Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 2

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Einar Hreinsson á Fiskiþingi Eignm að skoða auð- lindaskatt sem tæki tíl að stjórna sókninni EINAR Hreinsson frá ísafirði sagði í framsögnerindi um stjórnun fiskveiða á Fiskiþingi í gær að þingið yrði að taka auðlindaskattinn til umræðu og hætta að forðast umræðu um hann enda um grund- vallaratriði að ræða í allri umræðu um stjórnun fiskveiða. Margir þeirra sem til máls tóku að loknu erindi Einars voru hlynntir um- ræðu um auðlindaskattinn og töldu hann það sem koma skyldi en aðrir voru alfarið á móti því að ræða mál þetta á þinginu. Einar sagði meðal annars að menn í sjávarútvegi hefðu ekki skilið fylli- lega kosti auðlindaskatts sem veiði- stjómunaraðferðar. „Málið er að út- gerðin greiðir auðlindaskatt nú þeg- ar, en gerir það bara innan síns hóps með sölu og kaupum á kvóta í stað þess að greiða hann til þjóðfélagsins. Ég vil að vdð förum af alvöru að skoða auðlindaskatt sem tæki til að stjóma sókninni." í máli Einars kom fram að almenn Húsnæðisbréf Samþykkt tilboð námu 224 milljón- um króna ALLS bárust tilboð að upphæð 240 miiyónir króna í uppboði á húsnæðisbréfum Húsnæðis- stofnunar sem fram fór í gær. Ákveðið var að taka tilboðum með 7,75% raunávöxtun eða lægri og nam heildarupphæð samþykktra tilboða 224 milljón- um. Þetta er fimmta uppboð Húsnæðisstofnunar á húsnæðis- bréfum, en tvö uppboð til viðbót- ar eru fyrirhuguð fram að ára- mótum. Vegin meðalávöxtun tilboða á uppboði húsnæðisbréfa í gær var 7,68%. Hæsta tilboðið var með 7,80% ávöxtun og það lægsta með 7,60%. Bréfin verða hins vegar öll seld miðað við 7,75% ávöxtun. Að sögn Ásgeirs Þórðarsonar, hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka, er sú ávöxtun lægri en ávöxtunar- krafa húsbréfa sem er nú 7,80%. Það mætti taka sem vísbendingu þess að ávöxtunarkrafa húsbréfa fari lækkandi á næstunni. Stefnan hefur verið sett á að selja húsnæðisbréf með uppboðs- fyrirkomulagi fyrir allt að þijá milljarða fyrir næstu áramót. Upp- hæð samþykktra tilboða í fímmta uppboðinu er töluvert lægri en í því fjórða og má að sögn Ásgeirs að einhveiju leyti skýra þann mun með uppboði spariskírteina ríkis- sjóðs fyrr í þessum mánuði. óánægja væri í þjóðfélaginu með kvótaviðskiptin enda hætta á að með þeim missi heilu byggðalögin lífsvið- urværi sitt. Auk þess leiði kvótakerf- ið og kvótaviðskiptin til þess að allur sjávarútvegurinn sé meira og minna rekinn á forsendum útgerðarmanna. I almennum umræðum eftir fram- söguerindi komu fram skiptar skoð- anir um auðlindaskattinn og hvort taka ætti hann til umræðu á Fiski- þingi. Jakob Sigurðsson úr Reykjavík sagðist furða sig á umræðunum og taldi að búið væri að ræða þetta mál. „Ég veit ekki betur en þjóðin fái arðinn af fiskveiðunum og að honum sé dreift til hennar með stjómun veiðanna," sagði Jakob. Sjá einnig frétt á bls. 19. Morgunblaðið/Þorkell Sígild tónlist í Ráðhúsinu Fyrstu sígildu tónleikamir voru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Tónleikamir hófust