Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 33 Elínborg Finnboga- dóttir fyrrv. yfirmat- ráðskona — Minning Fædd 2. janúar 1908 Dáin 9. október 1992 Með þakklæti og virðingu rita ég örfá orð um Elínborgu frænku okk- ar. Hún hefði sjálf ekki viljað skrúð- mælgi eða fagurgala og því reyni ég að virða vilja hennar í þeim efn- um. Hún var ávallt hrein og bein, kom til dyranna eins og hún var klædd og fór eigi í grafgötur með skoðanir sínar. Við eigum margar góðar minn- ingar um Elínborgu, eða „Borgu Frænku" með stórum staf, eins og við gjarna kölluðum hana. Hún var mikill stólpi í frændgarði okkar, kjarnakona, sem alltaf var leitað til þegar mikið lá við og góðar veislur skyldu haldnar. Það var nefnilega þannig að Borga hafði mjög ung að árum far- ið utan til að leita sér menntunar á sviði matargerðarlistar, sem hún nam bæði í Danmörku og Noregi. Hrein unun var að fylgjast með henni þegar hún var að undirbúa veislur í stórfjölskyldu okkar. Þar unnu þær reyndar mætavel saman, hún og Ágústa frænka okkar og vinkona, sem látin er fyrir nokkrum árum. Báðar vor þær framúrskar- andi listfengar á þessu sviði. Það lá þess vegna beint við að Elínborgu væru falin ábyrgðarstörf tengd hennar sérsviði. Var hún yfirmat- ráðskona á Hvítabandinu í Reykja- vík. Hún tók einnig við því starfi er Heilsuverndarstöðin í Reykjavík tók til starfa. Síðan þótti það sjálf- sagt er Borgarspítalinn í Reykjavík var reistur að Elínborg tæki að sér yfirmatráðskonustarfið þar og þá einnig á Grensásspítalanum. En það var ljómi yfir Elínborgu á fleiri sviðum. Hún var sannkölluð heimskona í okkar augum. Hún hafði ferðast víða um heim og hafði frá mörgu að segja og miðla okkur hinum. En hún hafði mesta unun af því að ferðast um landið sitt góða á viljugum gæðingi, því hesta- konan var hún mikil frá blautu barnsbeini. Elínborg talaði ætíð með miklum trega um þá dýrðardaga þegar hún var i hvað mestri nálægð við þær undursamlegu skepnur sem hest- arnir hennar voru. I þeim frásögnum beinlínis gneistaði af henni. Það geislaði einnig af „Borgu okkar“ þegar hún flutti okkur ljóðin sín, sem hún elskaði öðru fremur. Hún stendur mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum er hún um miðja nótt flutti okkur frænkum ljóð Einars Benediktssonar, Fáka, af hreinni innlifun og elsku. Þegar hugsað er til baka á tíma- mótum sem þessum fer ekki hjá því að hugurinn fyllist söknuði og trega. Smátt og smátt hverfur frá manni þetta stórbrotna fólk sem setti svo sterkan svip á lífíð og tilveruna allt frá barnsaldri. Elínborg og Katrín móðir hennar voru órjúfanleg heild í hugum okkar í stóra fjölskylduhús- inu á Hallveigarstíg 9. Þar var gott að koma. Smákökur og góðgæti á öllum hæðum, frændur og frænkur í öllum hornum. Spilað á spil, hlegið og sungið. Allir voru góðir, eða það fannst mér að minnsta kosti. Þetta var frændgarðurinn hennar móður minnar og var ég stolt af fjölskyldu minni í hvívetna. Inn í þessa mynd í huga mínum féll Elínborg frænka svo mætavel. Sannkallaður „lífskúnstner“ sem fór sínar eigin leiðir á margan hátt, en eignaðist vini og góða félaga hvar sem leiðir hennar lágu. Eg er stolt yfir því að hafa átt hana sem frænku og þakklát fyrir að hafa átt þess kost að eignast hana sem góða vin- konu eftir að barns- og unglingsár- um lauk, kynnast hennar hugar- heimi, finna skyldleikann, einnig í sálinni, sameiginlegan áhuga okkar á landinu. Það var smáævintýri t.d. hjá okkur Borgu, að fara um Reykjanesið þvert og endilangt og enda þá ferð í Stokkseyrarfjöru, drekka kaffi undir kirkjugarðs- veggnum, stoltar yfír því að hafa fundið forfeður okkar í hvflu sinni þar. Tuttugu árum síðar flutti þessi stórbrotna frænka mín ljóð sitt Fáka á þessum sama stað í kapp við brim- ið. Megi góður guð varðveita Elín- borgu og blessa minningu hennar. Edda Sigrún. Borga frænka er dáin. Hún fékk að sofna í rúminu sínu, eins og hún hafði óskað sér. Hún fékk að halda andlegu atgervi og reisn fram til dauðadags. Nærvera Borgu frænku á öllum stórhátíðum var einn af föstum punktum tilverunnar. Með henni er ekki einungis horfin góð frænka heldur hlekkur heillar kyn- slóðar. Ein af minnisstæðum stundum með Borgu var 3ja daga ferðalag, sem farið var í ljósaskiptunum síð- sumars. Frænkumar þrjár Elínborg, Sunneva, Edda og undirrituð fóru saman stórreisu austur að Stokks- eyri. Edda, sem alltaf var að gleðja Borgu frænku sína, bauð húsið sitt, Amsterdam, til afnota. Á þessum þremur dögum kynntist ég hvað bezt þessari ljóðelsku, viðkvæmu og stórbrotnu konu, Borgu frænku. Um áramótin síðustu, þegar skál- að hafði verið fyrir nýju ári, stóð Borga upp og spurði hvort