Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 9

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 9 Vinnupils og -buxur 20% afmœlisafsláttur . NEÐST VIÐ Opið virka daga frá 9-18 I Bii ft9 V. DUNHAGA, og laugardaga 10-14 I " X 5. 622230. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnaö með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Höftin skertu kjonn Hér á eftir verða rakin fáein dæmi af mörgaun um „afrek og yfirsjónir í hagstjóm" sem Guð- mundur Magnússon pró- fessor tínir til í bók sinni: ★ „Haftabúskap var fylgt miklu lengur hér á landi en i umheiminum eftir heimsstyijöldina síðari. Erfitt er að mæla beinan og óbeinan skaða af þessum sökum. Full- yrða má að með þessu hafi bæði framtak ein- staklinga verið drepið í dróma og kjör aimenn- ings skert“ ★ „Það var fyrst með viðreisninni 1960 sem viðskiptafrelsi komst á hér á landi frá þvi í upp- hafi þriðja áratugarins. Óvenju mikil aukning framleiðslu varð á árun- um 1960-1966, sem áreið- anlega má að hluta rekja til þessarar stefnubreyt- ingar í efnahagsmálum." ★ „Með bættum lifskjör- um á viðreisnarárunum var þó tekið forskot á sæluna með því að of- veiða síldarstofninn, þannig að sOdin nánast hvarf um árabU. Að vísu reyndi ríkisstjórnin að veita viðnám gegn þessu en það dugði ekki tU.“ ★ „Innganga í EFTA undir lok viðreisnar árið 1970 var verulegur áfangi á leiðinni tíl við- skiptafrelsis. Hún og samningar við EB eru ástæða þess, að við erum ekki útundan í þeirri þró- un sem nú á sér stað í Evrópu í átt tíl sameigin- iegs markaðar og afnáms viðskiptahamla. MikU- vægi markaða í þessum löndum fyrir íslendinga er nú enn meira en var fyrir tveimur áratugum. Arið 1988 komu yfir 70% innflutnings frá þessum tveimur markaðss væðum og þangað fóru tveir þriðju hlutar útflutnings- ins.“ Orkan og af- koman ★ „Virlgun vatnsafls til stóriðju hófst á sjöunda áratugnum í því skyni að treysta stoðir atvinnulífs- Afrek og yfirsjónir f hag- stjórn á Islandi Nýkomin er út bók eftir Guðmund Magnús- son prófessor, „Peningar og gengi/ greina- safn um hagstjórn og peningamál á ís- landi“. í inngangsorðum segir að Ódysseifur hafi látið binda sig við mastrið til þess að forðast freistingar umhverfisins og til þess að vera viss um að ná á leiðarenda. „Á sama hátt þarf að binda hendur stjórnmála- manna," segir höfundur sem í bókarlok dregur saman ýmis dæmi um „afrek og yfir- sjónir í hagstjórn á íslandi". ins og nýta orkulindir landsins tU útflutnings. Þótt sveiflur hafi orðið meiri á verði málma og melma á heimsmarkaði en fyrir 1970 er orku- frekur iðnaður með hag- kvæmustu framleiðslu- kostum landsins." ★ „Þegar olíuverðs- hækkanir skuUu á þjóð- arbúinu í tvigang á átt- unda áratugnum, var tækifærið ekki notað tU þess að láta þetta koma fram í minni sókn i sjáv- arútvegi. Þetta hefði ver- ið rökrétt á þeim tíma því að farið var að bera á ofveiði á mikUvægum fisktegundum. I þess stað var oliukostnaður greiddur niður fyrst í stað og vandanum síðan I ýtt á undan sér tU ársins 1983, þegar þessi stefna beið skipbrot." Sjávarútveg- ur/ landbún- aður ★ „Takmörkun sóknar með einum eða öðrum hætti í þorsk og fleiri fiskstofna kom of seint. Þetta er á kostnað Iifs- kjara á næstu árum. Kvótakerfið var tekið upp á fiskveiðum 1984. Síðar hefur sala kvóta verið leyfð með ýmsum takmörkunum, en tals- vert skortir á tU að unnt sé að tala um ftjálsan markað fyrir veiðirétt- indi. Auðlindaskattur hefði getað stemmt stigu við of mikilU ljárfestingu i fiskiskipum miðað við veiðiþol fiskistofna." ★ „Innlendur markaður er nær mettaður af mjólkurvörum, sala minnkar á sauðfjárafurð- um og beitarþol er tak- markað. Reglur um út- flutningsbætur í land- búnaði og bann við inn- flutningi hefur taflð fyrir aðlögun framleiðslunnar að eftirspum. Reglur um búmark og tilraunir til umbóta hafa bætt nokk- uð úr skák, en engar al- varlegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að tengja verð landbúnaðar- vara með einum eða öðr- um hætti við heimsmark- aðsverð." ★ „... Mörgum markmið- um byggðastefnu hefði verið unnt að ná með markvissari og ódýrari hætti en gert hefur verið. Það er t.d. hæpin leið að réttu marki, þegar at- vinnutækifæri eru sköp- uð eða lífskjör jöfnuð með þvi að greiða niður fjármagnskostnað sem hvetur til meiri vélvæð- ingar og minni vinnuafls- notkunar á landsbyggð- inni.“ Góðárog mögur ★ „Þau tækifæri sem gefist hafa í góðærum, hafa ekki verið notuð sem skyldi til að grynnka á erlendum skuldum ... Þetta hefur þrengt svig- rúmið til hagstjómar, þar sem sigla hefur þurft milli skers innri tak- markana í nýtingu auðæfa hafsins og báru þeirrar ytri takmörkun- ar sem skuldastaðan við útlönd setur.“ ★ „Fjárlög ríkisins eru orðin lélegur mælikvarði á opinber innsvif og sýna hvorki raunverulega stöðu skulda né eigna ríkisins. Er svo komið að næstum jafnmiklar skuldbindingar standa utan fjárlaga og i þeim.“ ★ „Ríkishallinn hefur lengstum verið fjár- magnaður að mestu með erlendum lánúm og yfir- drætti i Seðlabankanum. Með þessu móti hefur tekist að fela raunveru- legan kostnað ríkishall- ans fyrir þjóðinni." RABBFUNDUR í VÍB-STOFUNNI Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, Hverfisgötu 6, sími 91- 626040 sími 91- 699600 Kringlunni, sími 91- 689797 Hvernig er hægt að sjá GJALDÞROTIN FYRIR? Á morgun, fimmtudaginn 22. október, verður Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka, í VÍB- stofunni og ræðir við gesti um þá stjórnunarlegu þætti sem skipt geta sköpum um það hvort fyrirtæki lifa af eða verða undir. Ragnar mun jafnframt íjalla um ýmsa rekstrarlega og efnahagslega þætti sem geta gefið vísbendingar um yfirvofandi gjaldþrot! Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum öpinn. Ármúla 13a, 1. hæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.