Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.10.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 35 Guðmundur Ingi- mundarson kaup- maður — Minning Fæddur 3. júní 1909 Dáinn 9. október 1992 Margar leiðir íiggja um heim. Einn er endir á öllum þeim. Þótt heiman fylgi þér hópur fríður, áfangann hinsta einn þú ríður. Því er mest um þá þekking vert: Allt hið þyngsta er af einum gert. (Hermann Hesse, þýð. Magnús Ásgeirsson.) Afi minn er dáinn. Hann lauk augunum sínum aftur í hinsta sinn og nú fær sál hans frið eftir nærri þriggja ára baráttu. Mig langar með örfáum fátæklegum orðum að minnast þessa einstaka manns og kveðja hann þannig. Þegar ég hugsa um afa minn er af mörgum minningum að taka. Allar þær stundir er við sátum á móti hvort öðru og ræddum um allt milli himins og jarðar. Á þeim stundum var erfitt að gera sér grein fyrir að nokkur aldursmunur væri á okkur, því afi talaði ávallt við mig eins og ég væri fullorðin mann- eskja. Afi var einn af þessum mönn- um sem var alltaf ungur í anda, hann var fullur orku og nýtti hverja einustu mínútu í að gera eitthvað gagnlegt, lífið var honum of dýr- mætt til að eyða því í hangs. Frá honum geislaði lífsgleðin og hann hafði alltaf eitthvað fyndið að segja. Ef ég væri döpur í bragði mátti ég vera viss um að ég kæmi aftur í góðu skapi frá Lynghaga 10, en þar höfðu afi og amma búið sér fallegt heimili þar sem gestrisnin réð ríkjum. Afí hafði alltaf áhuga á því sem var að gerast í lífí mínu og hann hvatti mig til að mennta mig vel og láta drauma mína ræt- ast. Þegar ég hugsa um hvað sé merkilegast í lífinu geri ég mér nú fullkomlega grein fyrir því að hvorki auður né frægð skapar hamingjuna heldur það að láta eitthvað gott af sér leiða og lifa í sátt við sjálfan sig. Það má með sanni segja að afi hafí gert hvort tveggja og ég er viss um að það eru margir sem eru jafnþakklátir og ég fyrir að hafa fengið að læra svo margt af þessum einstaka manni. Það sem ég dáðist mest af í fari afa var hve hófsamur hann var. Hann sagði mér eitt sinn að hann borðaði sig aldrei saddan og þetta litla atriði lýsir honum í hnotskurn, hann fetaði hinn gullna meðalveg. Alls staðar þar sem hann var fann fólk fyrir kurteisi hans og lífsgleði. Þegar afi hætti að vinna missti hann ekki kjarkinn eins og svo margt eldra fólk gerir. Hann hóf að stunda sund á hverjum degi og fór á myndlistarnámskeið þar sem hann málaði myndir af fullum krafti. Hann gaf mér fallega mynd í afmælisgjöf sem hann hafði mál- að, hún er af sólsetri og er dýrmæt- asta gjöf sem ég hef fengið. Fyrir tæplega þremur árum veiktist afi og varð aldrei samur eftir það. Það var átakanlegt að horfa upp á þennan mann sem hafði haft svo margt að segja vera ófær- an um að tjá sig. Þó að hann væri svo veikur hafði hann ætíð bros að færa mér þegar ég kom að heim- sækja hann og hann reyndi af veik- um mætti að taka á einhvern hátt þátt í samræðunum. Það er erfítt að skilja hvert hlut- verkið er með því að láta mann sem lifði lífi sínu á svo eftirtektarverðan hátt enda það á svo dapurlegan máta. Þó að dauðinn sé alltaf sár er mér það huggun nú að afi minn er laus úr viðjum líkamans og getur nú á nýjan leik talað og hlaupið um á þeim stað, sem Drottinn hlýtur að eftirláta þeim góðu. Elsku amma, pabbi og Inga, héð- an frá Strasbourg sendi ég ykkur og fjölskyldum ykkar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að blessa ykkur á þessum erf- iðu tímum. Megi minningin um góðan og heiðarlegan mann ylja okkur öllum um ókomna tíð. Erla Sigríður Grétarsdóttir. Haustið skartar sínu fegursta. Það er táknrænt að einmitt núna þessa fallegu haustdaga skuli Guð- mundur Ingimundarson, tengdafað- ir minn, kveðja hinstu kveðju, — tíminn var kominn. Guðmundur var mikið prúð- menni, lítillátur og traustur og sagði aldrei meira en hann gat stað- ið við. Hann leitaði fyrst og fremst