Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.10.1992, Qupperneq 39
M 9210 tío 39 Snætt við Lambaskarðshóla. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir Haustferð nemenda Kirkjubæjarskóla ^ Kirkjubæjarklaustri. ÁRLEG haustferð nemenda og starfsmanna Kirkjubæjar- skóla var farin á dögunum. Tilgangur slíkrar ferðar er margþættur, nemendur kynna sér sögu svæðisins og jarð- fræði og fá upplýsingar um örnefni og samfélagið í heild. Þannig gerir ferðin þau fróðari um sitt hérað og meðvit- aðri um stöðu þess bæði í fortíð og nútíð. í .þetta skipti var farið í Skaftártungu og Eldgjár- svæðið. Skoðuð var sundlaug í Skaftártungu sem er frá því á fjórða áratugnum sem á þeim tíma hefur verið mik- ið mannvirki, gengið að Granahaug og þar með rifjað upp brot úr Njálu, gengið eftir Eldgjársprungunni þar sem hugurinn reikar til þeirra ára er hún myndaðist og fjöllin hreinlega rifnuðu í tvennt. Þá var nestið snætt á fjölförnum stað við skálann í Lambaskarðshólum sem innlendir og erlendir ferða- menn gista margir á hveiju ári. Þar með hurfu menn frá fortíðinni yfír í nútíðina því ferðaþjónusta er allmikil og vaxandi atvinnugrein á þessu svæði. Þetta er í þriðja sinn sem Kirkjubæjarskóli fer í slíka ferð, tekur ákveðið svæði í héraðinu fyrir í hvert sinn á sem víðfeðmastan hátt. Skól- inn er þannig í sveit settur, miðsvæðis í héraðinu, að hægt er að fara á nýjar og nýjar slóðir a.m.k. nokkur ár. - H.S.H. SiÚCi MtmÚTXO .31 UltlAJiiVtllítHOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 1. SAXBAUTI, BERNAISE m/jarðeplastrimlum og fcrsku salati, kr. 790,- 2. TOP SIRLION STEIK m/bakaðri kartöflu, græn- raeti dagsins og krydd- smjöri, kr. 1.180,- FffilR MATARGESTI FLYTJA liNGIR LEIKARAR STÓRGOTT MEÐLÆTI í SÖNGFORMI - LISTAMENN í SÖNG OG LEIK Nýr matsedill sem brýtur verðlag íslenskra vAitinóahúsa JaZZ, Ármúla 7, sími 683590. Við hliðina á llólcl íslandi. Við opnum kl. 18.00. Matreiðslumeistari LE PONT DE LA TOUR. David Burke. matreiðir um helgina. Jass fyrir matargesti. Föstudagskvöld: Rúnar Georgs og Egill Hreinsson. Laugardagskvöld: lasscombo Sigurðar Flosasonar og Möeiður Júníusdóttir. Leiksýning: Sigrún Áströs og tveggja rétta kvöldverður fimmtudaginn 22. október, kr. 2.600. r, Pantanir í síma 689686. lePONTdelaTOUR NY DONSK IFYRSTA SKIPTIAISLANDI í INGÓLFSCAFÉ í KVÖLD, EFTIR PLÖTIL-UPPTÖKU í BRETLANDI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.