Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 10

Morgunblaðið - 21.10.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Fiskbúð í einkasölu góð fiskbúð í austurbæ Rvíkur í rúmgóðu og snyrtilegu leiguhúsnæði. Góð tæki og áhöld. Góðir greiðsluskilmálar fyrir traustan kaupanda. Upplýsingar á skrifstofunni. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðfyöf ■ Bókhald ■ SkattaaÓstoð ■ Kaup o/’ sala fyrirtœkja Síðumúli 31 ■ K)H Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ h'ax 68 19 45 Krislinn B. Ragnarsson, viðskiptafrœðinf’ur Matvælaframleiðsla í einkasölu þekkt sérhæft fyrirtæki í matvælafram- leiðslu. Um er að ræða fyrirtæki með góð viðskiptasam- bönd og mikla möguleika. Upplýsingar á skrifstofunni. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðyjöf ■ Bökhald ■ Skallaaðsloð ■ Kaup on sala fyrirtœkja Síðumúli 31 ■ 108 Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ Fax 68 19 45 Kristinn B Ruffnarsson, viðskiptafrœðinf’ur Kvenfataverslun í einkasölu mjög þekkt og rótgróin kvenfataverslun við Laugaveg. Um er að ræða verslun með fasta viðskipta- vini. Góð og traust merki í kvenfatnaði. Eigin innflutningur. Upplýsingar á skrifstofunni. VIÐSKIPTAÞJÓNUSTAN Ráðpjöíf ■ Bókhald ■ Skatlaaðsloð ■ Kaup og sala fyrirlœkja Síðumúli 31 ■ 108 Reykjavík ■ Sími 68 92 99 ■ h'ax 68 19 45 Kristinn B. Ra)>narsson, viðskiptafrieðinf>ur 3ja herb. Vogatunga - Kópavogi 2ja-3ja herb. íbúð á jarðhæð í tvíbýlishúsi (áður einbýli), ca 62 fm. íbúðin er að miklu leyti nýinnréttuð. Nýlegt bað m. marmaraflís- um, gott eldhús, parket á gólfum m.m. Sérgarður. Sérinngangur. Mjög góð staðsetning. Áhv. 3 millj. byggingasjóður og húsbréf. Verð, 6,5 millj. Framnesvegur 3ja herb. 53 fm risíbúð í þríbýlishúsi. Sérhæðir Hringbraut - Hafnarfirði 4ra herb. efri sérhæð í þríbhúsi. Glæsil. útsýni. Áhv. um 4 millj. húsnlán og húsbréf. Verð 6,8 millj. Digranesvegur - Kópavogi 137 fm neðri sérhæð ásamt bílskúr. Laus. Einbýlishús Mosfellsbær - Dvergholt Glæsilegt einbýllishús á tveimur hæðum, samtals 281 fm auk 2 x 40 fm bílskúrs. 3ja herb. séríbúð á jarðhæð. Frábær staðsetn- ing með miklu útsýni. Glæsileg eign. I byggingu Kolbeinsmýri 187 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt innb. bílskúr. Fokhelt að innan, tilb. undir máln. að utan m/útihurðum. Skemmtilegt um- hverfi. Sérlega glæsilegt einbýlishús í Seljahverfi. Mikið áhvílandi. OKKUR VANTAR ALLAR GERÐIR FASTEIGNA Á SKRÁ - EKKERT SKOÐUNGARGJALD. Sölumenn: Andrés Pétur Rúnarsson, Pétur H. Björnsson. Lögmenn: Ásgeir Pétursson, Róbert Árni Hreiðarsson. KAUPMIÐLUN FASTEIGNA OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI62 17 00 2ja herb. Hamraborg - Kópavogi 2ja herb. 45 fm falleg íb. á 3. hæð. Bílskýli. Áhv. byggsj. 1,0 millj. Barónsstígur - laus Skemmtileg íb. á 2. hæð í nýlegu steinhúsi. Áhv. 2,3 millj. Hjónabönd í Keflavík Leiklist_____________ Hávar Sigurjónsson Leikfélag Keflavíkur: HJÓNABÖND Höfundur og leikstjóri: Hulda Ólafsdóttur. Búningar: Inga Stefánsdóttir Lýsing: Magnús Kristjánsson Leikmynd: Hulda Ólafsdóttir Leikendur: Jóhannes Kjartans- son, María Kristjánsdóttir, Mar- ía Guðmundsdóttir, Elva Sif Grétarsdóttir, Kolbrún Valdi- marsdóttir, Halla Sverrisdóttir, Sveindís Valdimarsdóttir, Unnur Þórhallsdóttir, Birgir Sanders, Friðrik Friðriksson, Hallmann Sigurðsson, Guðbjörg Ingimund- ardóttir. Leikfélag