eftir því jákvæða í hveijum manni. Þannig voru mín fyrstu kynni af tengdapabba fyrir 11 árum síðan. Það vakti strax athygli mína hvað Guðmundur hafði fallega fram- komu, var hlýr og góður og hversu gott var að vera nálægt honum. Það var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um hann. Tel ég það mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum ljúfa manni. Alltaf var gaman að heimsækja Guðmund og Katrínu á þeirra fal- lega og myndarlega heimili sem Guðmundur hélt mikla tryggð við. Hann var ástríkur og góður afi sem hafði gaman af að fýlgjast með uppvexti barnabarna sinna og þroska. Guðmundur bar aldurinn einstak- lega vel, var ungur í anda og hraust- ur mjög þar til hann fékk heilablóð- fall þann 9. mars 1990 og var svo að segja rúmfastur í tvö og hálft ár. Katrín, eiginkona hans, sýndi mikinn dugnað í veikindum hans og var hans stoð og stytta allan þann tíma, eða allt til dauðadags, en hann lést 9. október síðastliðinn. Það er sárt að horfa á eftir svo góðum manni sem Guðmundur var yfír móðuna miklu, en þykist ég þó fullviss að hann hafi dáið sáttur við líf sitt og hlutskipti. Kannski er sorgin oftar en ekki sprottin af eigingimi þess sem upplifir eigin missi, eða tækifæri til samvista sem aldrei gefast á ný. En minningarnar lifa líkt og ættareinkennin, sem furður erfðanna gefa okkur, ef til vill til að minna okkur á að lífið tekur engan enda. Guð geymi góðan mann og megi minningin um hann lýsa okkur öll- um veginn fram á við. Hann er mér fýrirmynd um svo margt. Ég vil kveðja elskulegan tengdaföður minn með einlægu þakklæti liðins tíma. Guð blessi minningu hans. — Hvíli hann í friði. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja; meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, jindláts-orðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Erla S. Kristjánsdóttir í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föður- bróðir minn Guðmundur Ingimund- arson. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp í nábýli við alla föðurfjölskyldu mína, fyrst á Eiríks- götu 33 og síðar á Lynghaga 10-12 hér í Reykjavík. Guðmundur átti mikinn þátt í samheldni íjölskyld- unnar, ekki síst með því að tryggja henni gott húsnæði á Eiríksgötunni á erfiðum tímum ásamt Einari, elsta bróður mínum. Þær eru ófáar minn- ingarnar sem tengjast hlátrasköll- um og skemmtilegum atvikum í kringum líf fjölskyldunnar á þessum húseignum enda iðuðu þessar götu af lífi á þessum árum, sérstaklega áður en sjónvarpið kom. Þá eru mér minnisstæðir bíltúramir með körlunum i húsinu niður að bryggju á sunnudögum til að vitja um trillu- karlana en á tímabiii voru karlarnir í húsinu að gutla við trillurekstur. Þar sem ég og Grétar sonur Guð- mundar vorum jafnan að bralla eitt- hvað saman í kringum heimili hvors annars, þá fékk ég mörg tækifæri til að kynnast þessum mæta manni. Það er vart á nokkurn hallað, nema þá Ingimund afa, að segja að Guð- mundur hafi verið friðsamasti og hógværasti maðurinn í húsinu. Um jafnvægi hans og rólyndi var jafnan talað. Að sama skapi var hann létt- ur og gamansamur og var fljótur að átta sig á skoplegum hliðum til- verunnar. Ég minnist þess einnig að hann var þolinmóður hlustandi og lagði sig fram um að skilja hugsanagang og viðhorf unga fólksins. Þessir eiginleikar hafa vafalaust nýst honum vel í ævi- starfi hans sem að miklu leyti byggðist á nánum samskiptum við fólk. Guðmundur fæddist í Reykjavík 3. júní 1909 og var því á 84. aldurs- ári er hann lést. Hann var þriðji í röð sex bama hjónanna Ingimundar Einarssonar frá Stöðlum í Ölfusi og Jóhönnu Egilsdóttur frá Hörg- landskoti á Síðu. Ingimundur and- aðist árið 1961 á 87. aldursári. Hann starfaði jafnan sem verka- maður og var m.a. einn af stofnend- um Verkamannafélagsins Dags- brúnar árið 1906. Jóhanna starfaði einnig við verkakvennastörf og var m.a. formaður