Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 1

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 240. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 21. OKTOBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frönsk böm safna mat handa svelt- andi bömum Þegar frönsk börn mættu í skólann í gærmorgun höfðu milljónir þeirra með sér poka með hrísgijónum, sem ætlunin er að senda til sveltandi barna í Afríkuríkinu Sómalíu. Bern- ard Kouchner, sem fer með mannúðaraðstoð í frönsku stjórninni, Jack Lang, mennta- málaráðherra Frakklands, og franska póstþjónustan stóðu fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna 10.000 tonnum af hrísgijónum, sem ættu að nægja til að fæða milljón sóm- alskra barna í tvo mánuði. Margir fögnuðu þessu framtaki en aðrir sögðu það misnotkun á menntakerfínu og drógu í efa að hrísgijónin bærust nokkurn tíma til bamanna í Sómalíu. Myndin er af frönskum drengj- um með framlag sitt til söfnun- arinnar. Uppgjör í uppsiglingu í Belgrad „Stríð gæti bloss- að upp í Serbíu“ Bel^rad. Reuter, The Daily Telegraph. STJORNVÖLD í Serbíu og Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, deildu í gær um byggingu júgóslavneska innanrík- isráðuneytisins, sem serbneska lögreglan hefur nú á valdi sínu. Talið er að deilan kunni að leiða til uppgjörs milli Slobodans Milo- sevics, forseta Serbíu, og stjórnar Júgóslavíu. Talsmenn serbn- eskra stjórnarandstæðinga sögðu að aðgerðir lögreglunnar væru ögrun, sem gæti leitt til borgarastyrjaldar í Serbíu. Reuter Nokkrir lögreglumenn voru á verði við ráðuneytisbygginguna í Belgrad í gær og virtust ekki bú- ast við átökum vegna töku henn- ar. í byggingunni voru einnig höf- uðstöðvar júgóslavnesku lögregl- unnar, en hún er með 40 sinnum færri menn en sú serbneska. Júgó- slavneska fréttastofan Tanjug sagði að starfsemi innanríkisráðu- neytisins hefði verið færð í skrif- stofu forseta sambandsríkisins, Dobrica Cosics. Serbneska stjórnin segir að deil- Afturhaldsöflin vinna mikilvægan sigur í valdabaráttunni í Moskvu Þingið hunsar Jeltsín og tekur við stjórn Izvestíu Moskvu. The Daily Telegraph. ANDSTÆÐINGAR Borís Jelts- íns, forseta Rússlands, unnu mik- ilvægan sigur í gær þegar rússn- eska þingið samþykkti að virða tilskipanir forsetans að vettugi og taka við stjórn dagblaðsins Ízvestíu. Háttsettur ráðherra varaði Rússa við því að þeir ættu yfir höfði sér „einræði sem er hættulegra en fasismi". Samþykkt þingsins virðist binda enda á mánaðarlangan frið milli afturhaldsaflanna á þinginu og Jeltsíns, sem hefur gefíð út forseta- tilskipanir um að dagblaðið hafí rétt til að vera óháð og stjórna eig- in málum. Míkhaíl Poltoranín, upplýsinga- málaráðherra Rússlands og einn af nánustu samstarfsmönnum Jelts- íns, sagði skömmu fyrir atkvæða- greiðslu þingsins að „spillingaröfl - mafían“ væru að mynda bandalag með harðlínukommúnistum á þing- inu. „Ef þeir komast til valda koma þeir á einræði sem er hættulegra en fasismi,“ sagði hann. Poltoranín og fleiri háttsettir embættismenn, þeirra á meðal Andrej Kozyrev utanríkisráðherra, vöruðu við því um helgina að þing- menn væru að búa sig undir að steypa stjóm Rússlands og svipta Jeltsín tilskipanavaldi sínu. Stór hluti þingsins hefur undan- fama niánuði krafíst þess að stjórn Jegors Gajdars forsætisráðherra segi af sér. Þingmennirnir vilja að stjórnin víki fyrir Borgarasamband- inu, hreyfíngu Alexanders Rútskojs varaforseta og Arkadíjs Volskíjs, leiðtoga rússneskra iðnrekenda. Talið er að þingið reyni að draga úr framkvæmdavaldi Jeltsíns og svipta hann réttinum til að mynda ríkisstjórn. Forseti þingsins, Rúslan Khasb- úlatov, er talinn í