á flutningi Kammersveitar Reykjavík- ur á „Komu drottningarinnar af Saba“ eftir Handel og síðan var fluttur píanókonsert eftir Mozart í C-dúr. Stjómandi hljómsveitarinn- ar var Gunnsteinn Ólafsson, sem þreytti frumraun sína með atvinnu- hljóðfæraleikumm hér á landi. Einleikari á píanó var Nína Margrét Grímsdóttir, sem hér er fyrir miðri mynd. Rætist úr síldveiði Mikiðaf síld í Lónsdýpi GÓÐ veiði var á síldarmiðunum suðaustur af landinu í fyrrinótt. Jón Eyfjörð, skipsljóri á Þórs- hamri GK, sagði að nóttin lofaði góðu þegar talað var við hann í gærkvöldi. Lítil veiði var á miðunum aðfara- nótt mánudags. Þó landaði Gígjan VE um 100 tonnum í Vestmannaeyj- um og Þórshamar 160 tonnum í Neskaupstað á mánudag. Góð veiði var á miðunum aðfaranótt þriðjudags og Iofaði síðasta nótt góðu að sögn Jóns Eyfjörðs skipstjóra á Þórshamri í gærkvöldi. Hann sagði að verið væri að draga 100 tonna kast og mikið væri að finna. Skipið var í Lónsdýpi og kom Jón auga á 6 önnur síldarskip. Gott veður var á miðunum. Leif Yictorin forstjóri Skandia Norden Ekkí víst að sjóðir Skandia opni aftur EKKI er ljóst hvenær eða hvort sjóðir þeir sem eru í vörslu Fjár- festingarfélagsins Skandia hf. verða opnaðir fyrir almennum við- skiptum, en í sjóðunum eru tæplega 3 milljarðar króna. Leif Vict- orin forsljóri Skandia Norden, sem staddur var hér á landi í gær, sagði í samtali við Morgunblaðið að það gætu hugsanlega orðið aðrar lausnir en að sjóðirnir verði aftur opnaðir fyrir við- skiptum. Hann sagði að ekki væri vitað hver lausnin yrði en lögð væri megináhersla á að Ieitað væri að bestu hugsanlegri lausn fyrir eigendur hlutdeildarskírteinanna. „Ef í ljós kemur að hags- munum hluthafanna er betur borgið með annarri leið en að Skan- TÓlllÍstRrhÚsÍð dia reki sjóðina þá veljum við þá leið.“ ——------------------------- Leif Victorin sagðist vona að það takist að fínna lausn á vanda mið sín varðandi stöðvun viðskipta með hlutdeildarskírteini í sjóðum í vörslu þess. Að mati Samtaka fjárfesta hefur Fjárfestingarfélag- ið Skandia hf. haldið eigendum hlutdeildarskírteina allt of lengi í óvissu um framtíð sjóðanna. Sæstrengur Samið um athugun á hagkvæmni DRÖG að samningi milli Reykja- víkurborgar og hollensku fyrir- tækjanna EPON, PGEM og NKF Kabel um hagkvæmniathugun á framleiðslu, flutningi og dreifingu raforku, sem framleidd er á Is- landi um sæstreng til Hollands hafa verið lögð fram í borgarráði til umræðu. Drögunum fylgir yfirlýsing þar sem fram kemur að öllum aðilum sé ljóst að: „Væntanlegt er að virk þátt- taka Reykjavíkur að hagkvæmnisat- huguninni lokinni verði með milli- göngu annarra, til dæmis Landsvirkj- unar, með gagnkvæmu samþykki allra viðkomandi aðila.