frænd- fólkið vildi ekki heyra Fáka, Einars Ben. Sá sem drekkur hvem gleðinnar dropa í- grunn, sem dansar í fákaspori yfir grand. I mannsbarminn streymir sem aðfalls-unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur,- Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. Framsögnin var utanbókar. Hestakonan, 84 ára gömul, hnar- reist með blik í brúnum augum, fór hvorki með ljóðið né las, heldur „lifði" hún ljóðið og leyfði okkur hinum að fylgja sér. Nú er knapinn á hestbaki horfinn og hófadynurinn þagnaður. Við þökkum innilega samfylgdina. Guðrún Sverrisdóttir og fjölskylda. Elínborg frænka mín er látin, ég minnist hennar með mikilli virðingu og þökk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. í minningu henn- ar langar mig að skrifa nokkur orð sem verða fátækleg miðað við allt það sem hún var mér. Elínborg var mér sem besta vin- kona frá því að móðir hennar, sem ég heiti í höfuðið á, hvarf héðan. Þrátt fyrir mikinn aldursmun leið okkur alltaf eins og jafnöldrum, skemmtum okkur og hlógum sam- an. Árið 1987 fórum við fjölskyldan ásamt Borgu t.d. í skemmtilega sigl- ingu norður fyrir land og síðan m.a. til Finnlands og Rússlands. Alveg var makalaust hversu dugleg hún var í þeim mikla veltingi, sem við lentum í, ekkert fjas eða fár. Alltaf var hún tilbúin til að leggja á sig erfiði til að sjá sem mest, læra og njóta lífsins. Við fórum líka saman í leikhús eða út að borða. Á þeim stundum var hún svo gefandi, hafði frá svo mörgu að segja að ég hrein- lega gleymdi stað og stund við að hlusta á hana. Þá var hún meðal annars að segja mér frá liðnum tím- um, tímum sem ég þekkti ekki. Hún sagði mér líka margt af móður sinni, Katrínu, afasystur minni sem var mér svo góð þegar ég var lítil. Katr- ín var alveg sérstök kona, ein af þessum einstöku konum sem átti svo mikið að gefa. Sérstaklega eru mér minnisstæðar stundimar sem ég átti hjá Katrínu þegar ég var lítil stelpa. Herbergið hennar í Qöl- skylduhúsinu á Hallveigarstíg var ekki stórt, en þó svo stórt í mínum huga. Það var mér sem undraheim- ur fullur af hlýju, geðprýði og gæsku. Katrín var vel menntuð og vel lesin kona sem aldrei féll bók úr hendi. Úr þessu umhverfí var Elínborg sprottin, einkadóttir foreldra sinna sem ekkert var nógu gott fyrir. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og síðar í húsmæðraskóla í Björg- vin, þar sem hún vann einnig á sum- arhóteli. Þegar heim kom réð hún sig til Theódóru Sveinsdóttur, sem var kunn fyrir fjölbreytta mat- argerðarlist. Elínborg varð mikil listakona í matargerð. í mörg ár átti hún sitt ríki á Heilsuvemdarstöðinni, síðar á Borgarspítalanum þar sem hún var yfirmatráðskona í mörg ár. Undir hennar stjórn var gott skipulag á matargerðinni og allri framkvæmd vinnunar. Hver hlutur á sínum stað, aldrei keypt nema það besta, án þess að braðla. Mér fannst alltaf að Borga frænka væri höfðingi, heimskona sem ég leit upp til. Eitt af því sem ég dáðist sérstaklega að í fari henn- ar var það hversu fallega hún fór með ljóð. Hún las mikið eins og móðir hennar, ekki síst ljóð, og kunni t.d. mikið af ljóðum Einars Benediktssonar utan að. Elínborg var fagurkeri í mörgu tilliti sem ég var alltaf stolt af og minnist ég með þakklæti þess hvað hún var bömun- um okkar góð, Grétu, Matthíasi og Guðríði. Að lokum þakka ég kærri frænku minni samfylgdina. Ég vil einnig bera kveðjur frá Matthíasi, eigin- manni mínum sem vegna starfs síns er fjarverandi. Katrin Margrét Ólafsdóttir. É' ’b ...alltafþegar ^ erum vajtl(ttát Full búð af glœsilegri gjafavöm fyrir dömur og herra Gjafakort Slœður TLmvötn Skartgripir Sjöl Herrailmir Töskur Treflar Raksett Leðurvörur Bindi Snyrtitöskur Regnhlífar belti Snyrtivörur Handunnin blúnduvara SIGURBOGINN Laugavegi 80, sími 611330. Bíll sem tekið er eftir Pontiac Trans Sport SE, árg. ’90, einn með öllu: V6 vél, sjálfskiptur, „cruise control", hæðarjafn- ari, rafm. í rúðum og sætum, sæti fyrir 6. Mjög rúmgóður. Ekinn 40 þús. km. Vel með farinn bíll. Einn eigandi. Upplýsingar í símum 91-624149 og 98-75933. ^bilandia //sinfonietta í Langholtskirkju laugardaginn 17. október, kl. 13.00 Efnisskrá Jean Sibelius: Ástarsvíta Irving Glick: Verk f. píanó og strengjasv. tileinkað Finlandia Sinfonietta Tsjajkovskíj: Serenaða fyrir strengjasveit Finlandia Sinfonietta er talin ein besta kammersveitin á Norðurlöndum. Flestir hljóðfæraleikaranna eru einnig hljóðfæraleikarar í Fílharmóníusveit Helsinki. Hljómsveitin er á leið í hljómleikaför til Kanada. Hljómsveitarstjóri er Rolf Gothóni. Miðasala fer fram á skrifstofu Sinfóníuhljómsueitar íslands Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.