Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 21.10.1992, Síða 18
MOltGUNIÍLAÐIÐ MIÐVÖCUDAGÍJR 21. OKTÓBER 1992 Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. Ljóst að tap verður á rekstri dýrra frystítogara SVEINN Ingólfsson, framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. á Skaga- strönd, segir Ijóst að vegna aflasamdráttar verði tap á rekstri dýrra frystitogara, og þannig sé fyrirsjáanlegt tap á rekstri hins nýja frystitogara sem Skagstrendingur fær afhentan í desember næstkom- andi. „Við erum satt að segja skelfingu lostnir og þess vegna tókum við þá ákvörðun fyrir hálfum mánuði að se^ja ísfisktogarann okkar og hætta rekstri á honum. Það verður meira úr fiskinum með því að frysta um borð og ekki reyndist möguleiki á því að se^ja nýja skipið nema með stórkostlegu tapi,“ sagði Sveinn. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær lýsti Ámi Benediktsson því yfir á Fiskiþingi í fyrradag að fyrirsjáanlega yrði 1,8% tap á rekstri frystitogara á þessu ári, og á næsta ári yrði hallinn 2,8%. Hann sagði augljóst að þeir togarar sem héðan í frá yrði breytt í frystitogara og þeir togarar sem héðan í frá yrðu keyptir nýir eða smíðaðir, yrðu með stórfelldan hallarekstur. Sveinn Ing- ólfsson sagðist ekki hafa kynnt sér þessar niðurstöður Áma, en sagði ljóst að vegna aflasamdráttar og gengislækkunar sterlingspundsins yrðu dýrir frystitogarar reknir með tapi. „Síðastliðin sjö ár höfum við verið með 20-25 tonna meðalafla á dag á tímabilinu maí til ágúst, en í ár er aflinn hins vegar 12,2 tonn, og þar að auki hefur pundið lækkað um tíu prósent. Það er alveg ljóst að þetta nægir til þess að dýr skip verða Ótímabær ummæli Kristínar - segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, segir að ummæli þingflokksformanns síns, Kristínar Ástgeirsdóttur, um að hugsanlegt sé að kallaður verði inn varamaður fyrir Ingibjörgu í utanrikismálanefnd Alþingis meðan á afgreiðslu samningsins um Evrópskt efnahagssvæði standi, séu ótimabær. Ingibjörg segir að sér verði heldur ekki vikið úr nefndinni tímabundið nema í samráði við sig. „Mér fínnst þetta ótímabær um- mæli hjá henni og ótímabært að svara þeim á nokkum máta,“ sagði Ingibjörg Sólrún er ummæli Kristín- ar voru borin undir hana. Kristín sagði í Morgunblaðinu í gær að augljóst væri að það gengi ekki upp að talsmaður Kvennalistans í utan- ríkismálanefnd túlkaði ekki vilja meirihluta flokksins í EES-málinu. Hugsanlegt væri að varamaður Ingibjargar Sólrúnar tæki við sæti hennar í nefndinni meðan á af- greiðslu EES-samningsins stæði. „Ég er kjörin í nefndina af Al- þingi. Það yrði ekki hægt að taka mig út úr nefndinni nema í samráði við mig og að því tilskildu að ég samþykkti þá málsmeðferð. Mér finnst alveg ótímabært að segja nokkuð um það á þessu stigi," sagði Ingibjörg Sólrún. „Það verður ekki tímabært fyrr en eftir landsfund." Ingibjörg Sólrún var spurð hvort yfirlýsing hennar um stuðning við EES-samninginn væri ekki að skapa harðari deilur en áður hefðu komið upp innan Kvennálistans. „Eigum við ekki að segja að þetta sé ákveðinn taugatitringur, sem rjátlast af konum þegar fram líða stundir. Ég hef ekki trú á öðru,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Hætta sunnudags- verslun í Krínglunni Kringlukaupmenn eru hættir að hafa opið á sunnudögum. Þeir segjast ekki hafa náð nægri sam- stöðu um verslun þessa daga og hún hafi sætt harðri gagnrýni frá launþegasamtökum og víðar að. Borgarkringlunni hefur líka verið Forseti íslands til Vaasa FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fer til Vaasa í Finnlandi í dag, 21. október. Dagana 22.