Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 Minning Siguijón Eiríksson fv. eftirlitsmaður vitanna Fæddur 8. maí 1899 Dáinn 9. október 1992 Siguijón andaðist á dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ, aðfaranótt 9. október. Hann verður jarðsettur í Lágafelli í dag, föstudag. Sigurjón fæddist í Hlíð í Skaftár- tungu og var af skaftfellskum ætt- um. Faðir hans var Eiríkur Jónsson frá Hlíð og móðir hans Margrét Sig- urðardóttir frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi. Eina hálfsystur átti hann, Gyðríði Sigurðardóttur, en hún lést 1932, 39 ára að aldri. Siguijón ólst upp meðal annars í Óseyrarnesi við Eyr- arbakka og í Reykjavík. Föður sinn missti hann í sjóslysi í Skutulsfirði 1903. Eftir það bjó hann með móður sinni og systur en var oft á sumrin austur í Hlíð hjá ömmu sinni og afa. Þar voru rætur hans og alla tíð átti sá staður hug hans allan. Hann braust til mennta á þeirra tíðar vísu, hann útskrifaðist frá Verslunarskólanum 1916 og vann síðan við margskonar störf þar til hann réðst til Vitamálastofnunar 1928. Þar starfaði hann til 1969, eða í yfir 40 ár. Siguijón kvæntist Unu Lilju Páls- dóttur frá Höskuldsey árið 1934. Hún átti son, Pál Guðmundsson, fæddur 1927, og ólst hann upp hjá þeim. Siguijón og Una eignuðust tvo syni, Eirík Grétar, fæddur 1935, og Helga, fæddur 1941. Eiríkur er kvæntur undirritaðri og þau eiga fimm börn. Helgi var kvæntur Mar- íu Jónsdóttur, en þau hafa slitið samvistir, þeirra börn eru tvö en fyrir átti Helgi fjögur börn. Bama- börnin eru orðin 15. Siguijón og Una bjuggu í Reykjavík, lengst af í Blönduhlíð 11, þar sem þau áttu glæsilegt heimili. Árið 1981 fluttu þau í sambýli við Helga og Maríu að Helgalandi 1 í Mosfellsbæ. Una var þá orðin sjúklingur og andaðist á Reykjalundi 1985. Síðustu þijú árin átti Siguijón heima hjá okkur á Skólabraut 1, þar til hann flutti á dvalarheimili aldr- aðra í Mosfellsbæ í júní í vor. Sigur- jón var eftirlitsmaður vitanna í ára- tugi, hann sá um ljóskerin og enn- fremur var hann við byggingu íjölda vita og vitavarðabústaða út um allt t Eiginmaður minn og faðir okkar, BERGUR SIGURÐSSON, Ánahlíð 16, Borgarnesi, lést 13. október. Jónína Eggertsdóttir og börn. t Eiginkona mín, SIGRÍÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, Hraunbæ 130, Reykjavik, lést af slysförum 14. október. Kristján Andrésson. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR SVANHVÍT SIGURÐARDÓTTIR, Skúlagötu 76, lést að morgni 14. október í Borgarspítalanum. Börnin. t Ástkær móðir okkar, SVAVA ÁSDÍS JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis Njarðargötu 35, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni 14. október. Dætur hínnar látnu. t Sonur minn og faðir okkar, FRIÐRIK ÞÓRHALLSSON, Hátúni 6, Reykjavik, er látinn. Þórhallur Björnsson, Margrét Friðriksdóttir, Gisli Friðriksson. Lokað Skrifstofa Atvinnuleysistryggingasjóðs verður lok- uð frá kl 13.00 í dag, föstudaginn 16. október, vegna jarðarfarar EYJÓLFS JÓNSSONAR, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Atvinnuleysistrygginga- sjóðs. land. Það var erfitt starf og oft hættulegt, hann var langtímum sam- an Ijarri heimili sínu, en á móti kom að hann kynntist landi og þjóð betur en margur annar. Hann var afar fróður í ömefnum landsins og minn- ugur á nöfn þess fólks, sem hann kynntist. Ég veit líka að vitaverðir landsins og fjölskyldur þeirra báru til hans hlýjan hug. Hann var