Keflavíkur sýnir djörf- ung og lífskraft með frumsýningu á nýju íslensku verki, Hjónabönd, eftir Huldu Ólafsdóttur, leikhús- menntaðan Keflvíking sem hefur kosið að starfa í sinni heimabyggð og leggja leikfélaginu lið sitt. Hulda semur ekki aðeins verkið, heldur leikstýrir því einnig og á því hvað stærstan hlut í þessari sýningu sem frumsýnd var á föstudagskvöldið. Hjónabönd er nútímasaga sem gerist á heimili Jóa og Ingu, þar sem tengdamamma austan af landi er í heimsókn og fyrir dyrum stend- ur boð um kvöldið þár sem gamli vinahópurinn ætlar að hittast. Sá hópur samanstendur af þremur pörum og tveimur einhleypum vin- konum sem reyndar hafa eldað saman grátt silfur á árum áður, þegar önnur hirti elskhugann af hinni. Þær eru þó fljótar að sætt- ast, enda maðurinn löngu úr sög- unni. Verkið er í tveimur þáttum; sá fyrsti er eins konar kynning og gerist að morgni dags; annar þátt- ur gerist um kvöldið og segir frá hvernig boðið þróast. Sviðsetningin er einföld og virkar í fyrri þættinum fremur dauf og óhentug en eftir að tjöldum hefur verið svipt af kemur litskreyting í ljós og lífgar ágætlega upp á samkvæmið um kvöldið. Sviðið í Félagsbíói er greinilega fremur grunnt og erfitt til sviðsetningar en í öllum megin- atriðum hefur tekist sæmilega vel til og ágæt lausn að nota salar- ganginn sem inn- og útgönguleið úr íbúð þeirra Jóa og Ingu. Skipt- inguna á milli þátta hefði mátt æfa betur og einnig setja ljós og hljóð inn af meiri nákvæmni. Titill verksins verður líklega að skoðast sem eins konar þema verksins; þama er brugðið upp mynd af femum hjónum sem öll virðast sprottin úr sama jarðvegi, þeim virðist hafa farnast á svipað- an hátt þó gefið sé í skyn að bam- lausa parið eigi eitthvað meira af peningum en hinir. Samtölin ganga út og suður; konurnar tala um eitt og karlamir annað, stundum slær þessu saman og allir tala hver upp í annan, sérstaklega þegar glasa- lyftingarnar verða örari, smá- ágreiningur kemur upp og ein kon- an er viðkvæmari og móðgunar- gjarnari en hinar, en mestan part- inn fer þetta vel fram. Það er stærsti kostur þessa verks en um leið helsti galli þess, hvað samtölin eru eðlileg. Kostur vegna þess að trúverðugleiki persónanna og að- stæðnanna næst vel fram; vissu- lega er blaðrað fram og aftur um allt og ekkert í svona partíi og höfundurinn hefur gott vald á að skrifa svona samtöl. Það hvarflaði jafnvel að mér einu sinni hvort leik- endumir væm búnir að missa þráð- inn og farnir að spinna samtalið upp úr sér. Það er góður húmor í þessu og séreinkenni persónanna nást ágætlega fram og greinilegt að áhorfendur vom vel með á nót- unum og þekktu sína heimamenn. Gallinn við þetta er sá að verkið er ofskrifað; — um hvað er það? Hver er tilgangurinn með öllu þessu hjali? Einfaldur söguþráður- inn er afskaplega lengi að fínna leiðina í gegnum málgleðina. Leikstjórinn og höfundurinn Hulda Ólafsdóttir þekkir greinilega persónur sínar mjög vel og henni hefur tekist að koma þeirri tilfinn- ingu yfir til leikenda, „týpurnar" nást vel fram og það er gaman að sjá hversu vandlega hefur verið hugsað um búninga, þeir styðja leikarana ágætlega í persónusköp- un í stað þess eins og oft vill verða að rugla bæði þá og áhorfendur í ríminu. Það er eðlilegt að texta- meðferð sé misgóð hjá áhugaleik- hóp en þrátt fyrir það skilaði text- inn sér alla leið og leikurinn var óþvingaður og sérstaklega