Verkakvennafélags- ins Framsóknar frá 1934 til 1962 og varaformaður félagsins þar áður frá 1923 til 1934 eða samtals í forystu félagsins í nær 40 ár. Hún andaðist 5. maí 1982 á 101. aldurs- ári. Af systkinum Guðmundar eru nú tvö á lífi: Vilhelm og Svava. En þijú eru látin: Einar og Sigurður en elsta bamið, Guðlaug, dó kom- ungt. Guðmundur stundaði ýmis versl- unarstörf fram til 18 ára aldurs, en þá hóf hann nám í bakaraiðn í Alþýðubrauðgerðinni sem hann lauk árið 1933. Þá hélt hann til framhaldsnáms í Danmörku og lærði kökuskreytingar á árunum 1933 til 1953. Þessar snilldarkunn- áttu Guðmundar nutu margir í veisluhöldum síðar á ævinni. Eftir heimkomuna starfaði hann hjá Al- þýðubrauðgerðinni fram til ársins 1945 og varð síðan verslunarstjóri í Kiddabúð um nær tveggja ára skeið. En 29. nóvember 1946 stofn- aði hann Verslunina Búrið að Hjallavegi 15 í Reykjavík sem hann rak til 1. janúar 1976 eða í næstum 30 ár. Það er ljóst að kaupmannsstarfið hefur verið þungamiðjan í lífsstarfi Guðmundar og minningar mínar eru til komnar eftir að hann er byijaður verslunarrekstur. Guð- mundur hefur snemma áttað sig á að til lítils var að reiða sig á lifi- brauð launþegans á þessum árum og betra hlutskipti gæti verið að taka verulega áhættu með eigin atvinnurekstri. Ég átti þess kost að koma nokkrum sinnum í Búrið inn í Kleppsholti á fimmta áratugn- um og var þá ávallt líflegt og skemmtilegt andrúmsloft. Á þeirra tíma mælikvarða var Búrið myndar- leg verslun með öllum nauðsynja- vörum og meira til. Þegar Guð- mundur hætti verslunarrekstri var hann á 66. aldursári og þó rekstur- inn gengi ágætlega, þá hafði hann fyrir nokkru gert sér grein fyrir að slík fyrirhöfn og þjónusta á horninu ætti ekki framtíð fyrir sér í sam- keppni við stórverslanirnar. Eftir að Guðmundur hætti versl- unarrekstri starfaði hann um eins árs skeið á skrifstofu Alþýðubrauð- gerðarinnar en eftir það gerðist hann sölumaður hjá Matkaup, Inn- kaupasambandi matvörukaup- manna, og starfandi þar fram til ársins 1984 eða til 75 ára aldurs. Guðmundur var ævinlega mjög heilsuhraustur og var við góða heilsu þegar hann lét af störfum. Við unga fólkið furðuðum okkar oft á hve hress og unglegur hann var á efri árum. Hann átti hins vegar við alvarleg veikindi að stríða síð- ustu þijú árin sem hann lifði. Guðmundur gegndi mörgum trúnaðarstörfum í tengslum við störf sín. Hann var formaður Bak- arasveinafélagsins 1943 til 1944. Þá var hann formaður Félags mat- vörukaupmanna í 3 ár frá 1959 til 1961. Hann var einn af stofnendum Matkaups árið 1957 og sat í fyrstu stjóm fyrirtækisins og var síðar formaður um skeið. Hann gegndi auk þess mörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir samtök bakara og kaupmanna og hlotnaðist m.a. heið- ursmerki Kaupmannasamtakanna árið 1968 á 40 ára afmæli þeirra. Ummæli samstarfsmanna eru m.a. þau að hann hafi verið skilagóður og rökvís í öllum slíkum trúnaðar- störfum. Guðmundur var ekki á sama hátt virkur í stjórnmálum og yngri bræður hans en hann var alla tíð óskipur jafnaðarmaður og liðtækur við að stuðla að framgengi jafnað- arstefnunnar þegar þörf var á að fylkja liði. Hann var einn af stofn- endum Félags ungra jafnaðar- manna árið 1927 og Alþýðuflokks Reykjavíkur árið 1938. Það var gæfuríkt spor þegar Guðmundur giftist eftirlifandi eig- inkonu sinni Katrínu Magnúsdóttur í september 1948. Hún er dóttir hjónanna Magnúsar Jónssonar og Sólborgar Sæmundsdóttur frá Hell- issandi. Þó Guðmundur og Katrín væru um margt ólík, þá áttu þau gott skap saman enda bæði mjög hress, glettin og gamansöm. Heimilishald þeirra hjóna var alla tíð farsælt og þau hjón framúrskarandi opin og gestrisin. Þeim var umhugað um marga ekki síst gömlu hjónin niðri, þau Ingimund og Jóhönnu. Natni þeirra og umjhyggja fyrir þeim var einstök. Saman eignuðust þau tvö börn: Grétar Ómar giftur Erlu