Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 11

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 11
MOftGUNijUP^ MiB.y^ypAGyftjaæ Sæmundur til hliðar við uppáhaldið sitt, Hallgerði langbrók. Verð- andi móðir óg ipjaltastúlka í baksýn Konur rísa úr reka- viðsdrumbunum Sæmundur Valdimarsson í Galleríi Sævars Karls ÞÆR BROSA allar í leynum. Og manni líður eitthvað svo þægilega í návist þeirra. Líkt og hafmeyjar risu þær úr sjó. Voru rekaviðsd- rumbar í fjöru. Búnar að velkjast um úthaf frá Síberíu eða Nýfunda- landi. En maður gekk um fjöru. Leitaði, fann og mótaði. Og skreytti þær með þara, þangi og ýsuroði. „En þær brosa bara í góðum félags- skap. Ekki þegar þær eru einar,“ segir Sæmundur, alþýðulistamað- ur og lífgjafi rekaviðsins, um leið og hann strýkur „madonnu sýning- arinnar“, Hallgerði langbrók. Spyr síðan hugsi: „Hvernig skyldi Gunnar á Hlíðarenda hafa strokið henni?“ Sæmundur rekur uppruna sinn að Krossi á Barðaströnd. Áhrifa- mikil náttúra og söguslóðir hafa mótað manninn. Búsettur í Reykja- vík, með rætur í sterku náttúru- spili; og hálendi og fjara draga til sín. Litríkir steinar og rekaviðsbút- ar safnast í sarpinn. Og listsköpun leitar á hugann, eins og hann segir. „Ég byrjaði á að setja saman grímur úr marglitum steinum. Síð- ar braut ég niður rekaviðsbúta og mótaði andlit. Fyrst aðeins andlit, svo þróaðist þetta, því annaðhvort staðnar maður eða þróast." í tíu ár hafa persónur mótast úr rekaviði í höndum Sæmundar. Er framhald á þessu? „Ég vona það, á meðan þær eru ánægðar með mig. Þessar eru flest- ar í jafnvægi, en ef þær fara að verða fúlar; og kannski ennþá fúl- ari, þegar ég er viðstaddur; þá er kominn tími til að hætta.“ Og rekaviðsfólkið er kynnt: Verðandi móðir með birkilaufsblöð á bijóstum; krans úr burknalaufum um verðandi líf; sýnist svo dreym- andi og íhugul. — Er ímyndun að hún sé sæl og eftirvæntingarfull? „Ekki víst að henni líði alltaf svona vel,“ segir listamaðurinn sem fannst vera hvíslað að sér að af- marka þessa kúlu. Heimasætan situr fram á gaupn- ir sér, hnípin og óframfærin, með hár fram á andlit eins og vera ber. Mjaltakonan situr á kassa með eilít- ið samanherpt munnvik. „Auðvitað þarf hún að einbeita sér við mjalt- imar. Kýrnar selja ekki öllum.“ Engar mjaltavélar, mjólkursamsala eða vegasamband á Barðaströnd á uppvaxtarárum Sæmundar. Og Stúlka með háan höfuðbúnað er óræð fantasía. Bleikrauðar geirvörtur, dumb- rauðar augnabrúnir. — Og hvaðan koma þessi kynþokkafullu, löngu augnahár? „Ur kústinum mínum sem ég sópa gólfið með.“ Geirvörtur úr treíjaplasti, notað til bílaviðgerða, en morgunfrúarblöð í augnabrún- um bjarga rómantískum hugblæ. Sæmundur sækist eftir kórölluðum þara í skreytingar, en slíkur þari berst aðeins á land í haugabrimi. Og Sæmundur stefnir á fjörur þeg- ar haustvindar fara að róta upp. Hallgerður hefur greinilega heillað listamanninn, þó aldagömul sé. „Mærin var fögur og ég efast ekki um að hún hefur þurft að sæta öfund og afbrýðisemi. Sæmundijr hefur samúð með Hallgerði; segir að til séu brot úr sögu Hallgerðar langbrókar sem standist engan veginn á við