Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 15

Morgunblaðið - 21.10.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 15 Kolbeinn Árnason „Fjarkönnun er hag- kvæm og öflug rann- sóknar- og könnunar- aðferð sem stunduð er frá flugvélum og gervi- tunglum og felur í sér mælingar á geislun frá yfirborði jarðar.“ má fylgjast með þýðingarmiklum eðlisþáttum allra þessara auðlinda sem geta gefið mikilvægar upplýs- ingar um ástand þeirra á hverjum tíma. Það er óhætt að fullyrða að óvíða í veröldinni eru jafnmikil not fyrir reglubundnar fjarkönnunarrann- sóknir og einmitt hér á Islandi. Helstu ástæður eru eftirfarandi: í fyrsta lagi er ísland og efna- hagslögsaga þess geysistórt svæði sem nauðsynlegt er að hafa ná- kvæmt eftirlit með. Mnanfæð kemur aftur á móti í veg fyrir að það sé hægt með hefðbundnum aðferðum. I öðru lagi er ísland jarðfræðilega ungt land og enn í mótun. Náttúru- farslegar aðstæður eru hér að mörgu leyti mjög óvenjulegar. Upp- bygging vegna tíðra eldgosa og rof af völdum vinds, vatns og íss valda mjög örum umhverfisbreytingum, sem verður að hafa glögga vitn- Jónas Fr. Jónsson áður umsamið verð ferðar 20 dögum fyrir brottför og settar reglur um kvartanir, afpantanir og rétt til að framselja ferðir. Með samræmingu reglna af þessu tagi njóta neytendur sambærilegra skilyrða sama í hvaða landi þeir kaupa ferðir. Ljóst er að íslensk löggjöf um neyténdamál mun taka breytingum til hins betra með EES-samningnum. Bæði verða sett ný lög og einnig munu íslenskir aðilar þurfa í fram- kvæmd að laga sig að ýmsum kröf- um sem gilda á hinu sameiginlega markaðssvæði. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu höggi, neytenda- vernd bætt og markaðshæfni ís- lenskrar vöru og þjónustu aukin. Höfundur er lögfræðingvr Verslunnrráðs Islands. Jón Atli Benediktsson eskju um. Nákvæm kortlagning slíkra breytinga og eftirlit með af- leiðingum þeirra er naumast mögu- legt nema með fjarkönnunarmæl- ingum. Notkunarsvið fyrir fjarkönnun á íslandi Margvísleg notkunarsvið fyrir fjarkönnun blasa hvarvetna við á Islandi. Sem dæmi um verkefni þar sm fjarkönnunarmælingar geta komið að miklu gagni má til dæmis nefna: Mælingar á hitastigi í sjó og vötn- um. Eftirlit með hafísmyndun og ís- reki. Mælingar á blaðgrænu í sjó og eftirlit með hrygnignarstöðvum. Mengunarmælingar (dreifing skólps í sjó við þéttbýlissvæði, olíu- mengun). Mælingar á stærð, breytingum og ástandi jökla. Mælingar á snjóalögum og bráðn- un þeirra (fyrri stýringu á orku- framleiðslu). Eftirlit með breytingum á hita- stigi eldstöðva í tengslum við nýt- ingu jarðhita eða fyrir eldgosspár. Eftirlit með einangrun bygginga, hitaveitulagna og háspennulína. Gróðurrannsóknir, uppskeruáætl- anir, flokkun gróðurlendis og gróð- urkortagerð. Kortlagning á jarðvegseyðingu og árangri landgræðslu. Eftirlit með ástandi og útbreiðslu skóglendis. Veðurspár og veðurfarsrann- sóknir. Talning sjávarspendýra. Landmælingar og hvers kyns kortagerð. Kortlagning fyrir byggða- og svæðaskipulag. Upptalningin er á engan hátt tæmandi en gefur vonandi nokkra hugmynd um að hér er á ferðinni rannsóknaraðferð sem getur komið að umtalsverðu gagni á fjölmörgum sviðum ef rétt er á málum haldið. Meðal þróaðra ríkja eru reglu- bundnar fjarkönnunarrannsóknir fyrir löngu orðnar nauðsynlegur þáttur í hvers kyns umhverfíseftir- liti. Þó að möguleikar fyrir fjarkönn- un séu miklir hérlendis hafa íslend- ingar enn sem komið er ekki nýtt sér þessa tækni nema að litlu leyti. Undirritaðir hafa áralanga reynslu af söfnun og úrvinnslu fjarkönnun- argagna og telja brýnt að þjóðfélag- ið veiji nokkrum fjármunum til að nýta þesa tækni. Slíkar íjárfestingar eiga eftir að margborga sig. Höfundar eru sérfræðingar í fjarkönnun ogstunda rannsóknir hjá Upplýsinga- og merkjafræði- stofu Háskólans. OC ALFA-LAVAL 6 5 A R I S L A N D I Fyrsta Alfa Laval skilvindan kom hingað 1927. Utvarpssendingar Kófust hérlendis 1926. Við erum enn að stórauka þjónustu okkar við eigendur ALFA-LAVAL mjaltavéla. Arið 1990 var þjónustubifreið ALFA-LAVAL tekin í notkun, og önnur bætist við á næstu dögum. Sérmenntaðir þjónustufulltrúar ALFA-LAVAL og JÖTUNS eru reiðubúnir til aðstoðar hvar sem er og hvenær sem er. iindur smstíma A síðari hluta þriðja áratugs þessarar aldar bárust hingað tvær tækni- nýjungar sem ollu straumhvörfum, hvor á sinn hátt. 1926 hófust hér útvarpssendingar og 1927 kom fyrsta ALFA-LAVAL skilvindan hingað til lands. Nær allir landsmenn njóta útvarps á einhvern hátt, og yfir 90% íslenskra bænda hafa kosið að vélvæða fjós sín með ALFA-LAVAL mjaltavélum. Slíkir eru yfirburðir þeirra eftir 65 ára harða samkeppni. JÖTUNN hf er umboðsaðili fyrir ALFA-LAVAL mjaltavélar hérlendis og hefur aðlagað sig nútímanum með alhliða þjónustu við íslenska bændur á sviði mjólkurtækni. Mlésúdfq HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVlK, SÍMI 634000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.