Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 Míllí steins og sleggju Bækur______________ Pétur Pétursson Þórunn Magnúsdóttir. Þörfin knýr. Upphaf verkakvenna- hreyfingarinnar á íslandi. Reykjavík 1991, 410 bls. Upphaf og saga íslenskrar verka- kvennahreyfingar er spennandi verkefni fyrir sagnfræðinga og fé- lagsfræðinga. Hér er um að ræða heildstæða sögu frá því um aldamót og fram á okkar daga. Þessi saga er óijúfanlegur þáttur í sögu þjóðar sem var að bijótast undan viðjum örbirgðar og áþjánar — sögu um það hvemig hugmyndir um mann- helgi og jafnrétti verða smám sam- an að veruleika. Sennilega er þessi frelsunarsaga hvergi áþreifanlegri meðal þjóðar okkar en einmitt í sögu verkakvenna sem þurftu að bijótast gegn marghöfða þurs karlaveldisins til þeirra sjálfsögðu mannréttinda að fá vinnu og sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Þómnn Magnúsdóttir sýnir fram á að verkakvennafélögin áttu ekki aðeins undir högg að sækja gegn atvinnuveitendum sem þótti sjálf- sagt að bjóða þeim lægri laun og verri aðbúnað en körlurr), heldur vom félagar þeirra í verkamannafé- lögunum tregir til að viðurkenna rétt þeirra og unnu jafnvel gegn hagsmunum kvenna. Kom þetta einna greinilegast í ljós þegar um var að ræða samninga þar sem karlar fóru með umboð kvennfélag- anna og ekki síst þgar umboðið var í höndum forsvarsmanna Alþýðu- sambandsins. Höfundur getur ekki leynt andstöðu sinni gegn forystu Þórunn Magnúsdóttir Alþýðuflokksins í málefnum verka- lýðsins og telur það mikið happa- skref þegar tengsl ASÍ og Alþýðu- flokksins vom rofín endanlega árið 1942. Karlaveldið var jafnvel hvað þyngst þar sem verkalýðsfélög höfðu komið ár sinni fyrir borð í sveitarstjórnum og atvinnurekstri, svo sem á Norðfirði. Þar vora verka- konur á milli steins og sleggju að hennar sögn. Höfundur rekur stofnsögu allra verkakvennafélaga og gefur ágrip af þróun þeirra til ársins 1942. Þá er einnig fjallað um verkalýðsfélög þar sem konur störfuðu. Víða er leitað fanga og augljóst er að mik- ið verk liggur að baki við söfnun og úrvinnslu heimilda, fundargerða- bóka, skjala í vörslu verkalýðs- hreyfíngarinnar, einkasafna, blaða og tímaritsgreina, að' ógleymdum afmælisritum einstakra félaga. Hér er miklu safnað saman sem gerir garðinn aðgengilegri fyrir aðra fræðimenn sem vilja kafa dýpra í þessa sögu og halda áfram að rekja hana til okkar daga. Þetta er ein- mitt eitt af markmiðum höfundar sem segja má að hann nái. Hins vegar er ýmislegt við þetta rit að athuga. Lítið sem ekkert nýtt kemur fram um fyrirmyndir og hugmyndafræðilegar forsendur fyrstu verkakvennafélaganna, þótt það sé einn megintilgangur verksins (bls. 6). Fróðlegt hefði verið að lesa umfi'öllun um reynsluheim verka- kvenna á þessum tíma í baráttunni fyrir eigin samtökum og samstöðu. Fyrsta verkakvennafélagið, Þörfín á Akureyri, er talið stofnað 1909 og hefði verið þörf á því að höfund- ur fjallaði um hugsanlegar fyrir- myndir þess. Akureyringar unnu margvísleg brautryðjendastörf í fé- lagsmálum á þessum árum og fróð- legt hefði verið að höfundur hefði fjallað þó ekki væri um nema líkleg- ar tilgátur í þessu sambandi. Þá skortir allan samanburð á hliðstæð- um hreyfíngum í nágrannalöndun- um. Hann hefði ekki þurft að vera ítarlegur til þess að vera mjög gagn- legur. Vinna hefði mátt miklu betur úr þessu efni, setja það markvissar fram, t.d. við uppsetningu aðalkafla og undirkafla og setja lög og kaup- taxta í aftanmál til að gera aðal- textann læsilegri. Textinn er mor- andi af prentvillum og stafsetninga- villur fyrir neðan allar hellur og ærir það óstöðugan við lesturinn. Leikhús lifnar í Kópavogi Leikfélag Kópavogs tekur aftur upp sýningar á leikritinu „Sonur skóarans og dóttir bakarans" eftir Jökul Jakobsson sem leikfé- lagið frumsýndi í vor. Að þessu sinni verða sex sýningar. Fyrsta sýning verður fímmtudag- inn 22. október í Félagsheimili