Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 45

Morgunblaðið - 16.10.1992, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1992 45 Landspjöll o g mis- skilin náttúruvemd Frá Reyni Tómasi Geirssyni: Rétt innan við Hveragerði í átt til Henglafjalla er ein af perlum Suðvesturlands, Reylqadalur í Ölf- usi. Þetta er lítill, litríkur og grösug- ur dalur, sem lokast neðantil af háum fossi í Reykjadalsá. Nokkur ganga er upp brekkur og í gilskorn- ingum upp úr Rjúpnabrekkum ná- laegt Menntaskólaselinu inn í átt að dalnum. í dalnum er verulegur jarð- hiti og fallegir hverir og klettar, sérstaklega innst í dalnum. Heit lít- il hveraá með margvíslegum gróðri liðast um dalinn. Undirritaður var allnokkrum sinnum á ferð í þessum dal fyrr á árum þegar þangað komu helst skátar og aðrir göngumenn. Dalurinn var ósnortinn, utan hvað innst stóð lítill skátaskáli, sem síðar mun hafa brotnað og fokið. Nú and- ar hinsvegar öðrum vindum á þess- um sérstæða og friðsæla stað. í Rjúpnabrekkum er búið að setja upp kort af Hengilssvæðinu með merktum gönguleiðum. Kort þetta virðist sett upp af Hitaveitu Reykja- víkur og er ágætlega skýrt og vel gert, þótt upplýsingar um mark- verða staði á svæðinu og leiðbein- ingar um náttúruvernd skorti. Það síðasttalda kemur ekki á óvart þeg- ar gangan upp brekkurnar í átt að dalnum er hafín. Upp allar brekk- urnar, inn gilskomingana, inn dal- inn og upp úr honum í tvær fremur en eina átt er nefnilega búð að setja með u.þ.b. 50 metra millibili, tæp- lega metra háar heiðgular stikur með 15 sm skærrauðum toppi og glitaugum. Þessar hörmulegu stikur standa upp úr grösugum dal og dökkum skriðuhlíðum eins og kart- neglur. í dalbotninum er svo tveggja metra há málmstöng með tveim vegvísum sem segja ferðamanni þær lífsnauðsynlegu fréttir að 3 km séu í Rjúpnabrekkur, þar sem er bíla- stæði („P“ á skiltinu) og 6,3 km í Hveragerði. Einar 4 eða 5 af hinum heiðgulu stikum með eldrauða topp- inum og glitaugunum eru einkar áberandi upp í suðausturhlíðinni í átt að Dalshver. Málmvegvísir þessi (kallaður „vegprestur" af hitaveitu- mönnum) blasir við úr langri fjar- lægð. Fyrir hveija eru svona merkingar gerðar? Hvaða hugsun er á bak við þær og er það Hitaveita Reykjavík- ur sem ber ábyrgð á þessu? Hefur leyfis Náttúruverndarráðs verið leit- að og ef svo er hafa ráðsmenn feng- ið sér göngu þama upp eftir? Hafa menn ekki kynnt sér hvemig ann- arsstaðar er farið að því að merkja gönguleiðir um óbyggðasvæði á snyrtilegan og lítt áberandi, en gagnlegan hátt? Af korti Hitaveit- unnar vaknar sá hræðilegi gmnur að fleiri svona stikur og stangir með augljósum áttamerkjum sé að finna víðar á Hengilssvæðinu. Þær em auðvitað að mestu óþarfar. Þar sem merkinga er ef til vill þörf ættu þær að vera í allt öðmm lit og af hæ- verskari gerð. Ef skilti ætti heima í þessum dal, þá þyrfti tilhlýðilega aðvömn um varlega og góða um- gengni við hverina í dalbotninum og tilmæli um aðra náttúmvernd. Slíkt finnst hins vegar ekki. Þeir aðilar sem hér bera um- sjónarábyrgð ættu að sjá til þess að merkjastikur þessar verði flestar ^arlægðar hið bráðasta og vegvísir í dalbotninum einnig. Hér með er skorað á þá að leiðrétta þessa mis- skildu náttúmvernd. Til að bæta gráu ofan á svart má nefna þijú önnur landspjöll á svæðinu. Neðst í dalgilinu vestan- verðu, neðan við fossinn, hefur ein- hver reynt að hefja vegagerð niður af Hellisheiði og náð að komast nið- ur hálfa hlíðina. í hvaða tilgangi er óljóst, en sárið sem myndaðist er afleitt. Ofar í dalnum em vemleg ummerki um hestaferðir. Langleið- ina em þær bundnar við slóð sem fylgir stikunum ljótu (em þær kannski til að hestamir rati í myrkri?), en' í dalbotni liggja slóðir upp um hlíðarnar á mörgum stöðum. Falleg 30—50 m há skriðuhlið, áður ósnert að mestu, er nú með 6—7 grófum götutroðninum án alls aug- ljóss tilgangs. Þeir sem þarna em með hestaferðir ættu að sjá sóma sinn í að lagfæra þetta svæði og halda sig við eina götu niðri við ána eða neðst í hlíðunum. Loks hafa einhveijir ætlað að byggja skála í dalbotninum, en aðeins