Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1992 CARDIA UV3NAJV(p ^ NÁTTÚRUAFURÐ SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAMHJÁ SÉR FARA Gott á brauðið, í baksturinn, í sósuna, í súpuna, í teið eða í flóuðu mjólkina. CARDIA-hunang stendur alltaf fyrir sínu. HREIN NÁTTÚRUAFURÐ Á nú að bjarga Bosníu á elleftu stundu? eftirFriðrik * Asmundsson Brekkan Fundur ýmissa aðila verður haldinn hér á landi á næstu dögum um það hvernig við íslendingar getum helst komið stríðshrjáðum íbúum Bosníu til aðstoðar og reyndar öllum hinum íbúum fyrr- verandi Júgóslavíu sem hafa orðið fyrir barðinu á styijöldinni sem þar geisar. Hvað eigum við að gera og hvemig? Erfítt er að gera sér grein fyrir því hvað á að gera í raun því þetta stríð var ákveðið og skipu- lagt fyrir alllöngu og einnig hefur útkoman verið ákveðin með sam- þykki helstu „ákvörðunaraðila" í heiminum í dag. Þótt Sameinuðu þjóðimar og aðrir vinni mikið hjálparstarf er það oft í óþökk stríðandi aðila og einnig er það gert til þess .að stofn- anirnar og samviska heimsins líti betur út síðar þegar sagan er rit- uð, þótt þessir sömu hjálparaðilar viti vel hver útkoman verði. Það er eins gott að menn geri sér grein fyrir því að búið er að ákveða að Serbía muni verða stór- veldi á Balkanskaga og er það gert með fullu samþykki sigurveg- ara síðustu heimsstyijaldar. Þann 30. september á síðasta ári var ég staddur á mikilli sam- komu í Hotel Intercontinental í Belgrad. Þar var verið að kynna hausttískuna um leið og 800 skrið- drekar og herbflar óku fyrir utan gluggana í áttina til Vukovar og Vinkovci til þess að slátra venju- legu fólki eins og þér og mér. Alexander Bakocevic, forseti serbneska þingsins, flutti opnunar- ræðuna, heilsaði gestunum og bað viðstadda um að njóta þess að sjá framleiðslu „tískuhúsa“ Serbíu, sem reyndar væri nokkuð í lág- marki þessa dagana vegna „vanda- máls“ þess sem þjóðin ætti við að stríða í Króatíu. En forseti þingsins hélt áfram og sagði okkur að þessi „vandræði" í Króatíu yrðu „af- greidd" fljótt og vel samkvæmt áætlun þannig að „festa og styrkur myndi að tokum nást“. Þá sagði forseti þingsins að árið 1993 myndi Belgrad verða höfuðborg Balkan- skaga og að þar yrði haldin geysi- mikil vörusýning, EXPO 1993, sem öllum friðelskandi þjóðum yrði vel- komið að taka þátt í. Að tískusýningu lokinni var boð- ið til mannfagnaðar og veitt vel bæði þurrt og vott og fyrir utan rumdi í skriðdrekunum. Á heimleið frá þessu komst bifreið mín ekki áfram því á þeirri brú sem ég ætlaði yfír var allt fullt af skrið- drekum á leið til þess að drepa í skjóli myrkurs. Ofannefnd tilvitnun í forseta serbneska þingsins, sem ég á á myndbandi, gefur þeim sem þetta lesa smáinnsýn í hvemig stjóm- endur Serbíu hugsa. Þeir eiga gíf- urlega sterkan her og hergagna- iðnað, sem getur framleitt 85 pró- sent af öllum hergögnum, þeir eiga öflugan flug- og sjóher og vegna atvinnuleysisins í héraðinu Serbíu hafá þeir yfír ótakmörkuðum mannafla að ráða. Þeir hafa lengi ætlað sér að gera það sem við sjáum daglega í fréttunum og hafa fullt samþykki til þess. Þeir eru búnir að hinkra eftir kosningaári í Bandaríkjunum, því þeir vita að þá lamast meira og minna ákvörðunartaka í Was- hington. Þeir hafa þrautskipulagt alla áróðursstarfsemi og meðal annars hafa margir hér á landi kolfallið fyrir áróðursbragðinu í Sankti Stefan, vegna