“ sjóðanna innan 1-2 vikna en hann vildi þó ekki lofa að svo yrði. Erin er ekki heldur ljóst hversu mikil gengislækkun kemur til með að verða á bréfunum þar sem erfitt er að meta hið raunverulega verð- mæti sjóðanna að sögn forsvars- menn Skandia en ljóst er að um einhverja lækkun verður að ræða. í fréttatilkynningu sem Skandia sendi fjölmiðlum í gær segir að samkvæmt mati stjómar fyrirtæk- isins sýni skýrslur endurskoðenda að vemlega erfítt sé að ákvarða rétt verðmæti sem grundvöll við- skipta með hlutdeildarskírteini. Jafnframt segir að erfíðleikamir stafí allir af fjárfestingum sem gerðar vom áður en Skandia eign- aðist verðbréfafyrirtækið. Hins végar er bent á að lokun sjóðanna terigist ekki með neinum hætti ágreiningi Skandia við fyrra eig- anda, þ.e^ Fjárfestingarfélag Is- lands hf. Ástæðurnar tengist ekki heldur eða hafí áhrif á þá vátrygg- ingarstarfsemi sem Skandia ísland reki. Samtök fjárfesta sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fréttatilkynningu Skandia er fagn- að þar sem fyrirtækið skýri sjónar- Oskað eftir nýrri lóð við höfnina í dag Mósaíkmynd i sundlaug_________ Unnið er að uppsetningu mósaik- myndar eftir Svein Bjömsson í. 4 Petra Kelly finnst látin Petra Kelly stofnandi Græningja- hreyfmgarinnar í Þýskalandi fannst látin í gær. Lögregla útilok- arekki sameiginlegt sjálfsmorð. 20 íslandsmeistari í torfxru Magnús Bergsson hefur verið úr- skurðaður íslandsmeistari íflokki sérútbúinna jeppa í torfæruakstri. 29 Leiðari_______________________ Landbúnaður og frjáls markaður. 22 SH og LS stefna að auknum útflutningi frystrar sfldar Úr verinu ► Stefnt er að auknum útflutn- ingi frystrar sfldar, en verðlækk- un á evrópska markaðnum er óhjákvæmileg - Tilraunir gerðar með þurrkað fiskroð. Myndosögur ► Skemmtilegar þrautir bæði auðveldar og erfiðar - Fjórar myndasögur - Myndir eftír unga listamenn - Leikir, föndur og fróðleikur. SAMTÖK um byggingu tónlist- arhúss, hafa óskað eftir viðræð- um við borgaryfirvöld um nýja lóð fyrir húsið við Ingólfsgarð í stað lóðarinnar í Laugardal. Jafnframt er varpað fram þeirri hugmynd, að tengja tónljstar- húsið ráðstefnumiðstöð borgar- innar ef af byggingu hennar verður. Að sögpi Ólafs Jónssonar úpp- lýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar mun koma til kasta Reykjavíkur- hafnar, þar sem lóðin er á hafnar- svæði. í erindi Samtakanna kemur segir m.a.: „Eftir viðamikla og ítarlega könnun á stöðu málefna Tónlistarhúss, er það mat þeirra, sem að málinu standa, að erfítt og nánast ógerlegt sé að skapa nauðsynlega samstöðu og stemn- ingu um byggingu á lóð þeirri, sem úthlutað var árið 1984.“ Lóðin á Ingólfsgarði hafí ekki verið á boð- stólum þegar lóðarúthlutun í Laugardal fór fram en hugur margra hafi staðið til hennar. í umræðunni hafí sjónarmið ráðstefnumiðstöðvar verið dregin sterkar inn í myndina en áður, en samkvæmt reynslu víða um lönd má telja samsetninguna tónlistar- hús/ráðstefnumiðstöð hvað væn- legasta, þegar litið er til fjölnota- gildis og rekstrarafkomu hússins." Borgarráð samþykkti að taka upp viðræður við samtökin. Lést eftir um- ferðarslys Konan sem varð fyrir bifreið á Bústaðavegi í fyrrakvöld er látin. Hún hét Stefanía Sigurgeirsdóttir. Stefanía var 77 ára, fædd 10. október árið 1915. Hún var til heim- ilis að Espigerði 10 í Reykjavík. Stef- anía lætur eftir sig eiginmann og þijú uppkomin böm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.