S. Kristj- ánsdóttur og Ingu Hönnu gift Magnúsi Guðmundssyni. Katrín átti ennfremur tvo syni af fyrra hjóna- bandi sem ólust upp hjá þeim Guð- mundi: Jón M. Björgvinsson sem er í sambúð með Signýju Guðmunds- dóttur og Hannes Björgvinsson. Samtals hafa börn þeirra alið þeim 10 yndisleg barnabörn. Þrátt fyrir að andlát þeirra sé ævinlega óbærilegt öllum aðstand- endum og nánum vinum er gott í sínu mótlæti að vera þakklátur fyr- ir, að sumir menn fá tækifæri til að ljúka löngu árangursríku ævi- starfí og að þeir fái líkn sem þjást af langvarandi ólæknandi veikind- um. Ég á ljúfar minnngar um heið- ursmanninn Guðmund Ingimundar- son og mun ávallt minnast Guð- mundar frænda míns með miklum söknuði. Ég og fjölskylda mín vott- um Kötu, bömum, tengdabörnum og bamabörnum, sem og öðrum ættingjum þeirra og vinum hlýjar samúðarkveðjur. Gunnar Egill Sigurðsson. í dag er til moldar borinn Guð- mundur Ingimundarson kaupmað- ur. Þegar stundin kemur og sam-' ferðamenn og félagar hverfa á braut er ósjálfrátt dokað við og horft til baka. Ég átti þess kost að kynnast Guðmundi sem starfandi kaupmanni en hann rak verslunina Búrið í Kleppsholti frá árinu 1946 til 1. janúar 1976. Einnig kynntist ég Guðmundi í gegnum félagsstörf í þágu kaupmanna, en hann lét fé- lagsmál kaupmanna mikið til sín taka og var honum trúað fyrir fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í þágu kaupmanna innan Kaupmannasam- taka íslands, sem ég ætla ekki að tíunda sérstaklega, en vil þó fyrir mitt leyti þakka honum hans störf og sömuleiðis ánægjulegt samstarf á því sviðið í gegnum árin. Eitt er það þó öðru fremur sem ég vil nefna meðal starfa Guðmundar í þágu kaupmanna, en það var hans mikli áhugi varðandi starfsemi og rekstur Matkaups, sem var innflutningsfyr- irtæki í eigu kaupmanna. Matkaup hf. var stofnað 1957 af tuttugu og þrem matvörukaupmönnum f Reykjavík. Ástæðan meðal annars fyrir stofnun fyrirtækisins var sú að kaupmönnum fannst sér misboð- ið varðandi dreifíngu matvara og úthlutun innflutningsleyfa, en þá ríkti mikil vöruþurrð í verslunum. Guðmundur Ingimundarson var einn af stofnendum Matkaups og sat í fyrstu stjóm fyrirtækisins eða frá árinu 1957 og óslitið til ársins 1967. Á þessu tímabili var hann formaður frá árinu 1960 til 1967. Guðmundur sat síðan í varastjórn fyrirtækisins frá árinu 1968 til 1973. Árið 1977 gerðist Guðmund- ur síðan sölumaður hjá Matkaup og starfaði hjá fyrirtækinu til ársins 1984. Af þessu má sjá að Guðmund- ur naut trausts sinna félaga og sannanlega ekki að ástæðulausu þar sem slíkur heiðursmaður átti í hlut. Ég minnist einnig Guðmundar á góðri stund en hann var ávallt hrókur alls fagnaðar í vinahóp. Guðmundur Ingimundarson var sannkallaður kaupmaðurinn á hom- inu. Tímarnir breytast, smásölu- verslunin fer nú á færri hendur og einingarnar verða stærri. Því miður fer þessum möhnum fækkandi og því um leið því hlutverki sem kaup- maðurinn á horninu hefur haft sem sérsvið, nefnilega mannleg og heil- brigð samskipti fólks á milli. Það fólk sem komið er til vits og ára og muna þennan þátt í okkar sögu og ólust upp með því, munu sakna þess tíma. Við kaupmenn munum minnast Guðmundar Ingimundar- sonar með þakklæti og hlýhug í hjarta. Ég votta eftirlifandi eigin- konu og öðrum ástvinum hins látna dýpstu samúðar. Gunnar Snorrason. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ANNASAR KRISTMUNDSSONAR, Engjavegi 34, Isafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði fyrir góða umönnun. Friðgerður Guðný Steinunn Annasdóttir, Vilhelm Annasson, Ásgerður Annasdóttir, Bergþóra Annasdóttir, Sigmundur Annasson, Guðný Anna Annasdóttir, Dagný Annasdóttir, Guðmundsdóttir, Halldór Benediktsson, Særún Axelsdóttir, Ómar Ellertsson, Kristján Eiríksson, Agnes Karlsdóttir, Sigurjón Haraldsson, Húnbogi Valsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.