Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Minning Eyjólfur Jónsson lögfræðingur Fæddur 13. október 1920 Dáinn 11. október 1992 Það skyggði skyndilega sunnu- daginn 11. október, þegar mamma hringdi í mig og sagði mér að hann Eyjólfur væri dáinn. Hann sem var að hressast og byggja upp krafta sína eftir veikindin. Eyjólfur var elsta bam ömmu og afa, þeirra Kristínar Eyjólfsdóttur og Jóns Ingimarssonar. Hann braut- skráðist lögfræðingur frá Háskóla íslands í janúar 1949 og var fastráð- inn lögfræðingur hjá Trygginga- stofnun ríkisins frá 1. febrúar sama ár, en þar hafði hann stundað ýmis störf með skólagöngu sinni meira og minna frá 16 ára aldri. Hinn 1. janúar 1957 var hann settur skrif- stofustjóri og síðan skipaður af ráð- herra frá 1. maí 1959. Skrifstofu- stjóraembættinu gegndi hann til 31. desember 1979, á þeim tíma sá hann um Atvinnuleysistrygginga- sjóð og á tímabili líka um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins. 1. janúar 1980 var hann skipaður fram- kvæmdasijóri Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs og því embætti gegndi hann til 31. desember 1990 að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann starfaði þó áfram sem lög- fræðingur hjá sjóðnum í tímavinnu þar til hann varð að hætta í apríl á þessu ári vegna veikinda. Frá því ég man eftir mér hafa hann og fjölskylda hans skipað stór- an sess í lífí mínu, samgangur var mikill milli heimilanna, sérstaklega meðan við krakkamir vom lítil. Ég byijaði fyrst að vinna í Trygg- ingastofnuninni í janúar 1968 og við það héldust áfram góð tengsl milli okkar Eyjólfs. Á árinu 1983 vantaði hann aðstoðarmann á skrif- stofu Atvinnuieysistryggingasjóðs en fram að þeim tíma hafði hann einn séð um sjóðinn. Hann hafði þá samband við mig og bauð mér starf- ið þar sem hann vissi að ég væri að flytja utan af landi og vantaði vinnu. Ég átti þess vegna því láni að fagna að vinna í mjög nánu sam- starfí við hann frá þeim tíma þar sem við unnum bara tvö hjá sjóðn- um. Ég held að varla sé hægt að fínna betri yfírmann og leiðbeinanda en hann var. Aldrei man ég eftir að okkur hafí orðið sundurorða á þessum áram og enn styrktust bönd- in á milli okkar. Þegar svo leið að því að hann hætti störfum vegna aldurs og mér bauðst að taka við starfínu hans spurði ég hann hvort hann héldi að ég gæti þetta, þá sagðist hann vel treysta mér til þess að taka við af sér, bara það skipti mig miklu máli. Hann var mér góður kennari og alltaf var jafn gott að leita til hans, jafnt sem vinnufélaga og frænda. Eftir að hann veiktist héldum við áfram góðu sambandi, þó það hefði mátt vera meira af minni hálfu, en vegna aukins álags í vinnunni gaf ég mér kannski ekki nægan tíma til að hitta hann. En síðast þegar við töluðum saman sagðist hann vera að byggja sig upp og svo kæmi hann í heimsókn til mín á skrifstof- una og fengi sér kaffisopa með mér. Elsku Rúna, Kata, Vigdís, Brynj- ólfur, Guðgeir og Qölskyldur, ég og allt mitt fólk vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum Guð að hjálpa ykkur í þessari miklu sorg. Hvíli elsku Eyjólfur frændi minn í friði. Margrét. Með Eyjólfi Jónssyni er fallinn í valinn einn af forvígismönnum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Hann byq'aði sem sendisveinn hjá Tryggingastofnun ríkisins sextán ára gamall og vann þar meira og minna samhliða utanskólanámi í menntaskóla og varð fastur starfs- maður að loknu lögfræðinámi 1949. Eyjólfur var einn af stofnendum Starfsmannafélags ríkisstofnana 1939, tók sæti í stjóm þess 1949 og litlu síðar