hafði ég gaman af túlkun Hallmanns Sigurðssonar á kófdmkknum vara- hlutasalanum. Þetta var mjög vel gert. Það er full ástæða til að óska Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með þessa sýningu og hvetja Suð- urnesjamenn til að mæta í Félags- bíó, það er vel þess virði. Brekkubyggð - Gbæ Nýkomið í einkasöíu mjög fallegt endaraðhús, 140 fm auk 32 fm bílsk., á þessum vinsæla stað. Sökkull undir sólstofu. Útsýni. Verð 12,9-13,2 millj. Fannafold - parhús Nýkomið í einkasölu glæsilegt, nýlegt og fullbúið par- hús á einni hæð auk bílsk., samtals 154 fm. Verð 12,5 millj. Setbergsland - Hfj. í einkasölu glæsilegt einbýli á einni hæð ásamt bílsk., samtals 235 fm. Arinn. Parket og flísar. Góð staðs. í botnlanga. Verð 17,3 millj. Nánari upplýsingar hjá Hraunhamri hf., fasteignasölu, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. 911 C A 91 07fl L^RUS Þ- VALDIMARSSON framkvæmdastjori L II J\JmL I 0 / U KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Háskólanum ný og glæsil. 4ra herb. neðri hæð 104,3 fm í tvíb. í „litla Skerjafirði". Allt sér. Ágætt skipul. Frág. lóð. Góður bílsk. Laus fljótl. Glæsileg eign á góðu verði Nýendurbyggt endaraðhús í syðstu röð í Fellahverfi 158,3 fm. Kj. er u. öllu húsinu. Sérbyggður bílsk. 21,6 fm. Blóma- og trjágarður. Eigna- skipti mögul. Ein bestu kaup á markaðnum í dag. 5 herb. efri hæð með bílskúr á vinsælum stað í Hlíðunum 107,1 fm auk sérgeymslu og þvhúss. Trjágarður. Laus strax. 2ja herb. samþ. séríb. til sölu í risi á sama húsi. Skammt frá rússneska sendiráðinu ein af þessum vinsælu sérhæðum í gamla, góða vesturbænum. Nánar tiltekið 5 herb. efri hæð í þríbhúsi 125,1 fnfi. Sérhiti, sérinng. Gott geymsluris. Bílskúr. 2ja herb. einstaklingsíbúð á vinsælum stað í Fossvogi á 1. hæð um 50 fm. Laus strax. Þarfn. málningar. Tilboð óskast. í reisulegu steinhúsi v. Njálsgötu 3ja herb. rishæð um 70 fm. Þarfn. nokkurra endurbóta. 40 ára húsn- lán kr. 2,1 millj. Laus strax. Verð aðeins kr. 4,1 millj. Miðsvæðis í borginni á vinsælum stað 6 herb. neðri hæð í þríb. rúmir 140 fm auk geymslu og sérþvhúss í kj. Góður bílsk. Eignin er öll eins og ný. • • • Fjársterkir kaupendur á skrá að fjölda góðra eigna. Opið á laugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Helga Bryndís Magnúsdóttir Píanótón - leikar í Kirkjuhvoli LAUGARDAGINN 24. október mun Helga Bryndís Magnúsdótt- ir píanóleikari, sem hélt sína fyrstu opinberu einleikstónleika í íslensku óperunni síðastliðinn mánudag, halda aðra tónleikana í Kirkjuhvoli, Garðabæ, kl. 17 síðdegis. Helga Bryndís Magnúsdóttir hóf píanónám í Vestmannaeyjum. Fjórtán ára gömul fór hún í Tónlist- arskólann í Reykjavík og lauk það- an píanókennara- og einleikaraprófí árið 1987. Aðalkennari hennar þar var Jónas Ingimundarson. Síðan stundaði hún nám í tvö ár við Kon- servatoríið í Vínarborg hjá þrófess- or Leonid Brumberg og önnur tvö ár við Síbelíusarakademíuna í Hels- inki hjá Liisu Pohjola og Tuiju Hakkila. I fréttatilkynningu segir að Helga Bryndís hafi tekið mikinn þátt í kammertónlist og komið víða fram bæði heima og erlendis. Hún er nýráðinn kennari og píanóleikari við Tónlistarskólann á Akureyri. Á efnisskrá Helgu Bryndísar er Partita nr. 4 eftir J.S. Bach, Al- borada del grazioso eftir Ravél, þrjár prelúdíur eftir Debussy og Carnaval Schumanns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.