fylkingarbijósti þeirra sem vilja minnka völd Jelts- íns. Hann kemur frá lýðveldinu Tsjetsjnja, þar sem skipulögð glæpasamtök eru sögð hafa bæði tögl og hagldir. Ízvestía skýrði í síðustu viku frá tilvist öryggissveita sem lytu aðeins stjórn Khasbúlatovs. Þá sagði dag- blaðið Komsomolskaja Pravda í gær að öryggissveitirnar væm á verði við mikilvægustu opinberu bygg- ingarnar í Moskvu. Málgagn þings- ins, Rossískaja Gazeta, sagði enga hættu stafa af þessum sveitum, þær lytu stjórn innanríkisráðuneytisins og hefðu starfað í tæp 30 ár. an snúist aðeins um eignarrétt og hún verði leyst innan skamms. Saksóknari Júgóslavíu sagði hins vegar að höfðað yrði mál gegn innanríkisráðuneyti Serbíu vegna töku byggingarinnar. Litið er á aðgerðir lögreglunnar sem ögrun við Cosic og Milan Panic, forsætisráðherra Júgóslav- íu, sem eru andvígir þjóðernis- stefnu Milosevics og vilja binda enda á einangrun Serbíu. Stjórn Júgóslavíu mótmælti aðgerðum lögreglunnar harðlega og óttast var að deilan leiddi til átaka. Talið er að markmiðið með töku byggingarinnar sé ekki aðeins að auðmýkjajúgóslavnesku stjórnina, heldur einnig að ná skjölum júgó- slavnesku lögreglunnar. Serbnesk yfírvöld geta nú eyðilagt gögn sem gætu verið gagnleg í hugsanlegum réttarhöldum vegna stríðsglæpa Serba. Serbneskir flokkar, sem eru andvígir stefnu Milosevics, sögðu töku byggingarinnar ögrun sem gæti leitt til borgarastyijaldar. „Milosevic forseti hefur sýnt að hann er fólslega staðráðinn í að stuðla að stríði í Serbíu,“ sagði í yfírlýsingu frá serbnesku endur- reisnarhreyfingunni. „Þessi maður veigrar sér ekki við að breyta Belgrad í nýja Sarajevo til að halda embætti sínu.“ Sjá „Serbar hnepptu yfir- mann ...“ á bls. 20. Frambj óðendur forðast Bush eins og heitan eldinn Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRIR fjórum árum vildu þingframbjóðendur demókrata ekki láta sjá sig með Michael Dukakis, foretaframbjóðanda sínum, fyrir sitt litla líf. Nú er röðin komin að repúblikönum. Frambjóð- endur úr röðum þeirra forðast George Bush forseta eins og heit- an eldinn um þessar mundir af ótta við að hann muni draga þá niður með sér. 435 repúblikanar sækjast eftir þingsæti í fulltrúa- deildinni í þessum kosningum. Aðeins 26 þeirra hafa viljað láta taka mynd af sér með forsetanum. Frambjóðendur repúblikana andanum á kosningafundi yrði hér í Massachusetts taka sér sjaldan nafn Bush í munn, en andstæðingar þeirra úr röðum demókrata keppast á hinn bóginn við að spyrða þá við forsetann. Aðstoðarmaður eins frambjóð- anda sagði í viðtali við dagblaðið Boston Globe að byðist forsetinn til að koma fram með frambjóð- boðið afþakkað. Á síðasta áratug reyndu repú- blikanar oft að nota vinsældir Ronalds Reagans til að afla sér hylli kjósenda. Nú vilja frambjóð- endur demókrata láta Bill Clinton forsetaframbjóðandæ hjálpa sér til sigurs. Meira að segja repú- blikanar vilja eigna sér viðhorf Clintons og sumir gagnrýna Bush berum orðum. Frambjóðendur demókrata hafa yndi af að nefna andstæð- inga sína í sömu andrá og Bush. „Ætlar þú að kjósa Bush og hvers vegna,“ spurði demókrati í Washington-ríki svo að vöflur komu á andstæðing hans. Dagblaðið The New York Tim- es segir að nokkuð sé liðið síðan repúblikanar hurfu frá því að bjóða sig fram sem liðsheild. í vor og sumar hafði Newt Gingrich, næstvaldamesti repú- blikaninn í fulltrúadeildinni, í hyggju að mynda Bush ásamt öllum frambjóðendum repúblik- ana til beggja deilda þingsins á tröppum þinghússins til að sýna einingu. Svo lítið bæri á hefur verið fallið frá þeirri hugmynd. Sjá „Neistar flugu í síð- ustu ...“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.