líka í stjóm BSRB. Þau 11 ár, sem hann var þar annað- ist hann aukalega skrifstofu banda- lagsins, sem opin var tvisvar í viku. Á hann hlóðust síðan trúnaðar- störf eins og undirbúningur laga um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna á áranum 1952-1954. Einnig undirbúningur löggjafar um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna 1959-1962 og setti hann þar fram fyrstu tillögur um verkfallsrétt að hætti annarra Norðurlanda. Auk margra annarra starfa fyrir BSRB á þessum áram mun hann hafa undirbúið löggjöf um Lífeyrissjóð sjómanna, einnig unnið að end- urskoðun launalaga 1955 o.fl. Eyj- ólfur var tilnefndur sem fulltrúi BSRB í nýskipaðan Kjaradóm 1962 og átti m.a. dijúgan þátt í þeirri umstokkun, sem þá var gerð og þeim stórfelldu og réttlátu kjaraleið- réttingum, sem fengust. Og á hon- um mæddi síðan einnig barátta næstu ára við að veija þau kjör og réttindi sem náðst höfðu. Á þingum bandalagsins og al- mennum fundum tranaði Eyjólfur sér ekki mikið fram, en hann hafði fastmótaðar skoðanir, sem byggðu á félagshyggju og jafnaðar- mennsku, þeim fylgdi hann fast fram og gat verið bæði tillögugóður og laginn við að fylgja eftir sínum sjónarmiðum. Ég átti þess kost að starfa með Eyjólfí að málefnum opinberra starfsmanna um skeið og síðar að kynnast áhuga hans og dugnaði í starfi hans sem framkvæmdastjóra Atvinnuleysistryggingasjóðs. Hann hefur lagt gjörva hönd á margt og reynsla hans og samviskusemi hafa stuðlað að veralegum hagsbótum bæði opinberra starfsmanna svo og alls launafólks í landinu. Eftirlifandi konu hans, Guðrúnu Guðgeirsdóttur, bömum og vensla- fólki eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Haraldur Steinþórsson. Þann 11. október sl. lést Eyjólfur Jónsson lögfræðingur eftir stutta en snarpa baráttu við erfíðan sjúk- dóm, krabbameinið. Eyjólfur var tæplega 72 ára, þeg- ar hann lést, fæddur 13. október 1920 á Keldum í Mosfellssveit, son- ur hjónanna Jóns Ingimarssonar, bónda þar og í Breiðholti við Reykja- vík, síðar verkamanns í Reykjavík, og konu hans Ingibjargar Eyjólfs- dóttur. Hann varð stúdent við Menntaskólann í Reykjavík 1942 og lögfræðingur frá Háskóla íslands 1949. Eyjólfur starfaði hjá Trygginga- stofnun ríkisins á námsáram sínum og að loknu lögfræðinámi gerðist hann fastur starfsmaður stofnunar- innar eða frá 1. febrúar 1949. Hann var ráðinn skrifstofustjóri Trygg- ingastofnunar 1957 og skipaður 1959, en áratuginn 1980 til 1990 var hann framkvæmdastjóri At- vinnuleysistryggingasjóðs, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann skilur eftir sig gifturík spor í sögu almannatrygginga á íslandi. Við undirbúning og setningu lag- anna um atvinnuleysistryggingar á áranum 1956 til 1957 vann Eyjólfur ómetanlegt starf, sem lagasetningin mun búa að um ókomin ár. Þessi flölhæfí og gáfaði maður, sem Eyjólfur Jónsson vissulega var, helgaði því almannatryggingum alla starfskrafta sína og var þar vissu- lega enginn meðalmaður á ferð. Auk gifturíkra starfa fyrir Trygginga- stofnunina var Eyjólfur skipaður og kosinn til íjölmargra nefndarstarfa á vegum stofnunarinnar, sem of langt yrði upp að telja hér. Einnig var hann kjörinn í stjóm BSRB og átti um tíma sæti í yfírkjörstjóm Reykjavíkur, svo eitthvað sé nefnt. Eyjólfur Jónsson var hlýr og þægilegur í umgengni og hans er saknað af fyrrverandi samstarfs- fólki hjá Tryggingastofnun ríkisins. Starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins sendir eftirlifandi eiginkonu Eyjólfs, Guðrúnu J. Guðgeirsdóttur, bömum þeirra og öðram ættingjum samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Eyjólfs Jónssonar. Starfsfólk Trygginga- stofnunar ríkisins. Látinn er hógvær og prúður mað- ur sem ekki mátti vamm sitt vita. Það var mikið lán að eiga Eyjólf að, er gengið var frá samningum um leiguland Galtalækjarskógar, er síðar varð sumarparadís bindind- ismanna. Margt hefur breyst frá þeim tíma er numið var land í Galtalækjar- skógi árið 1966 og fylgdist Eyjólfur ætíð vel með málum, en hans ágæta eiginkona Guðrún Guðgeirsdóttir sat í stjóm sumarheimilisins á þeim tíma, og þar til fyrir örfáum áram. Lögfræðiþekking Eyjólfs var góð við samningsgerð, og var framsetn- ing af hans hálfu ávallt mótuð sann- gimi og að báðir aðilar gætu við unað. Það er yngra fólki sem nú skipar stjóm sumarheimilis templara ekki auðskilið hve gríðarlegt átak það var á upphafsáram í Galtalæk, að girða landið og búa svo aðstöðu, að mögulegt var mótshald strax árið 1967. Það er ljóst að ekki hefði gengið svo vel ef ekki hefði hópur karla og kvenna unnið hörðum höndum að undirbúningi og framkvæmdum. Allar helgar, ásamt sumarleyfum var farið austur og lagt það lið sem gerði staðinn smátt og smátt að þeirri paradís sem Galtalækjarskóg- ur er í dag. Eyjólfur var laghentur og útsjón- arsamur og vora það góðir kostir er unnið var að uppbyggingu með takmarkað fé til ráðstöfunar. Eyjólfur varð strax áhugamaður um rafvæðingu staðarins og lagði gott lið við rekstur rafstöðva í skóg- inum. Hafði hann á orði er fast raf- magn var lagt á staðinn, að lítið væri nú orðið fyrir sig að gera, en þá tóku önnur verkefni við. Að leggja góðu málefni lið er meiri hvíld en nokkum granar og árangur af starfi er kraftur sem seint verður bugaður. Þessi orð era- hugstæð er minnst er Eyjólfs Jóns- sonar. Þó örþreyttur væri eftir störf fyrir austan, var enginn hressari en Eyjólfur er mætt var til fastrar vinnu, enda sálin úthvíld þó ein- hveijar harðsperrar væra í skrokkn- um. Fjölskylda Eyjólfs hefur gengum tíðina verið langdvölum í Galtalækj- arskógi og var það Eyjólfi ánægju- efni hve dóttirin Katrín og hennar maður Ármann undu þar við störf. Sonurinn Brynjólfur var landvörður í skóginum tvö sumur. Eyjólfur lifði þau tímamót að hreyfingin eignaðist meginhluta þess lands er nýtt var undir móts- hald bindindismótanna, og varð það mikið ánægjuefni. Það er mikils virði að eiga slíka liðsmenn, og era með þessum orðum þakkaðar allar þær stundir sem Eyjólfur og Guðrún lögðu fram við störf í Galtalækjarskógi. Framlag og störf Eyjólfs Jónsson- ar í Galtalækjarskógi verða öðrum hvatning til starfa. Við sendum Guðrúnu og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur um leið og við vitum að minningin um góð- an mann lifir. Stjórn sumarheimilis templara. Hann hvarf inn í haustið eins og hann hafði komið - átti tvo daga í afmælið sitt - og ljúfsár tregi árstíð- arinnar, þrátt fyrir litadýrð og feg- urð, fékk á sig harða ásýnd þess miskunnarleysis sem við eigum oft erfítt með að skilja af hendi almætt- isins: Af hveiju einmitt nú, þegar lífið virtist hafa náð yfirhönd að nýju eftir harða baráttu gærdagsins - og þægilegt ævikvöld í augsýn? Við slíkum spumingum fást engin svör. Það var um margt litríkur hópur sem sótti sér nýja lífssýn til Free- port á Long Island seinni hluta átt- unda áratugarins. Þjóðsagan hefur lýst þeim sem hvítflibbarónum; þangað hafí leitað forréttindafólk - aðrir hafi ekki haft til fararinnar ráð. Ekkert er þó fjær sannleikan- um, enda spannaði hópurinn allar stéttir þjóðfélagsins; endurspeglaði kannski helst þetta