Njáls- sögu. Já, það er lifandi rekaviðsfólkið hans Sæmundar, enda þorði lítill sonarsonur ekki að sofa hjá styttunum hans afa; hélt þær myndu fara af stað um nóttina. O.Sv.B. [ a vvomöh •Hlaust '92 Ai Fínlandis Sinfonietta í Langholtskirkju Tónlist Ragnar Björnsson í efnisskrá tónleikanna segir að kammersveit þessi sé talin ein sú besta á Norðurlöndum, stofnuð 1975 og meðlimir sveit- arinnar flestir úr Fílharmoníu- hljómsveit Helsinkis. Það sem maður strax rak augun í þegar hjómsveitin birtist var að hljóð- færaleikaramir voru svo til allir klæddir í kjólföt, konur voru aðeins fjórar af u.þ.b. 20 manna hóp. í okkar sveitum, hvort sem er Sinfóníuhljómsveitinni eða kammersveitum, eru kjólfötin em yfirleitt í minnihluta. Þegar maður leit svo í kringum sig á mjög fámennan hóp áheyrenda, spurði maður sjálfan sig, hvar em hljóðfæraleikaramir? Frá SÍ vom rúmlega 2/100 mættir og ekki stóðu aðrir hljóðfæraleikar- ar sig betur og þó var á ferðinni „ein af fremstu kammersveitum á Norðurlöndum" á tónleikaferð til Kanada með viðkomu hér. Víst er það að hér vom á ferð- inni sérlega góðir tónlistarmenn, mótaðir af stjórnanda sínum, Ralf Gothoni, sem um leið er píanóeinleikari sveitarinnar. „Elskhuginn", eftir Sibelius var fyrsta verk tónleikanna. Verkið, sem er í þremur þáttum, mun upphaflega hafa verið skrifað fyrir strokhjóðfæri, umskrifað síðar fyrir kór og síðast endur- unnið fyrir strokhljómsveit, þrí- hom og pákur, og þannig var það flutt nú, nema að pákurnar náðu aldrei eyram mínum. Tæp- lega ar hér um eina merkileg- ustu tónsmíð Sibeliusar að ræða, en eigi að síður mjög vel hljóm- andi verk og ekki leyna sér ástríður og tilfinningahiti Finnans. Sveitin skilaði þessu innihaldi sérlega vel. Þrátt fyrir mjög nákvæma tónmyndun og nákvæmt samspil sveitarinnar virðist það þó ekki fyrst og fremst vera aðall hennar, heldur tónmagn og ástríðuþmngið spil, það kom einnig fram í næsta verki, em var píanókonsert eftir kanadískt tónskáld að nafni Ir- ving Glick og er kynnt í efnis- skrá sem eitt virtasta tónskáld Kanadamanna. Ekki fór á milli mála að Glick þessi kann ýmis- legt í tónsmíðum, því hann þræddi leiðina frá New Orleans- jass, gegnum Skandinavíu, Finnland og Rússland og tók með sér 'Franz Liszt í leiðinni. Píanóleikur nýtur sín mjög illa í Langholtskirkju, og er það löngu reynt. Þó tókst píanistan- um og hljómsveitinni að sýna mikil tilþrif í konsertinum, en sé hér um eitt virtasta tónskáld Kanadamanna að ræða þá er annaðhVort að þeir hafa ekki fylgst með tímanum eða að Glick hefur samið önnur merkilegri og heilsteyptari verk. Tónleikun- um lauk á Serenöðu Tsjajkovskíjs, op. 48. Margt var þar mjög fallega og vel gert, t.d. Elegijan og Valsinn, sem fékk þó dálítið óvenjulega með- ferð, en þrátt fyrir ágætt spil náði Serenaðan í heild ekki að kveikja alvarlega í undirrituðum, en það er líka ógaman að flytja kröfumikla efnisskrá fyrir örfáa áheyrendur. ■ Frumsýning í Þjóbleikhúsinu sunnudaginn 25. október kl. 20 2. sýning 30. okt. kl. 20:00 3. syning 1. nóv. kl. 15:00 Mibaverb kr. 1.600

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.