Kópavogs. Síðasta sýning verður 31. október. Kópavogsbúar, jafnt ungir sem aldnir, era boðnir sér- Ast eða undirlægjuháttur? Lúkas er þungt verk sem bygg- ist á margslunginni merkingu orð- anna. Ramminn er knappur, lítið herbergi þar sem þungamiðjan er kræsingamar handa Lúkasi. Kvikinyndagerðarmennimir not- færa sér möguleika kvikmyndar- innar einkum í nærmyndum af persónunum og gnægtaborðinu (þjóðarinnar?), sem gömlu hjónun- um (almúganum) hefnist fýrir að snerta. Þau era á sama þrepi og hundamir - eiga að láta sér nægja molana sem af því hijóta. Myndavélin er rígbundin og áhrif- in fyrst og fremst leikhúsleg. Það reynir mikið á leikarana sem era framúrskarandi, einkum þó Javet og Ever í hlutverkum hjónanna. Og maður hafði á tilfínningunni að sviðsmyndin væri hárrétt. Eitt það ánægjulegasta við þessa kvikmyndagerð er sam- kennd og menningarsamstarf þessara tveggja, þrautseigu smá- þjóða sem haldið hafa höfðinu hátt og tungunni býsna hreinni í aldanna rás. Við eigum margt sameiginlegt ef að er gáð og von- andi er Lúkas upphafið á athyglis- verðum menningartengslum. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Lúkas - „Luukas“ Leikstjóri Tönu Vivre. Handrit Guðmundur Steinsson, byggt á samnefndu leikriti hans. Þýtt á eistnesku af Arvo Alas. Leik- endur Ain Lutsepp, Juri Javet, Ita Ever. Eistnesk-dönsk- íslensk. 1992 Efni leikritsins Lúkasar, eftir Guðmund Steinsson og frainsýnt var í Þjóðleikhúskjallaranum um miðjan áttunda áratuginn (með Erlingi Gíslasyni í titilhlutverkinu, Áma Tryggvasyni og Guðrúnu Stephensen), er sannarlega al- þjóðlegt. Þar er fjallað fyrst og fremst um afar sterk tengsl milli persóna, þær og vangaveltur þeirra verða ekki staðsettar í tíma né rúmi. Það fer því ekki illa á því að leikhúsverkið hefur nú ver- ið kvikmyndað af Eistlendingum, annarri evrópskri smáþjóð. Það var núverandi sendiherra Eist- lands á íslandi, Arvo Alas, sem þýddi verkið og kom auga á mögu- leika þess til kvikmyndagerðar. Persónurnar era þijár, Lúkas (Lutsepp), Ágúst (Javet) og Sól- veig (Ever). Þau Ágúst og Sólveig era eldri hjón sem virðast lifa fyrir það eitt að halda Lúkasi, miðaldra manni, hinar herlegustu átveislur. Þau era auðmýktin upp- máluð gagnvart hinum hrotta- fengna gesti sem snýr þeim um fingur sér og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þóknast hon- um. Það má skilgreina þessar per- sónur á ýmsa lund en allavega er fjallað um gefendur og þiggj- endur, yfírgang og undirgefni. Er Lúkas sonur þeirra - mynd af honum bendir til þess - harð- stjóri, eða sá þáttur í okkur öllum sem við óttumst og viljum ekki að komi upp á yfirborðið? Svörin era jafn mörg áhorfendum. Þessar vangaveltur era undirstaða leik- ritsins og hafa verið fluttar yfír á tjaldið þar sem þær njóta sín engu síður. Þó fylgir sá böggull skammrifi að fáir aðrir en inn- fæddir kunna skil á eistneskunni og lestur málglaðs textans tekur býsna mikinn tíma frá myndmál- inu. Bjami Guðmarsson og Þórir Steingrímsson í hlutverkum sínum. staklega velkomnir. Leikstjóri verksins er Pétur Ein- arsson. Með helstu hlutverk fara Bjami Guðmarsson, Inga Björg Stefánsdóttir, Guðrún Bergmann, Sigurður Grétar Guðmundsson og Helga Harðardóttir. í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Kópavogs segir: „Þess má til gam- ans geta að Sigurður Grétar Guð- mundsson sem fer með hlutverk Albjarts í sýningunni á 35 ára leik- afmæli um þessar mundir. Hann hefur hlotið verðskuldað lof fyrir grátbroslega túlkun sína á andans manninum Albjarti." Á myndinni frá vinstri eru: Sigrún Klara Hannesdóttir frá Lindinni; Elín Eiríksdóttir höfundur skrár um umhverfi; Kristín Pétursdóttir frá Lindinni; Steinunn Þórdís Árnadóttir, höfundur skrár um um- hverfi; Þórdís Þórarinsdóttir, borgarbókavörður; Áslaug Óttarsdóttir, höfundur skrár um Reykjavík; Lára Bjömsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar; Þórarinn Friðjónsson frá