-24. október verður sérstök íslandskynning í Vaasa, sem haldin er í tilefni þess að Borgarleikhúsið þar verður opnað á ný eftir gagn- gerar endurbætur. Verður leik- húsið vígt með sýningu tveggja íslenskra leikrita, Banda- mannasögu í leikgerð Sveins Einarssonar og Degi vonar eft- ir Birgi Sigurðsson. Forseti ís- lands opnar leikhúsið með há- tíðarræðu. í fylgd með forseta íslands verður Sigríður H. Jónsdóttir, deildarsérfræðingur á skrif- stofu forseta. ♦ ♦ ♦ rekin með tapi. Ég er sannfærður um að þetta tvennt veldur því að enginn hagnaður verður á rekstri frystitogaranna á þessu sumri, og því miður á ég ekki von á að þetta ástand batni á næstunni. Ég veit ekki betur en allir togararnir beijist við gífurlegan aflasamdrátt," sagði hann. Nýr 66 metra langur og 14 metra breiður fiystitogari er í smíðum fyrir Skagstrending í Bergen og verður hann afhentur 18. desember. Sveinn sagði fyrirsjáanlegt að tap yrði á rekstri hans vegna aflasamdráttar- ins, en hann vonaðist til að að það jafnaðist út með útgerðinni á hinum frystitogara Skagstrendings, Örvari, sem væri orðinn nokkuð léttur á fóð- rum. „í útreikningum Þjóðhagsstofn- unar sem teknir hafa verið ár aftur í tímann hefur meðalfrystitogarinn verið með 430 milljónir í aflaverð- mæti. Mánuðimir frá maí til ágúst hafa haldið uppi meðalafla ársins, en í ár er um að ræða 40% aflamink- un á þessum bestu mánuðum ársins. Og það er enginn sem getur sagt að þetta verði ekki svona slæmt hina mánuðina, en við óttumst að fiskur- inn sé ekki fyrir hendi á þeim slóðum sem við þekkjum best. Góð útkoma hjá bestu skipunum byggist því ekki bara á því að frysta um borð heldur byggist hún á því að vera með mik- inn afla. Menn misreikna þetta því mjög þegar þeir halda að það sé bara nóg að breyta í frystingu, því skip sem fiskar illa skilar ekki hagn- aði þrátt fyrir það,“ sagði hann. Morgunblaðið/Þorkell Strætisvagn á leið yfír hraðahrindrunina á Nesveginum. Hraðahrindrun á Nesvegi Áætlun SVR breytt standi hindrunin STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur hefur sent bæjarstjóm Seltjam- araess ályktun þar sem farið er fram á að hraðahindrun á Nesvegi verði fjarlægð, ella verði SVR að endurskoða þjónustu sina við Seltirninga. Sveinn Andri Sveinsson stjóm- arformaður SVR sagði að hér væri um að ræða hraðahindrun gerða úr stálkoppum, sem standa um 12 sentimetra upp úr götunni. Miklar skemmdir hefðu orðið á vögnum SVR eftir að þessi hindrun var sett upp, einkum í fjaðrabúnaði vagnanna. Tjónið næmi nokkur hundruð þúsundum króna. Sveinn sagði að stjóm SVR væri nauðugur einn kostur að breyta áætlun leiðar 3, sem ekur um Nes- veg vestur á Seltjamames, yrði hraðahindrunin ekki fjarlægð. Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjamamesi sagði að það yrði tekið til athugunar ef í ljós kæmi að strætisvagnamir væm ekki byggðir til að fara yfir þessar ból- ur. „Bréfið var að berast mér, svo ég get ekki strax sagt hvort við fjarlægjum hindrunina. Okkur sem búum á Seltjamamesi finnst hindr- unin hafa reynst framúrskarandi vel og það er gremjulegt að ef eitt- hvað virkar þá er ekki hægt að nota það því einhveijum finnst það ógna sér og sínum. Ég held að þetta sé sérviska að mestu leyti. Ég ek þama yfír mörgum sinnum á hveijum degi og ég hægi vissu- lega á bflnum, til þess er hraða- hindrunin. Ég reikna með að við spyijum stjóm SVR, þó ekki væri nema til að svala forvitni okkar, um hvaða tjón það er sem kemur fram á vögnunum sem ekki kemur fram á öðmm hraðahindrunum. Við ætium ekki í neitt stríð út af þessu, en sá á að vægja sem vitið hefur meira, og við fömm eftir því,“ sagði Sigurgeir. Stofnfundur landssamtaka atvinnulausra í dag Allir án atvinnu öðlist bótarétt „VIÐ viljum að allt vinnufært fólk án atvinnu hafí rétt á bótum sem duga fyrir framfærslu," segir Reynir Hugason verkfræðingur sem unnið hefur að undirbúningi Landssamtaka atvinnulausra. Stofnfund- ur samtakanna verður haldinn klukkan 18 í dag, miðvikudag, í Borgar- túni 6. Reynir segir að atvinnulaust fólk hafí engan málsvara haft og réttur þess verið fótum troðinn. Þessu verði að breyta og samtök- in muni vinna að því með ýmsum hætti. Þau vifji eiga hlut að endur- skoðun laga um atvinnuleysistryggingar sem nú standi yfír. „Hér er sem betur fer engin hefð samtaka atvinnulausra em níu atriði lokað aftur á sunnudögum, þótt undantekning verði gerð um næstu helgi. Kringlan var opin fimm sunnu- daga og átti að láta reyna á fyrir- komulagið til áramóta. En milli 20 og 25 kaupmenn höfðu lokað og seg- ir Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Hagkaups að andstaðan