ákaf- lega greiðvikinn og gott til hans að leita og það sögðu mér margir að alltaf hefði verið hægt að treysta því að Siguijón stæði við gefin lof- orð. Einn gamall vitavörður austan af landi sem bjó í bláfátækt sagði mér að þá hefðu verið jól á sínu barnmarga heimili þegar Siguijón kom þangað, því alltaf kom hann með glaðning handa bömunum. Já, Siguijón hafði gaman af að gleðja aðra, það þekki ég frá fyrstu kynn- um okkar. Siguijón var hæglátur maður og hógvær bæði í gleði og sorg, hann barst lítið á og naut sín best í fá- menni. Hann naut sín t.d. mjög vel síðustu æviárin að taka þátt í störf- um aldraðra hér í bæ og spila við vini sína þar og eftir að hann flutti á dvalarheimilið spilaði hann oft daglega og hafði mjög gaman af. Ég tel að Siguijón hafi verið mik- ill gæfumaður, hann var alla tíð mjög hraustur og aldrei sá ég hann fara í yfirhöfn, honum var aldrei kalt. Hann lifði góðu hjónabandi, þar sem Una bjó honum yndislegt heim- ili og hann var sístarfandi fram á síðustu æviár að sjónin var farin að bila. Andlegri heilbrigði hélt hann til dauðadags. Ég þakka Siguijóni fyrir öll okkar kynni, sérstaklega síðustu þijú árin, þegar ég fékk að hafa hann á heimili mínu, börnin mín þakka honum líka fyrir sam- fylgdina. Það var gott að eiga hann að. Nú hvíla þau Una saman í Lága- fellskirkjugarði og ég bið guð að vaka yfír þeim. Fari hann í friði. Jóna Þorvaldsdóttir. Ingibjörg Vídalín Jónsdóttir - Minning Fædd 28. október 1921 Dáin 8. október 1992 Þegar unglingurinn er 13 ára, milli vits og ára, er maður hvað mest móttækilegur fyrir hinn mikla lífsins leyndardóm. Þann sem mað- ur vill síður ræða um við foreldra sína. Þá er ekki lítill fengur að fá á heimilið persónu sem nær trausti manns og hefur fullan skilning á þeim hræringum sem bærast í sál- inni á þessum árum. Hún Ingibjörg Jónsdóttir var alveg einstaklega iðin við að hlusta, gefa góð ráð og rökræða. Þessa sérstæðu heim- speki sem svo einstaklega var gaman að fjalla um í þá daga. Við systurnar nutum góðs af heils árs samveru við þessa ágætu konu, sem við heilluðumst svo mjög af. Þá konu sem nú kveður lífíð langt um aldur fram eftir erfíð veikindi. Af henni numum við ógrynni af fróðleik sem aldrei gleymist. Hún var vel lesin, kunni heil ósköp af vísum og kviðlingum og var hag- mælt sjálf. Hún var alltaf glöð og góð, þó að lífíð hefði þá strax far- ið um hana óblíðum höndum. Svo leið árið og leiðir skildu. Sumir fóru suður, aðrir norður og enn aðrir urðu eftir í sveitinni. Á liðnum áratug hefur hún ver- ið mér afar hugleikin. Samfundir hefðu mátt vera fleiri en samt í hvert sinn er við hittumst hófum við aftur spjall um okkar fomu speki, hlógum dátt og gerðum að gamni okkar saman, sögðum hvor annarri hjartans leyndarmál, spáð- um í veraldleikann, stundum kom alvaran upp á yfirborðið eins og gengur. Oftar en ekki voru þeir samfundir á hennar stóra heimili. Horfði hún þá stolt á sinn stóra fríða bamahóp sem henni var svo annt um. Síðustu fundir okkar voru á síð- ustu mánuðum og nú voru breyttar aðstæður hjá henni, hún orðin máttvana og mikið veik, en við svo vanmáttug sem hefðum átt að veita henni styrk. Stundum finnst manni forlögin svo óvægin, en ekki var hún að kvarta. Hún fagn- aði mér sem fyrr, spurði um líðan mína og minna, sagði mér frá sín- um högum, frá bömunum, bama- bömunum, frá Ingvari og öllu því sem hún bar umhyggju fyrir. Hún þráði svo að komast heim í Gras- hagann, í garðinn sinn