðastofnun. Efni könn- unarinnar verður kynnt opinberlega síðar í þessum mánuði. Tillögur Málms um aðgerðir til að treysta stöðu skipaiðnaðar Aðeins verði lánað til skipa sem smíð- uð eru innanlands MÁLMUR, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, kynnti í gær til- lögur um aðgerðir til að treysta stöðu íslensks skipaiðnaðar, en þær fela í sér að úthlutunarreglum Fiskveiðasjóðs verði breytt þannig að sjóðurinn veiti því aðeins Ián til nýsmíða og breytingarverkefna á fiski- skipum að verkin séu unnin hér á landi, og á þeim grundvelli verði lán úr sjóðnum hækkuð og lánstíminn lengdur. Jafnframt er lagt til að nýttar verði heimildir í tollalögum og GATT-samningi og lagður á jöfnunartollur til þess að hamla á móti undirboðum og innflutningi niðurgreiddra skipa sem smíðuð eru eða gert við erlendis. Tillögurnar hafa verið kynntar fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra, og í gær voru þær afhentar öllum alþingismönnum. Samkvæmt bráðabirgðatölum um fjárfestingar í skipasmíði og viðgerð- um á íslenskum skipum á síðasta ári nam heildaijárfestingin þá 2,6 millj- örðum á verðlagi þess árs, en sam- kvæmt spá fyrir heildarfjárfestinguna á þessu ári verður fjárfestingin um 5,3 milljarðar. í fyrra var innlend markaðshlutdeild í nýsmíði 16,2% og 86,3% í viðgerðarverkefnum, eða samtals 39,1% af heildarfjárfesting- unni, en spáin fyrir yfírstandandi ár gerir hins vegar ráð fyrir að innlend markaðshlutdeild í nýsmíði verði 4,2% og hlutdeildin í viðgerðarverkefnum verði 41,4%, eða 8,2% af heildarfjár- festingunni. Þá er áætlað að ársverk- um í málm- og skipasmíðaiðnaði hafi fækkað úr 3.350 í fyrra í 2.820 nú, eða um 530 ársverk. Málmur telur að Fiskveiðasjóður hafi ráðstafað lánum til nýsmíða og viðgerða einvörðungu með hagsmuni sjávarútvegsins fyrir augum, en aðrar atvinnugreinar sem Iagt hafi sitt af mörkum til nýtingar sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar fái hvergi að koma nálægt. Þetta hafi meðal ann- ars leitt til þess að úthlutun fjár úr Fiskveiðasjóði fari að stórum hluta til erlendra skipaiðnaðarfyrirtækja, sem ekkert hafi lagt að mörkum til nýtingar auðlindarinnar og séu auk þess að bjóða niðurgreidda þjónustu sem bijóti í bága við eðlilega við- skiptahætti. Málmur leggur til að eingöngu verði lánað úr Fiskveiðasjóði til þeirra skipa sem byggð eru innanlands, og lánshlutfall til nýsmíði fiskiskipa hækki úr 65% upp í 80% og lánstími verði lengdur úr 18 árum í 20. Á sama hátt verði heimilt að veita lán til meiriháttar endurbóta allt að 80% kostnaðar og lánstíminn verði 15 ár. Ennfremur vill Málmur að nýttar verði heimildir í tollalögum og GÁTT- samningi og lagður á jöfnunartollur til þess að hamla á móti undirboðum og innflutningi niðurgreiddra skipa sem smíðuð eru eða gert við erlendis. í greinargerð með tillögum Málms er vitnað í tollalög þar sem fjallað er um hvernig stjórnvöld geti brugð- ist við ef ætla megi að vara sé flutt inn eða boðin fram með undirboðs- kjörum og slíkt geti stofnað innlend- um atvinnurekstri í hættu eða tor- veldað hann að mun, en þegar þann- ig stendur á er ráðherra heimilt að leggja á sérstakan undirboðstoll til að hamla gegn slíkum viðskiptum og jafnframt heimilt