hafi verið meiri en menn áttu von á, bæði inn- an húss og að utan. Jafnframt hafi minna verið verslað en svo að sunnu- dagamjr hafi borgað sig. Gert er ráð fyrir að verslanir í Kringlunni hafi aftur opið á sunnúdögum þegar dreg- ur að jólum. Borgarráð Stækkun á leikskóla BORGARRAÐ hefur samþykkt, að tillögu framkvæmdasjóra Dagvistar baraa, að kaupa fast- eignina Njálsgötu 11, sem er ákjósanleg tíl stækkunar á leik- skólanum á Njálsgötu 9. Kaup- verð hússins er 9,2 miiyónir. Borgarráð samþykkti kaupin með 4 atkvæðum gegn einu. Ólína Þorvarðardóttir, bókaði mótmæli, þar sem fagleg umfjöllun um húsið hafi ekki farið fram í stjóm Dag- vistar bama. fyrir atvinnuleysi," segir Reynir. „En þeir sem ekki hafa vinnu reka sig líka á marga veggi, kerfið gerir ekki ráð fyrir nema sumum þeirra og skilningur hinna sem eru í vinnu er oft fjarska takmarkaður. Atvinnu- lausum fjölgar sífellt og við sem höfum verið að undirbúa stofnun þessara samtaka síðustu vikur vitum að þeir eru mun fleiri en fram kemur á opinberum skrám. Hér eru stórir hópar sem engar bætur geta fengið þótt þeir missi vinnu,“ segir Reynir. „Ég var að tala við mann sem hefur rekið eigið fyrirtæki í þijátíu ár en neyddist til að hætta. I ofanálag var hann að missa konuna sína og situr nú og étur upp eignir þeirra. Hann getur engar bætur fengið frekar en aðrir atvinnurekendur, þótt þeir greiði í atvinnuleysistryggingasjóð, eða skólafólk til dæmis. Annað dæmi er um mann sem missti vinnu þegar hann var milli stéttarfélaga þar sem hann hafði nýlega skipt um starf. Hann fær engar bætur af því stéttar- félagsaðild er skilyrði." Reynir segist telja að hérlendis hljóti að vera hægt að fara svipaðar leiðir og annars staðar á Norðuriönd- um. Láta fólk ekki mæta vikulega til að skrá sig án vinnu, heldur einu sinni og hætta bótagreiðslum um leið og skattskýrslur sýni að viðkom- andi hafi fengið starf. Þá þurfi að veita bótaréttinn mun breiðari hópi en nú tíðkist og endurskoða íjárhæð bótanna. Hér miðist bætur við laun fiskverkafólks, 43.000 krónur á mán- uði, en Svíar greiði 90% launa í at- vinnuleysisbætur og Danir og Norð- menn 60%. í drögum að stefnumiðum lands- nefnd: •Að reynt verði að bæta atvinnu- skilyrði í landinu til að auðvelda fójki að fá vinnu við sitt hæfi. • Að skrán- ing atvinnulausra verði bætt. •Að lögum um atvinnuleysisbætur verði breytt þannig að allir vinnufærir eigi rétt á þeim. •Að tekin verði upp samræmd tölvuskráning atvinnulausra á land- inu og vinnutilboða. ®Að stuðla að endurmenntun og þjálfun atvinnu- lausra tii nýrra starfa. ®Að efna til starfsemi til að styrkja andlegt og líkamlegt þrek félagsmanna. ®Að vinna að meiri og vandaðri umfjöllun um atvinnuleysi. ®Að ýta undir bætta framkomu og jákvæðari við- horf í garð atvinnulausra. ®Að standa fyrir söfnun fyrir félagsmenn í neyð. Ólíkt ýmsum sem ætla að setja á fót samtök vonast Reynir ekki eftir langlífri starfsemi, heldur þvert á móti. „Vonandi mætum við skilningi og getum lagt samtök atvinnulausra niður sem fyrst.“ Þorsteinn Sigurðsson trésmíðameistari látinn Selfossi. ÞORSTEINN Sigurðsson tré- smíðameistari á Selfossi er lát- inn. Hann lést 19. október síðast- liðinn á heimili sínu að Birkivöll- um 18 á Selfossi, 79 ára að aldri. Hann var fæddur í Víðinesi á Kjalarnesi 21. apríl 1913, sonur hjónanna Sigurðar Einarssonar frá Hoitahólum og Sigríðar Jóns- dóttur frá Kalastöðum. Þorsteinn starfaði sem trésmíða- meistari á Selfossi, fyrst hjá Kaup- félagi Ámesinga og síðar í eigin fyrirtæki, Trésmiðju Þorsteins og Áma. Hann sat í sveitarstjóm Selfoss- hrepps 1954-1966 og gegndi á þeim tíma íjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sveitarfélagið, átti meðal annars sæti í byggingamefnd hreppsins frá stofnun hans 1947 til ársins 1986. Auk þessa var hann um árabil formaður Sjálfstæðisfé- lagsins Óðins á Selfossi og átti meðal annars sæti í kjördæmisráði flokksins. Þorsteinn Sigurðsson Þorsteinn var kvæntur Guðrúnu Valdimarsdóttur frá Teigi í Vopna- fírði og lifír hún mann sinn. Þau eignuðust 5 böm sem öll eru á lífi. / Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.