til að hugsa um gróðurinn. Þar var hugurinn við jörðina, grasið og lífíð. Nú er hún komin á annað svið til að rækta garðinn sinn, laus við sjúk- dóminn. Við systumar vottum Ingvari og bömum okkar dýpstu samúð og þökkum hinni látnu allar góðar liðnar stundir. Við óskum henni fararheilla á guðs vegum. Helga Ingvarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, EINAR H. EINARSSON frá Skammadalshóli f Mýrdal, verður jarðsunginn laugardaginn 17. október kl. 2.00 eftir hádegi frá Reyniskirkju í Mýrdal. Steinunn Stefánsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐSTEINU SIGURÐARDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Ingimar Vigfússon, Sigríður Hendresdóttir, Kristfn Vigfúsdóttir, Lýður Jónsson, Steinunn Vigfúsdóttir, Hallsteinn Friðþjófsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar ég minnist elskulegs vinar, Siguijóns Eiríkssonar, kemur þetta vers upp í huga mér: Minn Jesú andlátsorðið þitt í mínu hjarta geymi. Sé það og líka síðast mitt þá sofna ég burt úr heimi. (H.P.) Siguijón minn, eins og ég kallaði hann alltaf, var mikill heimilisvinur okkar hjóna, enda unnu þeir saman til margra ára, eiginmaður minn Valgeir og Siguijón. Siguijón minn var með albestu mönnum sem ég hef kynnst á Iífsleiðinni. Alltaf sama ljúfmennskan og gæðin og vildi allt fyrir mig gera. Alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Það var mjög notaleg og góð til- hugsun að fara í löng ferðalög í aila vitana á landinu sem Siguijón þekkti eins vel og sjálfan sig, kynnast land- inu og hitta vini og kunningja. Á fullorðinsárum er ég mjög þakklát fyrir öll liðnu árin í Blöndu- hlíð 11 þar sem eiginkona Sigur- jóns, yndisleg kona, Una Pálsdóttir, réð ríkjum. Hún kom öllum í gott skap með léttleika sínum. Myndar- skapurinn og gestrisnin ávallt í fyrir- rúmi. Siguijón missti sína góðu konu 13._mars 1985, þá dró ský fyrir sólu. Ég votta Grétari og Helga, sonum Siguijóns, Jónu tengdadóttur hans og bamabömum innilega samúð okkar hjóna og óska vini okkar góðr- ar heimkomu í Guðsríki. Unnur Ragna Benediktsdóttir. Amma er dáin. Ég skil ekki ennþá að hún skuli vera farin. Og það er eins og part- ur af mér hafi farið með henni. Hún og mamma mín sem ólu mig upp. Ef ég var ekki hjá mömmu þá var ég hjá ömmu. Ámma mín var dásamleg kona. Hún vildi allt fyrir mig gera. Og ekki var hún vinafá. Alltaf vom gestir hjá henni hvaðanæva að. Amma var alltaf svo kát og glöð og það var gaman < að hlæja með henni. Hún hafði alltaf svo smitandi og skemmtileg- an hlátur. < Ég mun aldrei gleyma því er ég fór með henni og Guðmundi frænda til Borgarness að heim- ( sækja systur ömmu, hana Ásu. Það voru skemmtilegustu ferðir sem maður fór í. Alltaf var gott að kúra í bólinu hjá ömmu og afa. Þá svaf maður alltaf á milli þeirra. Afi var að vísu ekkert sérlega hrifinn af því að hafa einhvern aukafarþega sem sparkaði honum úr rúminu svo hann var farinn að flýja inn í næsta herbergi. Ég hef verið öll mín jól hjá henni ömmu minni. Og ég get ekki hugsað mér jól án hennar. Hún hefur skilið eftir sig stóra gjá í lífi mínu fulla af yndislegum minningum um hana. Ég á henni svo margt að þakka og ég mun I alltaf vera litla sílið hennar. Nú kveð ég hana með söknuði í hjart- anu. En ég mun alltaf minnast < hennar. Dýpsta sæla og sorgin þunga i svífa látlaust yfir storð þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Tania.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.