náð að setja 12 undirstöðustaura og flytja tals- vert af timbri inn í dalbotninn. Aug- ljóst er að þessi áform hafa sem betur fer dagað uppi fyrir alln- okkm, en undirstöðurnar og timbur- hrúgan eru þama enn. Þetta þyrfti líka að hverfa og sleppa skálabygg- ingu þarna með öllu. Hóflegar og náttúmvænar merk- ingar em góðar, stuðla að varð- veislu náttúrafegurðar og geta auk- ið á ánægju og öryggi ferðamanna. Því miður hafa hér verið unnin spjöll sem þó er unnt og skylt að lagfæra. REYNIR TÓMAS GEIRSSON Safamýri 91, Reykjavík Athugasemd frá aðstoðarlandlækni Frá Matthíasi Halldórssyni: í FRÉTTUM undanfarið hefur verið farið fijálslega með hugtök varðandi geðfatlaða. 1. Undirritaður hefur sagt að landlæknisembættið vissi af 30-40 geðfötluðum í reiðileysi, en ekki 30-40 geðfötluðum afbrotamönnum. 2. Geðfatlaðir lenda ekki frekar í afbrotum en aðrir ef þeir em ekki í reiðileysi. Reiðileysi getur hins vegar aukið líkur á því að þeir komist í kast við lögin. 3. Ósakhæfir afbrotamenn eru I I J VELVAKANDI KÖTTUR SVÖRT læða hefur ekki komið heim til sín í Hvömmunum í Hafnarfirði síðan 6. október. Hún er eyrnamerkt með silfur- lita ól. Þeir sem hafa séð til hennar síðan em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 52650. ÓNÓG VEÐURLÝSING Jón Magnússon: MÉR finnst miður að nú er hætt að segja veðurlýsingu frá stöðum á Grænlandi, Færeyjum og Hjaltlandi. Er ekki möguleiki að þetta verði endurskoðað og veðurlýsing frá þessum stöðum verði flutt t.d. kl. 10.45 á morgnana. Margir eru orðnir því vanir að fylgjast með veðri á þessum stöðum. NÆLA GULLNÆLA tapaðist annað hvort við Eiðistorg eða á Fóget- anum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 687981. LEÐURHANSKI SVARTUR leðurhanski með brúnu fóðri tapaðist annað hvort við Fálkagötu eða Bám- granda fyrir tveimur vikum síð- an. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 18290. KERRA GRÁR kerruvagn með sængur- fötum o.fl. fannst fyrir utan Hótel Sögu um síðustu helgi. Upplýsingar í gestamóttöku í síma 29900. mjög lítill hluti geðfatlaðra, en það em þeir einir sem framið hafa alvar- leg afbrot og dómstólar kveðið upp þann úrskurð eftir geðrannsókn að þeir séu ekki sjálfráðir gerða sinna. Oft er látið að því liggja að barátt- an í þágu geðfatlaðra sé orðin tóm, en benda má á Krýsuvíkurheimilið fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur og svo Sogn í Ölfusi fyrir þann litla en mjög svo þunga hóp sem flokkast undir ósakhæfa afbrotamenn. MATTHÍAS HALLDÓRSSON, aðstoðarlandlæknir. LEIÐRETTINGAR Víða opið til kl. 16 í frétt í Morgunblaðinu í gær á blaðsíðu 19 er sagt að verslanir við Laugaveg séu opnar til klukkan 14. ' Þetta er rétt að því leyti, að sam- þykkt kaupmanna hljóðar um að engin verslun sé opin skemur en til klukkan 14. Hins vegar mun fjöldi verslana hafa opið til klukkan 16, t.d. fataverslanir. Kolaportsdagar til jóla! Leiðrétting á tímasetningu í fréttatilkynningu í Morgunblað- inu í gær um tónleika kammersveit- arinnar Finlandia Sinfonietta var röng tímasetning á tónleikunum. Hið rétta er að tónleikar kammer- sveitarinnar hefjast kl. 13.00 í Langholtskirkju, laugardaginn 17. október. Innanhússarkitekt ráðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt, FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14 og veitir viðskiptavinum ráðleggingar um allt er varðar innréttingar, gólfefni, hreinlætistæki og litaval í málningu. /éfiks • GROHE •Villeroy & Boch Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. Mk METRÓ ___________í MJÓDD____________ ÁLFABAKKA16 • REYKJAVÍK • SÍMI 670050 Skoskir vax-jakkar Hlýjir með fyllingu Coniston jakki eins og sést á mynd kr . 7.850,- Litur: Grænn og blár & 5- 1 A — I I r GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Haustskórnir komnir aftur Verð 4.995 Litun Ljósgulur. Stærðir: 36-46. Verð 4.995 Litun Ljósgulur. Stærðir: 36-46. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. V Domus Medica, Egiisgölu 3, sími 18519 Toppskórinn, Veltusundi, simi 21212 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.