að leggja á sér- stakan jöfnunartoll. Þá bendir Málm- ur einnig á ákvæði í GATT-samningn- um þar sem segir að fordæma beri undirboð vöru ef það orsakar tjón eða stofnar í hættu rótgrónum atvinnu- rekstri hjá samningsaðila. „Ekki verður annað sagt en að stór- felldur útflutningur skipaiðnað- arverkefna hafi nú þegar stofnað inn- lendum atvinnurekstri í hættu, og því að dómi félagsins tvímælalaust skylda stjórnvalda að bregðast skjótt við og grípa til þeirra úrræða sem lög gera ráð fyrir. Ef stjómvöld beita hins vegar ekki viðeigandi ráðstöfunum í þessum efnum er vandséð til hvers umrædd ákvæði tollalaga og ákvæði Gatt-samnings voru sett og staðfest af löggjafanum," segir í greinargerð með tillögum Málms. Kísiliðjan í Mývatnssveit: Námaleyfið er háð tak- mörkun á vinnsluleyfi - segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri FRIÐRHC Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit, segir að þótt námaleyfi Kísiliðjunnar gildi til ársins 2001 sé námaleyf- ið víðtækara en vinnsluleyfi verksmiðjunnar, sem takmarki vinnslu- svæði hennar við Ytriflóa. Núverandi vinnsluíeyfi renni út í lok marz á næsta ári, og því sé framtíð verksmiðjunnar í óvissu. Friðrik segir að námaleyfi Kísiliðj- unnar, sem Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra gaf út 21. apríl síðastliðinn, feli í sér einkaleyfí Kísiliðjunnar til efnistöku úr kísilgúmámu ríkisins á botni Mývatns. „Orðalag námaleyfis- ins er óljóst og það hefur verið viður- kennt af ráðuneytinu, að það er ekki nógu skýrt orðað þar til hversu langs tíma það gildir. Eftir fund, sem ég hef átt með ráðuneytisstjóra iðnaðar- ráðuneytisins í vikunni, er hins vegar búið að skýra þetta óljósa orðalag og við emm sammála um þann skilning að námaleyfið gildi til ársins 2001,“ sagði Friðrik í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að augljósir annmarkar væm á námaleyfinu, vegna þess að Kísiliðjan hefði takmarkaða mögu- leika til vinnslu kísilgúrs úr Mývatni. Efnistaka mætti aðeins fara fram á Ytriflóa. „Þessar takmarkanir renna út 31. marz á næsta ári og eftir þann tíma ríkir um það óvissa, frá okkar bæjardymm séð, hver verður næsta ákvörðun um fyrirtækið," sagði Frið- rik. „Frá okkar sjónarhóli er ljóst að það leyfi, sem við höfum nú til vinnslu; rennur út 31. marz næstkomandi og það er mikilvægast. Þótt við hefðum námaleyfí til lengri tíma, er það háð verulegum takmörkunum og það veld- ur áhyggjum um framtíð starfseminn- ar. Slíkar takmarkanir hefta fyrirtæk- ið í að setja sér framtíðaráætlun. “ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að eftir 31. marz gæti þrennt gerzt; takmarkanir yrðu áfram á vinnslu kísilgúrs, takmarkanir féllu niður eða að þeim yrði breytt. Friðrik segir að verði vinnslusvæði fyrirtækisins áfram takmarkað við Ytriflóa blasi við að hætta verði starfseminni, enda séu kísilgúrbirgðir þar aðeins til skamms tíma. „Flutningur í Syðriflóa á sér ekki stað á einni nóttu. Hann kallar á einhverja mannvirkjagerð og það tekur eitt til tvö ár að undirbúa slíkan flutning. Á meðan við vitum ekki hver framtíðin er, verður mjög erfitt að réttlæta fjárfestingu í slíkum framkvæmdum," sagði Friðrik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.