þess að menn era ekki nægilega upplýstir um bakgrann þessara styijalda og er það því afsakanlegt, ef til vill. Ef eitthvað á að gerá þá verður strax í dag að taka ákvörðun um það með hveijum við stöndum. Stöndum við með þeim sem minna mega sín, venjulega fólkinu, þeim stríðshijáðu, eða stöndum við áfram með sýndarmennskunni. Við eigum nú þegar að senda yfírvöld- um í Serbíu tóninn með því að hætta allri umfjöllun hér á landi um einvígi Spasskís og Fischers í fjölmiðlum. Þetta skilja auðvitað Sannir fréttamenn en samkeppnin og sýndarmennskan heldur þeim hugsanlega frá því að gera það sem hjartað býður. Hið eina sem við geram með þessari umfjöllun eins og hún er Fimmtudaginn 5. nóvember fylgir Morgunblaðinu sérblað með yfirskriftinni Tækni - á heimiljnu. Þar verður fjallað um ýmsa þá tækni, sem er til staðar á nútímaheimilum og nýjungar, svo sem tækni í eldhúsinu, tölvutækni á heimilum, hljómtæki, stýrikerfi, almiðlun, símtækni og margt fleira forvitnilegt. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í blaðinu er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 691111, en tekið verður við auglýsingapöntunum f þetta blað til kl. 11.00, mánudaginn 2. nóvember. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Yið eigum nú þegar að senda yfirvöldum í Serbíu tóninn með því að hætta allri umfjöllun hér á landi um einvígi Spasskís og Fischers í fjölmiðlum.“ rekin í dag er að þóknast þeim sem myrða og byggja enn þykkari skjöld utan um voðaverkin. Ég skil vel stoltið sem upp kemur í þeim sem vora viðriðnir skákmótið hér á landi árið 1972, en mér fannst átakanlegt að sjá þá léttúð og einlæga barnslega gleði sem einkenndi fyrstu viðbrögð og ein- kennir í raun umfjöllunina um þetta „stríðsmót" enn í dag. Eintóm hreykni- og gleðibros í fjölmiðlum og yfírlýsingar um það hversu stórkostlegur atburður þetta skákmót í Sankti Stefan væri. Prentmiðlar hlaupa á eftir og birta forsíðumyndir í lit af tafl- mennskunni og fylgja svo eftir með daglegri umfjöllun á ekki verri stöðum en miðopnum. Þegar ég sá fyrstu viðbrögð við aðgerðunum í Sankti Stefan fyllt- ist ég sorg og mér brá illilega yfír því hversu dómgreindarlaus mað- urinn verður í augnabliki hrifning- arinnar. Umfjöllun um orsakir styijalda er því miður þannig hér á landi að menn kynnast ekki sam- henginu, aðeins örbroti augna- bliksins og einstaklingurinn verður þar af leiðandi dómgreindarlaus og vanhæfur um að draga ályktan- ir um það sem á sér stað í hring- iðu atburða heimsstjórnmála og jafnvel um atburði í eigin landi. Hið svokallaða einvígi Spasskís og Fischers er áróðursbragð. Hið svokallaða einvígi er stríðsaðgerð í þeim tilgangi gerð að sefa hugi okkar. Á meðan við ekki hunsum þessa stríðsaðgerð eram við sam- sek. Ég sagði það áðan og ég segi það enn, að ef við stöndum Upp og hunsum algerlega fréttir af þessu stríðseinvígi og tilkynnum þá ákvörðun okkar víða munum við hljóta viðurkenningu. En með því að gleypa gapandi núverandi fjölmiðlaumfjöllun um stríðseinvig- ið þroskumst við ekki neitt heldur stöðnum í aðgerðarleysi. Hvatning til dáða og hugrekki er það sem þjóðin þarfnast í dag. Þjóðin þarf að kynnast erfíðri ákvörðunartöku, sem tekur af skarið. Stríð er ekki bara gróði og dans í Múlakampi eða kelerí í Trípólíbíói. Höfundur er áhugamaður um alþjóðasijórnmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.