sérstæða stétt- leysi landans, þegar eitthvað bjátar á; þá verða allir jafnir - og enginn jafíiari öðram. Það reyndist hins vegar þjóðinni nokkur forréttindi að hafa sent þennan hóp vestur um haf - innan ramma heilbrigðiskerf- isins - því ófáir vesturfaranna end- urguldu þjóðfélaginu ríkulega stuðninginn við heimkomu. Það munaði um Eyjólf Jónsson, þegar hann sneri heim í janúar 1977. Freeportklúbburinn, sem stofnaður var í ágúst sumarið áður, hafði þá þegar hafíð baráttu fyrir breytingum á afstöðu til áfengis- mála og hugmyndir um að færa Freeportkerfið heim vora í mótum. Eyjólfur, sem um þessar mundir var skrifstofustjóri Tryggingastofnunar ríkisins og hafði áður verið lögfræð- ingur stofnunarinnar allt frá 1949, varð fljótlega lykilmaður í þessari baráttu, enda var reynsla hans og þekking á öllum hnútum heilbrigðis- og tryggingakerfísins ómetanleg. Ég hika ekki við að fullyrða að samvinna Hilmars heitins Helgason- ar og Eyjólfs Jónssonar hafi í raun gert stofnun SÁÁ mögulega. Hug- myndaauðgi og ákafí Hilmars var á stundum með þeim ósköpum að venjulegt fólk sá aðeins í iljar hon- um, en þá kom það í hlut Eyjólfs að vera akkerið sem hélt málefninu við jörðina. Vissulega lögðu hér fleiri afbragðsmenn til, en ég geri ekki lítið úr neinum þeirra þó ég álíti það fyrst og fremst verk Eyj- ólfs hve SÁÁ kom fullmótað til sögu strax við stofnun hinn 1. október 1977; albúið til að takast á við þau verkefni sem biðu. Að íhygli hans, reynslu og lagaþekkingu býr SÁÁ enn þann dag í dag. Það lýsir hins vegar manninum Eyjólfí Jónssyni að aldrei bar á honum við þessi störf. Það lét hann öðram eftir. Upp úr samvinnu Hilmars og Eyjólfs slitnaði árið 1978, en það kom nú fyrir fleiri - og stóðu báðir jafnkeikir eftir. Eyjólfur kom ekki við sögu SÁÁ eftir það - ekki held- ur innan kerfísins - því hann tók fljótlega við stöðu framkvæmda- stjóra Atvinnuleysistryggingasjóðs ríkisins, sem hann gegndi uns starfsaldri var náð. En þrátt fyrir öll þau störf sem á hann hlóðust átti Freeportklúbburinn og þau vinabönd er hann hnýtti þar hug hans allan þar til yfír lauk. Hann sat þar margoft I stjórn - stundum um árabil í einu - og til hans mátti ávallt leita um stuðning og hollráð ef klúbburinn var annars vegar. Ég naut á stundum þeirra forrétt- inda að fá að starfa með Eyjólfi að sameiginlegum áhugamálum okkar innan Freeportklúbbsins, SÁÁ og annarra samtaka um áfengismál - og ég tel mig gæfumann að hafa fengið að ganga í smiðju til hans um góð ráð, hvenær sem á þurfti að halda. Þar var hann klettur sem aldrei brást. Þau vináttubönd sem við Þórann hnýttumst Eyjólfi og Guðrúnu verða seint fullþökkuð. Hugur Freeportfélaga verður hjá Guðrúnu í dag. Hennar er missirinn mestur. Tómas Agnar Tómasson. STRIKAMERKING Framleiðendur, heildsalar og þeir sem beðið hafa eftir þessu tækifæri. Við kynnum í húsnæði okkar í Skipholti 33, nýja gerð af prenturum fyrir strikamerki. • Hóflegtverð • Sérmerki (logo) • íslensk leturgerð • Hagkvæmni og hagræðing • Prentar margar útfærslur og gerðir af merkjum (EAN-8, EAN-13, UPC, Code 39, Code 93,Code 128, Codebar ofl.) • Samþykkt af Iðntæknistofnun íslands. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • Símar: 624631, 624699 5 634567 890108 ÞÞíEæÐðööAá ÍUÉéí VERKFRÆÐINGAFELAG ISLANDS Samgöngur í fortíð, nútíð og framtíð Ráðstefna á vegum Verkfræðingafélagsins um innanlandssamgöngur á fslandi verður á Hótel Loftleiðum laugardaginn 17. okt. kl. 13.10. Ávarp flytur Halldór Blöndal, samgönguráðherra. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.