Skerplu; Helgi Hróðmarsson frá Oryrkjabandalaginu; Gunnhildur Mannfreðsdóttir og Ásgerður Kjartansdóttir frá Lindinni. Fremst situr Ólöf Ríkharðsdóttir frá Ör- yrkjabandalaginu. Á myndina vanta höfunda skrár um fatlaða, þær Kolbrúnu Andrésdóttur og Jóhönnu Aðalsteinsdóttur. Skrár og rit frá Lindinni LINDIN hf. útgáfa og dreifing er fyrirtæki í eigu fimm bókasafnsfræð- inga. Helsta markmið þess er að bæta aðgang að upplýsingum á ís- landi, einkum með útgáfu handbóka og bókfræðirita og dreifingu tölvu- kerfa. Á vegum fyrirtækisins era nýkom- in út eftirfarandi rit: Fatlaðir. Ritaskrá 1970-1990 Skráin er unnin af bókasafnsfræð- ingunum Jóhönnu Aðalsteinsdóttur og Kolbrúnu Andrésdóttur og nær yfír 850 heimildir um líkamlega og andlega fötlún. Helstu tímarit á þessu sviði eru efnistekin, einnig bækur og skýrslur sem fjalla um fatlaða. Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra ritar formála. Umhverfí. Ritaskrá 1970-1990. Skráin er unnin af bókasafnsfræð- ingunum Elínu Eiríksdóttur og Stein- unni Þórdísi Árnadóttur. í skránni eru 750 heimildir um umhverfismál, mengun og náttúruvemd. Eiður Guðnason, umhverfísráðherra skrif- ar formála. Reykjavík. Valdar heimildir 1974- 199L Höfundur er Bryndís Áslaug Ótt: arsdóttir, bókasafnsfræðingur. í skránni eru yfir 500 tilvísanir, aðal- lega úr bókum og bæklingum, en einnig efni um Reykjavík sem birst hefur í Lesbók Morgunblaðsins. Þór- dís Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður skrifar formála. Skrámar eru gefnar út í ritröð sem hlotið hefur heitið Bókvísi og er dreift af íslenskri bókadreifíngu hf. Suður- landsbraut 4. Önnur rit væntanleg á næstunni: Vísir. Lykill að efni íslenskra tíma- rita. Fyrsta skrá sinnar tegundar. í fyrsta hefti eru efnistekin 120 tíma- rit útgefín á árinu 1991. Söguþræðir. Handbók fyrir for- eldra, kennara, barna- og bókavini. Lýsingar á um 900 bama- og unglingabókum, frumsömdum og þýddr.m. Hverri bók er lýst með um 100 orðum, söguþráður rakinn og helstu persónur tilgreindar. Skáldatal. íslenskir bama- og unglingabókahöfundar. Höfundatalið nær yfír æviferil allra íslenskra höfunda sem skrifað hafa tvær bækur eða fleiri fyrir böm og unglinga. Einnig skrá yfír allar bækur höfunda og umsagnir um verkin. íslensk ættfræði. Skrá yfir 1400 rit, aðallega ætt- fræði, en einnigjaðarrit sem að gagni koma við að rekja ættir, héraðasög- ur, ábúendatal, sagnaþættir og fleira. Lindin hf. er umboðsaðili fyrir bókasafnskerfi Emblu. Smærri út- gáfa af Emblu, Embla litla, ætluð smæstu söfnum og heimilisbókasöfn- um, er komin á markað. Lindin hf. býður einnig upp á skráningafærslur sem ganga beint inn í gagnasafnið. (Fréttatilkynning) Nýjar bækur Þróun söngsins í nýrri tónmenntasögn ANNAÐ bindi tónmenntasögu íslands eftir Hallgrím Helgason er framhald doktorsritgerðar Hallgríms, sem kom út 1980. Meginefni fyrsta bindis tón- menntasögunnar var formsaga kvæðalaganna og í þessu bindi er rakinn þróunarferill söngsins frá landnámstíð til 1939. Að sögn höfundar er meira efni tilbúið til útgáfu. „Þetta er í fyrsta skipti sem sam- hengið í sögu söngsins er rakið með þessum hætti,“ sagði Hallgrímur Helgason í samtali við Morgunblað- ið. Auk þess nefndi Hallgrímur til þijú atriði þar sem fræðimennska hans hefði leitt til nýrra sanninda; ljúflingslag austan úr Homafirði er eldra galdraljóð, Þórður biskup Þor- láksson var ekki einn um að eiga hljóðfæri, symfón, heldur átti Jón biskup Árason einnig þesskonar hljóðfæri. Og af því sem nær okkur stendur í tíma nefndi Hallgrímur að lagið við Komir þú á Grænlands grand, sem Sigfús Einarsson hefur verið talinn höfundur að, skrifaði Hallgrímur Helgason hann upp eftir Ólafí Daníelssyni stærðfræðingi, sem var mikill kvæðamaður og hélt árið 1912 fyrsta rímnakonsertinn hér á landi í Bárubúð. Útgefandi er Skákprent, bókin er 215 bls. Verð 2.900 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.